Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. 29 J3V íþróttir DV-leikmaður maímánaðar - Kristján Kristjánsson: Framtíðin björt ef við höldum okkur uppi „Þessi útnefning DV kemur mér mjög á óvart og ég er að sjálfsögðu ljómandi ánægður með hana,“ sagði Kristján Kristjánsson, hinn reyndi knattspyrnu- maður úr 1. deildar liði Þórs á Ákur- eyri, í sámtali við DV. íþróttafréttamenn DV útnefndu Kristján „leikmann maímánaðar" í 1. deildinni í knattspyrnu. Kristján stóð sig mjög vel í tveimur fyrstu umferðum íslandsmótsins, var valinn „maður leiksins" og skoraði sigurmarkið þegar Þór sigraði Víking, 1-0, í fyrstu umferð, og lék mjög vel og skoraði fallegt mark er Þórsarar lágu fyrir Fylki í 2. umferð. Liðið er enn í mótun „Okkar lið er enn í mótun, enda misst- um við sex sterka leikmenn frá því í fyrra. í staðinn höfum við fengið tvo sterka Júgóslava og eigum marga unga og efnilega leikmenn sem hafa staðið sig mjög vel. í ár er okkar markmið að halda okkur í 1. deildinni og takist það er framtíðin björt hjá félaginu. „Fyrsti leikurinn, gegn Víkingi, ein- kenndist af slæmum aðstæðum, þetta • Kristján Kristjánsson. var barningsleikur í miklu roki og sig- urinn gat lent hvorum megin sem var. Stigin, sem við fengum þar, eiga eftir að telja drjúgt þegar upp verður staðið. Gegn Fylki gerðum við afdrifarík varn- armistök og þar töpuðum við mjög dýr- mætum stigum - þar var um sex stiga leik að ræða. Með eðlilegri getu hefðum við átt að vinna þann leik. Hef mikla trú á KA Ég er mjög ánægður með hve jöfn deildin er í byrjun og vona að liðin hald- ist áfram í einum hnapp til þess að mótið verði spennandi og skemmtilegt. Ég á von á því að Fram, Valur og KA berjist um íslandsmeistaratitilinn, ég hef mikla trú á KA-mönnum sem eru með virkUega sterkt hð í ár,“ sagði Kristján Kristjánsson. Kristján lék með Haukum í Hafnar- firði frá barnæsku og komst með þeim í 1. deildina í fyrsta og eina skiptið í sögu félagsins, en þar lék það árið 1979. Þá var hann 19 ára gamall og spilaði 10 leiki í 1. deildinni. Næstu tvö árin lék Kristján með Haukunum í 2. deild, fór þaðan til Völsungs á Húsavík og spilaði þar önnur tvö ár í 2. deild. En frá 1984 hefur hann verið Þórsari og á þessum flmm árum hefur hann aðeins misst af einum einasta 1. deildar leik með félag- inu. Það var gegn Fram í byijun íslands- mótsins 1988. -VS DV-þjálíari maímánaðar - Guðjón Þórðarson: Sigurinn á Fram ætti að vera öðrum fordæmi Guðjón Þórðarson er „þjálfari mán- aðarins" í maí hjá DV. Guðjón er þjálf- ari KA frá Akureyri en liðið vann góð- an sigur á íslandsmeisturum Fram, 3-1, og er í efsta sæti 1. deildar að lokn- ura tveimur umferðura. „Ég hefði viljað vera með 6 stig en ekki 4 en þetta er raunhæf staða hjá okkur í byrjun móts. Við munum selja okkur dýrt og beijast fyrir sessi okkar í efri hluta deildarinnar. Ef strákarnir leggja sig eins fram og sýna sama hug- arfar og í leiknum við Frara er ég ekki hræddur við smnarið. Þau úrslit ættu að vera öðrum liðum fordæmi, það er hægt að sigra hina sjálfskipuðu meist- ara, og sigur okkar hlýtur að auka sjálfstraustið hjá fleirum í lcikjum við sterkustu liðin,“ sagði Guðjón í sam- tali við DV. • Guðjón Þórðarson. „Ég hef enn lítiö séð til liðanna af suðursvæðinu en mér sýnist flest vera svipuð og í fyrra. Fram og Valur eru með besta mannskapinn en bilið milli þeirra og annarra liða er að minnka. Þar kemur tvennt til, þau eru bæði með marga leikmenn sem eru komnir yfir toppinn og famir aö dala á ný og á meðan hafa hópar annarra liða eflst. Það eru margir ungir strákar sem leika í 1. deildinni í sumar og það verð- ur gaman að sjá hvernig þeir þróast á næstu vikum. Eg hef trú á því að marg- ir þeirra muni taka við stærri verkefn- um hjá liðmn sínum strax á þessu timabili. Ég á einnig von á þvi að sá árangur landsliðsins að ná jafntefli í Moskvu í síðustu viku virki hvefjandi fyrir ís- lenska knattspymu, landsliðið jafnt sem 1. defldina, og auki áhuga fólks og stuðning þess við fótboltann i landinu," sagði Guðjón Þórðarson. -VS DV-dómari maímánaðar - Guðmundur Haraldsson: Slæmt ef dómarar stíga ekki skrefið til fulls Guðmundur Haraldsson, KR-ingur, er „dómari mánaðarins" hjá DV í maí. Guðmundur, sem er einn okkar reynd- asti dómari, hefur dæmt tvo leiki til þessa í 1. deildinni, leik Fram og Fylkis í Laugardal og KA og Fram á Akureyri. DV gefur dómurum þijár einkunnir fyrir frammistöðu sína, eina stjörnu ef þeir standa sig ekki nógu vel, tvær ef þeir dæma eðlilega og þrjár ef þeir dæma mjög vel. Guðmundur fékk 3 stjörnur fyrir leik Fram og Fylkis, er reyndar sá eini sem hefur fengið þá ein- kunn til þessa og 2 stjörnur fyrir leik KA og Fram. Fyrir íslandsmótið komu dómarar sér saman um að stemma stigu við ljótum brotum og vísa mönnum umsvifalaust af leikvelli ef þeir gerðust sekir um að brjóta af sér þannig að um ásetning væri að ræða. „Það var mjög svo tímabært að leggja áherslu á þetta atriði hér á íslandi. Evr- 4Ék......................... • Guðmundur Haraldsson. ópska dómarasambandið hefur þetta sem rauðan þráð í alþjóðlegri dómgæslu og við höfum fengið skýrslur um það á hverju ári að undanfórnu. En það er mjög gott að þetta skuli vera komið af stað og ég tel að framkvæmdin á því í fyrstu tveimur umferðum íslandsmóts- ins hafl verið nokkuð góð, þó svo ég hafi heyrt af tveimur tilfeflum þar sem leikmenn sluppu með ljót brot. Það er mikið talað um þessa áherslu- breytingu og DV hefur staðið sig lang- best í að koma henni á framfæri. Það yrði mjög slæmt ef okkur dómurum tækist ekki að stíga skrefið til fulls og koma þessari reglu á í eitt skipti fyrir öll. Hvað 1. deildina varðar, hefur hún til þessa verið spiluð við afleitar aðstæður og veðrið hefur sett svip sinn á leikina. Það er oft talað um það í upphafi móts að það verði spennandi, þó annað komi svo á daginn, en ég held að þetta íslands- mót muni standa undir nafni. Það geta allir unnið alla, Fylkir sigraði Þór og KA vann Fram, og þetta sýnir okkur að það er spennandi og skemmtilegt sumar framundan," sagði Guðmundur Haraldsson. -VS • Halldór Halldórss. FH - markvörður • Þorst. Þorstelnss. Fram - vamarmaður • Gústaf Vífilsson Fylki - varnarmaður • EínarP.Tómasson Val - varnarmaður • Freyr Sverrisson ÍBK - miðjumaður • Þorvaldur Örlygss. KA - miðjumaður • Páll Guðmundsson ÍA - miðjumaður • Guðm. Magnússon Fylki - miðjumaður • Goran Mlcic Víkingi - miðjumaður KA - miðjumaður • Só 11. er auðvitað Kristjón Kristjánsson BUNDESLIGA keppnismalarskór st. 6-12 Verð 4.790.- LIVERPOOL malarskór st. 30-35, 3'/2-6 Verð 1.790.- BUNDESLIGA gervigrasskór st. 3/2-12 Verð 5.590.- ARDILES STAR malarskór st. 36-45 Verð 3.490.- REAL JUNIOR malarskór st. 29-39 Verð 1.795.- REAL SENIOR st. 40-46 Verð 2.295.- Sendum i póstkröfu »hummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40, Rvík, sími 83555 iðistorgi 11,2. hæð Seltj. sími 611055 HUIIIH hUIIIH GOAL malarskór st. 3/2-12 Verð 2.590.- L-MATTHAUS maiarskor st. 3/2-12 Verð 3.290.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.