Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989. 5 Fréttir Líf og starf við höfnina Vöruskiptajöfnuður hag- stæður um 2.700 milljónir Vöruskiptajöfnuður var jákvæður um rúmar 2.700 milljónir króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfn- uðurinn hins vegar óhagstæður um i 660 milljónir. - fyrstu fimm mánuði ársins Á fyrstu fimm mánuðum ársins arð, útflutningur áls og kísiljáms um voru fluttar út vörur fyrir um 30,4 1,9 milljarða og annar útflutningur milljarða. Það er um 3 miUjörðum um 100 milljónir. meira en í fyrra á föstu verðlagi, eða Innflutningur á fyrstu fimm mán- um 10,9 prósenta aukning. Útflutn- uðunum nam um 27,6 milljörðum. ingur sjávarafurða jókst um 1 millj- Það jafngildir um 2,9 prósenta sam- drætti frá í fyrra. Almennur inn- flutningur dróst saman um 15,2 pró- sent en innflutningur á oliu, flugvél- um og vörum til Landsvirkjunar og íslenska járnblendifélagsins jókst. -gse V ........... .1 Nafn: Hannes Valdimars- son Aldur: 49 ára Reykjavik „Ég er alínn upp hér í næsta ná- grenni viö höfnina, nánar tiltekið í Vonarstrætinu. Eins og aðrir krakkar hélt ég mig mikið við höfiiina sem bam og ætli áhuginn á hafnarmálum hafi ekki kviknað þá,“ segir Hannes Valdimarsson sem tekur við starfi hafnarstjóra í Reykjavík í dag. Hannes býr nú í Fossvogi en segist mest hafa haldið sig í mið- bæ Reykjavíkur um ævina. Hann sótti skóla í nágrenni heimilisins, Miðbæjarskólann, Gagnfræða- skólann við Vonarstræti og Menntaskólann í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi settist hann í verkfræðideild H.Í. og lauk það- an fyrri hluta prófi í byggingar- verkfræði. Síðari hlutanum lauk hann í Kaupmannahöfn með hafiiargerð sem sérgrein. Nokkr- um árum síðar tók hann eitt ár í framhaldsnám í Bretiandi. Tómstundir á þurru landi „Þrátt fyrir áhuga minn á höfii- um tengjast tómstundii- mínar þurru landL Hér áöur íyrr sfimd- aði ég golf töluvert en það hefur dregið úr beinni þátttöku minni síöustu ár.Nú sit ég í stjóm Golf- lega þættinum meira. Ég hef farið í nokkrar golfferðir til Skotlauds og hef haft mikið gaman af. Reyndar ferðumst við hjónin töluvert til útlanda og einnig fer ég mikið utan vegna starfsins. Þá era það helst hafiiarborgimar Lærir spönsku í frístundum Hannes segist hafa mikið gam- an af bíóferðum og sér fiölda kvikmynda sem sýndar eru. „Ég er ekkert sérstaklega að velja kvikmyndimar því þá er hætt við að raaður fari að verða of gagnrýninn. Fyrir mér er þetta afþreying meðan á sýningu stendur og síðan ekki söguna meir.“ Hannes tekur þátt í félagsstörf- um sem að mestu tengjast starf- ina Hann situr í skólanefnd Tækniskólans, er varamaður í hafnarráði samgönguráðherra og í stjóm Hafnasambandsins. Siö- ustu vetur hefur hann stundað spönskunám í kvöidskólum og hyggst halda því áfram. „Ahugann á spönskunni fékk ég i sumarfríi á Spáni en við höf- um farið nokkrum sinnum þang- aö í frí. Námið friskar upp á hug- ann og gefur manni eitthvað ann- að aö glíma við. Ef maður vill læra virkilega vel er námið frek- ar stíft Beygingarfræðin er flók- in og óregiulegu sagnimar erf- iðar. Ég get nú varla sagt að ég kunni mikið í spönsku en get bjargað mér í málinu þegar svo ber undir. Það er erfitt aö reyna aö tjá sig við Spánverjana á þeirra eigin tungumáli þvi þeir tala alltaf ensku við útlendinga.1' Hannes er kvæntur Maríu Þor- geirsdóttur félagsráðgjafa og era þaubarnlaus. -JJ Ný kynslóð örbylgjuofna frá Panasonic k JAPISS • Brautarholti 2 • Kringlunni • • Sími 27133 • • Akureyri • Skipagötu 1 • • Sími 96-25611 • PANASONIC NN-5557 Smekklegur örbylgjuofn með fjölda frá- bærra möguleika, m.a. sjálfvirkt mat- reiðsluafþíðingar- og upphitunarkerfi. Þú velur matreiðsluflokk og stimplar inn þyngd matvælanna, ofninn velur sjálf- virkt réttan matreiðslutíma. Einnig er unnt að gefa fyrirmæli um þriggja þrepa matreiðslu (sjálfvirk gangsetning, afþíð- ing, matreiðsla). Með Panasonic örbylgjuofninum verður matreiðslan leikur einn. • Orkugjafi, 70-600 vatta • Snertitakkar • Innanmál, 20 lítrar • Auövelt aö þrifa • Snúningsdiskur • Klukka • Matreiðslukerfi • Upphitunarkerfi • Afþlöingarkerfi • Þriggja þrepa matreiðsla • Sjálfvirk gangsetning • Litir hvítur og brúnn. 9 klst. 99 mín. • Fullkominn islenskur leiöbeiningabæklingur Verð: 24.510,-stgr. Umboösaöilar: Bókaskemman Akranesi / Kaupfólag Borgfirðinga Borgamesi / Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvík / Póllinn (safirði / Rafbúð Jónasar Þórs Patreksfirði Radíólínan Sauðárkróki / Radíóvinnustofan Akureyri / Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Seyðisfirði og Eskifirði / Mosfell Hellu / Vöruhús K. Á. Selfossi Kjami Vestmannaeyjum / Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavlk / Tónspil Neskaupsstað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.