Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989. Andlát Fanney Magnúsdóttir, Drápuhlíö 44, Reykjavik, andaöist í Landspítalnuœ fóstdaginn 28. júií. Ingibjörg Steinunn Jónsdóttir, áöur til heimilis á Egilsgötu 30, andaðist á Droplaugarstöðum 25. júii sl. Ragnhildur Pálsdóttir, Bólstaðarhlíö 42, lést sunnudaginn 30. júli. Ágúst Jónsson, áöur til heimilis á Lang-. holtsvegi 47, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík fostudaginn 28. júlí. Jaröarfarir Jórunn Norðmann lést 23. júlí sl. Hún fæddist á Akureyri 19. október 1907. For- eldrar hennar voru Jón S Norðmann kaupmaður á Akureyri og Jórunn Ein- arsdóttir. Jórunn stundaöi menntaskóla- nám og nam píanóleik hjá systkinum sín- um. Ung giftist hún Jóni Geirssyni lækni á Akureyri árið 1929 og áttu þau saman tvö böm. Þau bjuggu á Akureyri, en shtu þau samvistum árið 1946. Jórunn giftist í annað sinn áriö 1951 Þorkeli Gíslasyni aðalbókara og bjuggu þau á Skeggjagötu 10. Þorkell lést árið 1981. Jórunn var góð- ur pianóleikari og kenndi píanóleik um áratugaskeið. Útför hennar fer fram í Fossvogskirkju i dag kl. 15. Guðrún Guðjónsdóttir rithöfundur lést á Borgarspítalanum þann 25. júli sl. Hún fæddist 24. desember 1903. Hún gift- ist Stefáni Jakobssyni árið 1926 en hann er látirrn. Hin síðari ár fékkst hún mikið við ritstörf. Hún gaf út bama- og ungl- ingasögur sem hún bæði samdi og þýddi. Hún orti fjöldan allan af ljóðum og komu út eftir hana tvær ljóðabækur. Þorleifur Jóhann Filippuson £rá Hall- dórsstöðum á Vatnsleysuströnd, lést á elli- og hjúkrunarheimílinu Grund þann 29. júli. Bálför hans verður gerð frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 10.30 f.h. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Skipasundi 87, Reykjavík, lést á heimili sínu 21. júlí. Jarðarfórin fer fram á Hofi í Vopnafirði, miðvikudaginn 2. ágúst kl. 14. Kristín Samúelsdóttir, Akraseli 33, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 29. júlí. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 10.30. Ólafur K. Einarsson fyrrverandi verk- stjóri hjá Vita- og hafnamálastofnun, verður jarðsunginn frá Garðakirkju mið- vikudaginn 2. ágúst kl. 15. Ingilaug Teitsdóttir, Tungu, verður jarðsungin frá Breiðabólstað í Fljótshlíð föstudaginn 4. ágúst kl. 14. .Kara Áslaug Helgadóttir, Frakkastíg 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Sveinfríður Þorgeirsdóttir, Smyrla- hrauni 42, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 13.30 Y Andrés B Ólafsson bifvélavirki, Nökkvavogi 20, Reykjavík, sem andaöist á heimili sínu þriðjudaginn 25. júlí verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavik föstudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Tónleikar Píanótónleikar Kanadíski píanóleikarinn David Tutt heldur einleikstónleika í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar þriðjudaginn 1. ágúst kl. 20.30. David Tutt stundaði nám í Kanada en lauk BA prófi frá tónlistar- háskólanum í Indiana í Bandaríkjunum. Hann hefur leikið einleik með sirifóníu- hljómsveitinni í Toronto, Edmont, Calg- ary og útvarpshljómsveitinni í Búdapest. Tónieikar Davids Tutt eru fyrstu tónleik- amir af mörgttm á Hundadögum. Ferðalög Ferðir Ferðafélagsins um verslunarmannahelgina, 4.-7. ágúst Kirkj ubæj arklaus t ur-Lakagígar Fj aðrárglj úfur. Gist í svefnpokaplássi á Kirkjubæjarklaustri. Þórsmörk-Fimmvörðuháls. Gist í Skag- fiörðsskála í Langadal. Göngúferðir um Mörkina eins og tími gefst til. Landmannalaugar-Hábarmur-Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. SprengisandurSkagafjarðardalir (inndalir). Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Nýjadal og Steinsstaðaskóla. Pantið timanlega í ferðimar. Farmiða- sala á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3. Útivistarferðir Miðvikudagur 2. ágúst kl. 20. Strompahellar (Bláfjallahellar). Létt kvöldganga og hellaskoðun. M.a. fariö í Rósahellinn. Verð 800 kr. Brottför ffá BSÍ, bensínsölu. Miðvikudagsferð í Þórsmörk kl.8. Eins dags ferð. Verð 1.500 kr. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Pantið á skrifstofu, Gróf- inni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst! Tapaðfundið Páfagaukur tapaðist. Blár páfagaukur tapaðist frá Rjúpufelli 16 sunnudaginn 30. júlí. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 76547. Tilkynningar Kvöldganga um Kópavog Náttúmvemdarfélag Suðvesturlands fer í náttúruskoðunar- og söguferð um Kópa- vog í kvöld, þriðjudaginn 1. ágúst. Farið verður ffá Kópavogskirkju á Borgarholti kl. 21 og gengið niður að Kópavogi, síðan með ströndinni Hliðarveg og inn með Suðurhlíðum. í bakaleið verður komið við í Hliðargarði og á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Göngunni lýkur við Kópa- vogskirkju um kl. 23. Ollum er heimil þátttaka í ferðum félagsins. Fjölmiðlar Þreyttustu penn- arnir í bænum Nokkur þreytublær var kominn á Helgarpóstinn sáluga síðustu mánuðina, sem hann lifði, enda geispaði hann golunni við litla reisn. En síðan hefur Sunnudags- blað Morgunblaðsins verið að reyna að sanna, að lif sé eftir dauð- ann, því að þangaö hafa safnast nokkrir þreyttustu og sþóustu pennamir af Helgarpóstinum. Nú er gallinn við þessa menn ekki, að þeir eru velfelstir félagshyggju- menn (að vísu ekki gallharðir sam- eignarsinnar, heldur kjósendur Dúkakis í Bandarikjunum, sænskra sósíaldemókrata og Jóns Baldvins á íslandi), heidur aö þeir hafa ekkert að segja. Margir vinstri menn eru vissulega léttir og íjörug- ir höfundar, og nefhi ég til þá Guð- mund Ólafsson stærðfræðing og pennavin hans, Úifar Þormóðsson, Össur Skarphéðinsson fiskeld- ismann og Gísla Gunnarsson sagn- fræðing. Fengur er að slíkum mönnum á blaði, sem vill vera op- inn vettvangur. Á sama tíma og óteljandi atburðir eru að gerast í kringum okkur, sem kreflast end- urskoðunar og endurmats, svo sem gjaldþrot sósíalismans, stofiiun raunverulegs Evrópubandalags og hinar ótrúlegu listir, sem Stein- grímur Hermannsson og Ólafur R. Grímsson leika í fjölmiðlum, sitja þessar örþreyttu sálir hins vegar og reyna af veikum mætti aö finna sér einhver umræðuefni: „Ég sett- ist viö ritvélina, af því að ég þurfti að skila grein fyrir morgundaginn, og þá kom fluga fijúgandi, og þá fór ég aö hugsa um, hvað lifið væri nú skrýtið. . .bla, bla, bla,. . . .“ Hanncs Hólmstcinn Gissurarson Meiming Um kirkjusögu og almenna sögu Dr. Magnús Már Lárusson próf- essor hefur verið sagður jafnvígur á kirkjusögu og almenna sögu, og fer því vel á að þessum tveimur náskyldu fræðigreinum sé gert álíka hátt undir höfði í afmælisriti hans. Þjóðveldistíminn I fyrsta kaflanum eru sjö ritgerð- ir sem tengjast sögu þjóðveldis- tímans. Næst fræðasviði Magnúsar kemst Helgi Skúli Kjartansson lektor meö því að beinlínis taka og prófa eina af kenningum Magnús- ar, kenninguna um að tveir tiltekn- ir staðir í Grágás geymi minningu um serkneska silfurmynt, dir- heminn, sem var vel þekkt á Norð- urlöndum á 10. öld. Niðurstaða Helga Skúla er sú „að dirhematil- gátan veldur ekki alvarlegum vandkvæðum á túlkun fomlag- anna; þvert á móti leiðir hún um sumt til einfaldari lausna en eldri skýringar. Hún er því fýsileg fræði- leg tilgáta, þótt varla geti hún talist sönnuð í þessari lotu.“ Dr. Gunnar Karlsson prófessor skrifar „Um upphaf þjóðar á ís- landi“ og tekur þar afstöðu með Boga Th. Mélsteð um að íslending- ar hafi litið á sig sem sérstaka þjóð „eptir það, er þeir höföu sett þjóð- félag á stofn á íslandi..gegn skoðun Siguröar Nordals um að íslendingar miðalda hafi litið á sig sem norræna menn að þjóðerni frekar en íslendinga. íslendingar 12. og 13. aldar höfðu að mati Gunn- ars allt það sem skv. skilgreiningu einkennir þjóðir; nafn, sameigin- lega arfsögn um uppruna, sameig- inlega sögu og menningu, tengsl við sérstakt land og tilfinningar um samstöðu. „AUt bendir í þá átt að Bogi Th. Melsteð hafi í meginatrið- um haft rétt fyrir sér, að öðru leyti en þvi að heimildir hans veita vitn- eskju um ritunartíma sagnanna frekar en atburðartíma.“ Þá skrifar Bjöm Sigfússon grein er hann nefnir Alþingi stýrði snemma löggjöf, Jón Hnefill Aðal- steinsson fjailar um Hofgyðju á Héraði, Jónas Kristjánsson um Þorgeirsþætti í Flateyjarbók, Bo Almqvist um Folklore Motifs in Færeyinga saga og séra Guðmund- ur Þorsteinsson skrifar Þankabrot úr Þingeyraklaustri. Um siðbreytinguna Annar kaflinn hefur að geyma fimm ritgerðir er fjalla um kirkju- sögu siöbreytingarinnar. Séra Jón- as Gíslason prófessor skrifar um Odd Gottskálksson og varpar þar fram þeirri forvitnilegu tilgátu að Oddur hafi ekki unnið einn að þýð- ingu Nýja testamentisins heldur hafi þeir síra Gísli Jónsson, síra Oddur Eyjólfsson og Gizur Einars- son unnið að þýðingunni með hon- um, „enda Oddur varla beztur ís- lenzkumaöur þeirra eftir svo langa útivist.“ Enn á þó alveg eftir að prófa þessa tilgátu. Áhugi á Oddi hefur eðlilega aukist mjög eftir að Nýja testamenti hans var gefið út í nýrri vandaðri útgáfu sl. ár. Þann- ig á sér nú stað stílfræðileg rann- sókn á-málinu á Nýja testamenti hans. Meginheimildin um málið á Nýja testamenti Odds er hið ítar- lega og vandaða rit Jóns Helgason- ar prófessors frá 1929. Það kemur á óvart að séra Jónas skuli ekki nefna þaö rit í umfjöllun sinni en í þess stað halda því fram að „fáir hafi tekið sér fyrir hendur að meta“ þýðingu Odds „sem skyldi.“ Þá skrifar séra Heimir Steinsson greinina Samfélagsáhrif siðbótar- innar og séra Ágúst Sigurðsson Feðgar á Breiðabólstað í Vestur- hópi. Séra Sigurjón Einarsson nefnir grein sína: „... hvar er nú höfðingi mektugur?" Lítil saman- tekt um líkpredikanir Palladíusar Magnús Már Lárusson prófessor. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson í handbók Marteins Einarssonar og loks skrifar Allan Karker um Bibelske randnoter. Söguskoðun sósíalista Þriðji kafli bókarinnar nefnist Af brautryðjendum. Þar skrifar Haraldur Ólafsson um Benedikt Gröndal og mannfræðina, Jakob Benediktsson um Bókagerð Þor- láks biskup Skúlasonar, Finn Hednebo um Áma Magnússon í Norge 1712-13. Loks reyndist í þess- um kafla vera sú grein sem mér fannst hvað áhugaverðust í bók- inni, ritgerð Helga Þorlákssonaar: „Stéttakúgun eða samfylking bænda? Um söguskoðun Björns Þorsteinssonar.“ Helgi leiðir að því rök að söguskoðun Bjöms hafi breyst mjög, hann hafi á síðari árum gjörsamlega horfið frá hinni gömlu söguskoðun íslenskra sós- íaiista en í þess stað aðhyllst ein- dreginn marxisma að hætti Holms- ens. Þaö hafði lítið farið fyrir lýsing- um af stéttaátökum í íslandssög- unni þegar Bjöm kvaddi sér hljóðs með bók sinni íslenzka lýðveldið árið 1953. Að mati Björns varð á 13. öld til yfirstétt sem tók að sér skattheimtu fyrir norskt ríkisvald. Þessi yfirstétt lét ekki stjómast af þjóðarhag og Bjöm bætir því við „fremur en þeir fulltrúar borgara- stéttarinnar á okkar dögum sem reyra þjóðina í efnahagsviðjar. og herfjötur erlends stórveldis, stétta- hagsmunum sínum til framdrátt- ar.“ Þessi sósíalska söguskoðun Björns leiddi huga minn að því að innan minnar fræðigreinar, Gamla testamentisfræðanna, komu fram árið 1962 nýstárlegar kenningar um landnám Ísraelíta í Kanaans- landi. Samkvæmtþessum kenning- um var í raun aldrei um neitt land- nám aö ræða heldur einungis stéttaátök á kanverskri gmnd. Kenningar þessar hafa sætt gagn- rýni m.a. vegna þess að þær þykja ekki sækja nægilegan stuðning í texta Biblíunnar sjálfrar heldur séu höfundar þeirra fremur að lesa pólitískar skoðanir sínar inn í hina fomu texta. Ritgerðin um Bjöm Þorsteinsson vekur spuminguna um tengsl söguskoðunar og hlutleysismark- miðsins í sagnfræðinni. Er sögu- skoðun eitthvað sem þykir sjálfsagt að sagnfræðingurinn hafi meöferð- ir þegar hann byrjar glímu sína við rannsóknarverkefnið? Eða er það kannski óhjákvæmiiegt? Margir sagnfræðingar myndu vafalaust svara þeirri spumingu játandi. Á okkar öld hefur það nefnilega gerst innan almennrar sagnfrasði að trú- in á hlutlægni sögunnar hefur látið mjög undan síga. Því heyrist oft haldiö fram að öll sögurit hljóti aö vera hlutdræg, jafnvel þótt höfund- ar þeirra stefni að hinu gagnstæða. Því þarf ekki að koma á óvart þó að sagnfræðingar hafi oft á tíðum gefið upp hlutleysið sem hið nauð- synlega markmið. Mjög svipað hefur oft á tíðum átt sér stað innan biblíufræðanna og guðfræðinnar almennt. Augljós- ustu dæmin er að finna í svokall- aðri.frelsisguðfræði sem átti upp- haf sitt í Rómönsku Ameríku snemma á áttunda áratug þessarar aldar svo og í kvennaguðfræðinni svonefndu. Frelsisguðfræðingarnir játa það hiklaust að þeir hafi hlut- leysiskröfuna ekki að leiðarljósi við ritskýringu Biblíunnar. Þvert á móti taki þeir sér stöðu meðal hinna þjáðu og hrjáðu meðbræöra sinna og „lesi Biblíuna með augum hinna fátæku." Á svipaðan hátt segja kvennaguðfræðingar að það hafi verið karlmenn sem skrifuðu söguna á liðnum öldum svo og Bibl- íuna og að reysnluheimur þeirra hafi mjög sett mark sitt á það sem þeir skrifuðu. Því sé nú tími til kominn að reynsluheimur kvenna og jafnréttisbarátta þeirra fái að koma við sögu jafnt í kirkjusögu, biblíufræðum sem og annarri guð- fræðilegri iðkun. Hlutdrægni í þágu hlutleysis Rökstuðning fyrir slíkri afstöðu má finna í ágætri grein próf. Gunn- ar Karlssonar „Kröfunni um hlut- leysi í sagnfræði" sem birtist í af- mælisriti Ólafs Hanssonar fyrir tíu árum. Þar skrifar Gunar m.a.: „Líka er hugsanlegt að höfundi þyki vera nokkur slagsíða á sagn- fræðiframleiðslu þjóðar sinnar og aö hann finni hjá sér hvöt til að rétta hana af meö því að leggja nokkuð þungt lóð á þá vogarskál- ina sem léttari er. Þá má segja að hlutdrægni sé beitt til þess að stuðla að hlutleysi í sagnfræðirit- uninni í heild." Af framhaldinu má sjá að Gunnar lætur sér vel líka slíka afstöðu. Sósíalistar í íslenskri sagnfræðingastétt hafa allt frá því að Björn Þorsteinsson skrifaði ís- lenska lýðveldið lagt sig fram um að leggja lóð á hina léttari vogar- skál með því að skrifa um lífskjör alþýðu frekar en um höfðingja og konunga. Má ljóst vera að á því var full þörf. En eftir stendur spuming- in hversu mjög sagnfræðingnum sé leyfilegt að láta pólitískar skoð- anir sínar ráða ferðinni í rann- sóknum sínum án þess að fara út fyrir mörk heiðarlegra eða vísinda- legra vinnubragða. I lokakafla bókarinnar, er nefnist Um kenningar, er svo aö finna tvær ritgerðir sem fjalla um Nýja testa- mentisfræði (dr. Jakob Jónsson) og lögfræði (próf. Sigurður Líndal) en þær fræðigreinar voru Magnúsi einnig mjög hugleiknar. Magnús var óvenjulega afkasta- mikill fræðimaöur, ekki síst ef tállit er tekið til þess að hann varð að láta af störfum þegar árið 1974 vegna augnsjúkdóms. Langstærsti hluti þess sem Magnús lét frá sér fara birtist í safnritinu Kulturhist- orisk leksikon for nordisk middel- alder, en hann var ritstjóri þess verks af íslands hálfu frá 1956 til 1978. Það hefði ekki verið síður áhugavert afmælisrit hefðu merk- ustu ritgerðir Magnúsar úr því verki verið þýddar og gefnar út í bókarformi. En ég hefði ekki held- ur viljað vera án þess rits sem nú liggur fyrir. Saga og kirkja Afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar Ritnefnd: Gunnar Karlsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Jónas Gislason. Geflö út i tllefni sjötugsafmælis hans 2. september 1987 Sögufélag, Reykjavfk 1988. GAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.