Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989. Afmæli Gísli H. Brynjólfsson Gísli Hjálmar Brynjólfsson málara- meistari, Laufskógum 25, Hvera- gerði, er sextugur í dag. Gísli Hjálm- ar er fæddur á Eskiflrði og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Vestmannaeyjum og hefur unnið við málaraiðn í fjörutíu og þrjú ár, fyrst í Vest- mannaeyjum, síðan í Hveragerði. Gísli hefur verið félagi í Lúðrasveit Vestmannaeyja í tuttugu ár og í stjóm Meistarafélags Suðurlands í nokkur ár. Hann hefur verið for- maður Lionsklúbbs Hveragerðis og var félagi í hinum landskunna HG- sextettfrá Vestmannaeyjum 1950- 1952. Gísli er nú formaður Harmón- íkuklúbbs Hveragerðis og hefur skemmt bæði ungum sem öldnum síðastliðin fjöratíu og fjögur ár og kennt gítarleik við tónlistarskólana í Vestmannaeyjum og Hveragerði. Gísli kvæntist 9. september 1951, Önnu Sigríði Þorsteinsdóttur, f. 4. júlí 1927. Foreldrar Önnu voru Þor- steinn Halldórsson, sjómaður á Ak- ureyri, og kona hans, Rannveig Jónsdóttir. Börn Gísla og Önnu eru Hrefna Brynja, f. 28. mars 1952, gift Snorra Óskarssyni, forstöðumanni Betelsafnaðarins og kennara í Vest- mannaeyjum, eiga þau fimm börn og tvö bamaböm; Rannveig, f. 15. maí 1953, húsmóðir í Kansas í Bandaríkjunum, gift Mark Jónatan Haney, eiga þau þrjá syni, og Jón Hreinn, býr í Hveragerði, kvæntur Guðrúnu Helgadóttur. Bróðir Gísla var Hálfdán Brynjar, f. 25. desember 1926, fórst með m/s Helgu á Faxa- skeri, matsveinn. Bróðir, sam- mæðra, var Vilberg, f. 23. ágúst 1923, d. í ágúst 1988, kvæntur Soffiu Er- lendsdóttur frá Eiðum, áttu þau sex börn og eru tveir synir látnir. Foreldrar Gísla: Brynjólfur Ein- arsson, skiþasmiður í Vestmanna- eyjum, og kona hans, Hrefna Hálf- dánardóttir. Föðursystir Gísla var Borghildur, móðir Einars Braga rit- höfundar. Brynjólfur var sonur Ein- ars, b. á Geirastöðum á Mýrum, Pálssonar, b. á Hofsnesi í Öræfum, Jónssonar, b. á Uppsölum í Land- broti, Pálssonar, b. á Seljalandi í Fljótshverfi, Eiríkssonar, b. á Hnappavöllum, Jónssonar, bróður Einars, rektors í Skálholti, langafa Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Einars á Geirastöðum var Rannveig Sveinsdóttir, b. á Hofi í Öræfum, Sveinssonar, og konu hans, Sigríðar Bjamadóttur, b. í Borgarhöfn, Steinssonar, bróður Þórðar, langafa Þórbergs Þórðar- sonar. Annar bróðir Bjama var Jón, langafi Gunnars Benediktssonar rithöfundar. Móðir Brynjólfs var Guðný, systir Benedikts, foður Ragnars Stefánssonar, fyrrv. þjóð- garðsvarðar 1 Skaftafelh, og afa Stef- áns Benediktssonar, arkitekts og þjóðgarðsvarðar í Skaftafelh. Guðný var dóttir Benedikts, b. á Brunnum 1 Suðursveit, bróður Guðnýjar, ömmu Þórbergs Þórðar- sonar rithöfundar. Benedikt var sonur Einars, b. á Bmnnum, Eiríks- sonar, b. á Bmnnum, Einarssonar, b. á Kálfafellsstað, Brynjólfssonar, prests á Kálfafellsstað, Guömunds- sonar. Móðir Eiríks var Þórdís, syst- ir Jóns Eiríkssonar konferensráös og Önnu, langömmu Einars Bene- diktssonar skálds, afa Einars Bene- diktssonar sendiherra. Móðir Guðnýjar var Ragnhildur Þorsteinsdóttir, b. á Steig í Mýrdal, Sigurðssonar, b. á Steig, Ámasonar. Móðir Þorsteins var Þómnn Þor- steinsdóttir, b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar, systir Þor- steins á Ketilsstöðum, forfóður Er- lends Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Móðir Ragnhildar var Guðný Einarsdóttir, stúdents í Ytri-Skóg- um, Högnasonar, og konu hans, Ragnhildar Sigurðardóttur, prests á Heiði í Mýrdal, Jónssonar. Móðir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir, eldprests, Steingrímssonar. Hrefna var dóttir Hálfdánar, b. í Flatey á Mýmm, Jónssonar, b. í Eskey, Hálfdánarsonar, b. í Eskey, Jónssonar. Móðir Jóns í Eskey var Guðríður Jónsdóttir, b. í Ámanesi, Sigurðssonar og konu hans, Herdís- ar Pálsdóttur, systur Halldórs, lang- afa Þorleifs, langafa Þórbergs Þórð- arsonar. Móðir Hálfdánar var Hólmfríður Gissurardóttir, b. í Borgarhöfn. Móðir Gissurar var * Gísli Hjálmar Brynjólfsson. Hólmfríður Ólafsdóttir, b. á Bakka í Einholtssókn, Nikulássonar, b. á Bakka, Guðmxmdssonar, bróður Magnúsar, langafa Stefáns, langafa Finns, afa Eysteins, fyrrv. ráðherra, og Jakobs, prests og rithöfundar, Jónssona. Móðir Hrefnu var Elín, systir Gísla, trésmiðs og bæjarfull- trúa á Akureyri. Elín var dóttir Magnúsar, b. á Björgum í Hörgár- dal, Mikaelssonar og konu hans, Rósu, systur Lilju, móður Friðfinns Gíslasonar leikara. Rósa var dóttir Gísla, b. í Hátúni í Hörgárdal, Frið- finnssonar og konu hans, Bjargar Árnadóttur, b. í Hátúni, Jónssonar. Snorri Nikulásson Snorri Nikulásson afgreiðslumað- ur, til heimihs að Möðrufehi 13, Reykjavík, er sextugur í dag. Snorri fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum en í Reykjavík hefur hann ætíð átt heima. Hann byijaði til sjós sem hjálparkokkur á Helgafelhnu, þá fjórtán ára að aldri, og stundaði síð- an sjómennsku að meira eða minna leiti aht til ársins 1970 er hann kom alkominn í land. Snorri var aðahega á togumm fyrstu tíu árin th sjós en síðan einkum á bátum frá Reykjavík og Suðumesjum. Þá tók hann meirapróf og keyrði leigubh á Hreyfh á árunum 1954-61. hann var síðan verkamaður eftir að hann kom í land en hefur verið bensínaf- greislumaður hjá Oíufélaginu sl. fjórtán ár. Kona Snorra er Margrét Ragnars- dóttir húsmóðir, f. í Sandgerði 31.1. 1930, dóttir Ragnars Pálssonar, landbúnaðarverkamanns þar, og Svövu Benediktsdóttur húsmóður, frá Vallá á Kjalamesi. Snorri og Margrét eiga sex böm. Þau eru Gunnhildur, húsmóðir í Reykjavík, f. 12.10.1950, gift Heröi Finni Magnússyni lagerstjóra, f. 25.10.1945, en þau eiga tvö böm, Snorra og Rut; Axel, prentari í Reykjavík, f. 19.1.1952, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur húsmóður, f. 22.10.1952 og eiga þau fjögur böm, Hhmar, Axel, Laufeyju og Hlyn; Nikulás, kjúklingabóndi að Ána- stöðum á Mýrum, f. 30.1.1954, kvæntur Sigurbjörgu Ólafsdóttur húsfreyju, f. 22.7.1961, en Nikulás á einn son og tvö fósturbörn; Snorri, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 19.3. 1956 og á hann tvo syni, Öm og Ól- af; Hhmar, rafsuðumaður í Reykja- vík, f. 28.5.1958, kvæntur Guðrúnu Strange húsmóður, f. 24.1.1958 og eiga þau tvö böm, Eddu Margréti og Hauk; Svanfríður, húsmóðir í Reykjavík, f. 25.6.1963, gift Hjalta Gíslasyni húsasmið, f. 10.5.1960 og eigaþautvöböm. Snorri átti tíu systkini. Tvö þeirra dóu í bamæsku en Snorri á nú sjö Snorri Nikulásson. systkini á lífi auk þess sem hann á einn hálfbróður. Foreldrar Snorra vom Nikulás Steingrímsson vélstjóri, bifvélavirki og kennari í Reykjavík, f. 1890, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir, f. 1899, d. 1984. Foreldrar Nikulásar vom Stein- grímur Jónsson sjómaður, fæddur í Reykjavík, af Engeyjarætt, og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir. Magnús Marteinn Lúðvík Önundarson Magnús Marteinn Lúðvík Önundar- son, fyrrv. sjómaður og verslunar- maður, th heimihs að Aðalbraut 29, Raufarhöfn, er áttatíu og fimm ára ídag. Magnús fæddist að Kumblavík á Langanesi en flutti tveggja ára með foreldmm sínum að Syðralóni við Þórshöfn þar sem þau bjuggu í tvö ár. Þá byggði faðir hans hús á Þórs- höfn og þau fluttu þangað. Magnús bjó í foreldrahúsum í Þórshöfn þar th móðir hans lést 1919 en fór þá vinnumaður norður á Sléttu og var að Sauðanesi og síðar að Nesi á Sléttu th 1922. Magnús fór þá th sjós frá Raufarhöfn og hefur síöan verið sjómaður lengst af á langri starfs- ævi. Reri Magnús lengi á sinni eigin trhlu. Þá var hann bóndi að Gras- hóh á Sléttu á áranum 1924-26 og rak sölutum á Raufarhöfn í nokkur ár. Kona Magnúsar var Sigurveig Jó- hannesdóttir frá Grashóh en hún erlátin. Magnús og Sigurveig eignuðust fimm böm. Þau era: Bjöm, sjómað- ur á Raufarhöfn, kvæntur Björgu Hrólfsdóttur húsmóður og eiga þau þijú böm; Asa, húsmóðir í Keflavík, gift Einari Guðmimdssyni útgerðar- manni og eiga þau þijú böm; Helga Kristín, húsmóðir á Raufarhöfn, gift Guðmundi Friðrikssyni fisksala og eiga þau fimm böm; Sigríður Aðal- björg, húsmóðir í Garði, gift Guð- bimi Valdimar Ingvarssyni skip- stjóra og frystihússtjóra og eiga þau einn son, og Guðmundur, sjómaður á Raufarhöfn, kvæntur Líneyju Helgadóttur húsmóður. Foreldrar Magnúsar vora Önund- ur Magnússon, b. í Kumblavík og síðar sjómaður og grenjaskytta í Þórshöfn, f. á Borgum3.6.1879, d. 2.9.1945, og fyrri kona hans, Helga Jóhanna Kristjánsdóttir húsfreyja, f. í Nýjabæ í Kelduhverfi 28.10.1875, d. 23Æ0.1918. Helga var dóttir Kristjáns, b. á Eyvindarstöðum, Jónssonar, b. á Bangastöðum í Kelduneskoti og síð- ar Eyvindarstöðum, Jónssonar, b. á Bangastöðum, Gunnarssonar. Önundur var sonur Magnúsar, b. að Borgum í Þistilfirði, Jónssonar, vinnumanns að Oddsstöðum og Ás- mundarstöðum, Steinmóðssonar, b. að Fagranesi og Skoravík, Torfa- Magnús Marteinn Lúðvík Önundar- son. sonar, b. og hreppstjóra að Hhð á Langanesi, Ihugasonar, b. á Akri í Öxarfirði og að Fagranesi og að Eiði, Bjamasonar, b. að Syðralóni, Sæ- mundssonar, ættfoður Syðralóns- ættarinnar. Móðir Önundar var Jóhanna Sig- ríður Jónsdóttir, b. á Valþjófsstöð- um, Jónssonar, b. og hreppstjóra á Núpi og Valþjófsstöðum, Jónssonar, b. á Akurseh, Jónssonar, Sölvason- ar frá Pálsgerði, Sigfússonar. Móðir Magnúsar var Helga Jónsdóttir, b. á Daðastööum í Núpasveit, Jónsson- ar. Móðir Jóns Steinmóðssonar var Ástríður Jónsdóttir. Til hamingju með afmælið 1. ágúst 90 ára Þuríður Eggertsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára__________________ Ágúst Filippusson, Hábæ 40, Reykjavík. Ágústa Jónasdóttir, Lindargötu 5, Sauðárkróki. Ragnar A. Bjömsson, Skólavegi 2, Keflavík. Hjallavegi 20, Reykjavík. 60 ára Valdemar Jónsson, Stórholti 9, Akureyri. Ásta S. Guðjónsdóttir, Hhðarbyggð 35, Garðabæ. Sigurður A. Kristjánsson, Ásgarði 121, Reykjavík. Steingrimur Þórarinsson, Gerðhömrum 4, Reykjavik. Henning Kristjónsson, Þórólfsgötu 14, Borgamesi. Glsli Jónsson, Sólvöllum 5, Grindavík. ólafur íshólm Jónsson, Stekkholti 6, Selfossi. Sigurður Ólafsson, Nesvegi 57, Reykíavík. Guðlaugur Elís Jónsson, Bakka við Fífuhvammsveg, Kópa vogi. Ágústa Stefánsdóttir, Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi. Valborg Guðmundsdóttir, Völusteinsstræti 11, Bolungarvik. Svava Amórsdóttir, Kleppsvegi 134, Reykjavík. Sonja Hilmars, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavfk. Guðrún Bjarnadóttir, Grundarási 12," Reykjavík. Þorvaldur Jónsson, Hlfö viö Reykholt, Reykholtsdals- hreppL Jón Grétar Kjartansson, Nönnugötu 14, Reykjavík. Sigurður Greipsson, Frakkastig 19, Reykjavik. Ólafúr Sigurjónsson, Mávabraut 6D, Keflavík. Ragnar Hafliðason, - Arkarholti 8, Mosfellsbæ. Jakob Jónsson, Króki 3, ísafirði. Brúðkaups- og starfsafmæli Ákveðið hefur verið að birta á afmælis- og ættfræðisíðu DV greinar um einstaklinga sem eiga merkis brúðkaups- eðastarfsafmæli. Greinarnar verða með áþekku sniði og byggja á sambæri- legum upplýsingum 6g fram koma í afmælisgreinum blaðs- ins en eyðublöð fyrir upplýsingar afmælisbarna liggja frammi á afgreiðslu DV. Upplýsingar varðandi brúðkaups- eða starfsafmæli verða að berast ættfræðideild DV með minnst þriggja daga fyrir- vara. Það er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar'andlitsmyndir fylgi upplýsingunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.