Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989. 11 Utlönd Ófriðvæn- legt í Kambódíu Ráðstefnunni um framtíðarskipan mála í Kambódíu lauk í París í gær án þess aö nokkur niðurstaða feng- ist. Útlit fyrir frið í landinu var því jafn dökkt og áður. Fulltrúar deildu enn um skipun sérfræðinganefndar til að halda starfinu áfram þegar stjórnmála- menn 19 þjóða voru að búa sig undir að halda heim á leið. Franskir emb- ættismenn sögðu að ráðherranefnd- in myndi hittast aftur á þriðjudag til að finna lausn á málinu sem er talið skipta sköpum fyrir árangur ráð- stefnunnar. Stjómarerindrekar sögðu að rauðu khmerarnir ættu sök á slælegum árangri viðræðnanna þar sem þeir féllust ekki á neitt. Rauðu khmeram- ir eru stærsti hópurinn í bandalagi þriggja andspyrnuhópa undir for- sæti Sihanouks fursta. Á ráðstefnunni var ákveðið að koma á fót þremur nefndum til þess m.a. að hafa eftirlit með fyrirhuguð- um brottflutningi víetnamskra her- sveita frá Kambódíu og heimkomu hundruð þúsunda flóttamanna. En stjórnarerindrekar sögðu að rauðu khmerarnir heföu lagst gegn mynd- un fjórðu nefndarinnar um innan- ríkismál Kambódíu. Deilumar um nefndirnar, sem eiga að starfa í einn mánuð, fóru fram fyrir luktum dyrum. Á opnum fundi í gær kom hins vegar í ljós djúpstæð- ur ágreiningur milli deiluaðila. Þar áttust einkum við Kínverjar og Víet- namar sem hvorir um sig vilja að skjólstæðingar hinna verði brotnir á bak aftur. Víetnamar styðja núver- andi stjórn landsins en Kínverjar skæruliða. Reuter Flóttamenn (rá Kambódíu streyma enn yfir landamærin til Tælands undan stórskotahríð stjórnarhersins. Símamynd Reuter Leðursófasett hornsófar og borð í miklu úrvali. Við erum í NUTIÐ HUSGOGn Faxafeni 14, s. 680755, Leitast við að bæta samskiptin Utanrikisráðherra Kina, Qian Qichen, forsætisráðherra Kambódíu, Hun Sen, og James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á ráðstefnunni um friðarhorfur í Kambódíu en hún var haldin í París. Simamynd Reuter Kosningar á Spáni í haust? Pétur L. Pétursson, DV, Barœlona; Spænskir sósíalistar velta nú vöngum yfir hvort ekki sé rétt að leysa upp þing í sumarlok og efna til kosninga í október. Kjörtímabihnu lýkur í apríl á næsta ári. Sá orðrómur hefur verið æði áleit- inn allt þetta sumar að þingmeiri- hluti sósíahsta hyggist ekki sitja út kjörtímabilið. Orðrómurinn fékk byr undir báða vængi er upplýsingaráð- herra ríkisstjórnarinnar, Rosa Conde, lýsti því yfir að þing yrði ekki rofið þann 25. ágúst næstkomandi en þá kemur ríkisstjómin næst saman.. Það að nefnd skuli hafa verið dag- setning þykir benda mjög eindregið til að yfirlýsingin hafi veriö undan- sláttur, að hugsanlegt þingrof verði a.m.k. rætt á ríkisstjórnarfundinum. Sósíalistar hafa til þess gildar ástæður að sitja ekki út kjörtímabil- ið. Sú veigamesta er sennilega sú að hægri menn eru enn í leiðtogaleit. Höfuðlaus her er ekkert mótvægi við meirihluta sósíalista og því um að gera að nota tækifærið meðan það býðst. Önnur ástæða er blikur á lofti í efnahagslífinu en hraður hagvöxtur og aukin verðbólga kalla á óvinsælar aðgerðir í efnahagsmálum. Þá er verkalýðshreyfingin að búa sig undir baráttu haustsins og þykist sigumss eftir sigurinn þann 14. desember síð- astliðinn en þá tókst henni að fá meirihluta launþega í landinu með sér í allsherjarverkfall. Skoðanakannanir sýna að ef efnt væri til kosninga nú myndu sósíalist- ar halda meirihluta sínum en með naumindum þó. Fari svo að hægri mönnum takist að finna sér leiðtoga sem sameinaði þá í samlita hjörð er allsendis óvíst um áframhaldandi veldi sósíalista, ekki hvað síst ef þeir hafa haldið uppi óvinsælum efna- hagsráðstöfunum. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, leitast nú við að bæta samskipti Kína og Bandaríkj- anna en þau versnuðu mjög í kjölfar fjöldamorðanna á Torgi hins himn- eska friðar í Peking fyrir tæpum tveimur mánuðum. Baker og Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, ræddust við í um eina og hálfa klukkustund í gær eftir að ráðstefnu um friðarhorfur í Kambódíu, sem haldin var í París, lauk. Fundurinn í gær er sá fyrsti sem háttsettir embættismenn beggja landa eiga frá því að Bush Banda- ríkjaforseti sakaði kínversk yfirvöld um morð og samþykkti takmarkaðar refsiaðgerðir gegn Kínverjum í kjöl- far þess að kínverski herinn réðst til atlögu gegn mótmælendum á torginu í byrjun júní. Óttast er að þúsundir hafi látið lífið. Bandarískur embættismaður segir að Baker hafi lagt áherslu á vilja Bandaríkjastjómar til að varöveita þá framfór sem átt hafi sér stað í samskiptum þjóðanna frá árinu 1979 þegar stjórnmálatengsl voru tekin upp. En embættismaðurinn sagði að Baker hefði og lagt áherslu á að að- geröir kínverskra yfirvalda í júní væru nokkuð sem bandaríska þjóðin gætiekkiskilið. Reuter Heildarupphæð vinn- inga 15.7. var 7.257.787,-. Einn hafði 5 rétta og fær hann kr. 4.329.560,-. Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 108.477,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr.7.484,- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr.441,-. Sölustöðum er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. ÞURRKUBLÚÐIN VERÐA AÐ VERA ÚSKEMMD og þau þarf að hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöð margfalda áhættu í umferðinni. |JUMFERÐAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.