Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989. 15 Borðar og biðlistar Tæplega 600 aldraðir Reykvík- ingar eru í brýnum forgangi á bið- listum félagsmálastofnunar eftir þjónustuíbúð, vistheimili eða hjúkrunarplássi. Neyðarhsti er orð sem gjaman er notað til skilgrein- ingar á þessum hópi meðal þeirra 1350 einstakhnga sem nú eru á bið- hstum eftir öldrunarþjónustu í Reykjavík. Þeir sem þurfa úrlausn strax (hefðu í mörgum tílvikum þurft á henni að halda fyrir löngu) og ahs ekki síðar en á næstu 12 mánuðum eru metnir í „brýnan forgang". Þeir sem era taldir geta beðið í mesta lagi í 2 ár faha undir skilgreininguna „nokkur forgang- ur“. Nú í september voru 338 manns á biðhsta sem merktur er með nokkrum forgangi, þannig að ahs eru aldraðir á þessum for- gangshstiun 930 talsins. Þessar staðreyndir eru heldur óþægilegar í hinni fjáöu höfúðborg, sem ekki sparar milljónimar í stór- brotin mannvirki, sem sum hver að minnsta kosti hefðu mátt lenda utan biðhsta sem merktir eru „brýnum forgangi“. Sjálfstæðismönnum þóttu upp- lýsingarnar um öldrunarmál, sem fram komu á síðasta borgarstjórn- arfundi í kjölfar fyrirspumar stjómarandstöðunnar, óþægilegar. Eðlilega. Enda hefur ekki enn birst stafkrókur um þær umræður í Morgunblaðinu, nú þegar þetta er skrifað, þremur dögum eftir fund- inn. Stjómarandstaðan spurði m.a. um hversu margar leiguíbúðir fyr- ir aldraða hefðu bæst við í eigu borgarinnar á því kjörtímabih sem nú fer að ljúka. Er þar bæði átt við þjónustuíbúðir og vistheimih. í svarinu kom eftirfarandi í ljós: Vistheimilum hefur ekki fjölgað Kjallarinn Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi um eitt einasta. Þjónustuíbúðum hefur ekki fjölgað um eina einustu. Leiguíbúðum með húsvörslu, sam- bærilegar við þær sem verið hafa í Austurbrún 6 í 20 ár, hefur ekki fjölgað um eina einustu. Það eina sem bæst hefur við á rúmum þremur árum eru 29 al- mennar leiguíbúðir sem keyptar hafa verið í nágrenni þjónustumið- stöðva og eru eingöngu ætlaðar öldraðum. Hér era að sjálfsögöu ekki teknar inn í dæmið söluíbúðir sem borgin, félagasamtök eða byggingarverk- takar hafa reist af mikihi atorku síðustu árin. Það er ekki á færi allra að festa kaup á 5-7 mihjóna króna íbúð, 2ja-3ja herbergja, ahra síst þeirra sem metnir eru á neyð- arhsta Félagsmálastofnunar. Húsnæðisvandi biðlistahópsins Árið 1986 var gerð könnun á hög- um og húsnæðisþörf aldraðra Reykvíkinga, bæði meðal þeirra sem skráðir vora á biðhsta Félags- málastofnunar og elhlífeyrisþega sem ekki höfðu sótt um úrræði borgarinnar. Þar kom í ljós aö meðal þeirra sem skráðir vora á biðhsta bjuggu mun færri í eigin húsnæði en í hinum hópnum. Nær 4 af hverjum 10 á biðhstaúrtakinu vora leigjendur eða bjuggu hjá ætt- ingjum. Rúmur helmingur leigj- endanna var á almennum leigu- markaði, sem er bæði ótryggur og dýr eða býður upp á húsnæði sem samræmist ekki kröfum íslenska velferðarþjóðfélagsins. Það gamla fólk, sem leigði á al- mennum leigumarkaði, bjó frekar en aðrir úr biðhstaúrtakinu í lélegu húsnæði, þröngu og köldu, í kjah- ara, risi eða ofan við 3. hæð í lyftu- lausu húsi. í sumum tilfehum var engin eldunaraðstaða í íbúð- inni/herberginu eða prívathrein- lætisaðstaða. Flutningar voru tíð- ari hjá þessum hópi en öðram þátt- takendum í könnuninni. Reiknað út frá hlutfalh könnun- arinnar má ætla að u.þ.b. 470 Reyk- víkingar, 67 ára og eldri, hafi búið í leiguhúsnæði á almennum leigu- markaði árið 1986, eða tæp 5% þessa aldurshóps. Síðan 1986 hefur Reykvíkingum fjölgað í þessum aldurshópi sem og öðram. Það er Ijóst að talsverður hópur þess gamla fólks, sem skráð er á biðhsta Félagsmálastofnunar, þarf fyrst og fremst á tryggu, mann- sæmandi húsnæði að halda fyrir viöráðanlegt verð. Söluíbúðir era engin lausn fyrir þetta fólk, það hefur einfaldlega ekki efni á þeim kaupum. Leiguíbúð á vegum borg- arinnar í nágrenni við þjónustu- miðstöð aldraðra er góð lausn fyrir hluta þessa hóps. Aðrir þyrftu að fá inni í húsnæöi sem sérstaklega er hannað fyrir aldraða. Borgin á nú slíkt húsnæði fyrir tæplega 400 manns, þjónustuíbúðir með mis- mikilh þjónustu, sem teknar vora í notkun á áranum 1972-1979 og vistheimihn Droplaugarstaði, opn- að 1982, og Seljahlíð, sem tók th starfa um síðustu kosningar. í brýna forganginum (á neyðar- hstanum) eru nú tæplega 450 aldr- aðir sem bíða eftir einhveiju ofan- greindra úrræða. Eins og að fram- an greinir hefur meirihluti Sjálf- stæðisflokksins fjölgað slíkum úr- ræðum um 29 leiguíbúðir, án þjón- ustu, á rúmum þremur árum. Það er aht og sumt og er hætt við að bið gamla fólksins teygist yfir æði mörg kjörtímabh ef sama stjórnar- far á að ríkja áfram. Stefnubreyting eða stærri vandi Þeir tæplega 150 einstaklingar, sem bíða í forgangi auk þeirra 450 sem að ofan greinir, þurfa á hjúkr- narplássi að halda. Á því sviði er komin nokkur hreyfmg með þátt- töku borgarinnar í hjúkranar- heimihnu Skjóh og áformum um byggingu hjúkrunarheimihs, lík- lega í Grafarvogi. Betur. má þó ef duga skal því ósæmhegt er með öhu að geta ekki boðið því gamla fólki, sem glatað hefur hehsunni, viðunandi aðstæður. í þessum efn- um hefur ríkið ekki síður staðið sig afspymu hla með þeim ótrúlega drætti sem orðið hefur á að ljúka B-álmu Borgarspítalans og á það jafnt við núverandi ríkisstjóm sem fyrrennara hennar. Biðhstar aldraðra Reykvíkinga segja ljóta sögu um sinnuleysi stjórnvalda. Sá smánarblettur á þó eftir að stækka verði ekki um gagn- gera stefnubreytingu að ræða. Reykvíkingar, 70 ára og eldri, voru u.þ.b. 8.500 um síðustu áramót. Árið 2000 er útht fyrir aö í þessum aldurshópi hafi fjölgað um 1920 manns og er þá ekki tekið tilht th flutninga th eöa frá borginni. Þegar horft er yfir það kjörtímabil, sem brátt er á enda, minnir hegðun stjórnenda höfuðborgarinnar á ný- ríka framagosa sem hafa gleymt foreldrum sínum og bömum. Ómælt fjármagn og orka er sett í mikhúðleg mannvirki sem halda skulu nafni stjórnendanna á lofti. Minnisvarðamir hafa hinn brýna forgang. Biðhstar aldraðra og bið- hstar barna eftir dagvistarheimih bíða og lengjast. Húsbændumir á besta aldri khppa borða á meðan og baða sig upp úr hylli heimsins. Kristín Á. Ólafsdóttir „Þegar horft er yfir það kjörtímabil, sem brátt er á enda, minnir hegðun stjórnenda höfuðborgarinnar á nýríka framagosa sem hafa gleymt foreldrum sínum og börnum.“ £ „Það er brekka þetta líf“ Ekki fer hjá því að gamlir sveita- menn fylhst svolitlum óróleika þegar líður að göngum og réttum. Þessi undarlegi tími ársins, þegar búast má við hemi á pollum á björt- um haustmorgnum, var svo óhkur öhu öðra í sveitalifmu að ekki varð hkt við annað en hátíð. Þetta var tími utan hins hversdagslega, aht að því hehagur tími, þar sem önnur lögmál ghtu en um hversdagstím- ann og jafnvel leyfðist þá margs konar hegðun sem htin hefði verið homauga á öðrum tíma ársins. Ég er ekki að halda því fram að ósiðleg eða ómanneskjuleg hegðun hafi þá verið leyfð fremur en í ann- an tíma heldur að slakað var á viss- um kröfum sem daglega vora gerð- ar th manna. Sumir gátu þá sleppt fram af sér beislinu án þess að það særði aðra eða ylh áhtshnekki. Atferh manna í fámennu sam- félagi er jafnan undir smásjá og má oft lítið út af bera að ekki valdi umtah og angri en í réttum fengu menn að láta eins og þá lysti að ósekju enda réð ákveðið uppeldi og meðfædd kurteisi að sjaldan var farið svo langt út fyrir mörk hins sæmhega að hneykslun ylh. Manndómsvígsla Ég fór í göngur mörg haust, aht frá fjórtán ára aldri, og hafði reynd- ar fariö yngri í smalamennsku í fjalli. Það var engin thviljun að miðaö var við að maður teldist fuh- ghdur th að gegna fjahskhum fjórt- án ára. Það var fermingaraldurinn og þá viðkomandi kominn í tölu fuhorðinna. Fermingin og fjallferð- in vora í raun og vera athafnir sem Kjallaiinn Haraldur Ólafsson dósent mörkuðu skihn mihi bams og unghngs, mhli hins óharðnaða, óþroskaða og hins harðnaða og fullghda. Ég var að ræða þetta við kunn- ingja minn um daginn og hann benti á að eiginlega hefði fyrsta fjallferð drengsins verið mann- dómsvígsla, sams konar og flestar þjóðir, þær sem framstæðar kall- ast, láta unga drengi ganga í gegn- um th að reyna kerlmennsku þeirra og prófa hvort þeir séu svo þroskaðir að þeir geti taiist th fuh- orðinna. Þessar manndómsvígslur við- gangast reyndar í margvíslegu formi um ahan heim og í sérhverju samfélagi manna þótt form þeirra séu mismunandi og þær þrautir, sem unghngamir verða að kljást við, séu margvíslegar. Sums staðar verða ungu dreng- imir að hafast við einir á afviknum stöðum, soltnir og klæðlausir, stundum vikum saman. Annars staðar era brótnar úr þeim tennur eða þeir pyndaðir á grimmhegan hátt th að reyna þrek þeirra og æðruleysi gagnvart sársauka og andlegu álagi. Göngumar vora sem betur fer ekki ætlaðar th þess að pynda unga né gamla en þær voru samt sem áður nokkur raun fyrir unglinga. Þeir urðu að fást viö verkefni sem vora á mörkum þess er þeir réðu við. Þeir vora flestir í nýstárlegu umhverfi þar sem búast mátti við aö þeir yrðu að bjarga sér í ihviðr- um og þoku á ókunnum slóðum. Fjölhn, dahrnir, gihn og tindamir vora eins og hrikaleg tröhabyggð þar sem aldrei var vitaö hvað væri að baki næstu hæðar. Heiðamar lágu út í óendanleikann og ár og læki varð að vaða þar sem ekkert þekkt vað var. Það sem ekki var minnst um vert var að þeir vora allt í einu komnir 1 slagtog við eldri menn sem þekktu þessi fjöh og heiðar og kunnu þá hst að bjarga sér. Sú staðreynd að vera kominn í hóp reyndra gangna- manna var í sjálfu sér svo stórkost- legur viðburður að ungur drengur fann í senn th stolts og kvíða, hrifn- ingar og öryggisleysis. Það var hka spurningin um að standa sig, verða sér ekki th skammar, gefast ekki upp, halda áfram meðan fætumir gátu borið mann, þola regn og storm, slyddu og frost án þess að blikna né blána. Aö smala fé um fjöll og heiðar var ekki aðeins það að koma hinni marglofuðu og marhötuðu sauð- kind th byggða, heldur miklu frem- ur að koma sjálfum sér ósködduð- um og nokkum veginn með hýrri há th manna. Göngumar vora manndóms- vígslan og þegar gengið hafði verið í gegnum hana var ekkert eðhlegra en að haldin væri hátíð. Þessi hátíð kahast réttir og þar var drukkið brennivín, hrópað og sungið, tusk- ast og mælst th vdnáttu. Hugur reikar Getur nokkur furðað sig á því þótt hugurinn reiki th fjalla í sept- ember og minnist manndómsvígslu fyrir margt löngu? Minnist hnúka í þoku og tinda í svo björtu sólskini að landið virtist svífa handan veru- leikans. Og minnist fyrst og síðast gangnamanna sem léttir í spori eltu sauði skjarra um skriður og gljúf- ur, glaðir yfir því að amstri sum- arsins var að ljúka og komin sú árstíð er fagnað var uppskera jarð- ar og f'rjósemi dýra. Ég sé fyrir mér hann Guðjón í Lækjarbug, fjallkónginn okkar, vdkingslegan mann og snaran í hreyfingum, glaðbeittan og orð- hvatan og hló hátt. Hjartahlýr ein- valdur í göngunum og bar um- hyggju fyrir okkur nýliðunum, gekk hart eftir að vdð værum hlý- lega klæddir og hefðum nægilegt nesti í vasanum svo vdð yrðum ekki máttlausir af hungri þegar hði á daginn. Árin líða, enn er farið í göngur og enn era þær manndómsvígsla og uppskeruhátíð eins og menn hafa haldið um árþúsundir. Form- in eru mismunandi en andinn hinn sami. Og þótt brekkurnar væru brattar og maður með blóðbragð í munninum þegar upp var komið þá gleymdist það þegar láglendið var langt fyrir neðan og sást vdtt th fjarlægra héraða. Og rétt að hafa í huga vdsubrot Rósbergs: Það er brekka þetta líf. Aðrar brekkur biðu og hsár kom margur úr þeim skriðinn. Haraldur Ólafsson „Göngurnar voru manndómsvígslan og þegar gengið hafði verið í gegnum hana var ekkert eðlilegra en að haldin væri hátíð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.