Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Blaðsíða 32
F»—fc ■“i. cz T A S K O Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóirn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 | MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989. Sýn úthlutað sjónvarpsrás í bígerð er að veita Sýn hf. síðustu _ j»rásina, rás 6, af VHF-kerfinu fyrir sjónvarpssendingar. VHF-kerfið er sama kerfið og Ríkis- sjónvarpið og Stöð 2 sjónvarpa á og því þurfa notendur rásinnar ekki ný loftnet. Heimildir DV segja að samn- ingar um rásina verði undirritaðir í dag en það fékkst ekki staðfest, hvorki í samgönguráðuneytinu né af forráðamönnum Sýnar hf. Sýn hf. er kvikmyndafyrirtæki sem er sérhæft í auglýsingagerð og þátta- gerð. Aðaleigendur eru um þrettán og er Auglýsingastofan GBB einn þeirra. -JJ Dollarinn á 61,06 krónur - fellur áfram ytra Dollarinn hélt áfram að falla á er- lendum gjaldeyrismörkuðum í morg- un. Það kom hins vegar á óvart að sterlingspundið veiktist lika gagn- vart öðrum gjaldmiðlum. Dollarinn var í morgun seldur hérlendis á 61,06 krónur og pundiö á 98,948 krónur. Hvort tveggja lægra en í gær. Dollarinn var í morgun seldur á ^1,88 þýsk mörk erlendis og 1,41 yeni. Á föstudag, fyrir fund iðnríkjanna sjö sem samþykktu að lækka dollar- ann í verði með þvi að auka sölu hans, var dollarinn seldur á 1,95 þýsk mörk og 1,45 japönsk yen. Hann hef- ur því lækkað mikið síðustu tvo dag- • ana. -JGH Sakadómur Reykjavíkur: Morðingi dæmdur til hælisvistar Bjarni Bernharður Bjarnason, sem er 39 ára gamall, hefur verið dæmdur til að sæta öryggisgæslu ótímabund- iö á viðeigandi hæh. Bjarni Bern- harður var sekur fundinn um að hafa myrt Karl Jóhann Júlíusson, 67 ára, aðfaranótt 15. nóvember 1988. Bjarni Bernharður var úrskurðaður ósakhæfur. Bjarni Bemharður, sem haföi nokkru fyrir atburðinn leigt íbúðar- húsnæði af Karli Jóhanni, kom á heimili Karls Jóhanns og réðst aö honum með eggvopni þannig að hann hlaut bana af. Lík Karls Jó- hanns var illa leikið. Ármann Kristinsson sakadómari kvað upp dóminn. * Ekkert hæli, sem er sérstaklega ætlað geðveikum afbrotamönnum, er til hér á landi. -sme LOKI Kratarnir eru ekki aðeins á jötunni heldur áfengisspenanum líka! Hugmyndir um breytingar á kvótalögunum: Aflamark við af sóknarmarkinu - þau skip, sem nú eru á sóknarmarki, fái 80 prósent af meðalkvóta skipa i landinu Stóm nefndinni, sem vinnur að endurskoðun aflakvótalaganna, var skipt uppífjórar vinnunefitdir. Nú hefur sjávarútvegsráðherra sent formönnum þessara nefnda skjai með hugmynd að breytingum að kvótalögunum þegar þau renna út að ári. I skjalinu, sem merkt er trúnaðarmál, er gert ráð fyrir því að hreint afiamark verði tekið upp í kvótakerfinu en sóknarmarkið verði aflagt. Þá er gert ráö fýrir aö þau skip, sem em á sóknarmarki samkvæmt núverandi kvótakerfi, fái til sín 80 prósent af meðalkvóta skipa í landinu þegar þau skipta yfir á aflamark samkvæmt nýjum kvótalögum. Meðalkvóti skipa er nú í kringum 1500 lestir. Ef þessar hugmyndir ganga fram og verða að lögum myndi þaö stað- festa endanlega þá skerðingu sem menn teija ýmsa landshluta hafa orðiö fyrir vegna kvótakerfisins. í því sambandi má nefiia Vestfirð- inga sem hafa látiö vinna sérstaka skýrslu og haldið ráðstefnu um þá skerðingu sem þeir teija sig hafa orðið fytir. Lögin um stjómun fiskveiða ganga úr gildi í nóvember á næsta ári. Vegna þess hve viðkvæm og umdeild þau em ætlar sjávarút- vegsráöherra að leggja fram frum- varp að nýjum lögum strax eftir áramót. Þar með gefst nægur timi til að ræða frumvarpið 1 vetur. Halldór Ásgrimsson vildi ekki ræða innihald þessa skjals sem hann kallaöi vinnuplagg. Hann sagðist ekki hafa það fyrir siö að ræða um innihald vinnuplagga og sagðist ekki sjá tilgang í þvi. Það væri verið að vinna að þvi í þessum fjórum nefndum að samræma þau sjónarmiö sem komið hafa fram. Þegar vinnu í undimefndunum er lokið verður niðurstaðan lögð fyrir stóm kvótanefndina. -S.dór Þetta stóra tré, sem er i garði við Álfheima, brotnaði í veðrinu i gær. DV-mynd S Fréttir af vindum: Tré hafa brotnað ogskúturlosnað Leifar felhbylsins Hugo hafa gert mörgum landsmanninum gramt í geði. Ekki er vitað um veruleg tjón vegna veðursins. Vitað er að tré hafa brotnað - bæði í Fossvogshverfi og eins við Álfheima. Skúta, sem lá við festar í Nauthóls- vík, losnaði og rak upp í fjöru neðan við Kirkjugarðinn í Fossvogi. Vonast er til að skútan sé ekki mikið skemmd. Skúta, sem var í Reykjavík- urhöfn, losnaði og tókst áhöfn drátt- arbátsins Goðans að bjarga skútunni áður en illa fór. Vinda á að fara að lægja og af Hugo er það að frétta að hann er farinn framhjá landinu og gerir því ekki meiri usla hér á landi. Hugo blessaður, eða leifar hans, er nú kominn langleiðina norður aji Svalbarða. Vindur er ekki mikih a landinu - eða 5 til 6 vindstig þar sem hvassaster. -sme Aðeins fimm árekstrar Aðeins fimm árekstrar urðu í Reykjavík á síðasta sólarhring. Eng- in slys urðu á fólki. Enginn ökumað- ur var tekinn grunaður um ölvun við akstur. Síðasti sólarhringur var sá alrólegast í umferðinni í Reykja- víkílangantíma. -sme Veðrið á morgun: Súld og rigning Það ætlar að verða bið á góðu haustveðri vestanlands því spáð er vaxandi suðvestanátt með súld á Suðvesturlandi og síöar rign- ingu á morgun og fylgir því nokk- urt hvassviðri. Bjart verður aftur á móti á Austur- og Norðaustur- landi. Hitinn verður 5-10 stig. ^o'ÐlL ASro0 ÞRÚSTUR 68-50-60 VANIR MENN BÍLASPRAUTUN ÍLARÉTTINGAR f_.nETTINGAR oo hver* konar boddivi&garóir. Vanni Sími 44250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.