Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1989. Utlönd » Þrjár milljónir í heimsókn til Vestur-Þýskalands Helgin var helgi sameiningarinnar í Berlín þó svo aö langt viröist vera þar til sameining Vestur- og Aust- ur-Þýskalands veröi aö veruleika. Þtjár milljónir Austur-Þjóöveija hafa komiö í heimsókn til Vestur- Þýskalands frá því á fimmtudags- kvöld, þar af tvær milljónir til Vest- ur-Berlínar. Hundruö Austur-Þjóö- veija héldu áfram að streyma gegn- um Berlínarmúrinn í morgun en flestir þeirra voru eldri en þeir sem komu um helgina. Yngra fólkið hélt til vinnu sinnar í morgun. Austur-Þjóöveijum í Vestur- Berlín fjölgaöi einnig á annan hátt. Lítil stúlka kom í heiminn úti á götu í Charlottenburghverfinu þar sem móöir hennar var aö skoða sig um þegar hún veiktist tveimur vik- um fyrir tímann. Mæögurnar voru í skyndi fluttar á sjúkrahús. Hundruð vestrænna ferðamanna hröðuöu sér til Vestur-Berlínar um helgina til þess aö vera viðstaddir hinn sögulega atburð. Margir tóku stefnuna á Potzdamertorg til þess að sjá austur-þýska landamæra- veröi rífa gat á múrinn til þess aö opna nýja landamærastöð. Höfðu margir í huga aö ná sér í mola úr múrnum sem skihö haföi aö Vest- ur- og Austur-Berlínarbúa. Talsverð spenna ríkti við múrinn á laugardagskvöld og fóstudags- kvöld þegar unglingar réðust á múrinn meö hamri. Austur-þýskir landamæraverðir sprautuðu vatni á unglingana til aö reyna aö koma í veg fyrir frekari aðgerðir þeirra. í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld í Austur-Þýskalandi aö búiö væri fella niður fyrir fullt og allt skipun- ina tíl austur-þýskra hermanna um aö skjóta á flóttamenn viö múrinn. í staðinn hefur verið gefin út skip- un um að öll umferð um múrinn eigi aö ganga eins snurðulaust og hægt er. Reuter, Ritzau og TT Fjölskylda frá Magdeburg í Aust- ur-Þýskalandi athugar hversu mik- ið er eftir í buddinni aö loknum verslunarleiðangri i Vestur-Berlin. Austur-þýskur landamæravörður brosir gegnum gat sem Vestur-Þjóðverjar gerðu á Berlínarmúrinn. Símamyndir Reuter horfa á. Þeir komu stykkinu fyrir aftur á sinn stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.