Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 17
■DMIUlifcM ; MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1989. 17 Blessaður veri bókaskatturinn „Nú vita rithöfundar, að þrjár vikur eru nóg, og starfa eftir kjörorðinu: Bók- in á að hitta beint á budduna og bragð- lauka lesandans.“ „Hvar i „vestrænum menningarlöndum", annars staðar en hér, hefur gildi bóka verið reiknað í byggingu fiugstöðva?", spyr greinarhöfundur. í staðinn fyrir þá reiði, sem kveinstafir í blaðagreinum undan bókaskattinum eiga að vekja, hlýt- ur hann að vekja gleði hvers frjáls og hugsandi rithöfundar. Þeir kunna að vera fáir eftir í heiminum. Vegna þess að sökum „þróunar“ í Ust, landsmálum og heimsmálunum, stunda þeir orðið fremur bókhald en bókmenntir, af ótta við Skattstofuna, í þeim reyf- ara réttlætisins sem þjóðfélagið er orðið. Eða þeir stússast í eilífri markaðskönnun, hvað varðar efni væntanlegrar skáldsögu. Hvað sem nýfrjálshyggju líður og kennimönnum hennar, voru ís- lenskar bókmenntir famar að „stíla upp á markaö" löngu á und- an þeim; með jólabókamarkaðn- um. íslenskar bækur seljast ekki nema á útsölum og mörkuðum. Bókmenntirnar lifa aðeins í nokkr- ar vikur fyrir jól. Og það er alltaf verið að „þétta“ markaðstímann fyrir helgihaldið. Nú vita rithöf- undar að þrjár vikur eru nóg, og starfa eftir kjörorðinu: Bókin á að hitta beint á budduna og bragð- lauka lesandans. Skelfmg held ég að þessi kenning mundi gleðja Margrétu Thatcher. Gildi bóka í flugstöðvum Það kemur út mikið af bókum eftir „markaðshæfa" rithöfunda, salan er í svo góðu lagi, ef marka má það sem í dagblaðagreinum stendur gegn bókaskattinum, að fyrir tekjur ríkisins af honum væri hægt að reisa eina Þjóðarbókhlöðu fimmta hvert ár og Leifsstöð á held- ur fleirum. Á þetta hafa ýmsir rit- höfundar bent. Ég veit ekkert um fagurfræði eða bókmenntalegt gildi þessarar kenningar, en hún sannar það, að rithöfundar eru orðnir fær- ir í bókhaldi. Getur rithöfundur þá annað en glaðst yfir „áþreifanlegu" gildi sínu? Hvar í „vestrænum menn- ingarlöndum", annars staðar en Kjallariiin Guðbergur Bergsson rithöfundur hér, hefur gildi bóka verið reiknað í byggingu flugstöðva? Munu hinir skörpu íslensku gagnrýnendur fara að ræða héðan í frá um „bygg- ingarvísitölu innviða verksins"? Mér fmnst útreikningurinn vera afar skáldlegur. Það að skáld spyrði saman skatt á bókum, flug og bókhlöður, merkir að þau róa á sannkölluð andleg mið. Bæn tii Ólafs Ragnars Grímssonar Góði Ólafur Ragnar Grímsson, gerðu það fyrir eitt orð að skatt- leggja bækur mínar. Það er eina örugga merki um gildi þeirra, ef þær kynnu að geta veitt einhverj- um landa minna þá ánægju að hefja sólarlandasýn í flugstöð Leifs. Að svo búnu hef ég ákall til Svav- ars Gestssonar: Elsku Svavar minn, fyrst þú vilt leggja áfram skatt á bækur, finnst mér trúlegt aö í fjölskyldu þinni sé engin frekjudós sem vill, þaö sem nú er kallað, „fara út í bókmennt- ir“. Annars væri hún búin að hakka þig svo rækilega í sig, að þú afnæmir skattinn til að halda heim- ilisfriðinn. Aftur á móti getur verið að þú, eins og margir, „hafir alltaf gengið með rithöfundinn í maganum" og viljir hefna þín á „sumum“ með skattinum. Hver veit nema þú verðir kominn allt í einu í Rithöf- undasambandið og hirðir alla styrkina. Slík fordæmi eru til. - Ég nefni engin nöfn. Bænin heldur áfram Nú hefurðu fundið lausn á vanda Þjóðarbókhlöðunnar. Láttu bölv- aða skattinn renna til hennar. Það er réttlætismál. Láttu það ekki ganga þér úr greipum. Hann Þor- steinn Pálsson er vís til að hirða hugmyndina og safna þannig í fjár- rétt Morgunblaðsins öllum gimbrum, hrútum, tvævetlum og sauðum á sviði ritlistar hér á landi. Þú kemst þá ekki þar að með grein- amar þínar. Og ennerbeðið Elsku Svavar minn, farðu ekki að eins og Ragnar Arnalds. Þegar hann var menntamálaráðherra, lagði hann lúxusskatt á allt sem laut að málaralist og hrakti málara frá sósíalisma fyrir bragðið. Síðan hefur ekki sést rauður htur í ís- lensku málverki. - Eins og velferð- arþjóðfélagið okkar hefði ekki haldið áfram að vera hamingju- samasta samfélag í heimi, án lúx- usskatts á zinkhvitum ht? En nú er hann frelsaður, kominn í Rithöfundasambandið, eflaust búinn að fá sína „fyrstu úthlutun" og talar vítt og breitt um Listahá- skóla ahra hsta á þingum Banda- lags íslenskra listamanna. - Rauði liturinn er farinn að læðast aftur inn í íslensk málverk. Samt er enn hætta á ferðum. Á velheppnuðu kvöldi í gærkveldi var ég að lyfta glasi með skáld- konunni NB. Hún er þekkt fyrir að vera róttæk.'en sagði allt í einu: Þaö er eitthvað þýðlegt viö hann Þorstein Pálsson. Kvöldið áður hafði ég verið að gá í glas með HKL á eins konar ætt- jarðarkvöldi, þar sem tollfrjáls vín voru drukkin í hófi. AJlt í einu sagði ungskáldið: Ég hef alltaf kunnað við piltinn Þorstein Páls- son. Geta jafn mikhr póhtískir stærð- fræðingar og þú og Ólafur Ragnar annað en farið að leggja saman tvo og tvo? Leggið bókaskattinn á, látið hann renna óskertan til Þjóðarbók- hlöðunnar en hættiö að leggja skatt fyrir hana á fasteignir. Um leið mundi Þuríður Pálsdóttir róast og syngja sig inn á gafl í Alþýðubanda- laginu. Guðbergur Bergsson Utsýnishúsið og íþróttirnar A fundi borgarstjórnar 19. októb- er sl. vísuðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins frá tillögu sem Framsóknarflokkurinn flutti þess efnis að gerð yrði fjögurra ára áætl- un um uppbyggingu íþróttamann- virkja í Reykjavík á næstu fjórum árum. Var í tillögunni gert ráð fyr- ir að til þessa verkefnis yrði varið upphæð sem væri a.m.k. ekki lægri en kostnaöi við útsýnishúsið í Öskuhhð næmi, þ.e. tæpar 200 mihjónir króna á ári. í ljósi þess að mörg brýn verkefni á sviði íþróttamála bíða úrlausnar í Reykjavík getur varla talist of- rausn að ríkasta sveitarfélag lands- ins sinni þessum málaflokki betur en gert er, sérstaklega þegar litið er til þess að öll nágrannasveitarfé- lög Reykjavíkur eru að vinna að stórverkefnum á þessu sviði. Reykjavík dregst aftur úr Borgarstjóri og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins brugðust illa við þessari tillögu, enda virðast íþróttir ekki eiga upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík. Raunar sést það best á því hversu htlu fjármagni er varið til þessa málaflokks en það er staðreynd að Reykjavíkurborg ver miklu minna fjármagni til íþróttamannvirkja en öh nágrannasveitarfélögin. Sum Kjállarinn Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins þeirra veria jafnvel hærri krónu- tölu til íþróttamannvirkja en sjálf höfuðborgin. Þar ofan á bætist að Reykjavíkur- borg skattleggur íþróttafélögin í borginni með leigu á æfingasölum og keppnisíþróttamannvirkjum meðan önnur sveitarfélög hafa fellt shk gjöld niður. Kolvitlaus stefna Aðstöðuleysi er farið að há ýms- um íþróttafélögum í Reykjavík. Þau verða þar af leiðandi að leita út fyrir borgarmörkin til að fá leigða æfingatíma. Það heföi ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæj- ar. Og félög, sem reynt hafa að bjarga sér með byggingu eigin íþróttamannvirkja, ramba á barmi gjaldþrots. Svo koma borgarstjóri og borgar- fuhtrúar hans fram fyrir alþjóð og hæla sér af góðri stöðu þessara mála í Reykjavík og telja allt í stakasta lagi. Stefna Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og æskuiýðsmálum hefur um-langt árabil verið kolvitlaus. Áherslurnar hafa verið á félags- miðstöðvunum sem reistar hafa verið víða um borgina með ærnum thkostnaði. Þá er rekstrarkostnað- ur þeirra u.þ.b. 100 mihjónir kr. á ári. Samt hefur gengið illa að fá unghnga til að sækja félagsmið- stöðvarnar. Unglingarnir vilja miklu fremur stunda íþróttir en skortir aðstöðu. Nýju hverfin útundan Breiöholtshverfin eru glöggt dæmi um vanrækslu Reykjavíkur- borgar á sviði íþróttamála. Þó að meira en 20 ár séu síðan Breið- holtið byriaði að byggjast upp hefur íþróttaaðstaða þar verið af skorn- um skammti alla tíð og margir unghngar í því hverfi farið á mis við íþróttirnar. Sá skaði verður aldrei bættur. í Grafarvogi er nýtt íþróttafélag að hasla sér vöh. Mikih og vaxandi áhugi er meðal forystumanna þess að standa sem best að íþróttastarfi í þessu yngsta hverfi borgarinnar. Sú spurning vaknar hvort þeir fái þá aðstoð frá borgaryfirvöldum sem þarf til að halda öflugu starfi uppi. Þennan áhuga er hægt að drepa niður verði ekki komiö myndarlega th móts viö þetta áhugafólk. Þá kann sorgarsagan úr Breiðholtinu að endurtaka sig. Borgaryfirvöld verða að fara að skhja það að fólk, sem er að vinna að íþróttamálum fyrir yngstu borg- arana, er að gera borginni greiða - en ekki öfugt, eins og oft má skilja. Eitt útsýnishús -10 stór íþróttahús Útsýnishúsið í Öskuhhð kostar 700 miiljónir. Fyrir það hefði mátt byggja 10 stór íþróttahús. Ekki er í sjálfu sér verið að amast viðþessu verkefni þótt þessi samanburður sé gerður en það fer greinhega i taugarnar á borgarfuhtrúum Sjálf- stæöisflokksins að útsýnishúsið skuli tekið til viðmiðunar þegar rætt er um fiárveitingar th íþrótta- mála á næsta ári. Er til of mikhs mælst að Reykja- víkurborg geri áætlun til fiögurra ára um uppbyggingu íþróttamann- virkja, eins og lagt var til í tillögu Framsóknarmanna, og th þess var- ið tæpum 200 mhlj. kr. á ári? Varla telst það ofrausn þegar einu einasta íþróttafélagi í Kópavogi er úthlutað 118 mihj. kr. til uppbyggingar á næstu árum. Eða er metnaður sjálfstæðismanna í borgarstjórn gagnvart íþróttum enginn?' Haldi þessu fram mun reykvískt íþrótta- fólk dragast aftur úr því að án góðr- ar íþróttaaðstöðu er minni von um árangur. Alfreð Þorsteinsson „Er til of mikils mælst að Reykjavíkur- borg geri áætlun til fjögurra ára um uppbyggingu íþróttamannvirkja?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.