Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1989. 31 Á hvfldardegi gyðinga Á hvíldardegi gyðinga fara góðir gyðingar til bænahúss, beita já- kvæðari hugsun, bjóða gesti heim til sín, lesa trúarleg rit og hvíla sig. Þá er m.a. bannað að vinna, kveikja ljós, keyra bíl. Ísraelsríki var stofnað sem ríki gyðinga. Þannig er það skilgreint í Sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraelsríkis. Hvað gera opinberir fulltrúar gyðingaríkisins á hvíldardegi gyð- inga, Shabbat? Shabbat 5. sept. 1987: Flugvélar gyðingaríkisins gera lofárás á Ajn al-Hilwi í Líbanon. Björutíu og sjö íbúar deyja, flestir óbreyttir borgarar, konur og börn. Shabbat 30. jan. 1988: Mótmælafundir eru haldnir gegn hernámi ísraelsmanna í bæjum Paiestínumanna á herteknu svæð- unum. Þyrlur gyðingaríkisins dreifa táragasi og skjóta á mann- fjöldann. Borgin Nablús í Palestínu er sett í herkví og lokuð frétta- mönnum. Hermenn ráðast inn á heimili. Þeir beinbrjóta 27 manns. Fimmtíu og sjö manns eru særðir. í bænum Salfít brjóta hermenn gyðingaríkisins upp tæplega 100 verslanir, sem kaupmennirnir hafa lokað í mótmælaskyni, og ræna þær. Til afþreyingar á Guðsdegi binda hermenn 11 ára dreng frá þorpinu Zahria við vegtálma og berja hann með kylfum og byssustingjum. í Rafah á Gazasvæðinu binda her- menn nokkra Palestínumenn framan við bifreiðir sínar og keyra þannig um bæinn til að skelfa íbú- ana. Shabbat 20. febr. 1988: Hermenn gyðingaríkisins ráðast inn í sjúkrahús í Ramallah, berja Palestínumenn, sem gefa blóð, og varpa táragasi inn á sjúkrastofur. í flóttamannabúðum Palestínu- manna við Tulkarm skjóta her- menn gyðingaríkisins 12 ára dreng, Nasrallah Abdul Qader, til bana. Um kvöldið koma hermennirnir aftur í flóttamannabúðirnar, fara í hús, brjóta innbú og ráðast á íbúa. í flóttamannabúðum Balata skjóta þeir 18 ára stúlku í bakið. Tvær þyrlur dreifa táragasi yfir allt þorp- ið Bani Naim. Til afþreyingar á Guðsdegi grípa hermenn tvo unglinga frá Khan KjaUarinn Elías Davíðsson kerfisfræðingur Younis á Gazasvæöinu, leiða þá að stöndinni, skipa þeim að afklæðst og fara í kaf. Síðan er þeim mis- þyrmt og þeir grafnir Ufandi í sandinum. Unglingunum er bjarg- að síðar meir af löndum sínúm. Shabbat 2. apríl 1988: Fjölmennir mótmælafundir eru haldnir í fæðingarbæ frelsarans, Betlehem, um morguninn. Her- menn gyðingaríkisins skjóta og drepa Sali'm Khalaf al-Shaer, 23 ára gamlan Betlehembúa. Fjórir aðrir eru alvarlega særðir. Um klukkan 2 safnast íbúar bæjarins til að fylga al-Shaer til grafar. Hermenn ráðast þá á syrgjendur úr þyrlum með táragasi. Sama daginn skjóta her- menn gyðingaríkisins aðra tvo Pal- estínumenn til bana á Ramallah- svæðinu. Strangtrúaðir gyðingar, búnir vopnum, nota sér Guðsdag- inn með eftirfarandi hætti: Þeir keyra um Sabrahverfið í Gaza og skjóta í allar áttir. Þrír Palestínu- menn deyja samstundis og þrír aðrir eru alvarlega særðir. Her- menn gyðingaríkisins taka svo við og setja útgöngubann á allt svæðið. í flóttamannabúðum Jabaha þrífa hermenn gyðingaríkisins mann af þröskuldi heimihs síns, binda hann og varpa honum á logandi hjól- barða. Shabbat 16. apríl 1988: Starfsmenn gyðingaríkisins ferð- ast undir dulnefni í umboði ríkis- stjórnar sinnar til Túnis í Norður- ÞAKIÐ LEKUR! Berið FILLCOAT með pensli — í öllum veðrum Auðvelt í notkun, fullkomin vatnsþétting. Fæst í málningar- og byggingavöruverslunum um allt land. ISEFN Afríku og myrða þar einn af fremstu leiðtogum Palestínu- manna, KhaUl al-Wazir, á heimili hans. Kona hans og dóttir eru látn- ar horfa á morðið. Það er stefna ísraelsstjómar að myrða leiðtoga Palestínuþjóðarinnar. Á sama helgidegi gyðinga drepa hermenn gyðingaríkisins þrjá Palestínu- menn í flóttamannabúðum við Jen- in. Shabbat 24.des.1988: Á aðfangadegi jóla eru allar inn- keyrslur til fæðingarbæjar frelsar- ans lokaðar og óbreyttum borgur- um meinaö að fara þangað. Aðeins þeim sem fengið hafa sérstök leyfi frá hernámsliðinu er leyft að fara inn. Meðal þeirra eru íslendingar sem syngja þar sér til afþreyingar kærleikssöng í skjóU hersveita gyð- ingaríkisins. Borgarbúar Betle- hem, Beit Sahour og Beit Jala lýsa þennan dag sorgardag í mótmæla- skyni við aukið ofbeldi og kúgun sem þeir sæta af hernámsliðinu. Hermenn ráðast inn á heimili í þorpin Sair, Silwad og Hableh, eyðileggja innbú, berja fólk og handtaka unglinga. Shabbat 3. júní1989: Hermenn gyðingaríkisins drepa Jamal Saleh Salwan með skoti í höfuðið, 18 ára gamlan Palestínu- mann frá flóttamannabúðunum Aqbet Jabr. Þrír aðrir íbúar búð- anna eru skotnir og særðir. Flótta- mannabúðirnar Duheisheh hjá Betlehem eru innsiglaðar og út- göngubann sett á íbúana. Að næt- urlagi ráðast hermenn inn í búð- irnar og handtaka tugi ungUnga. Hernámsyfirvöldin setja ótak- markað útgöngubann á aUa íbúa Gazasvæðisins, um 600.000 manns. Strangtrúaðir landnemar, búnir vopnum, aka tíl Nablús, ráðast þar á grænmetismarkaðinn og eyði- leggja gífurlegt magn af grænmeti og ávöxtum. Þeir fara inn í bæna- hús músUma og saurga það - sér til skemmtunar á Guðsdegi. Shabbat 10. júní1989: Hermenn gyöingaríkisins skjóta á börn sem varpa grjóti á þá og drepa 7 ára dreng, Hussam Awad, í flóttamannabúðunum JabaUa. Þegar syrgjendur virða að vettugi útgöngubannið-og ætla að heim- sækja fjölskyldu barnsins hefja hermenn aftur skothríð, særa 16 manns. Hermennirnir brjóta einn- ig veggi þriggja húsa i flóttamanna- búðunum. Jarðýtur gyöingahers- ins nota hvíldardaginn tU að eyði- leggja ólífutré í bænum Saír. Her- menn gyðingaríkins hafa þegar eyðilagt meira en 100.000 ávaxta- trjáa Palestínumanna til að refsa þeim og kippa stoðum undan lífsaf- komu þeirra. Hernaðarráðherra - gyðingaríkisins, Jitshak Rabín úr Verkamannaflokknum, hótar enn harkalegri aðgerðum til að bæla niður mótmæU gegn hernáminu. Hann segir á hvíldardeginum: „Við munum finna virkari refsingar en þær sem við höfum beitt hingað til.“ Shabbat 19. ágúst 1989: Hermenn' gyðingaríkisins, dul- búnir sem ferðamenn, í stuttbux- um og með bakpoka, draga skot- vopn úr pússi sínu og skjóta til bana Radi Mahmoud Salah, 24 ára, í fæðingarbæ frelsarans, Betlehem. A sama Guðsdegi skjóta hermenn Shaaban Ahmed Siksik, 50 ára gamlan mann frá Rafah, til bana. Um 40 eru særðir þennan Shabbat í ýmsum bæjum, þorpum og flótta- mannabúðum á herteknu svæðun- um. Shabbat 2. sept. 1989: Hermenn gyöingaríkisins skjóta á óvopnað fólk í fæðingarbæ frels- arans, Betlehem, i Nablús og í El- Bireh. Þeir særa um 30 manns. Eymen Jamous, 24 ára, og Mo- hammed Kalbuna, 20 ára, eru skotnir til bana í húsi við Nablús eftir að hermenn gyðingaríkisins hafa setið fyrir þeim. Þegar mót- mæU brjótast út vegna þessara morða skjóta hermennimir 14 ára stúlku í hjartað. Hún deyr sam- stundis. Tíu Palestínumenn eru særðir við þetta tækifæri. Að svo búnu lýsa hernámsyfirvöldin yfir útgöngubanni i Nablús (120.000 íbúar). Þessi tíu sýnishorn voru vaUn með hliðsjón af tölu boðorðanna sem kennd eru við gyðingdóminn. Þótt ofangreindar mannfórnir séu skelfilegar er rétt að taka fram að hermenn gyðingaríkisins eru dug- legri við sUka iðju á virkum dögum en á Guðsdegi. Allar þessar fómir til Moloks hafa verið færðar á svæðum sem eru ekki í gyðingarík- inu (ísrael) heldur í Palestínuríki, í Líbanon og í Túnis. íbúar flótta- mannabúðanna eru Palstínumenn sem hersveitir gyðinga ráku frá heimilum sínum þegar gyðingarík- ið var stofnað. Þeim er refsað fyrir að vera til. Elias Davíðsson EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR " , "'tfaw feiöslna Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðsiu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort, þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. • Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerlð skil tímanlega RfWSSKATTSDÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.