Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Fréttir________________________________________________________ Harðar deilur 1 stjóm Sambandsins um tilboð Landsbankans: SIS samþykkti tilboðið með naumum meirihluta - ég er ekki að hætta, segir Guðjón B. Ólafsson Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, að lokn- um stjórnarfundinum í gær. Þar var ákveðið með naumum meirihluta að ganga að tilboði Landsbankans um kaup á meirihluta Samvinnubankans. DV-mynd KAE Stjóm Sambandsins samþykkti kauptilboð Landsbankans í 52 pró- senta hlut Sambandsins í Samvinnu- bankanum eftir harðar deilur með fimm atkvæöum gegn fjórum. Það munaði því aðeins einu atkvæði að stjóm Sambandsins felldi kauptil- boðið. Guðjón B. Ólafsson, forstióri Sambandsins, sagði eftir stjórnar- fund Sambandsins í gær að það hefði valdið sér og öðrum Sambands- mönnum vonbrigðum að bankaráð Landsbanka skyldi breyta svo út af því samkomulagi sem gert hafði ver- ið í góðri trú fyrr í haust. Um það hvort rétt væri að hann hefði hótað því að hætta hjá Sambandinu yrði kauptilboði Landsbankans ekki tekið sagði Guðjón að það væri algerlega úr lausu lofti gripið. „Kauptilboðiö hlaut mikla umræðu í stjórn Sambandsins og það kom fram mikil óánægja varðandi vinnu- brögð bankaráðs Landsbankans. Við töldum okkur hafa náð samkomulagi við Landsbankann. Síðan það var gert hafa viðræðunefndir beggja að- ila talað saman. Við tókum þátt í þessum viðræðum í góðri trú og töld- um að samkomulagið væri báðum aöilum hagkvæmt eins og mál stóðu. Þess vegna voru það okkur mikil vonbrigði hvemig bankaráð Lands- banka stóð að málinu í lokin,“ sagði Guðjón B. Ólafsson við DV að ný- loknum stjómarfundi Sambandsins í gær. Guðjón hélt þegar ásamt fleiri starfsmönnum Sambandsins til út- landa seinni partinn í gær. - Er þaö rétt aö þú hafir hótað því að hætta sem forstjóri Sambandsins samþykkti stjómin ekki kauptilboð Landsbankans? „Þetta er ekki rétt og algerlega úr lausu lofti gripiö." - Nú hefur komið fram í fjölmiðlum að erlendir bankar hafi hótað því að gjaldfella öll erlend lán Sambandsins ef kauptilboðið yrði ekki samþykkt. Er þetta rétt? „Allt tal um að erlendir bankar hafi ætlað að gjaldfella lán Sam- bandsins er ekki aðeins varhugavert heldur veldur það mikilh óvissu gagnvart íslenskum fyrirtækjum. Ég tel að erlendir bankar geti orðið óró- legir af svona gáleysislegu tali. Máhð er þannig vaxið að Sambandið er skuldsett fyrirtæki og það hefur ver- ið eitt helsta markmið okkar að lækka skuldir með sölu eigna. Ég minni líka á að skuldir Sambandsins sem hlutfall af veltu eru ekki meiri en hjá mörgum öðrum íslenskum fyrirtækjum en velta Sambandsins var á síðasta ári um 21 mfiljarður króna. Ég vil líka ítreka að Samband- ið hefur verið og er með umfangs- mikil bankaviðskipti og það hefur ætíð staðið í skilum. Og mun gera það áfram.“ - En er fyrirtækið ekki enn rekið með tapi? „Sambandið var rekið með tapi á síðasta ári en ég á von á betri afkomu á þessu ári. Að sjálfsögðu byggist afkoma félagsins ekki síst á því að verðlagsmál og gengismál komist í jafnvægi. Ég get sagt að um leið og það tekst að koma verðbólgunni nið- ur hérlendis verður rekstrargrund- vöUur Sambandsins góður.“ - Nú hefur veriö greint frá því að þú sért með atvinnutilboð frá er- lendu fyrirtæki og sért að íhuga að hætta sem forstjóri Sambandsins. Hvað er til í þessu? „Ég hef lesið um það í fjölmiðlum að ég sé að hætta. En svo er ekki. Ég er ekki að hætta hjá Sambandinu. Um það hvort ég sé með atvinnutil- boð frá erlendu fyrirtæki vil ég ekk- ert tjá mig um enda er það mitt einkamál." -JGH Þrettándinn var rólegur um allt land. Ungir sem aldnir skemmtu sér við álfabrennur og álfadans. Þessi ungi Akureyringur kvaddi jólin með stjörnu- Ijósum. DV-mynd gk Rólegt þrettándakvöld: Fólk hefur ekki efni á að kaupa vímuefnin - segir varðstjóri hjá lögreglunni „Eg held að fólk hafi eytt svo miklu um jól og áramót að það hafi ekki efni á að halda skemmtuninni áfram um þrettándann og kaupa þau vímu- efni sem áður mátti rekja ólætin til,“ sagði Friðrik Hermannsson, varð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, til skýringar á því hve borgarbúar kvöddu jólin með miklum friði. Undanfarin ár hefur oft komið til óláta að kvöldi þrettándans en nú brá svo við að allt fór friðsamlega fram. í miðbæ Reykjavíkur voru fáir á ferli aðfaranótt sunnudagsins og síst meira þar um að vera en um venju- legar helgar. „Menningin er bara orðin svona mikil,“ sagði Friðrik. „Ástandið hef- ur farið batnandi undanfarin ár. Við erum hættir að sjá þessi hörðu slags- mál, sem oft voru áður, þótt tilvikum þar sem eggvopnum er beitt hafi því miður fiölgað." í Hafnarfirði talar lögreglan um aö kynslóðaskipti hafi orðið frá því þeg- ar ólæti og sprengingar voru þar fast- ur liður um áramót. Þeir sem nú eru á aldrinum 14 til 16 ára virðast ekki hafa lært ósiðina af þeim sem voru á þeim aldri fyrir fimm árum eða svo. Frá Selfossi er sömu sögu að segja en þar voru ólæti á þrettándanum árviss fyrir nokkrum árum. Lögregl- an þar taldi síðustu helgi með þeim rólegustu enda hafi hópurinn, sem áður stóð fyrir óspektum, nú dregið sig í hlé en ný kynslóð tamið sér betri siði. -GK Akranes: 47 útskrifaðir á haustönn - þar af 34 stúdentar Garðar Guðjánsaan, DV, Akranesú Fjörutíu og sjö nemendur útskrifuð- ust frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á haustönn, þar af 34 stúdentar. Tíu nemendur fengu viðurkenningu fyr- ir ágætan námsárangur en bestum árangri náðu þeir Einar Gunnar Ein- arsson, Ingi Steinar Ingason og Jón Tryggvi Njarðarson, allir af eðhs- fræðibraut. Á áttunda hundrað nemendur stunduðu nám við skólann á síðustu önn á fiórum stöðum á Vesturlandi en skólinn er rekinn af 33 sveitarfé- lögum í kjördæminu. Um það bil 200 aðkomunemendur eru við nám á Akranesi. Þau útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á dögunum. DV-mynd Garðar Sandkom Þrotlaus bar- áttaslökkvi- liðsstjóransá Akurey n fyrir þvíaðfákörfu- bíltilmnráða fyrírsigogsína mennhefuráð- ur veriðgerðað umræðuefni j þess- um dálki. Slökkviliðsstjórimi situr í byggingarnefhd bæjarins og jafnan, þegar bygging húsa sem ná 10 metra hæð hefur verið samþy kkt í nefnd- inni, hefur slökkviliðssfiórinn vakið athygli á körfubílaley si sinna manna og etfiðleikimiþeiiTa áð eiga viðeid ■ í meiri hæð en 10 metrum. Hafi ein- hverjir efast um aö slökkviiiðsstjór- inn færí með rétt mál hlj óta þeir sömu að hafa sannfærst þegar eldur iogaði í Krossanesverksmíðjunni fyr- irnokkrumdögum. Slökkviliðsmenn komust ekki upp á þak by ggingarínn- ar og enn síöur náðu þeir að fást við eld sem logaðí efst í 26 metra háum turru vcrksmiðiunnar. Þaöfcrekki hjáþvi aðmcnn séuíárnirað ræöafyrirhug- aðarbæjar- stjórnarkosn- ingar á Akur- _______ eyribggæti dregiðtiltíðinda á næstu vikum. Eitt semrættererhvort „Þörþarar“, éða : þeir sem búa utan Glerár, mvmi fara frammeð lista i kosningunum, en heyrst hefur um áhuga á slíku. Marg- ir íbúar Glerárþorps telja að bæjar- hluti þeirra hafi verið afskiputr hvað : varðar framk væmdir iKnjarins, enda búi ílestir wða allír núverandí bæjar- túlltrúar annars staðar i bænutn og því þuxft að fara fram með lista til aðgæta hagsmuna þeirra sem búa i utan Glerár. Aðrir láta sér fátt um ; ; framboðsem „hagsmunasamtök um gang.stcttalagniri Þorpinu". : Mýttfólkíbæjarstjóm Hvaðvarðar „gömlu“flokk- ana viröist ljósi aðnokkrirnýir tulltrúar þeirra munutakasæti íbæjarstjórn .............. Akureyrarað ioknum kosningimum i vor. Tveir fulltrúar krata af þremur ætla að efstasæti listans i síöustukosningum og Áslaug Einarsdóttb- sem var í 3. sa;ti. Gísli Bragi Hjartarson, sem var Í2. sæti,mun sennilcgaskipa 1. sæt- ið. Sigurður Jóhannesson, forustu- maður framsóknarmanna, ætlar að hætta og voru framsóknarmenn tneð forval hjásér um helgina. Af þeim vigstöðvum hefur heyrst að tveir ungir menn hafi bankað á dyr 1. sæt- isins.þeirBragi Bergmannritstjóri og Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri. Talið er aö Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjarfulltrúi láti það sæti ekki afhendibaráttuiaust, enþessimálmunu væntaulegaiiafa skýrst um helgina. Tv'eir bæjarfull- trúar Alþýðubandalags, Sigríöut- Stefánsdóttír og Heimir Ingimarsson, hafa ekki sagt af eða á um hvort þeir gefikostá sór áfram, en tafið er lík- legt að fiótlr fulltrúar Sjálfstæðis- fiokks gefi allir kost á sér. Umræðan hafin Það er árvisst aðeftirkjör íþróttamanns ársinsferaf staðumræöaí þjóðfélaginu umhvemigtil hafitekisthjá íþróttafréttamönnum og tekur þessi umræöa jafnan viö afumræðunni um hvemig mönnum hafi jrótt áramóta- skaup Sjónvarpsins. Sennilega eru ekki margir ósammála því að Alíreð Gislíison hafi verið vel aðþessum titli kominnnúsem „samnefnari“lands- fiðsins okkar i handknattleik. Hinu furða sig margir á að þrír handbolta- menn skuli hafa skipað þtjú eístu sætin í kjörinu, því þótt árangur handboltalandsliðs okkar á síðasta ári hafi verið glæsilegur þá varð liðið ekkí heimsmeistari, það vann „bara" þó aldrei vera að þar hafi verið um samantekin ráð íþróttafréttamanna aðræða? UmBión: Gylti Krlstiánsaon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.