Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Andlát Jóhannes Björnsson veggfóðrara- meistari, Bólstaðarhlíö 45, áður Skarphéðinsgötu 14, lést í Borgar- spítalanum 4. janúar. Guðmundur Elías Bjarnason jám- smiður frá Túni, Bólstaðarhhð 68, lést 4. janúar í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Jóhanna Jóhannesdóttir, Langholts- vegi 122, lést 5. janúar. Jaröarfarir Rebekka Sverrisdóttir bygginga- verkfræðingur, fædd 19. október 1954, lést í Kaupmannahöfn 30. des- ember 1989. Jarðarförin fer fram í Kaupmannahöfn. Gunnar Bogason, Týsgötu 6, Reykja- vík, sem andaðist þann 29. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni 9. janúar kl. 15. Kristmundur S. Snæbjörnsson, Nökkvavogi 48, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. janúar kl. 13.30. Gísli Guðmundsson leiðsögumaður og kennari frá Tröð, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 9. janúar kl. 10.30. Hjálmar Eyjólfsson frá Brúsastöðum, Tjöm við Herjólfsgötu, verður jarð- sunginn frá Víðistaöakirkju í dag, 8. janúar kl. 15. Útför Sigriðar Láru Jóhannsdóttur, Kleppsvegi 6, fer fram frá Dómkirkj- unni þriöjudaginn 9. janúar kl. 13.30. Jarðarfor Ólafíu Guðnadóttur, Njáls- götu 11, Reykjavík, fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 8. janúar, kl. 15. Sveinbjörn Helgason vélstjóri frá Húsavík, Keldulandi 13, er andaðist í Vífilsstaðaspítala 26. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 9. janúar kl. 15. Antona Gunnarstein lést 17. desemb- er. Hún hét fullu nafni Ehzabet An- tona Vilhelmína Gunnarstein. Hún fæddist 29. júní 1918 í Vaagi í Færeyj- . um. Hún fluttist til íslands árið 1946 og settist að á Fáskrúðsfirði. Hún giftist Einari Guðna Sigurðssyni, en hann lést árið 1965. Þau hjónin eign- uðust tvö höm. Þau fluttust til Reykjavíkur 1958 og vann Antona lengst af á veitingahúsinu Gildaskál- ,anum. Útfor hennar verður gerð frá Fossvogskapellu 1 dag kl. 13.30. Leikhús Nemendaleikhúsiö æfir Oþelló Þessa dagana vinnur Nemendaleikhúsiö í Lindarbæ leikritiö Óþelló eftir Wiliiam Shakespeare. Þetta er annað verkefni Nemendaleikhússins af þremur á yfir- standandi leikári. Óþelló er eitt afþunga- vigtarleikritum Shakespeares og þar af leiðandi leikhstarsögunnar og fjallar í stuttu máli um ást og afbrýði, hatur og bráðan bana. Leikstjóri er Guðjón Ped- ersen og leikmynd gerði Grétar Reynis- son. Dramaturg er Hafliði Amgrímsson. Leikarar í sýningunni eru níu, nemendur í fjórða bekk Leiklistarskóla ísiands. Tórúeikar Ljóðatónleikar I Gerðubergi Þriðju tónleikar í ljóðatónleikaröð Gerðubergs verða mánudaginn 8. janúar kl. 20.30. John Speight, barítón, syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Á þessum tónleikum verður fluttur laga- flokkur eftir B. Britten svo og sönglög eftir Purcell, H. Wolf, F. Schubert, R. Schumann, C. Ives o.fl. Tilkyimingar Nýrgítarskóli Nú um áramótin tók til starfa Nýi gítar- skólinn. Stofnendur skólans eru Bjöm Thoroddsen og Friðrik Karlsson. Kennd- ar verða hinar ýmsu stíltegundir raf- og þjóðlagagítarleiks, t.d. blús, rokk, jass, heavy metal og dægurlagatónhst. Nýi gítarskólinn verður í samstarfi við Tón- Ustarskóla FÍH sem er til húsa að Rauða- gerði 27, Reykjavík. Sögusjóður stúdenta í Kaupmannahöfn í febrúarmánuöi verður veittur árlegur styrkur úr Sögusjóði Stúdenta í Kaup- mannahöfn að upphæð 7.000 Dkr. Sjóður- inn veitir styrki til: a) verkefna er tengj- ast sögu íslenskra námsmanna í Kaup- mannahöfn. B) Verkefna er að einhverju leyti tengjast sögu íslendinga í Kaup- mannahöfn. C) í sérstökum tilfellum til annarra verkefna, sem tengjast dvöl ís- lendinga í Danmörku, er stjóm sjóðsins telur ástæðu til að styrkja. Umsóknir um styrkinn skulu hafa borist stjórn sjóðsins fyrir 17. febrúar 1990. Heimilisfang: Sögusjóður stúdenta, Östervoldgade 12, 1350 Kaupmannahöfn K, Danmörk. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsgana Hana nú í Kópa- vogi verður á morgun, laugardaginn 6. janúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú hefst nýtt gönguár. Á síðasta ári tóku á annað þúsund Kópavogsbúar þátt í bæjarrölti Hana nú. Við minnum á þetta einfalda trimm sem er ætlað öUum, ungiun sem eldri. Markmiðið er: sam- vera, súrefni og hreyfing. Nýlágað mola- kaffl alla laugardagsmorgna í upphafi göngunnar. Happdrætti Happdrætti styrktarfélags vangefinna. Dregið 24. desember 1989.1. Bifreið Volvo 740 GLI, nr. 75096. 2. Bifreiö, Suzuki Fox Samurai, nr. 33404.3.-10. Bifreið að eigin vaU, hver vinningur kr. 700.000: nr. 1906, 14582, 19881, 37019, 43848, 60766, 75455, 99410. Happdrætti heyrnarlausra Dregið var í Hausthappdrætti heymar- lausra þann 22. desember sl. og vom vinningsnúmer eftirfarandi: 1. 7996, 2. 1219, 3. 2263, 4. 10390, 5. 12609, 6. 3522, 7. 7421, 8. 12755, 9. 8750, 10. 2157, 11. 12110, 12. 1105, 13. 12186, 14. 11165, 15. 8133, 16. 6028, 17. 8585, 18. 1883, 19. 9192, 20. 7877, 21. 10006, 22. 2159. Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heymarlausra, Klapp- arstíg 28, alla virka daga, sími 91-13560. Happdrætti Golfklúbbsins Keilis Dregið var í happdrætti Golfklúbbsins KeiUs 28. desember sl. og komu vinningar á eftirtalin númer. 1. 1605, 2. 1914, 3. 257, 4. 2767, 5. 1053, 6. 2124, 7. 1177, 8. 2872, 9. 2858, 10. 238, 11. 2551, 12. 965. Fundir JC Nes og JC Breiðholt halda sameiginlega 5. félagsfund starfs- ársins í kvöld kl. 20.30 að Laugavegi 178. Gestur fundarins verður Gunnlaugur Guðmundsson stjömuspekingur. Fund- urinn er öllum opinn. JC Reykjavíkur heldur félagsfund þriðjudaginn 9. janúar M. 20 að Laugavegi 178. Gestur: íflynur Ámason, viðtakandi landsforseti. Allir velkomnir. Menning m l 'f i Sinfóníuhljómsveit Æskunnar ásamt stjórnendanum Paul Zukofsky. Ævintýri Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar æskunnar voru haldnir í Háskólabíói í gærdag. Aöeins eitt tónverk var flutt á tónleikunum, en þaö var Pelleas og Meli- sande eftir Amold Schönberg og var það flutt tvisvar, eða bæði fyrir og eftir hlé tónleikanna. Tonlist Áskell Másson Leikrit Margir tónhöfundar hafa orðið til þess að skrifa tón- list út frá ævintýraleikritinu Pelleas og Melisande sem var samiö skömmu fyrir síðustu aldamót af franska rithöfundinum Maurice Maeterlinck. Má þar nefna m.a. Debussy, Fauré og Sibehus, sem allir sömdu tón: hst í ólíkri formgerð: ópem, leikhústónlist og hljóm- sveitarsvítu, en verk Schönbergs er sinfónískt ljóð. Umfjöllunarefni leikritsins er ást og afbrýði sem endar í sorg og dauða. Leikurinn gerist í og við kastala í Frakklandi á miðöldum. Golaud, sonur Arkels kon- ungs af Allemonde, finnur Melisande í sorg vegna ein- hvers sem hún vill ekki láta uppi. Golaud og Meh- sande kvænast. Peheas, hálfbróðir Golauds kemur til kastalans og feha þau Mehsande hugi saman. Afbrýði Golauds verður shk, að hann banar Pelleasi. Meh- sande er með bami, en veikist og deyr. Á banabeöi hennar biöur Golaud hana að fyrirgefa sér. Uppsetning hljómsveitarinnar var óvenjuleg. Fyrstu fiðlur á vinstri hönd, aðrar fiðlur á hægri hönd, með víólur fyrir aftan og selló fyrir miðju á upphækkun- um, með kontrabassa fyrir aftan og stóra skerma fyr- ir endurkast. Tréblásarar með slagverkiö fyrir aftan vom yst í vinstra homi og málmblásarar yst í því hægra. Verður að segjast að uppsetning þessi hafi gef- ist vel, því fremur fáhðuð strengjasveitin virtist oftast hafa í fuhu tré við óhemjufjölmenna blásarasveitina. Frumflutningur Schönberg stjórnaði sjálfur frumflutningi þessa verks í Vínarborg árið 1905, en flutningur þess í Há- skólabíói í gær var sá fyrsti á íslandi. Þessi geysistóra hljómsveit, sem var skipuð kornungu tónhstarfólki að mestu, lék af miklum eldmóð þetta vandmeðfama verk. Margt er um efnhegan tónhstarmanninn í þess- ari glæsilegu sveit. Meðal þeirra sem athygli vöktu voru konsertmeistari, enskt hom (IV. óbó), Es-klari- nett, fyrsta fagott og fyrsti pákuleikari, svo eitthvað sé nefnt. Verkið var leikið bæði fyrir og eftir hlé og þrátt fyr- ir að betur hafi verið farið af stað í fyrra skiptið, þá var síðari flutningurinn nákvæmari á heildina. Þrot- laust starf stjómandans og aðal-driffiaðrar þessa átaks alls, Pauls Zukofsky, leyndi sér ekki og skilaði sér í þróttmiklum og vel útfærðum flutningi þessa verks, sem hlýtur að teljast ævintýri líkast. Fréttir Akureyri: Dagsprent yfir- tekur rekstur Dags greiddan með hlutabréfum í Dags- prenti. Samkvæmt 9 mánaða uppgjöri fyrirtækjanna frá síðasta ári hefur aíkoma þeirra batnað veralega. Eftir sem áður verður reynt að selja hluta fasteigna þeirra við Strandgötu sem hafa verið tíl sölu í nokkurn tíma án þess að tekist hafi að selja. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þegar greiðslustöðvun dagblaðsins Dags og Dagsprents á Akureyri lauk nú um helgina var tilkynnt að hlutafé í Dagsprenti yrði aukið verulega og að fyrirtækið mundi yfirtaka rekstur Dags. Hlutahafa- fundur í Dagsprenti mun taka end- anlega afstöðu til málsins. Kaupfélag Eyfirðinga er stærsti hluthafi í Dagsprenti og KEA ætlar að leggja fram viðbótarhlutafé. Öðmm hluthöfum verður gefinn kostur á að auka hlutafé sitt og einnig verður hluti boðinn til sölu á almennum markaði. Framsókn- arfélag Akureyrar og Framsóknar- félag Eyjafjaröar, sem eru eigendur Dags, munu fá sinn hlut í blaðinu ER SMÁAUGLÝSINGA BLADID SÍMINNER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.