Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simt 27022 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Stórhættulegur vegarkafli: Jeppi enda- stakkst í fjörunni Nýlegur jeppi með ökumanni og tveimur farþegum í endastakkst og valt eftir að hafa runnið út af vegin- um við Arnarnes í Skutulsfirði i gær. Endaði jeppinn niðri í fjöru. Hálka var á veginum. Einn farþeginn slapp með minniháttar meiðsl en hinir meiddust ekki. Jeppinn er hins vegar talinn ónýtur. Slysið átti sér stað á hættulegum beygjukafla á leiðinni frá ísafiröi til Súðavíkur. Er þetta annað slysið á skömmum tíma þar sem bíll endar niðri í fjöru. í haust varð dauðaslys á sama stað þegar ökumaöur jeppa- bíls missti stjórn á honum í mikilli hálku og lenti í flörunni. Að sögn lögreglunnar á ísafirði er hér um að ræða langa og lúmska beygju. Er mjög erfitt fyrir ökumenn að hafa stjórn á ökutækjum sínum á þessum stað enda myndast gjarnan glerhálka á þessum kafla. -ÓTT Hellisheiði: Tvennt á slysadeild eftir árekstur Tvennt var flutt á slysadeild eftir árekstur í Kömbunum eftir hádegið á laugardaginn. Fólkið fékk að fara heim eftir rannsókn. í árekstrinum skemmdust þrír bíl- ar og er einn talinn nær ónýtur. Slys- ið bar að með þeim hætti að ökumað- ur bíls, sem var á leið niður Kamb- ana, missti stjórn á bílnum svo að hann rakst á tvo bíla sem komu úr gagnstæðri átt. Orsök slyssins er rakin til mikillar hálku á veginum. Síöar þennan sama dag valt bíll í Ölfusinu, nærri Ingólfshvoli. Fernt var í bílnum en það slapp án teljandi meiðsla. Það óhapp varð einnig vegna mikillar hálku. -GK Töp og sigrar hja Margeiri Margeir Pétursson tapaði skák sinni við heimsmeistarann fyrrver- andi Anatoli Karpov í næst síðustu umferð skákmótsins á Ítalíu í gær. Á laugardaginn vann Margeir hins vegar ungverska stórmeistarann Lajos Portisch. Margeir er með 4 vinninga úr 9 skákum. í síðustu umferð, á morgun, teflir hann við ungverjann Ribli. Ivantsjúk er einn efstúr með 6,5 ■Ánnninga, meðal annars einum vinn- ingi á undan Karpov. -SM J LOKI Má ekki bara banka með gamla laginu? Vatnsendapen ingarmr leið inn í Stöð Þorvarður Elíasson, varafor- maður Eignarhaldsfélags Verslun- arbankans hf., sagði i morgun að fyrrum aðaleigendur Stöðvar 2, þeir Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Árnason og Ólafur H. Jónsson, hefðu tilkynnt sér á föstu- daginn að þeir væru tilbúnir að ganga frá 150 milljóna króna hlut- afjárframlagi sínu en Eignarhalds- félagið gaf þeim frest til 6. janúar til aö koma sínum málum á hreint. Þorvarður sagði að gengið yröi frá málum við þá þremenninga á allra næstu dögum, þess vegna í dag. Þorvarður vildi ekkert tjá sig um það hvort peningar þremenníng- anna væru Vatnsendapeningarnir svonefndu, peningamir sem fást með sölu jarðarinnar Vatnsenda sem Reykjavíkurborg keypti á 172 milljónir síðastliðinn föstudag af Magnúsi Hjaltested fjárbónda. Magnús er kvæntur systur. Ólafs H. Jónssonar, Kristrúnu Jónsdótt- ur. Þeir þremenningar höfðu sam- band við Þorvarð á föstudaginn, skömmu eftir að Reykjavíkurborg kevpti landið. Samkvæmt heimildum DV í morgun er fullyrt að það séu Vatns- endapeningarnir sem þremenning- arnir 1 samvinnu við Magnús Hjaltsted og Kristrúnu eru að koma inn í Stöð 2 sem 150 milljóna króna hlutafjárframlagi. Þá hefur DV eftir áreiöanlegum heimildum að þremenningarnir, Jón Óttar, Hans og Ólafur, vinni að því af fullum krafti að finna kaupendur að 250 milljóna króna hlut Eingarhaldsfélags Verslunar- bankans. Eru 10 fyrirtæki nefnd til sögunnar sem hvert og eitt kæmi með þetta um 25 milljónir króna. Þorvarður Elíasson, varaformað- ur Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans hf., sagði í morgun að það stæðu yfir viðræður við nokkur fyrirtæki um sölu á hlutafé Eignar- haldsfélagsins í Stöð 2. Hann vildi ekki tjá sig um það hvaða fyrirtæki væru þarna á ferðinni. Eins og DV hefur áður greint frá hefur Stöð 2 gert 3 ára starfssamn- ingur við Magnús Hjaltested, Qár- hónda á Vatnsenda, og Kristrúnu Jónsdóttur, konu hans. Kristrún mun verða þjónustusijóri á Stöð 2 en Magnús verður í öðrum störf- um -JGH Ölvuð kona olli miklu tjóni í Kópavogi og Reykjavík í gær eftir sögulega ökuferð. Fyrst keyrði hún utan í tvo kyrr- stæða bíla á bílastæði við Engihjalla. Þaðan stakk hún af og hófst við það mikil leit lögreglunnar. Nokkru síðar missti konan aftur stjórn á bílnum við Elliðaárvog og lenti afturendi bílsins á húsi. Billinn endaði við annað hús og sat þar fastur. Reyndi konan þá enn að stinga af en var handtekin af iögreglunni. -ÓTT/DV-mynd S Veörið á morgun: Éljagangur sunnan- lands Á morgun verður. suðvestlæg átt, víða nokkuð hvöss. Éljagang- ur um sunnan- og vestanvert landið enn léttir til norðaustan- lands. Hitinn verður víðast hvar við frostmark en ætti að vera yfir frostmarki á Austfjörðum. Tékkneskir landsliðs- menn í bílveltu Aðstoðarþjálfari landsliðs Tékka í handknattleik,' læknir hðsins, tveir tékkneskir blaðamenn og karl og kona frá tékkneska sendiráðinu í Reykjavík sluppu ómeidd úr bílveltu í Biskupstungum, nærri Aratungu, skömmu eftir hádegið i gær. Fólkið var að koma frá því að skoða Gullfoss og Geysi. Mikil hálka var á veginum og valt bíllinn á toppinn. Bíllinn, sem er Range Rover, er frá tékkneska sendiráðinu og var ekið af . öðrum sendiráðsmanninum. Tékkarnir komu til Reykjavíkur síð- degis í gær. _GK Þyrla náði í skipverja á Beskytteren Skipverji á danska skipinu Be- skytteren varð fyrir slysi þegar skip- ið var statt á Dohrnbanka um tvöley- tið í gærdag. Hann slasaðist illa á hendi. Þyrla er um borð í Beskytter- en hún var biluð. Var því þyrla Land- helgisgæslunnar beðin um aðstoð og hún send á móti skipinu. Var Be- skytteren kominn á móts við Breiða- fjörð þegar þyrlan lenti á þyrlupalli skipsins. Kom hún síðan með þann slasaða á Borgarspítalann í Reykja- vík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Beskytteren hélt síðan aftur á Dohrnbanka. .ó'p'p Öxnadalsheiði: Skátar til að- stoðar í nótt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta gekk aht vel og það voru allir komnir í bæinn um kl. 6 í morg- un,“ sagði Þengill Ásgrímsson hjá Hjáiparsveit skáta á Akureyri í morgun en sveitin var kölluð út kl. 2 í nótt til aðstoðar fólki á Öxnadals- heiði. Að sögn Þengils var fólk þar á tveimur bifreiðum sem komust ekki leiðar sinnar. Samkvæmt upplýsing- um DV var veður á heiðinni ekki mjög slæmt en skafrenningur og færð mjög slæm. Ekkert amaði að fólkinu sem eins og fyrr sagði var komið til Akureyrar í morgunsárið. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR BÍLALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.