Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. #-TEPPALANDS UTSALAN Teppi, dúkur, parket og flísar Stórglæsilegt úrval af gólfefnum á ótrúlega lágu verði. Útsalan er á tveimur hæðum. í kjallaranum er Dúkaland með gólfdúk, flísar, parket og kork. En í Teppalandi, á fyrstu hæðinni, eru gólfteppin og motturnar í glæsilegu úrvali. Eitt glæsilegasta úrval teppa og búta á útsölu til þessa. Margir gæðaflokkar og allir verðfiokkar. Bútar allt að 30 fermetrar að stærð með 50% afslætti. Dæmi: Einlit uppúrklippt teppi, 100% polyester. Óhreinindavörn. Fallegir litir. Verð áður 2126- AFSLÁTTUR 20% 1699— Lykkjuteppi (Berber) úr gerviefni með viður- kenndri óhreinindavörn. Fallegt og efnismikið teppi í tveimur litum; Ijósgráu og „beige". Einstakt tilboð. Verð áður 1.785- AFSLÁTTUR 25% 1.339- Grimmsterkt teppi á skrifstofur, stofnanir og stigahús. Fallegir litir. Verð áður 1.495- AFSLÁTTUR 20% 1.196- Fallegt einlitt teppi með „velúr“áferð úr 80% ull og 20% nælon. Endingargott heimilisteppi í háum gæðaflokki. Verð áður 2.732- AFSLÁTTUR 22% 2.156- AFSLÁTTUR AF GÓLFTEPPUM ER 10-50% Eitt glæsilegasta úrval landsins af stökum teppum í mörgum stærðum úr bæði ull og gerviefnum. Klassísk og nýtískuleg mynstur við allra hæfi. AFSLÁTTUR 10-25% Fjölbreytt mynstur og margar þykktir. Ýmsar breiddir. Bútar á heilu herbergin með 50% afslætti. Dæmi: „Art design" 2ja metra breiður dúkur sem er 2 mm að þykkt. Verð áður 914— ,, AFSLÁTTUR 47% 484“ „Strong super“ 2ja metra breiður dúkur sem er 2,5 mm að þykkt. Verð áður 1755- AFSLÁTTUR 55% 790— „Tricastle" 3ja metra breiður dúkur sem er 1,8 mm að þykkt. Verð áður 1.188- AFSLÁTTUR 25% 891- Úrvalsparket frá ýmsum framleiðendum á lækkuðu verði. Mikið úrval af keramikflísum á gólf og veggi á lágu verði. Mikið af gólfteppum í fullri breidd í heilum rúllum sem eru allt að 70-80 fermetrar. Góðir gólfdúkabútar, Hafðu málin með þér og þú getur gert ótrúleg kaup fyrir heimilið eða vinnustaðinn. Börnin una sér í Boltalandi meðan foreldrarnir spara stórar upphæðir. Staðgreiðsluafsláttur. Góðir greiðsluskilmálar. Greiðslukort. Euro og Visa afborgunarsamningar. Teppaland • Dúkaland öll verð eru uppgefin fermetrum Grensásvegi 13, sími 83577, Rvík. Útlönd dv Búist við mótmælum í Leipzig Þrátt fyrir ákvörðun austur-þýskra yfirvalda um að setja ekki á laggirn- ar nýja öryggislögreglu er búist við mikilli mótmælagöngu gegn komm- únistum í dag í Leipzig, vöggu bylt- ingarinnar í Austur-Þýskalandi. Þar hafa einnig kröfurnar um samein- ingu þýsku ríkjanna orðið háværari. Innanríkisráðherra A-Þýskalands, Lothar Ahrendt, mun gera stjórnar- andstöðunni grein fyrir stefnu stjórnvalda varðandi öryggislögregl- una í hringborðsviðræðum sem haldnar eru vikulega. Á mánudegi fyrir viku fóru viðræðurnar milli stjórnarinnar og stjórnarandstöð- unnar næstum út um þúfur þegar í ljós kom að Hans Modrow forsætis- ráðherra vildi setja á laggirnar nýja öryggislögreglu. Það kvöld tóku 100 þúsund manns þátt í mótmælagöngu í Leipzig. í lok síðustu viku fjölgaði verkfallshótunum, efnt var til mót- mæla fyrir utan þinghúsið og þrír flokkar í samsteypustjórninni hót- uðu að slíta stjórnarsamstarfi. Modrow samþykkti loks á fóstudag- inn að fresta öllum ákvörðunum um öryggislögregluna þar til eftir kosn- ingarnar 6. maí. Að áliti vestrænna stjórnarerindreka og austur-þýskra stjórnmálamanna er ekki víst að Modrow verði forsætisráðherra að kosningunum loknum. Repúblikanar í Vestur-Þýskalandi, sem eru öfgaflokkur til hægri, sam- þykktu í gær í lok tveggja daga lands- þings nýja stefnuskrá þar sem hvatt var til sameiningar þýsku ríkjanna og að Berlín yrði höfuðborgin. Á landsþinginu hófst einnig undirbún- ingar að baráttu fyrir kosningunum í Austur-Þýskalandi í maí og í Vest- ur-Þýskalandi í desember. Leiðtogi repúblikana, Franz Schönhuber, sem bannað er að koma til Austur-Þýska- lands, hét því á landsþinginu að repúblikanar myndu leita allra ráða til að geta tekið þátt í þingkosningun- um í Austur-Bérlín. Kvað hann aust- ur-þýska repúblikana myndu lýsa opinberlega yfir stofnun eigin flokks í lok þessa mánaðar eða í febrúar- byrjun. Hans Rudolf Gutbrodt, krónprins Schönhubers í Austur-Þýskalandi, var gestur á landsþinginu í Vestur- Þýskalandi. Hann tjáði fréttamönn- um að stuðningsmenn repúblikana í Austur-Þýskalandi skiptu tugum þúsunda. Reuter Skotárás á Norður-írlandi Bresk yfirvöld vísuðu í gær á bug ásökunum um að þau hefðu þá stefnu að liðsmenn öryggissveita þeirra á Norður-írlandi skyldu „skjóta til dauða“. Það var Brian Mawhinney, ráðherra fyrir málefni Norður- írlands, sem vísaði þessu á bug. „Liðsmenn öryggissveitanna á Norð- ur-írlandi vinna ekki eftir þeirri stefnu að skjóta til að myrða,“ sagði Mawhinney. „Þeir einu sem gera slíkt á Norður-írlandi eru hryðju- verkamenn." Ásakanir um að yfirvöld hafi þá stefnu að liðsmenn bresku öryggiss- veitanna skjóti til að myrða komu upp í kjölfar þess að hermenn skutu til bana þrjá grímuklædda menn á laugardag. Mennirnir, sem voru skotnir til bana á laugardag fyrir utan veðmangaraverslun í Belfast er þeir voru að reyna að ræna, voru vopnaðir eftirhkingum af byssum. írska stjórnin hefur farið fram á skýringu á skotárásinni og stjórn- andstæðingar hafa fari fram á að gerð verði ítarleg rannsókn á henni. Sinn Fein, hinn pólitíski vængur IRA, írska lýðveldishersins, hefur hvatt mannréttindasamtökin Am- nesty International til að rannsaka skotárásina. Mennirnir hafa engin tengsl við IRA, sögðu talsmenn Sinn Fein. Ættingjar hinna látnu-segja að öryggissveitir hafi tekiö ræningjana í misgripum fyrir liösmenn IRA. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.