Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 14
14 1 MÁNÚÐ'AGUR 15. JANÚAR 1990. Gtgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 >27022- FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Undarlegt þinghlé Mönnum er enn í fersku minni írafárið og tímahrak- ið í þinginu fyrir jólin. Sú staða kemur reyndar upp á hverju ári og sömu sögu er að segja þegar þingslit nálg- ast á vorin. Þá eru þingmenn á handahlaupum við að afgreiða mál á síðustu stundu og oftar en ekki falla þeir á tíma með eitt eða annað. Þær uppákomur hafa aldrei verið alþingi til vegsauka. Margt hefur verið gert á alþingi í endurbættum vinnubrögðum og nútímalegra verklagi. Skrifstofa al- þingis hefur verið tæknivædd, þingsköp hafa verið lag- færð og fundir í deildum alþingis eru settir fyrir há- degi, sem áður var óþekkt. Allt er þetta í rétta átt. En því undarlegri er sú venja að viðhalda löngum hléum í janúar og á sumrin. Nú er kominn miður janúár og þing hefur enn ekki komið saman eftir áramótin. Samt er ljóst að langur hsti mála hggur óafgreiddur og mörg eru þau póhtísku hitamálin sem þurfa umræðu og um- fjöllun jafnt í janúar sem aðra mánuði. Skhjanlegt er að fyrr á tímum hafi þingmenn þurft að fá frí frá þingstörfum. Flestir ef ekki allir alþingis- menn höfðu aðra atvinnu. Samgöngur voru erfiðar milh landshluta og innan landshluta. Þingmenn þurftu tíma til að hitta umbjóðendur sína, kynna fyrir þeim stefnur og störf og auk þess voru þingmál færri en nú gerist. En aht er þetta breytt. Flestir alþingismanna hafa engan annan starfa en þann að sitja á þingi, enda þing- mennska ekki til skiptanna, ef vel á að vera. Samgöngur eru aht aðrar og betri og hægt að skjótast landshorna á milh á einni klukkustund. Sími er á hvers manns bæ og upplýsingastreymi í gegnum blöð og aðra fjölmiðla gengur fljótt og vel fyrir sig og þingmenn þurfa ekki lengur að flytja fréttir. Sá tími er hðinn að kjósendur sitji í einangrun og fáfræði og eigi aht sitt undir manna- ferðum. Að þessu leyti hefur hlutverk þingmanna breyst og þeir þurfa hvorki janúarmánuð né heilu sumrin til að efna th þingfunda eða ferðalaga til að ná sambandi við kjósendur sína. Það er algjör tímaskekkja að gera hlé á þinghaldi í margar vikur í upphafi hvers árs. Lotan í þinginu fyrir jóhn er sjálfsagt löng og ströng en þingstörf eru ekki erfiðari en vinna annarra og almennt gerist. Alþingis- menn eiga að fá sín sumarfrí eins og aðrar stéttir en það er úrelt og ástæðulaust að slíta þingi á háannatíman- um og sóa dýrmætum tíma þessa dagana, þegar verkefn- in bíða í deildum og nefndum þingsins. Mikih óvisSutími hður og bíður. Erfiðleikar blasa við í atvinnulífi og efnahagslífi. Viðkvæmir kjarasamningar standa yfir. Ríkisstjórnin gerir eitt og annað sem krefst lýðræðislegrar umíjöllunar og umræðu á þingi. Stjórn- arandstaðan þarf að láta í sér heyra og hafa th þess vettvang. Alþingis bíða mörg frumvörp sem skipta al- menning máh. Það skal játað að stundum eru þingstörf og umræður ekki th framdráttar. Sumir segja að best sé að láta þing- menn sitja heima sem lengst. En lýðræðið verður að hafa sinn gang og alþingi hefur löggjafarvald og flárveit- ingavald og er vettvangur stjómmálanna. Alþingi er ekki lengur samkoma manna sem stunda þingmennsku í hjáverkum. Alþingi er stofnun, vinnustaður og ákvörð- unarvald í þjóðlífinu. Langt jólafrí alþingismanna er arfur þeirra tíma þegar þjóðfélagið og aðstæður kröfð- ust þess. En tímamir em breyttir og alþingi verður að fylgjast með þeirri þróun. Ehert B. Schram Fyrrverandi þingmaður benti mér á það um daginn að það væri vert umhugsunarefni hvað nútíma ís- lendingur ætti af landsins gæðum og hvað hann mætti gera og hvaö hann mætti ekki gera. í nokkur ár hefur stöðugt verið klifað á því að frelsi hafi verið auk- ið og svigrúm einstaklingsins væri meira en verið hefði áður. Eðhlegt væri að þessar staðhæfingar væru réttar vegna þess að stjórnmála- flokkarnir undantekningarlaust hafa haft það sem meginstefnumál að auka frelsi. Sumir stjórnmálaflokkar hafa þó haft alia fyrirvara á gagnvart hin- um um þessi atriði. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn taliö sig helsta málsvara frelsisins og al- mennra lýðréttinda en aðrir flokk- ar hafa einnig krafist þess að vera taldir málsvarar frelsisins, þ.ám. Framsóknarflokkin-inn. Þessir tveir flokkar hafa ráðið meiru um framvinduna í íslensk- um þjóðmálum á þessari öld en Staðan er að verða sú að hinn ósköp venjulegi íslendingur á að meðal- -tali íbúðina sína og þó étur óðaverðbólgan hana upp líka, segir hér m.a. Hvað á ég, hvað má nokkrir aðrir, sérstaklega á síðustu árum. - Frelsinu ætti því að vera vel borgið. Á ég landið? Venjulegur íslendingur talar venjulega um landið sitt með stolti. Vissulega megum við líka vera stolt af landinu „okkar“. En hver á þetta land í raun og veru? Á venjulegur íslendingur eitthvað í því? í raun- inni ekki. Fyrir nokkrum árum báru al- þýðuflokksmenn fram tillögur um eignarhald á landi sem voru ekki róttækari en svo að áskilja þjóðinni eignarhald á öræfum og fjallaslóð- um. En þessar tillögur voru felldar eða fengust ekki ræddar, af sér- fræðingunum í frelsinu. Ég man að ég sagði einu sinni við einn góðan framsóknarmann að ég skildi ekki hvernig á því stæði að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn skyldu vera á móti þessum mjög svo sjálfsögðu tillögum, að því er mér fannst. - Jú, sagði framsóknarmaðurinn, þú verður að gera þér grein fyrir því aö það eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem eiga.landiö. Þetta var ágætt svar en ekki alls kostar rétt því að það eru einungis sumir framsóknarmenn og sumir sjálfstæðismenn sem eiga landiö. Þeir sem búa í sveitum landsins. Hinn ósköp venjulegi íslendingur á því ekkert af landinu. Hann hefur venjulega aðeins yfir einhverri leigulóð að ráða eða lítilli eignarlóð þar sem húsiö hans stendur eða blokkaríbúðin hans er. - Það er hlutdeild hans í landinu. Þess vegna hefur hinn ósköp vepjulegi Islendingur ekki leyfi til þess að nytja landið. Hann má aö vísu hjálpa til við skógrækt og ann- að þess háttar á sérstaklega af- mörkuðum svæðum sem fulltrúar grasbítanna fá síðan til umsjónar og nytja. Sjórinn minn Einhveijir gætu sagt að þetta með landið hefði sínar sögulegu skýr- ingar. En afsakar það eitthvað? Erum við ekki hér til aö móta okk- ur sjálf eðlilegar leik- og starfsregl- ur. Það er nu það - altént er ekki neinum sögulegum forsendum til að dreifa meö sjóinn í kringum okkur. Sjórinn hefur veriö al- mannaeign í árhundruð. Á þessari öld hefur þjóðin ítrekaö háð baráttu við erlent stórveldi ásamt fleirum til að tryggja fullan yflrráðarétt þjóðarinnar yfir fiski- miðunum. Sigur vannst að lokum þegar útfærsla landhelginnar í tvö hundruð mílur var viðurkennd. Allir íslendingar tóku þátt í þeirri baráttu af heiium hug og fögnuðu Kjallarmn Jón Magnússon lögmaður sigri. Hafið umhverfis landið er því sjórinn okkar sem viö venjulegir íslendingar getum nytjað og höfum jafnan rétt til eða er ekki svo? Nei, aldeihs ekki. Það er í þessum efnum sem öðr- um aö sumir eru jafnari en aðrir. Hinn ósköp venjiúegi íslendingur má ekki lengur róa til fiskjar nema hann eigi kvóta. Kvóta á hann ekki nema hann hafi átt bát sem reri th fiskjar fyrir margt löngu. Fiskimið- in eru því ekki lengur eign hins ósköp venjulega íslendings heldur bara sumra. Ahir stjórnmálaflokkar leggja blessun sína yfir kvótakerfið. Sjálf- sagt af ást á frelsinu. Innan hvers flokks er samt mikih ágreiningur um þetta en þeir sem vhja kvótann burt eru í minnihluta. Það er mikhvægt að menn geri sér grein fyrir að það er grundvah- armunur á pólitískum lífsskoðun- um þeirra sem vhja leysa vanda í sjávarútvegi með leiðum frelsisins og hinna sem vhja hafa kvótakerfið sem er ekkert annað en hafta- og skömmtunarúrræði í ætt við það sem tíðkaðist hér á landi í ýmsum greinum eftir seinna stríð og tíðk- ast enn í mörgum löndum Austur- Evrópu. Hvað svo sem því líöur þá liggur fyrir að hinn ósköp venjulegi ís- lendingur hefur ekkert með fiski- miðin að gera. Hann má ekkert við þau gera frekar en landið. ég? Athafnafrelsið Hinn ósköp venjulegi íslendingur má ekki róa th fiskjar nema hann eigi kvóta. Hann má ekki hlaupa fyrir fé nema hafa kvóta. Þannig getur hinn ósköp venjulegi íslend- ingur ekki stofnaö th atvinnu- rekstrar í frumvinnslu í landbún- aöi eða sjávarútvegi nema í nokkr- um smáum undantekningartilfeh- um. - Á síðasta áratug hefur at- hafnafrelsi hins ósköp venjulega íslendings verið skert hvað þetta varðar. Þeir sem áttu á árum áður hafa nú lögverndaðan einkarétt til að eiga og framleiða. Þeir hafa líka sumir lögvemdaðan einkarétt á að framleiða á kostnað skattborgar- anna. Þó að aðrir gætu framleitt miklu betur og ódýrar þá breytir það ekki því að þessir fáu sem eru jafnari en aðrir eru þeir sem mega og geta, þó ekki meira en pínulítið hver um sig. - Ahir hinir, um 98% þjóðarinnar, mega hvorki eiga né stunda atvinnustarfsemi þá sem lögvemdunin nær th. Hvað sem hður öhu slagorða- glamri em staðreyndimar þær að á síðustu árum hefur frelsi venju- legra íslendinga verið skert í mjög mikilvægum greinum. Hvað á venjulegur Islendingur? Hvað á venjulegur íslendingur? Hann á ekki landið. Hann á ekki gæði sjávar. Hann má ekki stunda landbúnað. Hann má ekki stunda sjávarútveg. Með þeim „vönduðu” stjórnarháttum sem hér hafa ríkt, þar sem peningarnir em stöðugt teknir frá fólkinu og þeir færöir th framleiðendanna, er staðan aö veröa sú að hinn ósköp venjulegi íslendingur á aö meðaltali íbúðina sína. Óðaverðbólgan étur þá eign þó smám saman upp því að lánin hækka meira en verðmæti íbúöar- - innar þannig aö lítið verður eftir. Mikil er gæfa vor að þvílíkur vörð- ur skuh hafa veriö staðinn um eignarráð og athafnafrelsi fólksins í landinu - eða er ekki svo? Jón Magnússon „Hvað sem líður öllu slagorðaglamri eru staðreyndirnar þær að á síðustu árum hefur frelsi venjulegra íslend- inga verið skert í mjög mikilvægum greinum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.