Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 26
..34 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. Afmæli DV Hj álmar Finnsson Hjálmar Finnsson, fyrrv. forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, Vestur- brún 38, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hjálmar fæddist að Hvilft í Ön- undarfirði og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann kynntist þar ungur að árum öllum almennum störfum tilsjávarogsveita. Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MA1938, lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ1941 og stundaði síðan fram- haldsnám í rekstrarhagfræði í Bandaríkjunum 1941-42 Að námi loknu stofnaði Hjálmar eigið viðskiptafyrirtæki í New York 1942, var umboðsmaður íslenskra verslunar- og iðnfyrirtækja við inn- kaupastarfsemi í Bandaríkjunum 1942^18, var framkvæmdastjóri út- flutningsfyrirtækis í New York 1945-48 og umboðsmaöur Loftleiða hf. í Bandaríkjunum við öflun var- anlegs lendingarleyfis o.fl. 1947-48. Hjálmar var framkvæmdastjóri Loftleiða hf. í Reykjavik 1949-51 og framkvæmdastjóri Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi 1952-85. Hjálmar sat í flugráði íslands 1952-55, í samninganefnd um flug- leyfi til Evrópulanda 1950, var for- maöur Félags viðskiptafræðinga 1957, í stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna Áburðarverksmiðjunnar 1961-85, í stjórn Lífeyrissjóðs verk- stjóra 1965-75 og forseti Rotary- klúbbs Reykjavík-Austurbæ 1968. Hann hefur skrifað greinar um ýmis málefni í dagblöð og tímarit. Hjálmar er riddari hinnar íslensku Fálkaorðu. Hjálmar kvæntist 6.11.1943, Doris Finnsson, f. Walker, húsfreyju og hjúkrunarfræðingi, f. 7.11.1920, en foreldrar hennar voru Hamilton Howard Walker, framkvæmdastjóri í Whitinsville í Massachussetts í Bandaríkjunum, f. 1875, d. 4.11.1920, og kona hans, Mabelle Clare Wal- ker, f. Kenney, framkvæmdastjóri oghúsfreyja, f. 16.5.1886, d. í mars 1968. Börn Hjálmars og Doris eru Finn- urTómas Finnsson, f. 4.10.1944, d. 3.5.1967, atvinnuflugmaður; Ed- ward Hjálmar Finnsson, f. 2.7.1947, atvinnuflugmaður í Reykjavík, kvæntur Hafdísi Helgadóttur arki- tekt og eiga þau fjögur börn, Helgu Fanney Edwards, Maríu Edwards, Hjálmar Edwards, og Tómas Ed- wards; Katherine Doris Smart, f. 14.8.1950, deildarstjóri í St. Peters, Missouri í Bandaríkjunum, gift Ronald Clinton Smart rafeindafræö- ingi en hún á tvo syni, Anton og Joseph. Systkini Hjálmars: Sveinbjörn hagfræðingur; Ragnheiöur, fyrrv. skólastjóri og kennari; Sigríður, húsmóðir í Bandaríkjunum; Jakob, lést ungur 1941, þá í lyfjafræðinámi; Sveinn, framkvæmdastjóri Fiski- málasjóðs; Jóhann, tannlæknir, nú látinn; María, hjúkrunarfræðingur; Málfríður, hjúkrunarfræðingur; Kristín Fenger, sjúkraþjálfari, og Gunnlaugur, bóndi og fyrrv. al- þingismaður. Fósturbróðir Hjálm- ars er Leifur Gúðjónsson, starfs- maður Áburðarverksmiðjunnar. Foreldrar Hjálmars voru Finnur Finnsson, f. 29.12.1876, d. 14.8.1956, bóndi í Hvilft í Önundarfirði, og Guðiaug Jakobína Sveinsdóttir, f. 28.2.1885, d. 20.2.1981, húsfreyja í Hvilft. Finnur var sonur Finns, b. í Hvilft Magnússonar, b. í Hvilft, bróður Ásgeirs, alþingismanns á Þingeyr- um, fóður Jóns, b. og skálds á Þing- eyrum og afa Ásgeirs, rithöfundar frá Gottorp. Annar bróðir Magnús- ar var Torfi, alþingismaður á Kleif- um. Þriðji bróðir Magnúsar var Guðmundur, b. á Kleifum. Systir Magnúsar var Ragnheiöur, móðir Guðlaugar, konu Torfa í Ólafsdal og ömmu Torfa Ásgeirssonar hag- fræðings og Torfa, fyrrv. tollstjóra og ríkissáttasemjara og Snorra skálds, Hjartarsona. Magnús var sonur Einars, b. og dbrm. í Kollafjarðarnesi, Jónssonar, b. í Miðdalsgröf í Steingrímsfirði, Brynjólfssonar, á Heydalsá, Guð- mundssonar, af ætt Einars, prófasts og skálds í Heydölum. Móðir Magn- úsar var Þórdís Guðmundsdóttir, smiðs að Seljum, Torfasonar. Móðir Finns yngra í Hvilft var Sigríður Þórarinsdóttir, b. á Vöðlum, Jóns- sonar, b. í Unaðsdal. Guðlaug Jakobína var dóttir Sveins, b. og skipstjóra í Hvilft, bróður Rósinkranz, föður Guðlaugs Þjóðleikhússstjóra og Júlíusar, kaupfélagsstjóra á Flateyri, foður Jóns, deildarstjóra í viðskiptaráðu- neytinu. Annar bróðir Sveins var Páll, faðir Skúla á Laxalóni og afi Páls og Kjartans hjá P. Stefánsson. Þriðji bróðir Sveins var Bergur, afi Konráðs Adolfssonar, skólastjóra Stjórnunarskólans. Systir Sveins var Guðfinna, amma Kjartans Kjartanssonar, sem nýlega sagði lausu starfi sínu sem framkvæmda- stjórifjármálasviðs SÍS. Önnur systir Sveins var Kristín, föður- amma Kristjáns Ragnarssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Sveinn var sonur Rósinkranz, b. í Tröð í Önundarfirði, Kjartanssonar, b. í Tröð, Ólafssonar, frá Eyri við Önundarfjörð. Móðir Guðlaugar Jakobínu var Sigríður, systir Jó- hanns Lúthers, prófasts í Hólmum, föður Maríu, móður Einars Odds Krisjánssonar, formanns VSÍ. Jó- Hjálmar Finnsson. hann var einnig faðir Torfa, fyrrv. bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, föður Kristjáns, bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum. Þá var Jóhann faðir Björns skrifstofustjóra, fóður Ingi- bjargar, skólastjóra Balletskóla Þjóðleikhússins. Sigríður var dótfir Sveinbjöms, b. í Skáleyjum, bróður Sigríðar „stórráöu". Sveinbjörn var sonur Magnúsar, b. í Skáleyjum og að Hvallátrum, Einarssonar, bróður Eyjólfs eyjajarls. Móðir Sigríðar var María Jónsdóttir, móðir skáldanna Herdísar og Ólínu Andrésdætra og systir Sigríðar, móður Björns Jóns- sonar ráðherra, föður Sveins Björnssonar forseta. Hjálmar verður utanbæjar á af- mælisdaginn. Til hamingju með afmælið 15. janúar 85 ára Magnea Daníelsdóttir, Helgamagrastræti 38, Ákureyri. Hún verður aö heiman í dag. 60 ára Margrét Þorvaldsdóttir, Skarðshlíð31F, Akureyri. 50 ára Anna D. Harðardóttir, Austurbergi 6, Reykjavík. 40 ára ÁsgeirSveinsson, Fögrubrekku 25, Kópavogi. Einar Steingrímsson, Granaskjóli 31, Reykjavík. Gunnþóra Arndís Skaftadóttir, Vallargerði 28, Kópavogi. Hallgrimur Halidórsson, Eiðsvallagötu 8, Akureyri. Hólfdán Ingólfsson, Smiðjugötu 1A, ísafirði. Maj Britt Davíðsson, Hjallavegi 6, Reykjavík. Svandís Árnadóttir, Miðtúni 16, Reykjavík. Þorkell Þ. Snædal, Bergþórugötu 3, Reykjavík. Suðurnesjamenn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, verður haldinn á vegum utanríkisráðuneytisins í Glaumbergi, Keflavík, í kvöld kl. 9. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og mun ásamt embættismönnum utanríkis- ráðuneytisins svara fyrirspurnum um viðræður Frí- verslunarsamtaka Evrópu, EPTA, og Evrópubanda- lagsins, EB, um myndun sameiginlegs markaðar í Evrópu. Utanríkisráðuneytið Guðmann Ingjaldsson Guðmann Ingjaldsson húsa- smíðameistari, Dúfnahólum 4, Reykjavík, er fertugur í dag. Guðmann er fæddur í Rey kj a vík og þar ólst hann upp. Hann lauk gagnfræðaprófi 1967, sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1972 og prófi frá meistaraskóla 1974. Eftir það starfaði hann hjá hinum og þessum fyrirtækjum en frá 1977 hef- ur hann starfað sjálfstætl* Guðmann kvæntist þann 28.12. 1974 Eygló Þóru Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 3.6.1947. Hún er dóttir Guömundar Jónssonar, b. í Hólmi í Austur-Landeyjum, og Gróu Helgu Kristjánsdóttur. Dóttir Guðmanns fyrir hjónaband er Helga Soífía, f. 14.4.1967, en sam- an eiga þau hjón dótturina Þóru Sig- urborgu, f. 28.11.1975. Auk þess á Eygló soninn Guðmund Tryggva- son,f. 30.1.1971. Hálfsystkini Guðmanns, sam- feðra, eru: Guðrún, húsmóðir í "" Kópavogi; Margrét, starfsmaður Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli, búsett í Grindavík; Þuríður, hús- móðir á Grenstanga í Austur-Land- eyjum, og Jón, húsasmiður í Reykja- vík. Albróðir Guðmanns er Ólafur, matsveinn í Reykjavík. Foreldrar Guðmanns voru Ingj- aldur Jónsson, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 15.11.1896, d. 27.6.1989, og Soffía Ólafsdóttir, f. 14.9.1908, d. 30.12.1980. SímonÁsgeir Grétarsson Símon Ásgeir Grétarsson, bóndi í Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi, er fertugurídag. ) Símon er fæddur á Selfossi og þar ólst hann upp. Hann er rafvirki að mennt og starfaði sem slíkur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi í 17 ár, lengst af í viðhaldi og viðgerð- um á mjólkurtönkum og mjaltakerf- um úti í sveitunum. Haustið 1985 festi hann kaup á jörðinni Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi en þar býr hann ásamt tveimur elstu sonum sínum með loðdýr og hross en hesta- mennska hefur alltaf verið áhuga- mál hans. Símon er kunnur tamn- ingamaður og meölimur í Félagi tamningamanna. Símon kvæntist 1974 Jakobínu Sveinbjömsdóttur, f. 13.10.1952, en þau slitu samvistiun. Synir þeirra eru: Grétar, f. 29.10. 1969, loðdýrabóndi, og á hann son- inn Pétur Geir, f. 14.11.1989; Ásgeir Hrafn, f. 2.5.1975, nemi. Símon var í sambúð með Dagrúnu Mjöll Ágústsdóttur og á með henni soninn Andra Dag, f. 19.8.1987. Símon á fjögur systkini. Þau eru: Þóra, f. 9.12.1947, bankafulltrúi á Selfossi, gift Guðmundi Sigurðssyni, og eiga þau eitt barn. Öm, f. 22.10.1951, framkvæmda- stjóri á Selfossi, kvæntur Sesselju Sigurðardóttur, og eiga þau tvö böm. Sigurbjörg, f. 29.9.1954, sjúkraliði, búsett í Kópavogi, og áhún eitt bam. Sigurður, f. 17.6.1958, rafvirki á Selfossi, kvæntur Sólveigu Ragn- arsdóttur, og eiga þau tvö börn. Foreldrar Símonar eru Grétar Símonarson, f. 18.2.1920, fyrrv. mjólkurbússtjóri MBF á Selfossi, og Símon Ásgeir Grétarsson. Guðbjörg Siguröardóttir, f. 23.5. 1929, húsmóðir. Ingimar Guðmundsson Ingimar Guðmundsson, verk- stjóri hjá B.M. Vallá, Miðtúni 30, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Ingimar er fæddur í Kvígindisfirði í Múlasveit í Barðastrandarsýslu. Þar ólst hann upp til sextán ára ald- urs er hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann hefur búið síðan. Eiginkona Ingimars er Þórey Jónsdóttir fótaaðgeröarkona, f. 5.5. 1936. Foreldar hennar voru Jón Björgólfsson, b. í Breiðdal, og Guðný Jóhannsdóttir. Ingimar áþrjú börn. Þau em: Guðrún Valdís, húsmóðir á Sel- tjamarnesi; Ólafur, bifvélavirki í Reykjavík; og Auður, skrifstofu- maðuríReykjavík. Ingimar á sjö systkini og em þau öll á lífi. Þau em: Einar, verkstjóri; Sæmundur, varðstjóri; Guðmund- ur, afgreiðslumaður; Jóhannes, verkstjóri; Sæunn, starfsmaður á Vífilsstöðum; Guðbjörg, húsmóðir; og Gunnar, vélamaður. Foreldrar Ingimars: Guðmundur Guðmundsson, b.í Kvígindisfirði, og Ólöf Jóhannesdóttir. Ingimar verður að heiman í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.