Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. 13 Lesendur Afvopnun og afskipti íslendinga: Emkennileg árátta Pétur Guðmundsson skrifar: Mér finnst það með ólíkindum hvað við'íslendingar höfum mikla þörf fyrir að sýnast galdgengir í sem flestum málum, ekki bara í þeim sem við þyrftum nú helst að gá að hér hjá okkur, heldur miklu oftar þeim málum sem snúa að hinu alþjóðlega vafstri. Afvopnunarmál og raunar hvers konar stríðsrekstur er mjög hugleikinn íslenskum stjórnmála- mönnum og það er eins og sumir þeirra hafi ekki gert annað allt sitt líf en fjalla um hermál og verið þar í fremstu víglínu. Þetta hefur verið einkar áberandi í röðum ráðherra Framsóknar- flokksins á seinni árum og meira að segja Kvennalistinn og þingkonur hans eru orönar ólmar í að fjalla um stríð og allt sem því tilheyrir. - En hjá Framsókn er þetta þó mest áber- andi. Ráðherrar þess stjórnmála- flokks, en þó einkanlega formaður- inn og formaður þingflokksins eru ávallt tilbúnir í umræður um stríðs- rekstur og afvopnunarmál og vilja leggja sitt af mörkum í ákvarðana- töku stórveldanna. - Og Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, er á eilífu „útkíkki" ef vera kynni að ein- hver yfirlýsing birtist nú frá for- svarsmönnum flokksins. Það nýjasta í þessum málum er það að fyrrum formaður herráðs Banda- ríkjahers, sem kom hér við á íslandi í fyrra, hefur látið orð falla um að stórveldin ættu að hefja viðræður um kjarnorkuafvopnun á höfunum. Og það var eins og við manninn mælt; Tíminn slær þessu upp, og á forsíðu að sjálfsögðu „Er friðun haf- anna að komast á skrið? - Fyrrum formaður herráðs Bandaríkjanna tekur undir sjónarmið forsætisráð- herra um afvopnun í höfunum.“ Og svo mikið er í húfi að koma fréttinni fyrir að ekki vinnst tími til að kanna hvort orðið „herráð“ á að vera með stórum staf eður ei og því tekið það ráð að hafa hvom tveggja un og útrýming vopna fari ekki ein- Losum okkur við verð- bólguna A.Þ.G. hringdi: Mér líst vel á það sem verið er að gera þessa dagana í sambandi við Kjaramál okkar. Mér sýnist þessi svokallaða „núil-lausn“ (eða sem næst henni) vera væn- leg til árangurs fyrir okkur laun- þegana og þá jafnframt fyrir þjóð- arbúskapinn. Það lofar góðu að þijú stærstu samtökin á vinnumarkaðinum, Alþýðusambandið, Vinnuveiten- dasambandið og Vinnumálasam- bandið, hafa verið mjög samtaká um aö láta þessa tilraun ekki mistakast og nú sést fyrir endann á henni, jafnvel um og upp úr næstu helgi. - Auðvitað eru þeir til sem hreinlega ekki vilja að samningar takist nema á þeim nótum sem hingað til hafa verið hvað vinsælastar hjá þrýstihóp- unum, en um leið komið sér afar illa fyrir þjóðfélagsheildina. Það verður nú að koma í Ijós hveijir það eru sem ætla að verða til traf- ala og vilja freista þess að ná ein- hveijum sérsamningum. Það háttalag verður ekki til að auka traust á hinum sömu aðilum. Nú ættum við að leggja einu sinni saman, vera samtaka og hvetja vinnúfélaga okkar til að tala með þessum samningum sem virðast vera í burðarliðnum svo að hægt verði að gera tilraun, kannski lokatilraun, til að losna við verðbólguna og koma fólki á svipaða braut í verðlagsmálum og tíðkast í nálægum löndum. háttinn á, rita „herráð" með litlum staf á forsíðu, en með stórum í upp- slættinum á baksíðu. Fréttin er nefnilega bæði í bak og fyrir! En þetta er svo sem ekki alveg ein- skorðað við Tímann, afskipti okkar af stríðs- og afvopnunarmálum. Al- þýðublaðið ritar líka leiðara í sitt blað um ummæli flotaforingjans. En þar er ekki vitnað í forsætisráðherra, heldur utanríkisráðhera íslands, sem hafi lagt áherslu á. það ásamt talsmönnum annarra ríkja, að fækk- göngu fram á landi, heldur líka í höfunum. - Já, hvað haldiði! Ég held að hér liggi að baki einhver dulin óskhyggja hjá þessum mönn- um um að komast í þá aðstöðu að verða gjaldgengir í herráöum og valdatafli stórþjóðanna ásamt með þeim þjóðum öðrum sem eru alvöru þátttakendur í Atlantshafsbandalag- inu en ekki aumingjar sem vilja ekk- ert vita af herskyldu, bara funda- höldum. TCfDS31i»S3 KRÓKHALSI e SlMI 671900 p TEPPI - DÚKAR - FLÍSAR GÓLFTEPPI 15-30% AFSLÁTTUR Dæmí: Master Píece kanadisk stofuteppí. Áður kr. 2.593,- mz 100% polYamid - Mettavarin.____________Má aðeins kr. 1.945,- m‘ PARKET - GÓÐUR STAÐGREIÐSIUAFSLÁTTUR Á meðan útsalan stendur bjóðum víð afslátt á norska gæðaparketínu frá Boen. Uppáhaldsparket allra fagmanna. Sértílboð: bírkí. Verð áður kr. 3.904,- mz ___________________________________________Verð nú kr. 2.925 i' mz GÓLFDÚKAR 15%-25% VERÐLÆKKUN Allír Armstrong-dúkar lækka um 15% á útsölunni. Armstrong þarf ekki að lima. Dæmí: Harmony. Verð áður kr. 990,- mz __________________________________________ Verð nú kr. 743,- m* FLÍSAR - ALLT AÐ 35% AFSLÁTTUR Á AFGANGSFLÍSUM ítalskar og spánskar gólf- og veggflisar i 1. gæðaflokkí. Fallegar og ódýrar. ÖII hjálparefni og fagleg ráðgjöf. Dæmi: Altopíano. Verð áður kr. 1.904,- mz Verð nú kr. 1.240,- m1 STÖK TEPPI, MOTTUR OG DREGLÁR MEÐ 15-25% AFSLÆTTI DÚKAR OG TEFPI: ~ Afgangar og bútar á heíl herbergí og minni fleti með 35-60% afslætti. y Hafið málín með ykkur. Það sparar ykkur tima og fyrirhöfh. Þið getíð sparað þúsundir á útsölunní hjá okkur. Eieurc ! KREDIT EUnOCABD . VILDARK/OR V/SA Samkört TEPPABUÐIN GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.