Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 12. JÚLl 1990. Afmæli Vigdís Sigurðardóttir Vigdís Sigurðardóttir húsfreyja, Skeggjastöðum, Vestur-Landeyjum, varð áttræð í gær. Vigdís fæddist að Háarima í Þykkvabæ og ólst þar upp til sautján ára aldurs en fór þá vinnukona til systur sinnar í Unhól þar sem hún dvaldi til ársins 1936. Vigdís giftist 7.11.1936, Antoni Einarssyni, f. 22.9.1907, d. 12.3.1986, bónda í Vestri-Tungu og síðar að Skeggjastöðum, en hann var sonur Einars Einarssonar, bónda í Vestri- Tungu, og Önnu Tyrfmgsdóttur. Böm Vigdísar og Antons: Elín Anna, f. 7.2.1937, bóndakona að Uxahrygg á Rangárvöllum, gift Sveini Guðjónssyni bónda þar og eru börn þeirra Arndís Anna, Krist- ín, Guöjón, Unnur og Gunnar; Þu- ríður, f. 18.4.1938, bóndakona á Grímsstöðum 1 Vestur-Landeyjum, gift Guðjóni Sigurjónssyni og era börn þeirra Vigdís, Sigrún, Birna, Ingileif, Svanhildur og Anna Krist- ín; Guðjón, f. 2.11.1944, bóndi á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyj- um, í sambúð með Svanborgu Óskarsdóttur en börn Guðjóns frá fyrri sambúð eru Ólöf Mjöll og Halldór Kristinn; Guðílnna Sigríð- ur, f. 10.5.1957, búsettá Gunnars- holti á Rangárvöllum, gift Pétri Magnússyni og eru börn þeirra Guðlaugur Magnús, Hjördís og Hugrún. Systkini Vigdísar: Sigríður, f. 1901, d. 1989, bjó í Unhól í Þykkvabæ; Guðni, f. 1902, búsettur í Háarima í Þykkvabæ; Sveinn, f. 1904, búsettur í Reykjavík, Þorbjörg, f. 1905, d. 1990, var búsett í Reykjavík; Sigurður, f. 1906, d. 1965, bjó í Miðkoti í Þykkvabæ; Ólafur, f. 1907, d. 1981, var búsettur í Vatnskoti í Þykkvabæ; Lilja Guörún, f. 1912, d. 1983, var búsett í Reykjavík, og Sig- urbára, f. 1921, búsett í Vestmanna- eyjum. Foreldrar Vigdísar voru Sigurður Guðnason, bóndi að Háarima í Þykkvabæ, og kona hans, Guðfinna Sveinsdóttir húsfreyja. í tilefni afmælisins tekur Vigdís á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Grímsstöðum laugardaginn 14.7. 90 ára_______________ Ástríður Guðmundsdóttir, Guðrúnargötu 9 Reykjavík Hlíðargerði 19 Reykjavík Óskar Haraldsson, Hólavangi22Hellu 60 ára 75ára Jórunn Frímannsdóttir, Fossvegi 20 Siglufirði Höskuldur Stefánsson Bláhömrum 2, Reykjavík, fyrrv. verkstjóri bjá Loðskinni hf. á Sauð- árkróki, er 75 ára í dag. Laugardag- inn 14. júlí taka hann og kona hans, Valný Georgsdóttir, á móti gestum i sumarhúsi sínu að Illugastööum í Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu. Jóbanna Konráðsdóttir, Hlíðargötu 46 Sandgerði Sigríður K Kristjánsdóttir, Austurbyggð 14 Akureyri Helga Magnúsdóttir, Norðurbraut 5 Höfn í Hornafirði Katrín D Einarsdóttir, Rauðagerði 22 Reykjavík Ingibjörg Lárusdóttir, Hólabraut 26 Skagaströnd Brynbildur G Bj örnsson, Miðvangi 6 Hafnarfirði Ingibjörg Gestsdóttir, Laugateigi 22 Reykjavík Hún verður aö heiman á afmælis- daginn. 70 ára____________________ Áslaug Guðríður Magnúsdóttir, Bjarnarstíg 5 Reykjavík Anton G Axelsson, 50ára HansÁrnason, Laugateigi 78 Reykjavík Sviðsljós Andlát Jóhann Guðmundsson Jóhann Guðmundsson bæklunar- læknir, Mávanesi 14, Garðabæ, lést mánudaginn 2.7. sl. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 12.7., klukkan 15.00. Jóhann fæddist í Reykjavík 8.7. 1933 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1953 og embættisprófi í læknis- fræði við HÍ1960. Hann stundaði framhaldsnám í bæklunarskurð- lækningum í Centrallas í Vásterás og varð sérfræðingur í þeirri grein 1970. Jóhann var aðstoðarlæknir, lækn- ir, og síðan aðstoðaryfirlæknir og yfirlæknir í Vásterás 1962-70, sér- fræðingur í bæklunarlækningum við Landspítalann 1970, sjúkrahús- læknir við sjúkrahús Akraness 1970-71, sérfræðingur í bæklunar- skurðlækningum þar 1971-72 og sér- fræðingur í bæklunarskurðlækn- ingum við Landspítalann frá 1972. Jóhann var ráðgefandi sérfræð- ingur í bæklunarskurðlækningum við endurhæfingastöð Kópavogs 1973-76, læknir við vinnuheimibð Bjarkarás í Reykjavík 1971-76, stundakennari í bæklunarskurð- lækningum við læknadeild HÍ frá 1973, prófdómari í líffærafræði og vefjafræði við læknadeild HÍ frá 1972, í sömu greinum við hjúkrunar- fræði- og sjúkraþjálfunarskor frá 1976 og stundakennari í bæklunar- skurðlækningum við Hjúkrunar- skóla íslands frá 1973. Jóhann sótti mörg námskeið og læknaþing á Norðurlöndum og í Þýskalandi allt frá 1963, einkum í bæklunarlækn- ingum. Jóhann sat í stjórn Læknafélags Vástmanlands í Svíþjóð 1967-69 og Föreningen för Utvecklingsstörda barn í Vásterás 1968-70. Hann sat í heimlisstjórn Bjarkaráss, vinnu- heimilis vangefinna í Reykjavík, frá 1971, í stjórn Styrktarfélags vangef- inna frá 1975, í stjórn fjölskyldu- heimibs vangefinna frá 1976 og af- þreyingarheimilis fyrir vangefna frá 1977. Hann var formaður For- eldra- og vinafélags Skálatúnsheim- ilisins í Mosfellsbæ frá 1976, í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar frá 1977-87, varaformaður Félags íslenskra bæklunarskurðlækna frá stofnun þess 1972, ritari íslands- deildar Nordisk Ortopedisk Fören- ing frá 1976 og í stjórn Stoðtækja- verkstæðisins Össur hf. frá 1971. Jóhann kvæntist 6.10.1956, eftirlif- andi konu sinni, Sigríði Jónu Árna- dóttur, f. 9.7.1934, húsmóður, en hún er dóttir Árna Ólafssonar, kaup- manns í Reykjavík, og konu hans, Ástu Sveinínu Kristinsdóttur. Börn Jóhanns og Sigríðar Jónu eru fjögur. Þau eru Guðmundur Jóhannsson, f. 15.12.1960, læknir í sérnámi í Svíþjóð, kvæntur Yrsu Bergmann Sverrisdóttur líffræðingi og eiga þau tvö börn; Helena Margr- ét Jóhannsdóttir, f. 11.2.1964, dans- ari hjá íslenska dansflokknum, gift Valdimar Helgasyni kennara og Trausti Sigurlaugsson Trausti Sigurlaugsson, forstöðu- maður í Sjálfsbjörg, lést 30. júní. Trausti fæddist 19. júlí 1934 á ísafirði og var sjómaður og verslunarmaður á ísafirði 1953-1956. Hann lauk námi í ljósmyndun á ísafiröi 1959 og var einn af stofnendum Sjálfsbjargar, félags fatlaöra á ísafirði, 1958 og fyrsti formaður félagsins 1958-1960. Trausti stóð fyrir stofnun vinnu- stofu Sjálfsbjargar á ísafirði 1960 og stóð fyrir rekstri hennar. Hann var framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, 1960-1982 og meðritstjóri tímaritsins Sjálfs- björg 1961-1967. Trausti var formað- ur bygginganefndar Sjálfsbjargar- hússins 1965-1982 og formaður vinnustofustjórnar Sjálfsbjargar í Reykjavík frá 1965. Hann var í stjórn Össurar hf. 1971-1982 og vann að undirbúningi og stofnun íþrótta- félgs fatlaðra í Reykjavík 1974. Trausti var formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík, 1983- 1989 og forstöðumaður tjáraflana Sjálfsbjargar og reksturs fasteigna frá 1983. Hann var í bygginganefnd íþróttahúss fatlaðra 1983-1987 og í stjóm Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, 198A-1990. Trausti var í fulltrúaráði Öryrkjabandalagsins frá 1986 og fulltrúi Sjálfsbjargar, Jandssambands fatlaðra, í nefnd sem vann að undirbúningi stofnun- ar Ferðaþjónustu fatlaðra og rekstri hennar fyrstu árin. Hann var full- trúi Sjálfsbjargar á þingum Banda- lags fatlaðra á Norðurlöndum frá 1964 og var félagi í Oddfellowregl- unni frá 1971. Trausti kvæntist Helgu Hermannsdóttur, f. 27. febrú- ar 1937. Foreldrar Helgu eru: Her- mann Jakobsson, b. á Látram í Sléttuhreppi, og kona hans, María Þorbergsdóttir. DóttirTrausta og Helgu er: Ester Ósk, f. 27. febrúar 1973. Systkini Trausta eru: Baldur, f. 4. ágúst 1930, d. 6. október 1976, bifreiðastjóri á ísafirði, sambýlis- kona hans var Soffía Ingimarsdótt- ir; Sigurlaugur Jóhann, f. 8. sept- ember 1931, bifvélavirkjameistari í Hafnarfirði, kvæntur Margréti Óskarsdóttur; Lydía Rósa, f. 12. fe- brúar 1933, gift Oskari Jóhannssyni, hafnsögumanni á ísafirði; Erling, f. 4. apríl 1936, bifvélavikjameistari á Seltjarnarnesi, kvæntur Halldóra Sigurgeirsdóttur, stúlka, f. 27. jan- úar 1943, d. 27. janúar 1943, og Ingi- björg, f. 9. febrúar 1947, hjúkrunar- fræðingur á ísafirði. ForeldrarTrausta: Sigurlaugur Þorleifur Sigurlaugsson, f. 20. ágúst 1903, d. 28. júlí 1965, sjómaður og verkamaður á ísafirði, og kona hans, Karítas Ingibjörg Rósinkars- dóttir, f. 17. september 1909. Sigur- laugur var sonur Sigurlaugs, sjó- manns á ísafirði, Kristjánssonar, húsmanns í Barmi á Skarðsströnd, Jóhann Guómundsson. eiga þau einn son; Ásta Vala Jó- hannsdóttir, f. 10.3.1967, en hún dvelur á Skálatúnsheimilinu í Mos- fellsbæ, og Jóhann Jóhannssorí, f. 6.11.1969, nemi í rafeindafræði en unnusta hans er Sigrún Guðmunds- dóttir nemi. Alsystir Jóhanns er Svandís Guð- mundsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift Walter Hjaltested. Hálfsystkini Jóhanns sammæðra: Sigurrós Torfadóttir húsmóðir, gift Þorsteini Björnssyni, fyrrv. fríkirkjupresti í Reykjavík; Torfi Torfason kaup- maður, kvæntur Ástríði Ólafsdótt- ur; Þormóður Torfason, lengi skrif- stofumaður hjá afgreiðslu Vísis, og Ingi Jónsson, sóknarprestur á Nes- kaupstað en hann er látinn. Foreldrar Jóhanns voru: Guð- mundur Óskar Bæringsson, f. 25.6. 1905, d. 23.9.1962, sjómaður í Reykja- vík, og kona hans, Ingigerður Daní- valdsdóttir, f. 22.7.1895, d. 15.5.1976. Trausti Sigurlaugsson. Nikulássonar b. á Hóli í Hvamms- sveit, Ólafssonar. Móðir Kristjáns var Ingveldur Brynjólfsdóttir, b. á Hóli Andréssonar, b. á Á á Skarðs- strönd, Hannessonar. Móðir Andr- ésar var Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Ingveldar var Anna Jónsdóttir, b. á Breiðabólsstað á Fellsströnd, Ás- geirssonar, b. á Orrahóli, Björns- sonar. Móðir Ásgeirs var Valgerður Jónsdóttir, b. og fálkafangara í Brokey, Péturssonar. Móðir Önnu var Halldóra Jónsdóttur, b. á Skóg- um á Fellsströnd, Jónssonar, b. á Narfeyri, Jónssonar, bróður Val- gerðar. Móðir Sigurlaugs var Ingi- björg Oddsdóttir, b. í Hvarfsdal, Pét- urssonar og Ingveldar Brynjólfs- dóttur frá Hóli. Karítas er dóttir Rósinkars, b. á Tröð í Súðavík, Al- bertssonar. Móðir Karítasar var Aðalheiður Kristóbertsdóttir, b. á Tröð, Jónssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.