Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 32
-* F R Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Ás >krift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. 1 Byggingafélagið Hamrar: Kröfurnar voru 165 milljónir Gjaldþrotameðferð byggingafyrir- tækisins Hamra stendur enn yfir. Ekki er vitað hvenær skiptameðferð lýkur. Lýstar kröfur í þrotabúið eru um 165 milljónir króna. Eignir bús- ins voru aðeins um 5 milljónir króna og duga því hvergi til að mæta kröf- unum. Kröfurnar hafa lækkað í skipta- meöferðinni. Fyrirtækið Hamrar var stofnað um mitt ár 1987. Það var í nóvember 1988 sem óskað var eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Almennar kröfur voru 109 milljón- ir króna, forgangskröfur 22 milljónir og kröfur utan skuldaraðar voru 33 milljónir. -sme Vestmannaeyjar: Biðst lausnar um stundarsakir Georg Þór Kristjánsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks í Vestmanna- eyjum, hefur beðist lausnar frá störf- um í bæjarstjórn um óákveðinn tíma. Georg Þór hefur játað aðild að smygl- málinu sem komst upp um um síð- ustu helgi. Varamaður verður kallaður til starfa í hans stað. Georg Þór sagði í samtali við DV fyrr í vikunni að hann ætlaöi ekki að segja af sér. DV hefur heimildir fyrir því að Georg Þór haíi verið beittur talsverðum þrýstingi frá flokksfélögum sínum um að segja afsér. -sme Njarðvik: Kristján Pálsson verður bæjarstjóri Kristján Pálsson, bæjarfulltrúi í Ólafsvík og fyrrum bæjarstjóri þar, verður næsti bæjarstjóri í Njarðvík. Bæjarráð Njarðvíkur ákvað á fundi í gær að ráða Kristján Pálsson. 29 umsækjendur voru um stöðuna. Þar á meðal var Sigurður Jónsson en hann skipaði efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks við bæjarstjórnar- kosningarnar í Vestmannaeyjum. Sjálfstæðisflokkur og félagshyggju- fólk mynda meirihluta í Njarðvík. Á síðasta kjörtímabili voru Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur í meirihluta. Oddur Einarsson var bæjarstjóri í Njarðvík. Kristján Pálsson var kjörinn bæj- arfulltrúi í Ólafsvík í þriðja sinn í síðustu kosningum. Hann er fulltrúi lýðræðissinna. Sæti hans í bæjar- stjórn Ólafsvíkur tekur Emanúel Ragnarsson. -sme LOKI Þaðer ekkert í-hald íþess- um meirihluta! IsaQörður: Meirihluti sjálfstðsðis" manna er sprunginn Hans Georg Bæringsson hefur sagt skilið við meirihlutann „Ég vil ekkert segja um þetta að svo stöddu,“ sagði Hans Georg Bæringsson, bæjarfulltrúi af D- lista á ísaflrði. Hans Georg hefur tilkynnt að hann hafi sagt skilið við meirihluta sjálfstæðismanna. Meirihlutinn var myndaður af D- lista og í-lista. í-listinn var klofn- ingsframboð sjálfstæðismanna. Hans Bæring ritaði forseta bæj- arstjómar, Ólafi Helga Kjartans- syni, bréf þar sem hann tilkynnti honum þessa ákvörðun sina. Hans Georg segir í bréfmu að hann ætli aö taka afstöðu til mála hverju sinni og vera óbundinn af sam- starfi. Astæða ákvörðunarinnar er meðal annars sú að Sigrún Hall- dórsdóttir af í-lista var kjörin for- maður skólanefndar með eigin at- kvæði og atkvæðum minnihlutans. Mikill styr stóð um Sigrúnu fyrir kosningar. Skömmu eftir að henni var hafnað sem frambjóðanda á lista Sj álfstæðisflokksins var fram- boð l-listans ákveðið, Ólafur Helgi Kjartansson, forseti bæjarstjórnar og oddviti af D-lista, er í sumarfríi. Sama er að segja um Harald L. Haraldsson bæjarstjóra en hann skipaði efsta sæti í-lista, Þegar sættir tókust milli sjálf- stæðismanna var ekki myndaöur venjulegur meirihluti heldur stofn- uðu framboðin bæjarstjórnarflokk. Flestir túlkuðu það þannig að í- lista fólkið væri komið heim. Nú hefur þetta samstarf, eða samein- ing, ekki lengur meirihluta í bæjar- stjórn ísafjaröar. Þegar sjálfstæðismenn náðu sam- an í bæjarstjórnarmálunum voru meirihlutaviðræður Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks langt komnar. Aðeins var eftir að ganga formlega frá satnkoraulagi milli flokkanna. Sjálfstæðismenn voru undir miklum þrýstingi um að ná saman. Samkomulagjð var gert að nóttu og krotum ekki tilkynnt um myndun meirihlutans. Vegna alls sem á undan er gengið er hætt við að erfitt verði að mynda nýjan meirihluta á ísafiröi nú þeg- ar samstarf sjálfstæðismanna hef- urekkilengurmeirihluta. -sme sr i ■« 'tt, ; S"? Á?! . . BÍi., Vg- V ^ÉÉIÍÍM : $ Smygliö í Vestmannaeyjum: Umboðsmaður Olís kallaður á teppið - segir framkvæmdastjóri markaðssviðs W.: .lifffc'Y.nW- „Við munum kalla umboðsmann okkar í Vestmannaeyjum til Reykja- víkur. Þar munum við eiga fund með honum þar sem óskað verður skýr- inga á því að bíll merktur Olís var notaður til að flytja smyglvarning- inn,“ sagði Hörður Helgason, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Olís. Hörður sagði að mjög strangar reglur væru í gildi um notkun bíla félagsins og þá mætti ekki lána nema eitthvað sérstakt kæmi til. í yfirlýsingu, sem Olís sendi frá sér vegna þess máls, segir: „Mjög strang- ar reglur gilda um lán á merktum bifreiðum félagsins. Þessar reglur hafa augljóslega verið brotnar með mjög alvarlegum hætti. Félagið mun í kjölfar þessara atburða bregðast við með viðeigandi aðgerðum." - Hvað eru viðeigandi aðgerðir? „Það á eftir að koma í ljós. Við eig- um eftir að heyra skýringar umboðs- mannsins. Við köllum hann á teppið. Þetta er ekki grín í okkar augum,“ sagðiHörðurHelgason. -sme Skákmótið á Manila: Jóhann og Margeir unnu Undirbúningur fyrir landsmót ungmennafélaganna er nu i fullum gangi en setning mótsins fer fram annað kvöld i Mosfellsbæ. Áætlaö er að þátttaka verði góð og að mikill fjöldi ungmenna mæti til leiks. Á dagskrá er meðal annars keppni í dráttarvélaakstri og pönnukökubakstri. Hn hvernig væri að keppa í hjólböruakstri? DV-mynd GVA Jóhann Hjartarson og Margeir Pét- ursson unnu báðir sínar skákir í ell- eftu umferö millisvæðamótsins í skák í Manila á Filippseyjum. Jó- hann vann Kanadamanninn Spragg- ett og Margeir landa hans, Piasetski. Jóhann er nú með 6 vinninga og Margeir 4Vi. Sovétmennirnir, Gelf- and, Gurevitsj og Ivantsjuk, leiða mótið með 7'A vinning hver. Veðrið á morgun: Stinnings- kaldi og rigning Suðaustan- og sunnanátt, stinn- ingskaldi eða allhvasst og rigning á Suður- og Vesturlandi en hæg- ari og úrkomulítið á Suðausturl- andi. Jóhann á fræðilegan möguleika á að lenda meðal ellefu efstu á mótinu en einungis tvær umferðir eru eftir. Ellefu efstu munu ásamt fimm öðr- um skákmönnum - Jusupov, Timm- an, Spielman, Karpov og Nunn - keppa um réttinn til að skora á heimsmeistarann, Kasparov. Þá verða háð einvígi þar sem einn stend ureftirsemáskorandi. -hlh labriel HÖGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum Kgntucky Fried Ghicken Faxafeni 2, Reykjavík Hjallahrauni 15, Hafnarfirói Kjúklingar sem bragö er aö Opið alla daga frá 11-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.