Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. 37 Skák Jón L. Arnason Viktor Kortsnoj lætur engan bilbug á sér finna þótt orðinn sé 59 ára gamall. Fyrir skömmu sigraði hann á fiögurra manna móti í Rotterdam, minningarmót- inu um Max Euwe. Kortsnoj hlaut 4 v., M. Gurevits kom næstur með 3,5 v., síðan Timman með 3 v. og Short varð lang- neðstur með 1,5 v. Short var ótrúlega mistækur á mótinu. Sjáið t.d. þessa stöðu hér. Harrn hafði svart gegn Gurevits og bjó til „hjálpar- mát“ í þriðja leik: I Ét m I m á k 2 Á' á A i * & A 1 t * A a B H 32. - HfB? Betra er 32. - c4 með góðmn færum á svart. 33. Bxf5 Dxf5?? Og nú var 33. - Hxf5 34. Hxh6 + ! gxh6 35. Dxh6+ Kg8 36. Hg2+ Kf7 37. Hg7+ Ke8 mögu- legt með ákveðnum gagnfærum. 34. Dxh6 + ! og Short gafst upp. Eför 34. - gxh6 er 35. Hxh6 mát. Bridge ísak Sigurðsson f þessu spili frá Norðurlandamótinu í bridge á dögunum gerðist það í leik Finn- lands og íslands í opnum flokki að Finn- inn Puurtinen í suður taldi ekki spilin sín áður en hann tók þau upp á höndina. Félagi hans í norður var sá sem var með 14 spil og hann var betur á verði og taldi spilin. Engin refsing var dæmd á suður þar sem hann sá aldrei fleiri spil en þau sem honum voru ætluð. Refsingin hefði annars verið 3 impar og spilið aldrei spil- að. Það hefði verið betra fyrir Finnana að sleppa með 3 impa í mínus því þeir töpuðu gott betur á spilinu. Vestur gefúr, allir á hættu: * KDG87 V G ♦ 986 + KD52 ♦ Á104 V ÁD9753 ♦ D7 + Á8 N V A S * 9 ? K1064 ♦ ÁK1053 + 1094 * 6543 V 82 * G42 * G763 Þrátt fyrir 27 punkta stendur alslemma í hjarta á spilið vegna góðrar samlegu í spúunum. Hún ætti ekki heldur að vera svo erfið í sögnum en samt náðu aðeins 4 af þeim 12 pörum sem spiluðu spihð alslemmuxmi. Þó voru íslendingar ekki þar á meðal því þeir náðu hálfslemmu. Það sem þó bjargaði málunum og 13 imp- um til íslendinga var það að Finnunum Ukkonen og Viitasalo tókst ekki að kom- ast lengra en í 4 hjörtu. Það má því segja að Finninn Puurtinen hafi veriö óhepp- inn að það voru 12 spil en ekki fjórtán sem hann gleymdi að telja! Krossgáta Lárétt: 1 merki, 5 eldstæði, 8 spíra, 9 kraftar, 10 líffæri, 12 haf, 13 dýrka, 15 hlífðum, 16 eins, 17 andvarp, 19 flugfélag, 20 konur. Lóðrétt: 1 dropi, 2 skoðun, 3 ilát, 4 kom- ast, 5 stifur, 6 héldu, 7 keyrðu, 11 hreint, 12 vargs, 14 keröld, 15 vafa, 17 eins, 18 strax. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 hending, 7 æsa, 8 ýsur, 10 spurn, 11 rá, 12 tamt, 14 æla, 15 stórir, 17 ijá, 19 hða, 21 vá, 22 siður. Lóðrétt: 1 hæstur, 2 espa, 3 naumt, 4 dýr, 5 nurl, 6 gráar, 9 snæri, 13 tóli, 15 sjá, 16 iðu, 18 ás, 20 ar. ) 1989 King Features Syndicate. Inc. World rights reserved Lalli er mjög svefnléttur. Hann heyrir alltaf brestina" af ísmolunum. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarflörður: Lögreglan sími 51166, slökkviiið og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333,1 lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 6. júli -12. júlí er í Háa- leitisapóteki og Vesturbæjarapóteki. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin 'skiptast ásína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðmm tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11166, Hafnar- íjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavik: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna i síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsólcnartími Landakotsspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alia daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vifilsstaðaspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum 12. júlí 16 skip bíða löndunar á Siglufirði __________Spakmæli Tárin sem mennirnir kyngja eru miklu beiskari en hin sem þeir fella. V. Hugo. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opiö eftir samkomulagi. Uppl. í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.—31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Frikirkjuvegi 7: er opiö daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-17. Listasafn Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-17 og þriðjudagskvöld kl. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið laugar- daga og sunnudaga kl. 14-18 og eftir nánara samkomulagi í síma 52502. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn fslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard., sunnud., kl. 11-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel- tjamarnes, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er simi samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Líflinan. Ef þú hefur áhyggjur eða vandamál þá er til lausn. Hringdu í síma 62-37-00. Líflínan allan sólarhringinn. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 13. júlí. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.)u Þú ert í nfiög góðu andlegu jafnvægi og þú átt auðvelt með að koma sjónarmiðum þínum á framfæri. Taktu stjómina í þínar hendur. Aðrir ætlast til þess. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þar sem um samkeppni er að ræða eru breytingar mjög góð- ar. Fylgdu eftir verkefnum sem þér gengur vel með. Dagur- inn verður mjög spennandi. Hrúturinn (21. mars-19. april): Það er mjög bjart framundan hjá þér. Hugsaðu fram á við en ekki til baka. Leggðu áherslu á fiármálin með tilliti til gróða. Nautið (20. apríl-20. maí): Eitthvað sem þú haföir hugsað þér að gleyma kemur upp á yfirborðið og þú verður að sýna snör viðbrögð til að bjarga málum. Búðu þig undir að takast á við eitthvað sem þú ætlað- ir ekki að gera. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Áhugi þinn á fólki hefur mikil áhrif á það sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Þú finnur þig knúinn til að hafa samband við gamlan félaga þinn. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Það standa margar hindranir í vegi fyrir þér og þú ert að verða dálítið óþolinmóður. Innsæi þitt er besta vopnið. Happatölur eru 5,14 og 25. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Ef þú hefur einhveijar áætlanir á pijónunum ættirðu að koma þeim strax á framfæri. Vertu fijótur að átta þig á því þegar hlutimir fara að snúast þér í hag. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Ef þú ætlar að vera með á nótunum verðurðu að hafa hæfi- leika til þess að lesa á milh línanna. Þér verður vel ágengt með áhugamál þín. Vogin (23. sept.-23. okt.): Varastu að vera of bjartsýnn þvi þá þarftu að leggja harðar að þér en þú ert tilbúinn til. Nýttu þér smá hlé til að kom- ast frá heföbundnum verkefnum. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Það kemur þér eitthvað á óvart í vinskap eða félagslífinu í dag. Reyndu að bregðast ekki of harkalega við hugmyndum og uppástungum annarra. íhugaðu málið áður en þú tekur ákvörðun. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Ef þú hugsar ekki um það sem þú átt skaltu ekki búast við því aö aðrir geri það. Þú ættir að endurskoöa hug þinn í ákveðnu máli. Happatölur eru 7, 21 og 31. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú átt í erfiðleikum með að ná þér á skrið í dag. Þú rekst oft á vegg en getur engu um það ráðið. íhugaðu stöðu þína áður en lengra er haldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.