Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. Afmæli Eiríkur Jónas Gíslason Eiríkur Jónas Gíslason, brúarsmiö- ur, Marbakkabraut 19, Kópavogi, veröur sjötugur á morgun. Eiríkur Jónas fæddist í Naustakoti á Vatns- leysuströnd og ólst þar upp. Hann lauk námi í húsasmíði frá Iðnskó- lanum árið 1943 og meistari hans var Sigurður Björnsson brúarsmið- ur. Eríkur Jónas byrjaði í brúar- vinnu 1935 og vann við þaö öll sum- ur og frá 1950 hefur hann verið brú- arsmiður í öllum sýslum landsins. Hann hefur unnið við húsbyggingar og aðrar framkvæmdir á vegum Vegagerðar ríkisins á veturna. Eiríkur Jónas kvæntist 26. nóv- ember 1949 Þorgerði Þorleifsdóttur, f. 28. júní 1928. Foreldrar Þorgerðar voru: Þorleifur H. Sigurðsson og kona hans Stefanía Þorvaldsdóttir, búendur í Fossgerði í Berunes- hreppi í Suður-Múlasýslu. Þau eru bæði látin. Börn Eiríks Jónasar og Þorgerðar eru sex: Gísli, f. 12. september 1950, verkfræðingur á ísafirði, kona hans er Aðalbjörg Sigurðardóttir kennari og börn þeirra eru Eiríkur, Greipur og Arnþrúður; Björg, f. 20. desember 1953, kennari í Hafnarfirði, maður hennar er Magnús Ólafsson jarð- fræðingur og dætur þeirra eru Gerður og Unnur; Þorleifur, f. 24. mars 1956, líffræðingur við nám í Svíþjóð; ívar, f. 13. september 1963, flautukennari, kona hans er Hrund Þorgeirsdóttir flmleikaþjálfari; Flosi, f. 20. desember 1969, húsa- smíðanemi; og Elín, f. 20. desember 1969, bókasafnsfræðinemi. Systkini Eiríks Jónasar eru: Ehn Björg, f. 3. desember 1918, verka- kona í Hafnarflrði; Guðríður, f. 25. desember 1924, sem á fimm börn og maður hennar er Haukur Einarsson trésmiður; Hrefna Kristin, f. 18. okt- óber 1929, hún á þrjú börn og maður hennar er Ingimundur Ingimundar- son leigubílstjóri; Gísh Óskar, f. 10. apríl 1932, d. 10. aprh 1940; Lóa Guð- rún, f. 29. mai 1934, verkakona á Akranesi og á sex börn, maður hennar er Geir Valdimarsson tré- smiður. Foreldrar Eiríks Jónasar voru GísliEiríksson, f. 22. apríl 1878, d. 2. janúar 1971, bóndi, og Guðný Jón- asdóttir, f. 24. júní 1893, d. 23. apríl 1976. Þau voru búsett í Naustakoti á Vatnsleysuströnd. Gísh var sonur Eiríks, b. í Gerði á Vatnsleyslu- strönd, bróður Guðmundar, afa Guðmundur í Guðmundssonar ut- anríkisráðherra og langafa Hauks Helgasonar aðstoðarritstjóra DV. Eiríkur var sonur ívars, formanns í Narfakoti Jónssonar b. á Syðsta- vatni í Tungusveit Jónssonar. Móð- ir Gísla var Elín Zoega, systir Geirs rektors, afa Geirs Hahgrímsssonar seðlabankastjóra. Ehn var dóttir Tómasar Zoega, formanns á Akra- nesi, Jóhannessonar Zoega, gler- skera í Rvík, Jóhannessonar Zoega, fangavarðar í Rvík, frá Slésvík. Zo- egaættin er talin vera komin af fe- neysku aðalsætt gyðinga Zuecca. Guðný var dóttir Jónasar, b. á Skrautási Jónssonar b. í Efra- Langholti Magnússonar b. í Efra- Langholti Eiríkssonar b. í Bolholti Jónssonar, ættfóður Bolholtsættar- innar. Móðir Jónasar var Kristín Gísladóttir b. í Litlu-Tungu Jóns- sonar og konu hans Ástríðar Gunn- arsdóttur. Móðir Ástríðar var Krist- ín Jónsdóttir b. á Vindási Bjama- sonar b. á Víkingslæk Halldórsson- ar, ættfóður Víkingslækjarættar- innar. Móðir Guðnýjar var Guðríð- ur Guðmundsdóttir b. á írafeUi í Kjós Jónssonar og konu hans Sig- ríðar Jónsdóttur b. í Unnarholti í Ytrihrepp Guðbrandssonar. Móðir Sigríðar var Guðfinna Jónsdóttir b. í Hörgsholti Magnússonar, ættfóður Eiríkur Jónas Gíslason. Högsholtsættarinnar. Eiríkur Jónas og kona hans Þorgerður taka á móti gestum í Naustakoti á Vatnsleysu- strönd laugardaginn 11. ágúst frá klukkan 15.00. Haraldur Jóhannesson, Gunnarsbraut 36, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Lára Sigurðardóttir, Hólsseli, Reykjahlíö. Engjavegi 21, ísafirði. Hókon Þorvaldsson, Háaleiti 19, Keflavík. 50 ára 80 ára Friðrik Márussón, Hvanneyrarbraut 34, Siglufirði. 75ára Maria Bjarnadóttir, Hátúni 10A, Reykjavík. Guðmundur Þorleifsson, Víkurbraut 26, Höfn. Sigríður Ketilsdóttir, Lambhaga2, Selfossi. 70 ára Guðmundur L. Jóhannesson, Grandavegi 47, Reykjavík. Jónina Einarsdóttir, Sléttu, Kirkjubæjarklaustri. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Þiljuvöhum 23, Neskaupstað. 60 ára_____________________ Ágústa Þ. Sigurðardóttir, Smáratúni 15, Selfossi. Trausti Jónsson, Kirkjubraut 60, Akranesi. Sigríður Inga Þorkelsdóttir, Edda Jóhannsdóttir, Langanesvegi 14, Þórshöfn, Árni S. Guðmundsson, Efstasundi 5, Reykjavík. Gylfi K. Sig:urðsson, Heiðargerði 4, Reykjavík. Baldur Eyþórsson, Lindarbraut21, Seltjamamesi. Guðný Valgý Franklin, Öxnhóli, Skriðuhreppi. Ragnar Ragnarsson, Skjólbraut 10, Kópavogi. Sigurjón Sigurgeirsson, Gnoðarvogi 60, Reykjavik. Guðrún Ástvaldsdóttir, Nökkvavogi 11, Reykjavík. 40 ára_______________________ Ófeigur Pálsson, Mánabraut6,Höfn. Vilborg Guðbjörg Guðnadóttir, Haðarstíg 18, Reykjavík. Freyr Guðlaugsson, Hólabergi 26, Reykjavík. Sigvaldi Sigurjónsson, Urriðaá, Ytri-Torfustaöahreppi. Viola Pálsdóttir, Hhðarvegi 44, Siglufirði. Magnús Gauti Gautason, Suðurbyggð 27, Akureyri. Jóhannes Steingrímsson, Skútahrauni 11, Reykjahlíð. Leiðréttingar og viðbætur Svanfríður Sveinsdóttir í andlátsgrein um Svanfríöi ember 1914, sem gift er Sigurði Sveinsdóttur30.júhféhniðurnafn Breiðfjörð Finnbogasyni, raffræð- systur hennar, Camillu, f. 3. nóv- I ingi í Rvík Sigrún Lína Helgadóttir í afmæhsgrein um Sigrúnu Línu mundar Freys. Böm hans era Hlyn- Helgadóttur 2. ágúst féllu niður nöfn ur, Hilmar, Guðmundur Freyr og bamabama hennar, barna Guð- | Emelía. Guðbjörg Svala Guðnadóttir Þann 5. ágúst sl. varð Guðbjörg I á móti gestum laugardaginn 11. Svala Guönadóttir, Tjamargötu 10, ágúst mihi kl. 14 og 18 að Tjarnar- Sandgerði, fimmtíu ára. Hún tekur | götu 8, Sandgerði. Jakobína Guðríður Jakobsdóttir Jakobína Guðríður Jakobsdóttir, Brimnesvegi '18, Flateyri, er áttatíu áraídag. Jakobína er fædd í Vík í Mýrdal. Hún er ahn upp þar hjá móður sinni en faðir hennar fórst í útróðri frá Vík rúmum tveim mánuðum áður en hún fæddist. Jakobína hóf bú- skap á Búrfelli í Hálsasveit, Borgar- fjarðarsýslu, 1934 ásamt manni sín- um. Þau bjuggu þar aht til ársins 1970 en þá fluttu þau búferlum til Flateyrar þar sem hún hefur búið síðan en mann sinn missti hún 1988. Á Flateyri starfaði Jakobína lengst af við fiskvinnslu eða þar hún lét af störfum fyrir örfáum árum. Jakobína giftist 16.júní 1934 Sigur- steini Þorsteinssyni, f. 9. október 1901, d. 5.janúar 1988, bónda og síðar verkamanni. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson, f. 15. október 1868, d. 29. september 1948, og kona hans Sigríður Jónsdóttir, f. 16. fe- brúar 1878, d. 4. desember 1911. Fað- ir Þorsteins var Jón b. Þorvaldsson á Úlfsstöðum í Hálsasveit. Sigríður var dóttir Jóns, b. á Steindyrum á Látraströnd, Einarssonar og Ingi- bjargar Benediktsdóttur. Bræður Sigursteins em: Freymóður, f. 13. desember 1903, fyrrverandi bæjar- fógeti í Vestmannaeyjum; og Krist- inn, f. 31. desember 1906, d. 30. nóv- ember 1926. Jakobína er yngst tíu systkina. Þau eru: Bjöm, f. 1893, sjómaður, lengst af búsettur í Vestmannaeyj- um; Eyjólfur Þórarinn, f. 1895, dó í bernsku; Sæmundur, f. 1896, drukknaði 1920; Pétur, f. 1897, bóndi á Rauðhálsi í Mýrdal; Eyjólfur Þór- arinn, f. 1899, smiður í Reykjavik; Kári, f. 1901, drukknaði með Sæ- mundi bróður sínum 1920; Magnús Þorbergur, f. 1903, smiður; Halldóra, f. 1905, dó á fyrsta degi; og Ólöf Guðfinna, f. 1908, saumakona í Reykjavík, en hún er ein á lífi auk Jakobínu. Foreldrar Jakobínu voru Jakob Björnsson, f. 14. ágúst 1864 að Holti í Mýrdal, trésmiður í Vík, d. 26. maí 1910, og kona hans, Guð- ríðurPétursdóttir. Jakobína og Sigursteinn eignuð- ust þrjú börn. Elst er Sigríður, f. 3. mars 1936, umboðsmaður á Flat- eyri, ekkja Jóns Trausta Sigurjóns- sonar, sjómanns og verslunarstjóra og börn þeirra eru: Reynir stýri- maður, f. 18. nóvember 1953, kvænt- ur Hahdóru Jónsdóttur þau eiga fjögur böm; Halldór, f. 6. september 1959, vélstjóri; Bjöm Jakob, f. 22. febrúar 1961, d. 25. maí 1961; ogÞor- steinn, f. 16. júní 1962, bílstjóri, sam- býhskona hans er Jóna Símonía Bjamadóttir. Yngstur er Þórir f.2.12. 1977. Önnur dóttir Jakobínu og Sig- ursteins er Ólöf Guðríður, f. 29. mars 1939, húsmóðir á Akranesi og maður hennar er Sigurður Magnús- Jakobína Guöríöur Jakobsdóttir. son, f. 3. ágúst 1931, bílstjóri, og börn þeirra eru: Jón rafvirki, f. 11. maí 1957; Jakob Sævar, f. 4. október 1968, bílstjóri, og Magnús Hersteinn, f. 1. september 1970, vélsmiður. Yngstur barna Jakobínu og Sigursteins er Þorsteinn, f. 18. september 1950, bóndi á Búrfelh, og er hann kvænt- ur Kolfmnu Þórarinsdóttur, f. 28. janúar 1951, börn þeirra eru: Sigur- steinn, f. 15. september 1971; Þórunn Sigríður, f. 24. mars 1973; Lára Guð- björg, f. 16. júní 1975; Guðni Már, f. 3. júní 1979, og Jóhanna Kristín, f. 9. febrúar 1983. Jakobína verður hjá Sigríði dóttur sinni á afmælisdaginn. Aðalheiður Lilja Jónsdóttir Aðalheiður Lilja Jónsdóttir, Bjargi við Borgarnes, er níutíu ára í dag. Aöalheiður er fædd á Arnarfelli í Þingvahasveit en ólst upp í Gríms- nesinu. Hún fluttist til Reykjavíkur 1925 og vann þar ýmis störf. Aðal- heiður flutti að Vatnshorni í Skorradal 1929 og að Bakkakoti í sömu sveit 1933. Hún flutti að Bjargi við Borgarnes 1938 og hefur búið þar síðan. Aðalheiður hefur unnið mik- ið að félagsmálum: var formaður Kvenfélags Borgamess í nokkur ár, vann á vegum borgfirskra kvenna að undirbúningi og byggingu Dval- arheimihs aldraðra í Borgamesi og hefur setið í stjóm dvalarheimihs- ins frá stofnun þess. Aðalheiður er heiðursfélagi í Sambandi borg- flrskra kvenna. Hún var sæmd ridd- arakrossifálkaorðunnar 1987. Aðalheiður giftist 11. nóvember 1930 Eggerti Guðmundssyni, f. 20. október 1897, d. 19. ágúst 1979, b. á Bakkakoti í Skorradal. Eggert var sonur Guðmundar Eggertssonar, b. á Eyri í Flókadal, og og konu hans, Kristínar Kláusdóttur. Böm Aðal- heiðar og Eggerts em: Kristín, f. 16. september 1931, forstöðukona kaffi- stofu Norræna hússins; Guðmund- ur, f. 24. apríl 1931, prófessor í HÍ, kona hans er Bergþóra Elva Zebitz, d. 1985; Jóna, f. 10. janúar 1937, yfir- félagsráðgjafi á öldmnardeildum Borgarspítalans; Guðrún, f. 25. mars 1940, forstöðumaður bókhaldsdeild- ar Kaupfélags Borgflrðinga, og Jón, f. 5. janúar 1946, formaður Verka- lýðsfélags Borgarness, kona hans er Ragnheiður S. Jóhannsdóttir. Bróðir Aðalheiðar var Magnús Jónsson, bifvélavirki og bílsjóri í Reykjavík, f. 7. ágúst 1900, d. 1955. Hann var afi Ásmundar Stefánsson- ar.forsetaASÍ. Foreldrar Aðalheiðar voru: Jón Ólafsson, f. 12. janúar 1871, d. 24. maí 1918, b. á Amarfelli í Þingvalla- sveit, og kona hans, Agnes Gísla- dóttir, f. 13. maí 1865, d. 31. janúar 1948. Jón var sonur Ölafs, sjómanns og vefara í Hhð í Garðahverfi o.v., en hann vakti fyrstur athygli á þeirri hugmynd að koma á al- mannatryggingum á íslandi í bækl- ingi 1888, bróður Ásgríms, afa Vil- hjálms S. Vilhjálmssonar, rithöf- undar. Ólafur var sonur Sigurðar, b. í Reykjanesi, bróður Jóns, afa Einars Arnórssonar ráöherra. Sig- urður var sonur Jóns, b. í Reykja- nesi, Sigurðssonar, b. í Maríugerði í Laugardal, Sigurðssonar, b. á Skíðastöðum í Tungusveit, Jónsson- ar, b. í Flatartungu, Sigurðssonar. Agnes var dóttir Gísla Gíslasonar, b. Klausturhólakoti í Grímsnesi, Ólafssonar, b. í Mel í Þykkvabæ, Jónssonar, b. á Egilsstöðum í Vill- Aðalheiöur Lilja Jónsdóttir. ingaholtshreppi, Magnússonar, b. í Hahgeirsey, bróður Ölafs, langafa Tómasar Sæmundssonar Fjölnis- manns. Magnús var sonur Ölafs, b. í Miðkoti í Landeyjum, Ólafssonar. Móðir Magnúsar var Guðfinna Magnúsdóttir, prests á Breiðaból- stað í Fljótshhð, Jónssonar og konu hans, Ragnhildar Hahdórsdóttur, prófasts í Hruna, Daðasonar. Móðir Gísla Gíslasonar var Agnes Gísla- dóttir, b. í Butru í Fljótshlíð, Áma- sonar og konu hans, Agnesar Magn- úsdóttur. Aðalheiður tekur á móti gestum á heimih sínu eftir klukkan 17.00 á afmæhsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.