Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. ÚtLönd Ekkert bólar á regni í Evrópu Þurrkar í Evrópu eru þegar farn- ir aft M-gia rii sin og nú horfast ibu- ar meginlandsins í augu viö matar- skömmtun og lélega uppskeru. Þó dregiö hafi úr hinum miklu hitum som gengu yítr Evrópu l'yrr ■ sumar bólar ekkeri á regni og margir orðnir úrkula vonar um góða uppskeru i ár. í Erakklandi segja i’inbættísmenn aö tari hanu aö rigna tljótlega muni þaö koma niöur á uppskerunni. í Sviss er farið aö ganga á vatns- birgðir og saina má segja um Spán. Þar hefur úrkoma verið íjórðungi Miklir þurrkar eru nú i Frakklandi minni síðustu tíu mánuði en aö eins 09 þessi mynd ber með sér. meöaltah sé miðaö viö siöustu þrja- símamynd Reuter tiu ar. I Hollandi óttast menn sam- drátt í uppskeru um fjórðung vegna úrkomuskorts. Á Ítalíu segja bændur aö tjón af völdum þurrkanna nemi þegar 800 milljónum dollara. Kveiktiíránsfengnum Maðurinn, sem rændi banka í Þrándheimi i Noregi í gærmorgun, virt- ist ekki hafa mikinn áhuga á ránsfengnum. Bankaræninginn, sem er Líbýumaður, var ekki fyrr kominn út úr bankanum með féð en hann kveíkti í því. Hann kom inn í bankann rétt fyrir hádegi og ógnaði starfsmönnum með hnífi. Neyddust allir til að leggjast á gólfið nema einn sem fyllti. plast- poka með peningum úr þremur kössum. í gærdag var ekki Ijóst hversu mikið fé það var sem brann til kaldra kola. Ekki var þó talið að um háa upphæð haíi veriö að ræða. Bankaræninginn var handtekinn fljótlega. Hann hafði aðeins veriö nokkra daga í Noregi. Sagðí hann norsku lögregl- unni aö hann hefði komið til Noregs til að fá hjálp geðlæknis sem honum hefði verið neitaö ura í Ðanmörku. Búlgarska stjómin segir af sér Zhetyu Zhelev, nýkjörinn forseti Búigaríu, ásamt aðstoöarmanni sinum, Atanas Semerddjiev, á þingi í gær. Simamynd Reuter Sósialistastjómin í Búlgaríu sagði í gær formlega af sér til að ryðja veginn fyrir fyrstu stjórnina í landinu sem kosin hefur verið í frjálsum kosninum í meír en fjóra áratugi. Búfgarska fréttastofan BTA sagðí þó aö þingið myndilíkfega biðja An- drei Lukanov, fráfarandi forsætisráðherra, og stjórn hans að sitja áfram þar tif ný stjórn hefði verið mynduð. Stjóm Lukanovs var mynduö í febrú- ar síðastliðnum og átti hún að sfjóma fandinu þar til ftjálsar kosningar hefðu farið fram. Búist var við afsögn stjórnarinnar eftir kosningamar í júni og útnefningu Zhelyu Zhelev í embætti forseta. Zhelev var áður andófsmaöur og Ieiðtogi stjómarandstöðunnar. Fyrram forseti Búlgaríu, kommúnistinn Petar Mladenov, sagði af sér embætti í síöasta mánuði. Skotidámunka Öryggislögreglan í Burma skaut á friðsamlega göngu sem búddamunk- ar leiddu í miðborg Mandalay í morgun. Að sögn vestræns stjómarerind- reka í Rangoon lét fjöldi munka lífiö. Stjómarerindrekinn haföi þaö eftir sjónarvottum aö fimm þúsund manns hefðu tekið þátt í göngu tif aö minnast þeirra sem fétu lífið fyrir tveimur ámm í mótmælagöngu gegn herstjórninni í Burma. Þá var fjöldi manns skotinn til bana. I fréttum ríkísútvarpsins í Burma í gærkvöldi sagði að námsmenn hefðu efnt tll mótmæla i Mandalay undanfarna þrjá daga. Fréttum um að þrír námsmenn hefðu verið skotnir til bana af örygg- islögreglu var vísað á bug. Vaxandi spenna í Armeníu Innanríkisráöuneyti Sovétrikj- anna segir að þjóðernissinnar í lýð- veldinu Armeníu haldi áfram árás- urn sínum á lögregiu og hermenn. : Forseti Armeníu, sem óttast aö sov- ésk stjórnvöld grípi inn í vaxandi spennu í lýðveldinu, hefur hvatt íbúana til aö sýna stillingu og lagt að Moskvusljórninni að hlutast ekki til um málefni lýðveldisins. Þjóðernissinnar hafa frest. þar til á morgun að leggja niður vopn samkvæmt tilskipun Gorbatsjovs Sovétforseta. Heimildir herma að forseti Armeníu hafi tarið til fund- ar við sovéska embættismcnn til Vaxandí spenna er nú í sovéska að reyna að koma í veg fyrir blóð- lýðvetdlnu Armeníu. bað eftir daginn á morgun. Þjóð- simamynd Reuier emissinnar hafa neitað að leggja niður vopn en Gorbatsjov segir aö hliti þeir ekki fyrirmælum sínum eigi hann engra annarra kosta völ en beita hervaldi. Uppreisnarmaður i Líberíu skýtur stjórnarhermann til bana á götum Monróvíu, höfuðborgar Liberíu. Ættbálkastríðið í Líberíu: Simamynd Reuter Þúsundir f lýja á degi hverjum Tvö hundruð þúsund flóttamenn - hungraðir, sjúkir og deyjandi - eru í Fendell-flóttamannabúðunum rétt fyrir utan Monróvíu, höfuðhorg Lí- beríu. Þrjú til fiögur þúsund flótta- menn streyma í búðirnar á degi hverjum, allir fómarlömb blóðugra átaka í landinu. Borgarastyrjöldin í Líberíu hefur nú snúist upp í hörmulegar ætt- bálkadeflur og kostað þúsundir manna lífið. Hver sá sem vettlingi getur valdið flýr nú bardagana á göt- um Monróvíu og leitar úr fyrir borg- ina. Matarskortur, bardagar og ætt- bálkamorð er það sem flóttamenn- imir flýja. En í búðunum er þegar of mikið af fólki, hreinlætisaðstaöa fer versnandi með degi hverjum og ógna þrengslin og óhreinindi nú heilsu margra. í borginni fer ástandið einnig versnandi, rotnandi lík liggja sem hráviði um stræti og torg og mikifl matarskortur er farinn að gera vart við sig. Margir óttast að farsótt kunni að brjótast út. Leiðtogar ríkja í Vestur-Afríku hafa ákveðið aö senda friðargæslu- sveit til Líberíu til að koma á vopna- hléi í þessu sjö mánaða stríði. Fast- lega er búist við að Nígería sjái sveit- inni fyrir flestum hermönnum en þrjú nígerísk herskip eru undan ströndum Líberíu. \ronast er til að með þessu megi binda enda á átökin í landinu sem hófust í desember síð- astliðnum þegar uppreisnarmenn hófuárásirsínar. Reuter Pakistan: Bhutto gagnrýnin Þúsundir stuðningsmanna Benazir Bhutto, sem fyrr í vikunni var sett af sem forsætisráðherra Pakstian, fógnuðu henni þar sem hún kom til heimafylkis síns í gær. Mikil öryggisgæsla var um Bhutto og þurfti meira að segja maðurinn hennar að klífa járngrindverk um- hverfis flugvöllinn í Karachi til aö taka á móti konu sinni því öryggis- þjónar vildu ekki hleypa honum inn á völlinn. Bhutto fór frá Islamabad, höfuð- borg Pakistan, í gær í kjölfar þess að forseti landsins vék henni úr embætti, leysti upp þing og þoðaði kosningar síðar í haust. Hún var fljót að svara fyrir sig og gagnrýndi mjög ákvörðun forsetans. Hún sagði ákvörðun hans brjóta í bága við stjórnarskrána og lögin. í yfir- lýsingu frá Bhutto segir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að víkja henni úr embætti. Reuter Enn deila Þjóðverjar Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, vill halda al-þýskar kosningar í október. Simamynd Reuter Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, og vestur-þýsku stjórnarandstöð- unni tókst ekki að komast að sam- komulagi um hvenær sameining þýsku ríkjanna skuli fara fram né hvenær halda skuli al-þýskar kosn- ingar. Kohl og fiokkur hans, kristi- legir demókratar, vilja flýta bæði sameiningu og kosningum og hefur lagt til að kosið veröi 14. október. Jafnaðarmenn, stjórnarandstæðing- ar, vilja að sameining eigi sér stað í september en að kosningamar fari fram eins og fyrirhugað er, það er þann 2. desemþer næstkomandi. Lafontaine, kanslaraefni jafnaöar- manna í komandi kosningum, segir að sameining hið fyrsta sé nauðsyn- leg fyrir efnahag Austur-Þýskalands. Hann hét því að koma í veg fyrir að kosningar yrðu haldnar í október en Kohl kvaðst aftur á móti fullviss um að austur-þýska þingið myndi fallast á þingsályktun þar sem hvatt yrði til kosninga þann 14. október. Til að flýta kosningum þarf stjómarskrár- breytingu í Vestur-Þýskalandi. Vest- ur-þýskir ráðamenn koma saman til fundar í dag og á morgun. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.