Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990. Fréttir Steingrímur lætur Þjóðhagsstofnun fara yfir orkusamninga við Atlantsál: Verðum aðfá hærra orkuverð en hjá ísal - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „Mér sýnist ýmis rök hjá Atlant- sálmönnum hallast að Keilisnesi en þeir eru ekki búnir að taka end- anlega ákvörðun um staöarval. Það er ekki þeirra aö ákveða það end- anlega en þeir hafa heldur ekki lagt fram neina ósk um ákveðinn stað,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra þegar hann var spurður að því hvort hann teldi aö Atlantsálmenn væru búnir að gera upp hug sinn varöandi staðsetn- ingu nýs álvers. Ríkisstjómin hef- ur fengið í hendumar skýrslu sér- fræðinga Atlantsál og er það álit sumra að þar hafi komið fram ein- dregin meðmæli með Keilisnesi á Suðumesjum. - En væri ríkisstjómin tilbúin að gera eitthvað til aö álver yrði ekki á Keilisnesi? „í þessu viðkvæma máli svara ég ekki svona spumingum fyrirfram. Það er útilokað. Ég get bara sagt það að ríkisstjómin hefur ekkert ákveðið um það.“ - Þú áttir hlut að máli þegar sam- ið var um orkuverð vegna álvers- ins í Straumsvik. Finnst þér stefna í svipað horf eða sambærilegt? „Þetta er eitt af þvi sem við emm að skoða og ég er að biðja um óháða athugun á því. Ég vil aö Þjóöhags- stoftiun skoði það hvemig þetta kemur út með tilliti til þeirra reglna sem hér gilda um orkuverð. Ég vil ekki svara þessari spumingu fyrr en ég fæ þær í hendumar. Þetta viröist þó vera heldur hag- stæðara en hjá Isal en ég veit ekki betur en að Landsvirkjun sé að óska eftir því við ísal aö orkuverð verði hækkað þannig að þeir em ekki ánægðir með það.“ - Þú telur að það eigi að vera hærra verö en til ísal? „Já, annars finnst mér erfitt aö svara svona spumingum, enda hef- ur öll þessi opinbera umræða um málið spillt mjög fyrir meðferð þess. - Eins og þessar upphrópan- ir: Verður staðsett hér eða verður staðsett þar. Sveitafélög og þing- menn eru aö fara í hár saman út af þessu, sem er mjög slæmt.“ - En verða það þá ekki að teljast mistök hjá ykkur í ríkisstjórninni að láta málið fara í þennan farveg? „Ég hef sagt það að ég held aö þetta hafi verið mjög varhuga- vert,“ sagði forsætisráðherra. -SMJ Nú er unniö af fullum krafti við fyrsta áfanga endurbyggingar Faxagarðs i Reykjavikurhöfn. Þessa dagana er verið að reka niður steinsteypta stöpla sem í framtiðinni eiga að bera bryggjuna uppi og sfðar verður steypt þekja yfir. Bryggjan er orðin mjög léleg og fúin, af þeim sökum verður að takmarka öxulþunga á henni við 7 tonn sem er hvergi nærri nóg þegar verið er að lesta stóra togara. Á næsta ári fær Akraborgln svo aöstöðu við Faxagarð og þar sem bflastæöið er fyrir Akraborgina nú verður reist fjögurra hæða bilageymsluhús. DV-mynd S Fölsuð persónuskilríki gerð upptæk: Sama hand- bragð ein- kennir mörg ökuskírteinin - 2.500 krónurteknarfyrirfölsunina Rannsóknadeild lögreglimnar í Reykjavík hefur fjölda falsaðra öku- skhrteina undir höndum sem borist hafa að undanfómu. Skírteinin hafa verið gerð upptæk á skemmtistöðum þar sem þau eru notuð af ungu fólki sem ekki hefur náð aldurstakmarki í þeim tiigangi að villa um fyrir dyra- vörðum. Að sögn Harðar Jóhannessonar hjá lögreglunni hefiu- það tvisvar sinn- um komið fram að ákveðinn aðili hefur tekið verkið að sér gegn greiðslu - 2.500 krónur voru teknar fyrir verkið. Við fyrstu sýn virðast skírteinin vera eðlileg. Þeir sem gerst þekkja eiga þó nokkuð auðvelt með að greina fölsunina. Hlífðarplastið er oftast þynnra og leturgerðin stundum frábrugðin því sem er í ófölsuðum skírteinum. Svo virðist þó sem auövelt sé að komast yfir bleikan pappír, ljósrita letur og stimpil, líma inn „viöeigandi mynd“ og setja plast utan um. Elín Vigdís Hallvarðsdóttir deild- arlögfræðingur segir að skírteinin hafi oft á tíðum verið „hreinn upp- spuni frá rótum" - hvorki nafn, kennitala og stundum ekki heldur heimilisfang sé rétt á fölsuðu skil- ríkjunum - allt falsað. „Þetta varðar við hegningarlög og flokkast undir skjalafals. Samkvæmt 155. grein almennra hegningarlaga getur slíkt varöað fangelsi í allt að átta ár,“ sagði Elín Vigdís í samtali við DV. „Ef ófalsað skírteini er hins vegar notaö en önnur persóna en eig- andinn ber að hann eigi það er það brot á 157. grein - það varðar tölu- vert háum sektum og fangelsi í allt að sex mánuöi,“ sagði Elin Vigdís. 2-4 fölsuð ökuskírteini berast rannsóknadeild lögreglunnar í hverri viku. RLR hafa einnig borist fölsuð persónuskilríki. Ómar Smári Ármannsson í forvamadeild lögregl- unnar telur að nauðsynlegt sé að endurskoða gerð ökuskírteina til að torvelda falsanir. Töluvert mörg mál vegna falsaðra ökuskírteina eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. .ÓTT Skipun dómsmálaráðherra í embætti lögregluvarðstjóra á Selfossi: Réð f lokksbróður sinn í stöðuna - sýslumaður mælti með reyndari manni Óánægja hefur komið fram vegna ráðningar í varðstjórastöðu hjá lögreglunni á Selfossi. Sjö lög- regluþjónar sóttu um, þar af þrír aðstoðarvarðstjórar. Dómsmála- ráðherra skipaði hins vegar óbreyttan lögregluþjón í stöðuna og í blóra við meðmæli sýslu- manns. Hinn nýráðni varöstjóri, Heiöar Jónsson, er flokksbróðir ráðherra. Hann var þriðji maður á lista fram- boðs óháðra í sveitarstjómarkosn- ingunum í vor en það er armur Borgaraflokksins á Selfossi. Sýslumaöur hafði mælt með Guð- jóni Axelssyni aðstoöarvarðstjóra sem hefur starfað í lögreglunni í 16 ár - þar af sem aöstoðarvarð- stjóri frá 1983. Hann hefur gegnt varðstjórastöðu þegar aðrir forfafi- ast eða era í fríi. Guðjón var annar tveggja lögregluþjóna sem í starfi sínu kærðu núverandi dómsmála- ráðherra fyrir nokkmm árum vegna gmns um ölvunarakstur á Selfossi. „Ég er mjög óhress með þetta og ætla að leita til sýslumannsins og Landsambands lögreglumanna og athuga síðan hvemig ég á að snúa mér í þessu máli,“ sagði Guðjón í samtali við DV. „Mér skilst að sýslumaður hafi mælt með mér í stöðuna af þeim sjö sem sóttu um varðstjórastöðuna. Ég er mjög óhress enda var ég búinn að starfa sem aðstoðarvarðstjóri í sjö ár. Auk þess var gengið framhjá tveimur öðrum sem einnig hafa verið aðstoðarvarðstjórar hjá lög- reglunni," sagði Guðjón. „Ég lagði inn umsókn ásamt fleir- um í ágúst," sagði Heiðar Jónsson sem var skipaður í hina umdeildu stöðu af ráðherra. „Fyrir síðustu helgi fékk ég svo tilkynningu um að ég heföi fengið þessa stöðu. Sum- ir em óhressir með ráðninguna og kalla þetta pólitískt og annað í þeim dúr. Eg var í framboði fyrir óháða í sveitastjórnarkosningunum í vor. En ef ekki má gera neitt í dag þá held ég að maður verði að skoða sinn gang,“ sagði Heiðar. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.