Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991. 13 Sviðsljós Kaupmannahöfn Hagleikskona á Patreksílrði Hér á landi eru án efa fjölmargir listamenn sem láta lítið yfir sér. Einn slíkur listamaður býr á Patreksfiröi og heitir Ingibjörg Haildórsdóttir. Ingibjög saumar myndir eftir póst- kortum eða litmyndum sem hún hef- ur sjálf tekið af náttúrinni. Hún stækkar þessar myndir yfir á bréf og teiknar þær síðan á léreft. Ingi- björg saumar myndirnar með örfín- um silkiþræði og hefur póstkortið eða myndirnar til hliðsjónar þegar hún saumar til að velja litina. Mikill tími fer í að vinna slíkar myndir og er Ingibjörg í marga mánuði að sauma hverja mynd. Ingibjörg hefur saumað ellefu myndir, af þeim hefur hún gefið sex, selt eina og fjórar á hún sjálf. Hún hefur tekið þátt í samsýningu sem Kvenfélagasamband Vestfjarða hélt á ísafirði, fyrir nokkrum árum, ásamt mörgum öðrum hagleikskon- um af Vestfjarðakjálkanum. Eftir þá sýningu hélt hún, ásamt nokkrum konum frá Patreksfirði, sem einnig höfðu átt muni á þessari sýningu, sýningu á Patreksfirði. Ingibjörg lærði silkisaum hjá Júlí- önu Jónsdóttur á sjötta áratugnum og hefur veriö að sauma síðan. Ingi- björg sagði við blaðamann DV að hún hefði einnig mjög gaman af því aö sauma svokallaðan pennasaum. „Ég hélt námskeið fyrir kvenfélagið á Patreksfirði fyrir nokkrum árum þar sem ég kenndi pennasaum. Ég kenndi líka ungum stúlkum handa- vinnu hér áður og hafði mjög gaman af því. Ég varð að hætta því þegar hingað kom kennaramenntuð kona til að kenna þeim því ég hef ekki lok- ið slíku prófi.“ „En fyrir utan að sauma þessar landslagsmyndir, sem ég hef haft mjög gaman af, hef ég líka prjónað rósótt sjöl úr eingimi en það er nú eini prjónaskapurinn hjá mér, ég vil miklu frekar sauma," sagði þessi hagleikskona aö lokum. -SÞ Ein af myndum Ingibjargar, sem saumuð er með örfínum silkiþraeði og lít- ur út sem málverk. Hagleikskonan Ingibjörg Halldórsdóttir með teikningu af fossinum Dynjandi sem hún er að byrja aö sauma i. DV-myndir ÞM KR. 19.750? Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Til samanburðar: Ódýrasta superpex til Kaupmannahafnar á 33.750 kr. Þú sparar 14.000 kr. Flogið alla miðvikudaga og föstudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. — PI.UGFERÐIR = SDLHRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 S VARSEÐIL L Meö þrí að srara þremur laufléttum spuruiugum rétt áttu Jjess kost að rinna þér inn glænýjan FIAT UNO. SrVk M 1 -N. <» A <0i C; 1. Hvað kemur DV oft út í viku? 2. Frá hvaða landi er Fiat? 3. Hvað heitir morgunþáttur FM 957 milli kl. 9.00 og 12.00 alla virka daga? NA F A'_ HEIMILI_ SÍM1_ ALDUR. S 1 RJ& 4! S T T » l, % FM 9 5 7, Pósthó1f 9057, 129 Reykjavík. ^3 fm#95T anan hæqa Bros - leit Ljósmyndasamkeppni DV og Tannlæknafélags íslands DV og Tannlæknafélag íslands hafa ákveðið að halda ljósmyndasam- keppni sem hlotið hefur nafnið Breiðasta brosið. Leitað er að einhverri fallegri sumarmynd af breiðu og fallegu brosi eða brosum. Vegleg verðlaun eru í boði og er heildarverðmæti vinninga 60.000 kr. Canon Eos 1000 mymfíVél frá Hans Peterscn, að verðmæti 35.000 kr. 15.000 kr. vöruúttckt í einhverri af sjö verslunum Hans Pctcrsen. 10.000 kr. vöruúttekt í einhverri af sjö verslunum Hans Pctersen. Þá er bara að muna eftir myndavélinni í útileguna, í grillveisluna og í bíltúrinn því að það er aldrei að vita hvenær verðlaunabrosið læðist fram í munnvikin. Hverjum þátttakanda er frjálst að senda inn fieiri en eina mynd. Myndina ásamt nafni, heimilisfangi og síma þátttak- anda skal senda í umslagi til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt Breiðasta brosið. Skilafrestur er til 6. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.