Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Page 34
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Dæmigerður bruggmeistari Smiöja bruggmeistarans er rann- sóknarstofa, búin tækjum af full- komnustu gerö. Meistarinn er í hvítum sloppi en ekki meö leður- svuntu eins og teikningar sýna bruggmeistara fyrri tíma. Að ööru leyti minnir Klaus óneitanlega á gömlu bruggarana á teikningun- um, hann er stór, þéttur, glaðlegur og meö yfirvaraskegg. En hvernig bjór skyldi þessi þýski meistari hafa bruggað fyrir jólin handa ís- lendingum? „Þetta verður nokkurs konar „festival-bjór“, hann verður ljós, sætari og með meiri fyllingu en venjulegur bjór,“ segir Klaus og segir að það sé erfitt að útskýra bragðið nánar. Menn verði að smakka. Leyndarmálið gottvatn Leyndarmálið við bruggun góðs bjórs segir hann vera í fyrsta lagi gott vatn, sem nóg sé af á íslandi, og gott hráefni. „Svo þarf aö finna besta gerilinn í þetta hráefni." Bruggað er eftir þýska hreinleika- boðorðinu, það er engin aukefni eru notuð heldur einungis vatn, malt, humall og ger. Hreinleikalögin voru sett af her- toganum af Bæjaralandi 1516 til að tryggja gæði þess öls sem þar var framleitt. Samkvæmt þessum lög- um má einungis brugga bjór úr möltuöu byggi (maltkorni), huml- um, geri og vatni. Það samræmist ekki hreinleikalögunum aö nota til að mynda sykur, maís og hrísgrjón viö bjórgerðina. Þessi hráefni þykja valda útþynningu á þeim þáttum sem gefa bjómum bragð og fyllingu. Gæðaprufur á hverjum degi Tankamir, sem jólabjórinn er bruggaður í, taka 15 þúsund lítra og er bjórinn látinn bæði geijast og lagerast í sama tanki sem er nýlunda. Gerjunin tekur fimm til sjö daga og lageringin sex vikur. Tölvustýrt hitastig er á tönkunum sem braggmeistarinn segir vera fullkomnustu tæki sem völ er á. Tankamir em í læstu herbergi og em lyklamir í vörslu brugg- meistarans. Veikur bjórilmur er í herberginu þegar bruggmeistarinn og framkvæmdastjórinn ganga þar inn ásamt DV-mönnum. Brugg- meistarinn prufusmakkar og virð- ist ánægður á svipinn. Þrátt fyrir alla sjálfvirknina era teknar gæðaprufur á hveijum degi, alveg frá því aö komið er tekið inn og DV-myndir GVA og með henni hverfur einnig kol- sýran. Sjö mínútna aðferðin á hins vegar helst við um ógerilssneyddan kranabjór, að því er Klaus og Lárus staðhæfa. Klaus segir mikilvægt að bjórglösin séu hrein og að innan á þeim sé enginn fitublettur. Froðan, sem gefur bjórnum vissa ímynd, falli við fituna. Hann nefnir sem dæmi að froðan falli komi varalitur á bjórglasið. Annaö starf kom varla til greina Klaus talar af þekkingu og reynslu. Hann lagði stund á átta ára nám til að verða bruggmeistari og fyrir hann kom eiginlega ekkert annað starf til greina. Afi hans hafði gegnt starfi braggmeistara og einnig íöðurbróðir. Klaus segist ætla að vera áfram á íslandi um sinn. „Ég er farinn aö eldast og það er kominn tími til að hægja á ferðinni um heiminn." Hann mun því drekka „íslensk- an“ jólabjór um jólin. Jólamatur- inn verður gæs samkvæmt þýskri hefð. Klaus tekur það fram að með jólabjórnum verði einnig gott að borða hangikjöt og flatkökur og svo náttúrlega allra handa pylsur og brauð eins og menn snæða með venjulegum bjór. -IBS Bruggmeistarinn Klaus Schmieder tekur gæðaprufu a< jólabjórnum sem hann er að brugga fyrir íslendinga. sig, segir Klaus það ekki vera. í Afríku sé settur sykur, maís og hrísgrjón í bjórinn en ekki hér. í Afríku var heldur enginn jólabjór bruggaöur. Ekki var hægt að anna eftirspurn eftir venjulegum bjór og þvi var ekki um það að ræöa að setja nýjar tegundir á markaðinn. Bjórmenning að batna hér Bruggmeistarinn verður eigin- lega vandræðalegur á svipinn þeg- ar hann er spurður álits um bjór- menningu íslendinga nú þegar nær þrjú ár eru hðin síðan bjórinn var leyfður. „Það er nú ekki komin mikil reynsla enn en þetta er ekki eins slæmt og það var,“ segir hann. Klaus talar meðal annars um að þáttur í bjórdrykkjuheföinni sé að hella sjálfur úr flösku í glas panti maður flöskubjór á kránni. Fyrst eigi þjónninn að hella svolítið og svo viðskiptavinurinn. Ýmsar kenningar era um mis- munandi bragð eftir því hvemig hellt er. Klaus segist fylla glasið strax til að of mikil kolsýra fari ekki úr bjómum og til aö hann haldist kaldur. Ákjósanlegt hitastig á bjór fullyrðir Klaus að sé fjórar til sex gráður. Sumum þykir bjórinn verða mýkri og rjómalegri ef hellt er í glasið á sjö mínútum. Betri froða fæst með sjö mínútna aðferðinni Á milli 40 og 50 þúsund lítrar af jólabjór eiga eftir að fara eftir færiband- inu hjá ölgerðinni Egill Skallagrimsson hf. þar til bjórinn er átappaður. Að sögn framkvæmdastjórans fylgist meistarinn sjálfur með allri fram- leiðslunni á hveijum degi, líka á jólunum. Bruggaði í Afríku Klaus hefur ekki bara kennt ís- lendingum að brugga bjór. Frá þvi að hann yfirgaf heimaland sitt, Austur-Þýskaland, í febrúar 1960 áður en Berlíanrmúrinn var reist- ur, og hélt til Vestur-Þýskalands hefur hann víða farið. Hann var í Afríkuríkjunum Marokkó, Líbýu, Níger, Togo og Nígeríu í samtals sextán ár. Til íslands kom hann frá Vestur-Samóaeyjum í Kyrrahafi og hér hefur hann verið í fjögur og hálft ár ásamt eiginkonu sinni, El- isabet, sem er frá Hamborg. Það var í gegnum umboðsskrifstofu braggmeistara í Þýskalandi sem Klaus frétti að Ölgerðin væri að leita að nýjum braggmeistara. Aðspurður hvort bjórinn sem hann hefur bruggað handa íslend- ingum geti ekki verið svipaður á bragöið og Afríkubúar svolgra í Frá Kyrrahafi til íslands: Víðförull meistari bruggar jólabjór handa landanum Jólaundirbúningurinn hjá brugg- meistara Ölgerðarinnar Egill Skal- lagrímsson hf. hófst strax eftir páska. Reyndar fór hann ekki að sjóða til jóla strax þá þó honum þyki hangikjöt gott heldur fór hann að undirbúa gerð jólabjórs. Bruggmeistarinn, Klaus Schmieder, sem er þýskur eins og allir aðrir braggmeistarar ölgerð- arinnar hafa verið hingað til, fór þá í sína smiðju, eins og fram- kvæmdastjórinn Láras Berg orðar það, og prufulagaði bjór. Láras seg- ir meistarann svo ótrúlega góðan aö fyrsta prufan hafi verið sam- þykkt einróma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.