Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. Fréttir Mikið brauðstríð í gangi: Bakarar biðja um rann- sokn a Mjolkursamsolu „Við fóram fram á það við verð- lagsyfirvöld að rekstur Mjólkursam- sölunnar yrði rannsakaður þannig að í ljós komi hvort verið er að færa fjármuni milli framleiðslugreina og hvort fyrirtækið sé aö nota þá einok- unaraðstöðu sem það hefur til að koma framleiðsluvörum sínum á framfæri," sagði Jón Albert Kristins- son, formaður Félags bakarameist- ara. Mikið brauðstríð hefur verið í gangi að undanfórnu. Mjólkursam- salan reið á vaðið fyrir tæpum tveim vikum og auglýsti helmingsfslátt á brauðum. Myllan auglýsti strax dag- inn eftir helmingsafslátt á „óniður- greiddum" brauðum. Sú auglýsing var kærð samdægurs til siðanefndar SÍA og hefur nú verið stöðvuö. En brauðstríðið heldur áfram. Fulitrúar Félags bakarameistara fóra á fund verðlagsyfirvalda fyrir helgi til að ræða stöðu sína gagnvart undirboð- um af þessu tagi. Þeir komu þá með- al annars á framfæri þeim tilmælum að rannsaka ætti Mjólkursamsöluna í ofangreindu augnamiði. Brauðgerð MS er aðili að Landssambandi bak- arameistara. „Aíleiðingin af þessu stríði er sú að aðrir bakarar hafa nánast ekkert selt,“ sagði Jón Albert. „Við eram að vonast til þess að Samsalan setji brauðin aftur í eðlilegt verð í vikunni þannig að þessari hrotu ljúki, í bih að minnsta kosti. Brauð eru uppi- staðan í framleiðslu hvers bakara. Þetta er mjög viðkvæm vara og komi fólkið ekki í bakaríin til að kaupa brauð kaupir það ekkert annað. Þetta brauöstríð núna hefur mjög slæm áhrif og hefur riðlað öllu jafnvægi á markaðinum." -JSS Bakarameistari sem brauðstríðiö knésetti: Þoldi ekki undir- boðin og gafst upp - uppsagnir á starfsfólki hafnar „Fyrirtækið þoldi einfaldlega ekki þessi gríðarlegu undirboð svo ég gaíst bara upp. Eg sendi því öll- um þeim verslunum sem ég hef skipt viö bréf og tilkynnti þeim að viðskiptum mínum við þær væri lokið," sagði Gústaf Bergmann, bakarameistari í brauðgerðinni Þrír fálkar í Kópavogi, við DV. Brauðgerð Gústafs hefur selt brauð í fjölmargar verslanir, svo sem allar Hagkaupsbúöirnar, Nó- atúnsbúðirnar, Hagabúðina og Melabúðina, svo aö dæmi séu nefnd. Gústaf sagðist hafa rekið brauðgerðina á tveimur vöktum til aö geta framleitt fyrir smásöluna. Eftir að brauðstríðið hófst heíði útkoman hjá sér verið sú að hann hefði hreinlega þurft að borga með framleiðsunni. Kaupið hefði því verið heldur rýrt þótt hann heíði lagt nótt við dag. „Þetta er eingöngu afleiðing þessa brauðstríös sem nú er í gangi. Ég er bara einstaklingur sem á í höggi við Mjólkursamsöluna sem virðist hafa óþijótandi fjármagn. Ég rek hér handverksbakarí og hef ekki bolmagn til að fjárfesta í svo gríðarlega afkastamiklum vélum eins og MS hefur komið sér upp í nýja bakaríinu. Þetta prógramm, sem þeir eru með í gangi núna, miðar leynt og ljóst að því að stein- drepa alla litlu bakarana. Þeir drápu mig með einu höggi núna og ég er steinhættur þessu ströggli. Ég mun aðeins hér eftir seljáfram- leiðslu mína í tveim bakaríum í Kópavogi." Gústaf sagði að þessi samdráttur í brauðgerð hans myndi hafa af- leiðingar sem ekki væri séð fyrir endann á enn. „Ég varð að segja upp fjóram starfsmönnum og fleiri eiga eftir að bætast í þann hóp. Nú er unnið hér aðeins á einni vakt og þá þarf ég miklu minni mann- skap en áður. Þessi sprengja, sem varpað var inn á brauðmarkaðinn, er ekki bara verðhrun í nokkra daga. Hún hefur miklu víðtækari áhrif. Ekki er hún kjarabót fyrir það fólk sem ég neyddist til að segja upp. Það fyllir ekki hjá sér frysti- kisturnar af einhveijum 80 krónu brauðum hafi þaö ekki vinnu. Þess- ir menn vita ekki hvað þeir era að gera.“ -JSS Þessi mynd, sem tekin var í einni verslun borgarinnar í gær, gefur til kynna það mikla verðstrið á brauði sem nú er i gangi. DV-mynd ÞÖK í dag mælir Dagfari íhaldið tapar fylgi Nú er það ljótt maður. Sjálfstæðis- flokkurinn er kominn niður fyrir 30% í fylgi. Slefar rétt rúmlega 29% í nýjustu könnun DV, meðan Framsóknarflokkurinn fær 26% fylgi og Alþýöubandalagið 23%. Þetta era í rauninni orðnir mjög áþekkir flokkar, hver um sig með um og yfir íjórðungsfylgi meðal þjóðarinnar. Hvað er eiginlega að gerast? Hvað er orðiö um gamla, góða fylgi íhaldsins, sem jafnan var um og yfir 40% kjósenda? Góður og gegn sjálfstæðismaður hélt því fram við Dagfara, að þessi könnun gæfi engan veginn rétta mynd af stöðunni. Hann fullyrti að fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins létust en fylgismenn annarrra flokka og það væri með ólíkindum hvað margir flokksbundnir hefðu dáið nýlega. Þessi skoðanakönnun kæmi þess vegna á versta tíma fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er sjónarmiö út af fyrir sig, en fólk er að fæðast og deyja á öll- um tímum og á þaö er skylt að benda að þegar einn flokkur er stærri en annar, verður dánartiðni þeirra sem fylla þann flokk í sömu hlutfollum. Sjálfstæðisflokkurinn getur þar af leiðandi ekki kvartað undan dauðsfóllum og hlutfalli þeirra, ef og meðan hann er stærsti flokkurinn. Og þess ber að gæta að ef Sjálfstæðisflokkurinn minnkar ofan í Framsóknarflokk lagast hlutfallið meðal hinna látnu og kemur ekki að sök í framtíðinni. Þeirri spumingu er enn ósvaraö, hvað veldur fylgishruni íhaldsins. Getur það verið Davið Oddsson? Hvemig má það vera að vinsæl- asti, skemmtilegasti og best gefni stjórnmálamaður þjóðarinnar, samkvæmt nýlegri könnun á veg- um Pressunnar, dragi fylgi flokks- ins niður? Davíð hefur að vísu ver- ið þreytulegur ásýndum í sjónvarpi að undaníomu en menn hafa þreyst áður án þess að fæla frá sér fylgið svo það hlýtur að vera ein- hverju öðru að kenna. Er hugsan- legt að kjósendur séu búnir að gleyma því hvað Davið er góður stjórnmálamaður og fólk sé búið aö gleyma því að Perlan og Ráðhús- ið era honum að þakka? Davíð hef- ur margsinnis tekiö fram að báðar þessar byggingar hafi orðiö honum til framdráttar og hann beri ábyrgð á byggingu þeirra og kostnaði og talið það sér til tekna. Eru kjósend- ur virkilega búnir að gleyma þess- um minnisvörðum og þeim afrek- um sem Davíð hefur unnið um dag- ana? Ekki er því að leyna að tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa látið í sér heyra að undanf- ömu. Hinir hafa ekki sést og hélt Dagfari að það mundi einmitt vera íhaldinu til framdráttar. Þvi minna sem sést af þingmönnum flokksins því betra. Þeir segja þá enga vit- leysu á meðan. En þessi tveir þing- menn sem hafa leyft sér að hafa skoðanir, það er að segja þeir Ingi Björn Albertsson og Matthias Bjarnason hafa báðir látið þung orð falla í garð forystunnar og flokks- ins. Þetta kann að hafa haft áhrif. Davíð og þeir í forystunni verða auðvitað gera eitthvað til að þagga niður í þessum mönnum. Þaðgeng- ur ekki að láta tvo þingmenn eyði- leggja allt það góða starf sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lagt af mörkum fyrir þing og þjóð og grafa undan ríkistjóminni og fylgi flokksins. Þessa menn verður að stoppa af. Þriðja skýringin er svo sú, að þjóðin sé einfaldlega að verða fram- sóknarþjóð og allaballaþjóð. Það getur vel verið að þjóðin vilji hafa sína verðbólgu og sín erlendu lán og ríkissjoö með bullandi halla. Það getur meira en verið að íslendingar sjái það eins og Steingrímur að Þjóðverjar séu aö leggja undir sig Evrópu og ísland og takist það sem Hitler tókst ekki. Að minnsta kosti er Steingrímur vinsælasti stjóm- málamaður þjóöarinnar út á það að skamma Þjóðveija og skamma Evrópubandalagiö og íslendingum er framsóknarmennskan í blóð borin og henni er illa við allt sem útlenskt er. Allaballar era líka á móti öllu útlensku og nú er herinn að fara og ekkert til að verja íhald- iö og þjóðernið og kannski er þetta skýringin á hrakfóram íslenskra sjálfstæðismanna, sem er beinlínis vantreyst í sjálfstæöismálunum. Framsókn og allaballar era hins- vegar að gera það sem Hitler tókst ekki og þeim sjálfum hefur aldrei tekist í kosningum. Þeim er að tak- ast að sigra íhaldið í skoðanakönn- unum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.