Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. 13 Meiming Christian Slater leikur George Kuffs sem ákveður að feta í fótspor bróður síns sem var myrtur. Saga-bíó - Kuffs: ★★ Töffari í lögguleik George Kuffs (Slater) er ábyrgðarlaus slæpingi, hætti í skóla, helst ekki á neinni vinnu og ætlar í þokkabót að segja upp ófrískri kærustu sinni (Jovovich). Bróðir hans (Boxleitner) rekur hverfis- varösveit í Los Angeles sem ver kaupmenn í hverílnu gegn borgun og sinnir málum sem lögreglan kemst ekki yfir. Hann leggur hart að George að ganga í lið með sér en málin æxlast á þann veg að bróðirinn er myrtur af fóntum og fúlmennum sem vilja ráða yfir hverfmu og George erfir eignarréttinn að hverfmu, liðssveitinni til mikillar gremju. Alhr leggja hart að honum að selja en George ætlar sér að halda upp heiðri bróður síns og tekur að sér forystu sveitarinnar með misjöfnum árangri, að sjálfsögðu. Hin glænýja Kuffs er samansafn nær allra löggu- mynda sem hafa verið gerðar síðan 48 HRS lífgaði heldur betur upp á þann flokk. Hún hefur ekkert umfram aðrar utan ögn öðruvísi startpunktur og snýst fljótlega upp í þessa venjulega skotbardaga og eltinga- leiki. Kvikmyndagerðarmennimir taka sig í meðallagi alvarlega og reyna að lífga upp á myndina með alls kyns hugdettum, eins og t.d. að láta Slater tala til áhorfandans en það dugir skammt. Samt er ekki að sakast við Slater. Hann er furðugóður miðað við að- stæður og heldur nánast sögunni saman. Öðrum lei- kurum farnast ekki eins vel og Tony Goldwyn vekur vonbrigði í sínu fyrsta hlutverki síðan hann sló í gegn í Ghost. Hann leikur alvöru löggu sem er fahð að gæta Kuffs. Þeir eru hvorugir hrifnir af þvi og leggja steina í götu hvor annars við hvert tækifæri. Ljós punktur er lífleg tónhst Faltermeyers, hún er nánast eins og tónhst hans við Beverly Hhls Cop en það kemur ekki að sök. Að lokum: Af hverju var Kuffs bönnuð innan sextán ára? í Bandaríkjunum er hún PG-13, sem þýðir að hún gæti verið of mikið fyrir krakka innan 13 ára aldurs. Það er ekkert í henni sem gefur thefni th hæsta aldurs- takmarks. Kuffs (Band. - 1992) 101 min. Handrit: Bruce A. Evans & Raynold Gideon (Starman). Kvikmyndir Gísli Einarsson Leikstjórn: Evans. Tónlist: Harold Faltermeyer (Fletch). Leikarar: Christian Slater, Tony Goldwyn (Ghost), Bruce Box- leitner (Tron), Milla Jovovich (Return to Blue Lagoon), Troy Evans. Orlofsbústaður Til sölu nýr 46 fm vandaður orlofsbústaður í Borgarfirði á einu best skipulagða orlofs- húsasvæði á landinu. Uppl. í síma 671205. STÓRÚTSALA Byssur skotfæri o.fl. ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÆFINGA- OG VEIÐIHAGLASKOT Tegundir: Lapua, Pellagri, Fiocchi, Dan-Arms, Sellier & Bellot, Gamebore, nr. 12,16,20. Verð frá kr. 450, 25 stk. pk. RIFFIL- OG SKAMMBYSSUSKOT Tegundir: Sako, Lapua, Norma, Federal, Hansen, Sellier & Bellot, Hirtenberger, Geco. Cal. 22 short, 22 LR, 22 Mag. 22 Hornet, 222, 223, 22-250, 243 6.5x55, 7x57, 8x57, 7.62 Russ. 30-06, 30-30, 308 Win, 300 Win, 9.3x62, 38 sp, 357 Mag. 44 Mag. Verð frá kr. 200, 50 stk. pk. Sako rifflar, Mauser rifflar, Remington haglabyssur, Breda haglabyssur (hálfsjálfv.), Marocchi haglabyss- ur, Baikal haglabyssur. Að auki er úrval af notuðum byssum af ýmsum tegundum. Mikið úrval af ýmsum fylgihlutum, t.d. riffilsjónaukar, hreinsisett, leirdúfu- kastarar, byssupokar og töskur o.m.fl. Opið daglega kl. 13-18, símar91-621669,985-20591. Greiðslukjör - kortaþjónusta - póstkröfur. BYSSUVERKSTÆÐIÐ KLAPPARSTÍG 19, (BAKHÚS) dv _______________ _______Sviðsljós Guðrún Eyjólfsdóttir, fyrrum feguró- ardrottning Vesturlands, krýnir hér arftaka sinn, Hrefnu Björk Gylfadótt- ur. Til vinstri er Anna Lilja Valsdótt- ir og hægra megin er Helga Rún Guðmundsdóttir. DV-myndir Kristný Vilmundardóttir Hrefna Björk er 21 árs og startar sem skrifstofumaður hjá HB á Akra- nesi. Foreldrar hennar eru Gylfi Guðfinnsson, verkstjóri hjá HB, og Bryndís Ragnarsdóttir, húsmóðir og starfsmaður HB. Sambýlismaður Hrefnu er Sveinbjörn Allansson, starfsm. í tækjasal HB og markvörð- ur knattspyrnuliðs Skagamanna. Hrefna Björk feg- urst á Vesturlandi Skagamenn létu heldur betur th sín taka í Fegurðarsamkeppni Vest- urlands sem haldin var að Hlöðum á Hvalíjarðarströnd. Hrefna Björk Gylfadóttir var kjörin fegurðar- drottning Vesturlands, Helga Rún Guðmundsdóttir varð í 2. sæti og Anna Lilja Valsdóttir í því þriðja. Þær eru allar frá Akranesi. Sigurbjörg Ásgerður Heiðarsdóttir frá Búðardal var valin vinsælasta stúlkan og Þorbjörg Heidi Jóhansen frá Borgarnesi var kjörin ljósmynda- fyrirsæta Vesturlands. Mikhl íjöldi gesta fylgdist meö fegurðarsam- keppninni sem þótti takast vel. Aukablað um mat og kökur fyrir páskana á morgun Miðvikudaginn 8. apríl mun aukablað um matartilbúning íyrir páskana og páskasiði fylgja DV. Matur og kökur - 16 síður - - á morgun -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.