Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar Aöalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 9. apríl og hefst kl. 19.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Atvinnumál 4. Önnur mál Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórnin ÞÝSKALAND - NOTAÐIR BÍLAR Starfandi lögmaður (í Hamborg) flytur fyrirlestur um þær réttarreglur sem gilda í Þýskalandi um viðskipti með notaðar bifreiðar fimmtudaginn 9. apríl nk. Hefst fyrirlesturinn kl. 12.15 og verður haldinn á Veitingahúsinu Jazz, Ármúla 7, Reykjavík (við hlið- ina á Hótel íslandi), og er öllum heimill aðgangur. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og munu t.d. verða kynnt þar mismunandi samningsform sem notuð eru í slíkum viðskiptum, svo og viðskiptaskilmálar. Að loknum fyrirlestrinum verður fyrirspurnum svarað og boðið upp á einkaviðtöl síðdegis. Væntanlegir þátttakendur tilk. vinsamlegast þátttöku sína til undir- ritaðra eigi síðar en 8. apríl nk. Lögmenn Borgartúni 33 S. 91-29888 KÓPASKER Nýr umboðsmaður frá 1.4.92. Guðmunda Pétursdóttir Duggugerði 5, sími 52146. ÞORLÁKSHÖFN Nýr umboðsmaður frá 1.4.92. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Egilsbraut 22, sími 33627 Útlönd Díana prinsessa reyndi aö brosa þegar hún opnaði nýjar höfuðstöðvar Parkinsonsjúklinga í Lundúnum. Til þess var þó tekið hvað hún var beygð eftir áfallið þegar faðir hennar lést skyndilega úr hjartaáfalli á dögunum, 68 ára gamall. Simamynd Reuter Díana birtist grá og guggin Díana Bretaprinsessa er aftur farin að sinna skyldustörfum sínum eftir áfallið sem hún varð fyrir við lát föð- ur síns, Spencers jarls. í gær opnaði hún nýjar höfuðstöðvar samtaka Parkinsonsjúklinga í Lundúnum. Díana er verndari samtakanna. Til þess var tekið hvað prinsessan var beygð og svo virtist sem andlát föður hennar heföi tekið mjög á hana. Hún var grá og guggin að sjá í andliti og geislaöi ekki af sama fjör- inu og áður. Díana var í svötum jakka og grárri blússu. Hún laut höfði þegar forseti samtakanna ávarpaði hana og þakk- aði henni fyrir komuna á þessum erfiðu tímum. Díana ræddi við sjúkl- ingana og gaf sér góðan tíma til að sinna þeim. Þar á meöal ræddi hún lengi viö fótboltakappann Ray Kennedy tekið hefur Parkinsonveik- ina. Reuter Sjö námamönnum bjarg- að af 800 metra dýpi Björgunarmönnum tókst í gær- kvöld aö bjarga sjö námamönnum sem lokuðust inni í Stilhngsfleet kolanámunni í Yorkskíri. Mildi þyk- ir að mennirnir skyldu bjargast því námugöngin lokuöust á um 800 metra dýpi. Strax eftir slysið varð ljóst að mennimir voru á lífi því samband náðist við þá um talstöð. Nota varð skólfur og haka við að ryðja hindrun- inni í göngunum úr vegi og mokuðu þeir sem inni voru sig út á móti björg- unarmönnunum. Að sögn björgunarmarina gekk verkið vel og betur en á horfðist í fyrstu. Námamennirnir voru fluttir á sjúkrahús til rannsóknar en þeir fengu að fara heim í gærkvöld. Reuter Isaac Asimov er látinn Isacc Asimov, afkastamesti vís- indaskáldsagnahöfundur heimsins, lést á sjúkrahúsi í New York í gær, 72 ára að aldri. Talsmaður fjölskyld- unnar sagði að banamein hans heföi verið hjarta- og nýmabilun. Rithöfundarferill Asimovs spann- aði rúmiega 50 ár og á þeim tíma skrifaði hann meira en 450 bækur. Hann fæddist í Rússlandi 1920 en fluttist til New York með fjölskyldu sinni þegar hann var 3 ára, þar sem foreldrar hans ráku sælgætisbúð. Reuter Góó ráö eru til aó fara eftir þeim! Eftircinn -ei aki neinn Sjómaður drukknaði fyrir norðan Færeyjar Jens Dalsgaard, DV, Faereyjunr Sjómaður af togaranum Kól- umbusi drukknaði þegar hann féll útbyrðis nú í byijun mánað- arins. Veður var sæmilegt en samt tókst ekki aö bjarga mann- inum þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Kólumbus er lítill togari gerður út með tveggja báta troll. Hinn látni hét Eyðfinnur Mortensen og var frá Skálavík. Frystihúsin haida fiskverði niðri meðsamtökum Jens Dalsgaard, DV, Fæxeyjum: Eigendur allra helstu frystihús- anna í Færeyjum hafa verið sak- aðir um að hafa með sér samtök við kaup á fiski á uppboðsmark- aðnum i Þórshöfh. Verð hefur farið lækkandi síðustu daga þótt framboö hafi sjaldan verið minna. Sagt er aö frystihúsamenn bjóði ekki hver gegn öörum á mark- aðnum og því lækki verðið. Þessu neita þeir að sjálfsögðu en útilok- að er að sanna að um samráö sé að ræða. Skylda er í Færeyjum að láta þriðjung sjávarafla á markaðinn. Fyrstihúsaeigendum, sem jafn- framt gera út skip, þykja þetta haröir kostir og vilja ekki sprengja upp verðið á markaðn- um. Fundu loksins bragðiðafkjöti Visindamenn í San Francisco segjast hafa fundið efnið sem veldur því aö kjöt bragðast eins og kjöt. Uppgötvunin ieiðir að sögn til þess að ýmis skyndifæða mun eftirleiðis vera meö meira kjötbragði en veriö hefur. Kjötbragð er átta amínósýrur sem styrkjast eftir því sem lengra líður frá slátrun dýrsins. Talið er að unnt reynist að framleiða þessar sýrur i rannsóknarstofum og gefa bragðlausu kjöti bragð. Vörpuðu reyk- sprengjuminní spilavífiog rænduþað Tveir bíræfnir bófar gerðu stuttan stans i spilavíti i Las Veg- as í Bandaríkjunum og fóru þaö- an á brott með ránsfeng sera metinn er á eina milljón Banda- ríkiadala. Það eru nærri 60 millj- ónir íslenskra króna. Ræmngjarnir vörpuðu reyk- sprengjum inni í spilavítinu og villtu þannig um fyrir öryggis- vörðunum. Mennimir sluppu og þaö eina sem lögreglan veit um þá er að þeir voru með grímur. Afneita uppruna eyðniíbóluefni Bandaríska matvæla- og lylja- eftirlitið segir aö lítill möguleiki sé á að eyðniveiran hafi orðið tíl í bólueftii sem framleitt var vestra á árunura eftir 1950. Fyrir fáum vikum var sett fram kenning um að bóluefnið heföi verið þróað með því að rækta bóluefnið í blóði úr öpum. Apam- ir hafi verið smitaöir af eyðni og þannig hafi veiran komist í mannfólkið. Að sögn stofhunarinnar er ekk- ert sem styður þessa kenningu enda ólíkar eyðniveirur sem heijaámennogapa. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.