Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Side 23
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. 23 dv Menning Og Derrick að byrja... Klukkan í tuminum er fimmta ljóöabók Vilborgar Dagbjartsdótt- ur en nú eru liðin allmörg ár síðan Vilborg sendi síðast frá sér ljóð á bók. Mál og menning gaf út heildar- safn ljóða hennar árið 1981 og tíu árum fyrr kom Kyndilmessa út. Það má því búast við að mörgum hafi fundist mál til komið að fá í hendurnar nýja bók úr þessari átt og þeir sem hrifist hafa af ljóðum Vilborgar verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum að þessu sinni. Einlægni og alúð hefur löngum einkennt ljóð Vilborgar og inn- gangsljóð bókarinnar, sem hún semur í minningu Snorra Hjartar- sonar, gefur tóninn. Ljóðið geislar af hlýju og mýkt: Farðu ekki sagði ég viö hann áriö er ekki liðið Vilborg Dagbjartsdóttir. aðeins komið haust Vertu lengur hjá okkur - líka í vetur Og nú þegar mjölhn þekur greinar trjánna er hann sem elskaði lauf og stjömur horfmn inn í hvíta þögnina (Úr Vetrinum bls. 7). Það er sama hvert yrkisefnið er, tilfinningarnar eiga alltaf greiðan að- gang að huga lesandans. Tregi og söknuður þegar ort er um látinn vin, gleðin sem fylgir því smáa í tilverunni eða angist lítiis barns sem býr hjá móður sinni í Kvennaathvarfinu og á myndinni sem hún teiknar „er sóhn að gráta / táralækir ná alveg niður í bláar öldurnar / og barmafylla hafið.“ (Ur í skriftartíma bls. 15.) Myndmálið er auðugt og gefandi og svo sterkt að manni fmnst eins og maöur sé að horfa á málverk í huganum. Dæmi um þetta er ljóðið Vormorgunn (bls. 11), einfalt ljóð og fallegt um lítinn dreng sem gleymir sér við leik í nýföllnum snjó á skólalóðinni. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Stundum er tveimur myndum af sömu manneskjunni smellt saman í eina á óvæntan og skemmtiiegan hátt eins og t.a.m. í ljóðinu Spegilmynd (bls. 24): „Mér ætti víst að vera það ljóst / hvað ég er ljót“ segir stúlkan mæðu- lega við sjálfa sig. En síðar í sama ljóði brosir hún alsæl við mynd sinni í speglinum því hún „er orðin alveg eins og / mamma sáluga!" Og í ööru ljóði er dregin upp skondin mynd af hversdagslegum viðburði þar sem alvaran er þó innan seilingar: Meðan auglýsingamar voru notaði ég timann og skaust út með ruslið Sat þá ekki Amor litli grátandi á sorptunnulokinu! Örvamælirinn fullur af brotnum örvum Kveinstafir hans gengu mér að hjarta en hvað gat ég - gömul konan Og Derrick að byrja í sjónvarpinu (Bls. 29.) Heiti ljóðsins, Leiðinda uppákoma, vísar á kaldhæðinn hátt til sam- skipta- og afskiptaleysis fólks gagnvart ástinni, sjálfum sér og öðrum. „En hvað er / sá sem þegir / yfir ást sinni?" spyr skáldkonan í ljóöinu Spurn- ing (bls. 23) og laetur lesendum svarið eftir. Kannski veröur hann einn og „sá sem er einn hlær ekki“ (bls. 25). En stundum er einsemdin óhjá- kvæmileg, einsemd mannsins í dauðanum og um það yrkir Vilborg á kyrrlátan og æðrulausan hátt í ljóðinu Kvíddu því ekki (bls. 37). Dauöinn er nálægur í fleiri ljóðum því í síðasta hluta bókarinnar, en henni er skipt upp í fjóra hluta, eru þýðingar á Fimm ljóðum um dauðann eftir sænska rithöfundinn Barbro Lindgren og á ljóðaflokknum Skip dauðans eftir H.D. Lawrence. Og ef uppbygging bókarinnar er skoðuð má sjá að dauðaþemað myndar nokkurs konar ramma utan um bókina. Inngangs- ljóðið fjallar um dauðann og lokalínur þess, „er hann sem elskaði lauf og stjörnur / horfinn inn í hvita þögnina", kallast á við lokalínurnar í síðasta ljóði Lawrence: Ó, gerðu þér skip dauðans. Ó, gerðu það! Því aö þú þarfnast þess. Þvl að siglingin á vit gleymskunnar biöur þín. (Bls. 56.) Kannski er klukkan í turninum einnig tákn dauðans, klukkan sem tel- ur tíma okkar niður. Og ljóðin innan rammans líflð sem við fórum allt of illa með. Lífið sem Vilborg lýsir af reynslu og innsæi í ljóðum, hvort sem hún bregður sér inn í hugarheim barna eða fullorðinna. Klukkan i turninum, Vilborg Dagbjartsdóttir. Forlagið 1992. SMÁAUGLÝSINGASlMINN Æ FYRIR LANDSBYGGÐINA: í 99-6272 / __ GR/ENI ^ EsZa SÍMINN eq -talandi dæmi um þjónustu! Sviðsljós Inga Sigurjónsdóttir og Leifur Þor- steinsson virða fyrir sér fréttaljós- myndir. DV-myndir GVA Fréttaljós- myndir í lista- safniASÍ Árleg fréttaljósmyndasýning, World Press Photo, var opnuð í Lista- safni ASÍ sl. laugardag. Á sýningunni eru myndir af atburðum á vettvangi íþrótta, visinda og hsta og voru þær valdir úr hópi 17.887 mynda frá ljós- myndurum í 75 löndum. Þetta er í fyrsta sinn sem fréttaljósmyndasýn- ingin kemur öll hingað til lands en vegna stærðar hennar er sýnt bæði í Listasafninu og Kringlunni en þar hófst sýningin sl. mánudag. Guðmundur Arnlaugsson og Einar Guðjohnsen glugga í sýningarskrána. RÝMUM FYRIR JÓLAVÖRUM 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM GRÆNUM POTTAPLÖNTUM AÐEINS ÞESSA HELGI. STÚDÍÓBLÓM MJODD f KRAKKAR! /KUNÍÐ AÐ BURSTA (JENNURNAR Oll Lionsdagatöl eru merkt. Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaÖur rennur óskiptur til líknarmála. eru komin á alla útsölustaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.