Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 Fréttir Oddur Rúnar Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigöiseftirlits Reykjavikur, segir að Ijóst sé að breyta þurfi lögum í þá veru að heimild verði til þess að banna eftir- litslausan heimabakstur og sölu á slíkum vörum. DV-mynd JAK Oddur Rúnar Hjartarson: Þetta er nátt- úrlega stór- hættulegt Fundur er fyrirhugaður hjá full- trúum heilbrigðisyfirvalda og ráðu- neytis vegna nýgenginnar ákvörðun- ar úrskurðarnefndar um að fella úr gildi sölubann á heimabakaðar kleinur Aðaiheiðar Jónsdóttur. Oddur Rúnar Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, telur úrskuröinn ekki hafa fordæmisgildi. „Við munum halda áfram að banna þetta. Úr- skurðurinn íjallar eingöngu um Að- alheiði. Ef einhver annar en hún ætlar að fara að selja munum við gera ágreining á nákvæmlega sama hátt og áður," sagði Oddur. „Það viröist ekki vera lagaleg stoð fyrir þessum ákvæðum í heilbrigöis- reglugerð og jafnvel lögum um þetta. Ég held að menn beri gæfu og skyn- semi til þess að breyta lögunum og banna eftirlitslausan heimabakstur. Þetta er náttúrlega stórhættulegt. Menn eru að velta vöngum yfir þessu. Fólk er mjög hissa á því að ekki skuh vera lagagrundvöllur fyrir öllum þessum reglum sem við höfum starfaðeftirtilfleiriára.“ -Ótt Magnús Thoroddsen, formaður úrskurðamefndar, um heimabakstursmálið: Urskurðurinn hef ur for- dæmisgildi fyrir kleinur annar heimabakstur þarf bins vegar að líkindum einnig að fara fyrir nefndina „Þetta var eingöngu úrskurður í þessu ákveðna máli. Hins vegar get- ur þetta haft fordæmisgildi út fyrir sig - a.m.k. gagnvart heimabakstri á kleinum. En lögformlega séð er þetta eingöngu bindandi á milli þeirra sem voru aðilar að þessu ákveðna ágrein- ingsmáli. Ég tel á hinn bóginn sem lögfræðingur að þetta hljóti að hafa fordæmisgildi að því er varðar kleinubaksturinn," sagði Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður, formaður úrskurðarnefndar, sem felldi úr gildi sölubann heilbrigðisyf- irvalda á stjörnukleinum Aðalheiðar Jónsdóttur til Bónusverslananna. Eins og fram kom í DV í gær er mikill titringur í heilbrigðiseftirhts- geiranum vegna úrskurðarins sem kvað á um að Aðalheiður þurfi ekki starfsleyfi hehbrigðisyfirvalda til kleinubakstursins og sölu á fram- leiðslunni. - En getur þá hver sem er bakað kleinur og selt til Bónuss eða ann- arra verslana miðað við að úrskurð- urinn í máh Aðalheiðar hafi fordæm- isgjldi? „Já, ef viðkomandi vih taka klein- urnar í umboðssölu," sagöi Magnús. Magnús kvaðst ekki vilja tjá sig um það fyrirfram hvað gerðist ef ein- staklingar, sem vhja baka flatkökur eða annað heima hjá sér, myndu hefja shka starfsemi og selja á svip- aðan hátt og kleinur. Framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirhts Reykjavík- ur hefur hins vegar lýst því yfir að gerist shkt muni eftirhtið gera at- hugasemdir. Viðkomandi máh yrði síðan að öhum líkindum skotið til stjórnar Hohustuvemdar. Ef hlutað- eigandi heimabakari yrði svo ósáttur við niðurstöðu hennar væri hægt að kæra tíl úrskurðamefndarinnar. Úr- skurðarnefndin, sem Magnús situr í, er áfrýjunarstig á sviði þessarar stjómsýslu. Eins og fram kom í DV í gær hefur fjöldi fólks hringt th forsvarsmanna Kolaportsins eftir að fréttist af fram- angreindum úrskurði í máh Aðal- heiðar. Fólkiö vhl fá bás og selja heimabakstur sinn - nokkuð sem Kolaportsmenn hafa fram að þessu þurft að neita fólki um samkvæmt fyrirmælum frá Hehbrigðiseftirhti Reykjavíkur vegna þess að thskilin leýh eftirhtsins þurfi th. Magnús kvaðst ekki þekkja til þessa máls og sagðist ekki vilja fuh- yrða um það hvort kleinubakarar gætu samkvæmt úrskurðinum og fordæmisghdi hans selt kleinur í Kolaportinu. -Ótt Jóhannes í Bónus getur vel hugsað sér að kaupa heimabaksturskleinur á ný: Aðstæður hjá Aðalheiði voru til fyrirmyndar - hún hefur ekki sett sig í samband við okkur ennþá Heimabökuöu stjörnukleinurnar hafa ekki verið til sölu í Bónusi á síðustu misserum vegna sölubanns Hollustuverndar. Það hefur nú verið fellt úr gildi og segir Jóhannes í Bónusf aö vel komi til greina að selja kleinurnar aftur hefji Aðalheiður Jónsdóttir framleiðslu ó þeim á ný. „Þetta var prýðisvara frá Aðal- heiði. Kleinumar seldust ágætlega og aðstaðan, sem hún hafði, var mjög snyrtheg. Ég fór nú ekki sjálfur th hennar en ég sendi mann þangað. Hann sagði að hún hefði verið alveg til fyrirmyndar. Ég hef alltaf verið dáhtið skeptískur á svona heimhis- iðnað í gegnum tíöina nema að vera alveg fuhviss um að aht væri í lagi. En ég er búinn að kannast við þetta fólk í áratugi og veit aö það er mjög áreiðanlegt. Þess vegna keyptum við af þeim,“ sagði Jóhannes Jónsson í Bónusi aðspurður um sfjömukleinur Aðalheiðar Jónsdóttur sem hann keypti í verslanir sínar áður en heh- brigðisyfirvöld settu sölubann á kleinumar. Þessi viðskipti hafa legið niðri í um eitt ár en nú hefur sölubannið verið fellt úr ghdi eins og fram hefur kom- ið. Jóhannes sagði að Aðalheiður hefði ekki sett sig í samband við sig ennþá th að taka upp þráðinn á ný vegna kleinuviðskipta. Jóhannes sagði að stjömukleinumar hefðu verið að markaðsverði - sambærhegt við verð og gæði annars staðar. Jóhannes segir að á síðustu árum hafi það ekki tíðkast að heimaunnar matvörur hafi verið keyptar inn hjá Bónusi. „Þetta var mikið áður, flat- kökubakstur, smákökur og annað. En svona vömr kaupir maður ekki nema að skoða aðstöðuna." - En ætlar Bónus að kaupa á ný stjömukleinur Aöalheiðar Jónsdótt- ur? „Við munum vissulega skoða hug okkar aftur ef hún kemur til okkar." - Ef th þess kemur að heimabakstur yröi heimhaöur að talsverðu leyti myndi Bónus þá kaupa kleinur eða annað af öðrum en Aðalheiði? „Ef þetta myndi hvolfast yfir okkur hef ég ekki mikla trú á því. Ég væri mjög skeptískur á að taka vörur inn nema aö kanna vel allan bakgrunn,“ sagði Jóhannes. -Ótt I dag mælir Dagfari_________ Stöðvum heimabaksturinn Hehbrigðiseftirhtið er í uppnámi þessa dagana. Einhver úrskurðar- nefnd úti í bæ hefur feht úr ghdi sölubann á heimabökuöum klein- um. Kona nokkur hefur stundað það um skeið aö selja Bónusversl- ununum kleinumar sínar og heh- brigðiseftírhtið var búið að banna sölu á kleinunum þangað til þessi úrskuröamefnd fellir nú sölubann- ið úr ghdi. Með öðrum oröum: kon- an má fara aö baka aftur og selja í Bónusi. Hehbrigðiseftirhtíð hefur áhyggj- ur af þessum úrskurði, mjög mikl- ar áhyggjur. Fuhtrúi hehbrigðiseft- irhtsins bendir á, sem rétt er, aö þetta þýði að nú fari fleiri að baka og úr þvi að selja megi heimabakst- ur í Bónusi megi líka selja heima- bakstur í Kolaportinu og þá er fjandinn laus. Það hefur aha tíð verið gífurleg ásókn í að fá að selja heimabakstur í Kolaportinu en aldrei fengist leyfi frá hehbrigði- seftirhtinu sem ekki er von vegna þess að heimabakstur er eftirhts- laus og matvælaeftirhtið legðist niður ef heimabakaðar kleiriur væm th sölu í verslunum og kolap- ortum. Hehbrigðiseftirhtið getur ekki leyft heimabakstur nema hann sé undir ströngu eftirliti. Heima- bakstur er jú heimill fyrir þá sem smakka á honum heima hjá sér en verður strax hættulegur ef bakst- urinn er fluttur í önnur hús eða önnur port. Þaö er einmitt hlutverk hehbrigðiseftirhtsins og matvæla- eftirhtsins og hohustuvemdar að fylgjast með matvælum á mark- aðnum og matvæh sem em fram- leidd inni á heimhunum era algjört tabú fyrir þessar opinbem eftirhts- stofnanir. Nú er þvi að vísu haldiö fram að 90% af öhum þeim mat, sem íslend- ingar láta ofan í sig, sé matur sem er ýmist eldaður, bakaður eða til- reiddur á heimhum landsmanna. Þar á meðal kleinur og pönnukök- ur sem menn hafa étið kynslóð eft- ir kynslóð án þess að verða meint af. Þess konar mataræði viðgengst áður en nokkurt opinbert mat- vælaefirht var fundið upp og löngu eftir að heilbrigðiseftirhtið bannaði heimabakaðar kleinur. En hehbrigðiseftihtiö veit sínu .viti og hefur af eðhlegum ástæðum varað við kleinunum vegna þess að kleinumar hafa ekki verið rann- sakaðar og enginn hefur borðað þær kleinur sem nú koma á mark- aðinn og hehbrigðiseftirlitið veit ekkert um þá konu sem bakar þess- ar kleinur og það án þess að biðja opinber stjórnvöld um leyfi. Heh- brigðiseftirlitið er yfirhöfuð á móti heimabökuðum kleinum og heh- brigðiseftirhtið er á móti matar- gerð í heimahúsum vegna þess að það getur ekki boriö ábyrgð á að annaö fólk leggi sér til munns ein- hverjar kökur eða kleinur eða kótelettur eða kjötbohur sem ekk- ert eftirht er með. Slíkt át er algjör- lega á ábyrgð viðkomandi heima- fólks og strangt bann lagt við því að sá matur sé borinn út úr húsum sem eldaður hefur verið innan- dyra. Það er skilyrði hehbrigðiseft- irhtsins fyrir því að skipta sér ekki að því hvað fólk er að elda og eitur- brasa í sínum eigin eldhúsum. Þaö er auðvitað ljóst miðaö við ahar venjulegar hehbrigðiskröfur að ef konur ætla að.bera út sínar kleinur og selja þær í kolaportum verður hehbrigðiseftirhtiö að taka upp eftirhti í öhum þeim heima- húsum sem á annað borð baka kleinur. Það er að segja ef lands- menn vhja vera óhultir með sínar kleinur. Það er ekki hægt fyrir heil- brigðiseftirlitiö aö láta heimihn í landinu komast upp með það aö baka og elda og selja síðan bakstur- inn út fyrir heimihn. Eitt er að éta baksturinn heima en þessi sami bakstur er auðvitað orðinn stór- hættulegur um leið og hann er kominn út úr húsi. Þetta er afdráttarlaus afstaða hjá hehbrigðiseftirhtinu og í raun og veru var fyrir löngu orðið tíma- bært að vara alvarlega við matar- gerð í heimahúsum og banna neyslu á heimabakstri ef heima- baksturinn hefur verið fluttur á 'ókunnar slóðir. Kleina er.ekki heh- brigð kleina nema hún sé á heima- velh og þó veit hehbrigðiseftirhtið ekki einu sinni hvort kleinan er heh hehsu þótt hún sé heimabökuð vegna þess að heimilin em ekki undir eftirhti og enginn veit hvað kann að leynast á eldhúsborðinu hjá ömmu eða mömmu sem hafa leyft sér þá ósvífni að baka upp á sína! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.