Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 Fréttir ~ DV Rögnvaldur Kr. Rafnsson, verktaki við Ólafsflarðarveg: Hef tapað aleigunni á við- skiptum við Vegagerðina - málið fyrir gerðardóm, segir vegamálastjóri „Ég er búinn að tapa aleigunni á þessum viðskiptum. íbúðin min er á uppboöi og fyrirtækið við gjaldþrot. Allt er þetta vegna þess að Vegagerð- in gaf út útboðslýsingu sem stóðst ekki þegar á hólminn var komið. Fyrirtækið hefur svo ekki getað stað- ið við sitt gagnvart undirverktökun- um,“ segir Rögnvaldur Kr. Rafnsson, framkvæmdastjóri Verkiegra fram- kvæmda h/f. Rögnvaldur segist hafa ákveðið að segja frá sinni hlið málsins í fram- haldi af frétt sem DV birti um það tjón sem undirverktakar hans urðu fyrir vegna málsins. Hann segir aö upphaf málsins sé að Vegagerð ríkis- ins bauð út framkvæmdir við Olafs- íjarðarveg norðan Dalvíkur. „Við gerðum tilboð í verkið sem fólst í uppbyggingu vegarins haustið 1992 og því var tekiö þar sem það var lægst. Seinna kom í ljós að nokkur atriði í útboðsgögnum stóðust ekki. Þar má nefna malamám þar sem sagt er fyrir um tvær námur sem taka átti efni úr. Efnið stóðst engan veginn kröfur um gæði sem sjá má af því að þar sem búast mátti við 11 rúmmetrum skiluðu 6,75 rúmmetrar sér í framkvæmdina. Þessi hlutfoll má útfæra sem kostnaðarauka fyrir okkur. Þá stóðst ekki sá fjöldi ræsa sem átti að vera samkvæmt útboð- inu; viö þurftum að fjölga ræsum um næstum 50 prósent auk þess aö út- færa varð þau á allt annan hátt en útboðslýsing gerði ráð fyrir,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir það tap fyrirtæk- is síns á verkinu sem rekja megi til galla á útboði vera um 25 milljónir króna sem orðið hafi til þess að fyrir- tæki hans sé komið í þrot. Hann seg- ist hafa sett fram kröfur á hendur Vegagerðinni í nóvemberbyrjun 1993. Vegagerðin sat sáttafund um málið í sama mánuði þar sem farið var yfir málið. Næsta skref málsins var að umdæmisverkfræöingur Vegagerðarinnar á Akureyri sendi frá sér áhtsgerð 24. nóvember um kröfumar. Þar kemur fram tilboð um að greiða verktaka 2,6 milljónir vegna ónógra lýsinga. Þar er jafn- framt skilyrt af hálfu Vegagerðarinn- ar að máhnu sé lokið og ekki verði um frekari kröfur að ræða. Þessu til- boði hafnaði verktakinn og þar við situr. Rögnvaldur segist ekki hafa efni á aö fara með máhð fyrir dóm- stóla vegna þess kostnaðar sem því er samfara. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri sagði í samtah við DV aö alltaf væru einhverjir óvissuþættir í kringum svona útboð. Sérstaklega þar sem um er að ræða malamám; þar er algengt að hlutir séu ekki eins og haldið var í upphafi. í þeim tilvikum séu ákveðnar reglur sem farið sé eftir við greiðslur. „Þetta mál hefur enga sér- stöðu umfram önnur svipuð. Verk- takinn hefur samkvæmt samningi rétt til að skjóta máhnu til gerðar- dóms. Ég veit ekki til þess að þetta mál hafi farið þá leið. Við getum auðvitað ekki verið dómarar í eigin málum og þess vegna er eina leiðin að vísa málinu til gerðardóms," sagði Helgi. Refsiaðgerðir Öryggisráðs SÞ: Bitnaáal- menningi en oftþaðeina sem dugir - segirLáraMargrét Það era ekki alhr sem taka undir áskoran fj órtánmenninganna um að íslendingar bindi enda á þátttöku sína í hóprefsingum Öryggisráðs Sameinuöu þjóðanna. „Fyrir nú utan það að afar erfitt eða ihmögulegt er fyrir okkur að draga okkur út úr þessum aðgerðum Öryggisráðs Sameinuðu þjóöanna nema þá að brjóta samninga okkar við SÞ þá eru svona refsingar, eins og viðskiptabann, þær einu sem hægt er að beita í mjög mörgum tilfehum. Ég tel þær oft á tíöum fullkomlega réttlætanlegar þegar um er að ræða ofbeldi stjórnvalda og skæruhða- starfsemi. í þessum tilfellum er það oftast htih hópur sem er að eyði- leggja fyrir fjöldanum og svona refs- ingar bitna óneitanlega á almenn- ingi,“ sagði Lára Margrét Ragnars- dóttir alþingismaður, sem sæti á í utanríkismálanefnd Alþingis. Hún benti á aö frægir andófsmenn, eins og Nelson Mandela í S-Afríku, hefðu bent á að enda þótt svona al- þjóðlegar refsiaögerðir bitnuðu harðast á almenningi heima fyrir væra þær það eina sem ólýðræðisleg stjórnvöld skhdu og óttuðust. „Hitt vh ég líka taka fram að það verður aö taka hvert mál fyrir sig,“ sagði Lára Margrét Ragnarsdóttir. Þaö getur verið erfitt aö komast leiðar sinnar í umferðinni í Reykjavík. Þá er gott að eiga góöa að. Þetta fann gæsaparið sem nauðsynlega þurfti að komast á Reykjavikurtjörn með afkvæmi sín tvö í blíðunni í gær. Verðir laganna fylgdu f jölskyldunni og stöövuðu alla umferð þegar komast þurfti yfir götu. DV-mynd S Stuttar fréttir Sprengja gerð óvirk Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar fóru th Reyðar- fjarðar í gær og gerðu óvirka sprengju. Hún var bresk og 50 ára gömul. Mbl. greindi frá. Áiiö50%hærra Álverð er nú um 50% hærra en þegar það var lægst í haust. Félag íslenskra atvinnuflug- manna boðaði vinnustöðvun flugmanna hjá Leiguflugi hf. frá miðnætti sl. Samningar hafa ekki tekist við Leiguflug. Lækka kostnað Leigutakar í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar vilja lækka sameigin- legan kostnað og hefur ræsting veriö boðin út en það lækkar kostnað um 10 milljónir. Mbl. greindi frá. Microsoftkaupir Hugbúnaðarfyrirtækið Micros- oft hefur keypt leyfi th að nota og seþa vírasvarnaforrit eftir Friðrik Skúlason tölvunarfræð- ing. Mbl. greindi frá. Sognítoppi Starfeemi réttargæsludehdar- innar að Sogni fær evrópska toppeinkunn í skýrslu Evrópu- nefndar um meðferö afbrota- manna á íslandi. Stöö 2 greindi frá. Skoraö á íslensk stjómvöld að hætta þátttöku í refsiaðgerðum gegn hópum eða þjóðum: Aðrar leiðir líklegri til að skila árangri - segir AmþórHelgasondeildarsérfræðingur „Þessi hópur myndaðist með þeim hætti að við Ehas Davíðsson leituð- um th fólks sem okkur þótti hklegt að væri hlynnt þessum málstað. Það er eina skýringin á því hvemig hóp- urinn varð th,“ sagöi Amþór Helga- son dehdarsérfræðingur um hópinn sem sendi stjórnvöldum áskoran vegna þátttöku íslands í refsingum án dóms og laga. Þeir sem undirrita áskorunina era Amþór Helgason, Arthur Morthens sérkennslufulltrúi, Ágúst Þór Áma- son blaðamaður, Bríet Héðinsdóttir leikstjóri, Einar Valur Ingimundar- son umhverfisverkfræðingur, Elías Davíðsson tónskáld, Garöar Mýrdal eðhsfræðingur, Guðmundur Steins- son rithöfundur, dr. Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur, Heimir Páls- son dehdarstjóri, Karl Sigurbjöms- son sóknarprestur, Pétur Knútsson lektor, Sigurður A. Magnússon rit- höfundur og Steinunn Jóhannesdótt- ir rithöfundur. Hópurinn skorar á stjómvöld að binda tafarlaust enda á þátttöku ís- lands í hvers kyns hóprefsingum sem beitt er án dóms og laga gegn íbúum íraks, Líbýu og Serbíu. Bent er á að samkvæmt íslenskum lögum sé bannað að sakfeha hópa, bara ein- stakhnga. Bent er á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi ákveöiö án dóms og laga að refsa heilum þjóðum vegna meintra brota leiðtoga þeirra, þar á meðal íbúum fyrmefndra þriggja landa. Bent er á að íbúar þeirra búi við herfileg mannréttinda- brot leiðtoga sinna en með refsiað- gerðimum skerði Öryggisráðiö enn frekar mannréttindi þeirra. Bent er á að í Irak sé þegar farið að gæta hungursneyðar og bama- dauði hafi margfaldast af völdum refsiaðgerðanna og hehbrigðiskerfið er í rúst. Svipað sé aö segja um Serb- íu. Minnt er á ákvæði Genfarsáttmál- ans, sem íslendingar hafa undirritað, einkum bann við stríðsaðgerðum, sem bitna helst á óbreyttum borgur- um. Þar sem ísland sé aðhi að þess- um aðgerðum séum við öh samsek í því að valda saklausu fólki óbætart- legum skaða. „Ég er sannfærður um aö th eru aðrar leiðir og árangursríkari til losa þjóöir við leiðtoga sem komist hafa til valda á ólýöræðislegan hátt og bijóta mannréttindi á þjóðum sínum. Ég vh að ýtt sé undir friðarhreyfing- ar og sfjórnarandstöðuna í þessum löndum. Menn halda því fram að ef stjórnarandstæðingar og friðar- hreyfingar hefðu verið styrktar með því fé sem varið hefur verið í refsiað- gerðir í Serbíu heföi það skilað mun meiri árangri en refsiaðgerðirnar," sagði Amþór Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.