Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 11 Meiming Frá hornístöðum til höggstokks A Islandi hefur ekki varðveist nema brot af þeim mikla fjölda dýrgripa sem heimildir segja okkur að hafi prýtt bæði kirkjur og höfðingjasetur, svo ekki ekki sé minnst á forgengilega hversdagshluti, þá sem ryö, mölur og íslensk veðrátta grandaði. Engu að síður höfum við aðgang að fjölmörgum gripum, bæði í Þjóð- minjasafni íslands og minjasöfnum víða um land, sem veita okkur ómetanlega innsýn í sögu okkar og menn- ingu. Þessir gripir eru hins vegar ekki alltaf eins aug- ljóslega glæsilegir í útliti og þau gersemi sem útlendar safnastofnanir geta teflt fram, sem leggur okkur skyld- ur á herðar. Við verðum að leggja okkur sérstaklega fram við að kynna þessa arfleifð okkar í máh og mynd- um til að almenningur fái skynjað seiðmagn hennar og þýðingu. Sjálfum eru mér minnisstæð viðbrögð við nærmyndum Páls Stefánssonar ljósmyndara af nokkr- um brúkshlutum úr Byggðasafninu að Skógum, sem birtar voru í tímariti sem ég ritstýrði fyrir nokkrum árum. Lesendur létu í ljós undrun og ánægju yfir sér- stæðri og óvæntri fegurð þessara hluta. Tilefni þessa formála er að sjálfsögðu „Gersemar og þarfaþing", ný bók sem gefin hefur verið út í tilefni af 130 ára sögu Þjóðminjasafnsins og 50 ára afmæfi lýðveldisins. Rit- stjóri verksins, Árni Bjömsson, og samstarfsmenn hans hafa einmitt bmgðið á það ráð að velja 130 gripi til ljósmyndunar og umfjöllunar og byggist valið að mestu á afmælissýningu Þjóðminjasafnsins, „Nútíð við fortíð", sem haldin var í fyrra við góðar undirtektir. Nóbelskjóll Auðar Laxness Aðstandendur bókarinnar hafa einnig haldið sig við þá tilhögun sýningarinnar að láta aðfangaskrá ákvarða uppröðun. Herfi frá 19. öld getur því fylgt í kjölfar skautbúnings frá 18. öld eða nóbelskjóls Auðar Laxness, svo dæmi séu tekin af handahófi. Vissulega gefur þessi uppröðun ágæta hugmynd um „hin mörgu sérsvið á vegum þjóðminjavörslunnar", svo vitnað sé í formála Árna Björnssonar, en rýrir að einhveiju leyti pedagógískt gildi bókarinnar. Uppröðun í tímaröð hefði gert hvort tveggja í senn, að rækja trúnað við sérsviö þjóðmipjavörslunnar og veita sögulegt yfirlit til almennra nota. Þar á móti kemur að bæði eru grip- ir vel valdir, koma manni oftlega á óvart, og umfjöllun- in fróöleg, skemmtileg, jafnvel fyndin. Hvað kannast Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson margir til dæmis við „lausavasa" sem konur nældu á sig og notuðu til að hrúga í afgöngum af veislumat? Eða hringabrynjuna sem Sigurður málari Guðmunds- son er sagður hafa gert sér? Og yndislega fjarstæðu- kennd er hugmynd Ástu frænku minnar Eiríksdóttur, konu Svavars Guðnasonar, að hanna kjóla og láta Svavar mála á þá mynstur. Þessum upplýsingum, og fleiri til, er hér skilmerkilega haldið til haga. Höfund- ar eru 35 talsins, sem segir allnokkuð um þann mikla áhuga á þjóðháttum og fomminjum sem nú virðist ríkja meðal íslenskra fræðimanna. Sérhver hlutur, hversu lítilmótlegur sem hann er, hefur merka sögu að segja, sverð jafnt sem blekbytta, homístöð, kaffi- kvörn og höggstokkurinn þeirra Agnesar og Friðnks. Sjálfur hafði ég mesta ánægju af skrifum þeirra Áma Bjömssonar, Hallgerðar Gísladóttur og Þórðar Tómas- sonar, en þau ásamt Elsu E. Guðjónsson og Þór Magn- ússyni em afkastamestu höfundar í bókinni. í heildina séð er ljósmyndun vel heppnuð, sem og prentun þeirra. Þó koma tvívíðir hlutir yfirleitt betur út en þrívíðir, hveiju sem um er að kenna. Gísh B. Björnsson er ábyrgur fyrir aðgengilegu og sígildu útliti bókarinnar. Óhætt er að yfirfæra heiti bókarinnar á hana sjálfa, kalla hana gersemi og þarfaþing, sjálfstætt framhald eftirminnilegra minjaþátta Kristjáns Eldjáms. Gersemar og þarfaþing Úr 130 ára sögu Þjóöminjasafns íslands 298 bls., 172 litmyndir, 25 s/h myndir Ritstjóri: Árni Björnsson Þjóðminjasafnið & Hið íslenska bókmenntafélag 1994 Sviðsljós Úti- bridge á Höfn Fólk gerði sér ýmislegt til skemmt- unar á „Hátíð á Höfn“ um síðustu helgi, meira að segja var þar sett upp bridgeborð sunnan við vegg. Spilað var fast og vel og um leið nutu þátt- takendur veðurblíðunnar. Bridgespilararnir Bjarni Þórhalisson, Jón Níelsson, Gunnar Halldórsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir i úrspili í hörðum samningi. DV-mynd Júlía Imsland, Höfn Þú sem ert félagshyggjumaður. Rí hverju að kyssa á vöndinn? Hefur Mogginn haldið uppi vörn fyrir skoðanir þínar? mmm - félagshyggjublaðið. Sími 631-600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.