Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 9 Bill Clinton Bandaríkjaforseti var kátur er hann fékk saxófón að gjöf frá Lech Walesa, forseta Póllands, i forsetahöllinni I Varsjá I gærkvöldi. Clinton vildi þó ekki tjá sig um hvort hann ætlaði að spila fyrir Walesa. Áður en Clinton kom í opinbera heimsókn til Póllands var hann í Lettlandi þar sem hann sagðist hafna þeirri kröfu Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta að brott- fiutningur rússneskra hermanna frá Eystrasaltsríkjunum yrði háður réttind- um rússneska minnihlutans í löndunum. Símamynd Reuter Watson á leiö til Hjaltlandseyja: Varðskipið hætt eftirför Norska varðskipið Andenes sneri aftur til Noregs þegar ljóst var að hvalvemdarsinninn Paui Watson stefndi rakleiðis til Hjaltlandseyja á skipi sínu Whales forever eða Hvalir að eilífu um hálfþrjúleytið í nótt. Skip Watsons hafði skemmst þegar það, að sögn norsku strandgæslunn- ar, sigldi inn í varðskipið á Vestur- firði. Watson heldur þvi hins vegar statt og stöðugt fram að varðskipið hafi siglt í veg fyrir sig. Hann hefur engu að síður verið ákærður fyrir skemmdarverk og að hafa siglt inn fyrir fjögurra mílna landhelgi Nor- egs í óleyfi. Norska strandgæslan hafði fyrir- mæh um að handataka Watson og færa skip hans til hafnar í Bodö en ekkert varö af því. Norðmenn túlka aðgerðir sínar þó sem sigur þar sem tekist hafi að vemda norska hval- veiðibáta fyrir aðgerðum Watsons. Watson hefur áfrýjað dómi sem hann fékk fyrir tilraun til að sökkva norskum hvalveiðibát í júh 1992. En ef hæstiréttur Noregs staðfestir dóm- inn munu norsk stjómvöld krefjast þess að Watsons verði framseldur. Engir framsalssamningar em í gildi milh Noregs og Bandaríkjanna en framsalskrafa mundi gera Watson mjög erfitt fyrir í Evrópu. Eigendur sextán norskra hval- veiðibáta hafa keypt sérstaka stríðsskaðatryggingu á báta sína af ótta við aðgerðir Watsons en venju- leg kaskótrygging nær ekki yfir skemmdarverk. Er iðgjöldunum stiht í hóf vegna áherslu norskra stjórnvalda á að vemda hvalveiði- bátana. Verjandi O. J. Simpsons: Lögreglan braut á réttindum Simspons Lögreglumennimir sem fóru inn á lóð mðningshetjunnar O.J. Simp- sons stuttu efir að fyrrverandi eigin- kona hans og ástmaður hennar höfðu verið stungin til bana bmtu á stjórn- arskrárvernduðum réttindum hans. Þetta fuhyrti veijandi Simpsons í réttinum í gær. Þá var hann að færa rök fyrir því að óghda ætti sönnunar- gögn sem fundust á lóð Simpsons; blóðugan hanska á gangstétt á bak við húsið, blóðbletti í innkeyrslunni og blóðbletti á hurð Broncojeppa í eigu Simpsons en honum var lagt í nokkurri fjarlægð frá húsinu. Lögreglumennimir, sem eru í sér- þjálfaðri sveit sem annast mál tengd þekktu fólki, héldu því fram í yfir- heyrslum að þeir hefðu óttast að annað morð hefði verið framið heima hjá Simpson en hann býr rétt hjá morðstaðnum. Þess vegna hefðu þeir ákveðið að fara inn á lóðina án leitar- heimildar. Simpson neitar staöfastlega sakar- giftum um að hafa orðið fyrrum eig- inkonu sinni og ástmannni að bana. Hann heldur því fram að hann hafi verið heima þegar atvikið gerðist en vitni sem sáu mann hlaupa á lóðinni og inn í húsið um það leyti sem morð- in voru framin þykja veikja þá fuh- yrðingu hans, auk þess sem hann svaraði ekki hringingu í innanhúss- kallkerfi um svipað leyti. SVARTISVANURINN Laugavegi 118 Sumarverð á ís Barnaís 60 kr. Venjulegur 80 kr. Hvítur-Bleikur-Brúnn Útlönd Svört skýrsla Amnesty Intemational: Pyntingar í Evrópulöndum Pyntingar og ofbeldi áttu sér stað á lögreglustöðvum og í fangelsum 26 Evrópulanda í fyrra, að því er fram kemur í ársskýrslu mannréttinda- samtakanna Amnesty Intemational. í Tyrklandi vora 24 aöilar pyntaðir tfi dauða af hemum og lögreglunni. Danmörk og Svíþjóð eru meðal þeirra Evrópulanda sem eru nefnd vegna ofbeldis lögreglu. Enn fremur Bretland, Frakkland, Ítalía, Spánn og Portúgal. Þýsk yfirvöld eru gagn- rýnd fyrir meðferð sína á útlending- um. í mörgum löndum fyrrum Sovét- ríkjanna eru pólitísk morð og mannshvörf daglegt brauð. Stjómar- andstæðingar em þar fangelsaðir án dóms og laga. Amnesty bendir á að evrópsk yfir- völd hafi lítið gert til að lina þrautir stríðshijáðra flóttamanna. Fyrrum Júgóslavía er efst á listanum yfir átakasvæði þar sem brotið hefur ver- ið á mannréttindum. Að minnsta kosti 15 þúsund manns hefur verið haldið í fangabúðum, oft við hörmu- legar aðstæður. Allir stríðsaðilarnir þrír í Bosníu-Hersegóvínu hafa gerst sekir um morð á hundruðum óbreyttra borgara, körlum, konum og börnum. Sameinuðu þjóðirnar sæta einnig gagnrýni í árskýrslu Amnesty Int- emational. Gæsluliðar SÞ í Sómalíu og bandarískir hermenn í landinu gerðust sekir um dráp á konum og bömum. Nákvæm rannsókn á dráp- unum hefur ekki fárið fram. Gæslu- liðar SÞ leyfðu ekki stríðsföngum að hitta ættingja sína né lögfræðinga og brýtur það í bága við Genfar-sam- þykktina. Með þessu skapa Samein- uðu þjóðimar slæmt fordæmi, að mati Amnesty. Alls greina samtökin frá mannrétt- indabrotum í 151 landi. Yfir 100 þús- und pólitískir fangar í 53 löndum sitja nú inni án þess að réttað hafi verið í máli þeirra. í 61 landi voru framin póhtisk morð með þátttöku yfirvalda. í 112 löndum voru fangar pyntaðir eða sættu illri meðferð. Reuter, NTB nú er lag! Handhafar Eurcard-kreditkorta eiga kost á ótrúlegri sólskins- og tónleikaferð til Benidorm og Barcelona á enn ótrúlegra verði. Gist verður í þægilegum íbúðum og hótelum á Benidorm en þar ríkir gleðin nær óslitið allan sólarhringinn. Skoðunarferðir eru í boði og dagskrá fararstjóra SL er rómuð. 27. júlí bregðum við okkur til Barcelona á tónleika með Pink Floyd: Seiðandi tónfall, hnitmiðaðar laglínur, rammgöldrótt sóló og kraftmikill flutningur! Síðan er haldið aftur til Benidorm og sólin sleikt nokkra daga í viðbót. Hljómleikar, ferðir, gisting, fararstjórn, allir skattar og gjöld aðeins: 53.040 kr. á mann miðað við 4 í íbúð 58.040 kr. á mann miðað við 3 í íbúð 62.040 kr. á mann miðað við 2 í íbúð 58.040 kr. á mann miðað við 2 á hóteli, Ef þú ert handhafi ATLAS- eða gullkorts frá Eurocard færðu þar að auki 4000 kr. afslátt því afsláttarávísunin gildir einnig fyrir þessa ferð. Nú er rótti tíminn til að fá sór Eurocard! 4000 kr. afsláttarávisun fylgir hverju ATIAS- og gullkorti. Samviiuiiiíerúir Lanisjn SÍMI: 91-69 10 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.