Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 28
F R 62 ÉTT A S I KOTIÐ • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notaó í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dre ' Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 7. JÚU 1994. Gýimsraimsókniri: Sýni send milli dýralækna Gæðingurinn Gýmir, sem fótbrotn- aði á landsmótinu á Hellu um síðustu helgi, hefur verið krufinn á Tilrauna- stöð Háskólans í meinafræði á Keld- um en Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir á Keldum, vildi ekkert um málið segja við DV í gær og vísaði alfarið á Grétar Hrafn Harðarson, héraðsdýralækni á Hellu. Grétar Hrafn sagði að búið væri að taka sýni til að rannsaka hvort um lyfja- gjöf hefði verið að ræða. Hann vildi hins vegar ekki segja hvar þau yrðu rannsökuð en sagði að niðurstaða yrði gerð kunn í næstu viku. Félag tamningamanna fór fram á aö rann- sókn yrði gerð á fótbroti Gýmis og var Grétari falið að hafa umsjón með —» henni. Davíð hittir Gro Harlem „Þetta er hefðbundinn sumarfund- ur forsætisráðherra sem stendur stutt. Hann hefst í dag og lýkur á morgun. Það er ekki beinhnis á dag- skrá aö ræða þorskastríð Noregs og íslands en fólk hittist og getur spjall- ' að saman á þessum sérstöku vinnu- fundum og síðan við önnur tæki- færi. Það verður bara að ráðast hvort við Gro Harlem Brundtland ræðum ósamkomulag íslendinga og Norð- manna. Mitt innlegg, ef til þess kæmi, er ekki ákveðið, það er allt of fljótt að segja til um það ennþá,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Davíð hélt til Nyslott í Finnlandi í gær til að stjórna fundi forsætisráð- herra Noröurlandanna. Margir bíða spenntir eftir fundi hans og Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, vegna þess ástands sem hefur ríkt á milli Norðmanna og íslendinga. Allsherjargoði vígðuríkvöld Jörmundur Ingi Hansen verður vígður allsherjargoði ásatrúarsafn- aðarins í kvöld að Þingvöllum. Hóp- ur ásatrúarmanna leggur áf stað frá Valhöll í kringum kl. 19 í kvöld og ríöur niður Almannagjá, út velhna og inn á Öxarárhólma úr austri. „Það er alltaf svoUtill fiðringur í manni þegar maður á að gera eitt- hvað sem aldrei hefur veriö gert áð- ur. Settur verður upp hringur sem er helgaður með 36 kyndlum til að minna á hina 36 Goða og 360 gráður jarðarinnar. Ég mun síðan sveija eið að fomum hætti,“ segir Jörmundur Ingi Hansen. LOKI Kanarnir sjá strax gróðann ef þeir mynda sápuóperuna á Lyng- hálsil Báðar f ylkingar reyna að selja Jón Olafsson, Símon A. Gunn- arsson og Sigurður G. Guðjónsson, fulltrúar meirihlutans í stjórn Stöðvar 2, voru væntanlegir til landsins í morgun frá New York ásamt fulltrúum frá bandarísku verðbréfafyrirtæki. Bandaríkja- mennimir hyggjast Uta á aðstæður á Stöö 21 dag, skoða reikninga og ræða við forráðamenn meö hugs- anlega sölu á bréfunum fyrir hlut- hafana í huga. Það er því Ijóst að bæði meiri- og minnihluti í ís- lenska útvarpsfélaginu stefna að sölu bréfa sinna í stöðinni en full- trúar frá Oppenheimer verðbréfa- fyrirtækinu voru hér á landi fyrir skömmu á vegum fylkingar minni- hlutamanna. AthygU vakti þegar menn frá Opp- enheimer veröbréfafyrirtækinu voru hér á dögunum að þeir ræddu við báðar fylkingar hluthafa og sam- kvæmt heimildum DV tóku Jón Ól- afsson og hans menn ekki óUklega í sölu sinna bréfa. Það sem vakti fyrir Oppenheimer var möguleikinn á að geta selt aUt fyrirtækið í einu. Samkvæmt útrelkningum sér- fræðinga er ijóst að hlutabréf í Stöö 2 yröu sennilega seld aðilum í Bandaríkjunum á genginu 4,65 ef af yrði. Raunar er taUð mjög llklegt að hugsanleg tilboð veröi á þessu gengi. Nafnvirði hlutafjár í ís- lenska útvarpsfélaginu er um 550 milljónir. Ef öU hlutabréf félagsins yrðu seld á genginu 4,65 fengjust 2557 railljónir fyrir þau. Hlutabréf- in hafa verið að seljast á genginu 2,80 hér á landi. Eins og DV hefur greint frá var Sigurjón Sighvatsson í sambandi við menn tengda ABC sjónvarps- stöðinni í vor og hugðist selja sinn hlut. Samkvæmt heimildum DV boöaði hann komu manna frá Bandaríkjunum fil að skoða stöðina snemma í maí áður en hann síðan keypti ný hlutabréf í stöðinni í Iok mánaðarins sem frægt varð. Ekkert varð af komu mannanna þá. Þeir (élagarnir Eiður og Birkir, sem vinna hjá Verkvali á Akureyri, hafa verið í eiturhernaði síöustu dagana. Þeir starfa við það um þessar mundir að eitra fyrir skorkvikindi í görðum bæjarbúa og voru að störfum í Norðurgöt- unni þegar DV rakst á þá. DV-mynd gk Fáfnir hf. á Þingeyri í greiðslustöðvun: Samdráttur í þorsk- veiðum erf iðastur - seglr framkvæmdastj órinn „Það sem hefur verið okkur erfið- ast er gifurlegur samdráttur í þorskkvóta. Hagræðingaraðgerðir okkar hafa ekki náð að halda í við þennan samdrátt," segir Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fáfnis h/f á Þingeyri. í gærmorgun veitti héraðsdómar- inn á Vestfjörðum Fáfni h/f greiöslu- stöðvun til þriggja vikna. Starfsfólki fyrirtækisins var kynnt þessi á kvöröun á fundi sem stjórnendur fyrirtækisins héldu með því í gær. Samkvæmt heimildum DV kom þessi ákvörðun starfsfólkinu mjög á óvart. Fáfnir er langstærsti atvinnurek- andinn á Þingeyri, fyrirtækið á frystitogarann Sléttanes. Áður rak fyrirtækið tvo ísfisktogara, Sléttanes ogFramnes en á síðasta ári seldi það sinn hluta í Framnesi til íshúsfélags ísfirðinga. Þá var Sléttanesinu breytt í frystitogara og er talið að sú breyt- ing hafi verið fyrirtækinu erfið en skipið var frá veiðum í hálft ár við breytingar auk þess að rekstrarplön gengu ekki upp, m.a. vegna þess að skipið fékk ekki fullvinnsluleyfi. Það mun vera mat stjórnenda fyrir- tækisins að þeir eigi ekki möguleika til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá hlutdeild í þeim 300 millj- ónum sem Vestfjarðaaðstoðin gerir ráð fyrir, þess vegna sé eina leiðin að leita samninga við lánardrottna. Fáfnir h/f skuldaði um síðustu ára- mót rúmar 800 milljónir. Sólin bræddi veginn í Kömbunum Starfsmenn Vegagerðarinnar báru sand á veginn í Kömbunum og á Hellisheiði í gær þegar ljóst varð að bráð kom í yfirborð olíumalarinnar vegna mikils hita frá sólinni. Tjaran leystist upp úr veginum og varð úr talsvert tjöruat, samkvæmt upplýs- ingum DV í morgun. Olíumölin hitnar mest á þeim köfl- um þar sem vegurinn hallar á móti sólu, t.d. í Kömbunum. Til að sporna við bráðinni er fínn sandur borinn á yfirborð vegarins. Hitinn í gær náði um 21 stigi í Ölfusi. Veöriö á morgun: Víðastbjartsuð- vestan-og vest- anlands Hæg norðlæg eða breytileg átt. Þokuloft og 6 til 10 stiga hiti verð- ur norðanlands og austan en víða léttir til í innsveitum þegar kem- ur fram á daginn. Um landið suð- vestan- og vestanvert verður víð- ast bjart veður og 16 til 22 stiga hiti þegar best lætur. Veðriö í dag er á bls. 36 Ertu búinn að panta? dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIDI ? Innanlandssími (90200 ÞREFALDUR 1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.