Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 2
Svið'smynd úr Jeppa á Fjalli. Jeppi á Fjalli frum- sýndur á fimmtud. í tilefni af 17 ára afmæli Þjóð- leikhúúsins, sem verður fyrsta sumardag-, verður sýndur gaman- leikurinn Jeppi á Fjalli eftir Hol- Iberg-. Leikstjóri við uppfærsluua í Þjóðleikhúsinu verður Gunnar Eyjólfsson, en aðalhlutverkið hef- ur með höndum Lárus Pálsson. •Þetta leikrit hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og verið sýnt víða um land, en það íhefur ekki verið fært upp í Reykjavík sl. 30 ár. Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt Æðikollinn eftir Holberg. Holberg er fæddur í Noregi, en fluttist ungur til Danmerkur, en áður en hann settist þar að fyrir alvöru ferðaðist hann víða um Evrópu til að kynna sér erlend leikliús. Varð hann fyrir miklum áhrifum frá Moliere. Síðan setti hann upp leikhús í Kaupmanna- Smjörframleiðsla dregst mjög saman Osta- og smjörsalan hélt aðal- fund sinn, laugardaginn 15. þ. m. 4 Sambandshúsinu við Sölvhóls- Kötu. Formaður stjóranrinnar, Erlend ur Einarsson, forstjóri, stjórnaði fundarstörfum og kvaddi Sæm- und Friðriksson, framkvæmdastj. til að rita fundargerð. Minntist hann I upphafi máls 6Íns tveggja samvinnumanna og leiðtoga íslenzkra bænda, þeirra 6éra Sveinbjarnar Högnasonar prófasts á Staðarbakka og Sverr 4s Gíslasonar I Hvammi, en þeir höfðu báðir látizt síðan síðasti ársfundur fyrirtækisins var hald- inn. Sigurður Benediktsson, fram- tívæmdastjóri. lagði fram og skýrði endurskoðaða reksturs- og efnahagsreikninga fyrir árið 1966 og gaf skýrslu um starfsem ina á árinu. Heildarmjólkurframleiðslan á Srinu 1966 varð nærri 5 milljón ijm kg. minni en árið á undan eða sem svaraði 4,7%. Alls nam innvigtuð mjólk á árinu 101.538. 462 kg. Ástæður fyrir minnkandi mjólk urmagni á sl. ári voru m. a, fþær að veðurfar var í óhagstæðara lagi og heyskapur með minna móti. Jafnframt var fækkun mjólk urbúa töluverð á sama tíma sem bændur juku við sauðfjárstofninn. Kuldakaflar og rysjótt tíðarfar yf ir sumarið hafði hér drjúg áhrif. Um síðustu áramót, voru smjör birgðir mjólkursamlaganna um 840 smálestir, ostur um 530 smá- lestir. Voru smjörbirgðlr rúmum 300 tonnum lægri en við áramót in þar á undan. Vegna hins mikla mjólkur- magns. sem hafði orðið á árinu 1965 og mikillar birgðaaukningar, sérstaklega í smjöri, voru gerðar ráðstafanir til þess á sl. ári að hafa hemil á smjörframleiðslunni með því að auka framleiðsluna í nýmjólkurmjöli og osti og binda með því allmikið fitumagn í þeim vörum, miðað við það, sem áður hafði verið. Heildarframleiðsla mjólkursam laganna varð þannig á árinu 1966: Framhald á 13. síðu. höfn og skrifaði 26 leikrit á 4 ár- -um. Geta mætti þess, að Lárus Pálsson útskrifaðist frá leikhúsi Holbergs fyrir 30 órum. Leikritið Jeppi á Fjalli, sem er bæði igaman og alvara, fjallar um fátækan og umkomulítinn bónda, sem lifir við slæm kjör, lendir á fylleríi og vaknar í rúmi baróns, i og heldur sig vera í himnaríki. 1 Ásamt Lárusi eru í helztu að- aShlutverkum Anna Guðmunds- dóttfir, Árni Tryggvason, Rúrik Haraldsson o. fl. Leikmynd og bún ingar eru gerðir af Lárusi Ingólfs- syni. Þýðandi er Lárus Sigurbjörns son. Af komandi verkefnum Þjóð- leikhússins mætti geta Hunangs- ilms, brezkt leikrit, sem verður sýnt í Lindarbæ og söngleikur eft- ir Odd Bjömsson, sem verður færður upp í Þjóðleikhúsinu. Síð- an munu nemendur skólans sýna einþáttunginn Dauði Betsy Smith eftir Edward Albee. Hjá Þjóðleikhúsinu eru nú tvö leikrit í gangi, Marat/Sade og Loftsteinninn. . . Akranesi, GV—Hdan. Eins og kunnugt er, hefur und- anfarið verið unnið að djúpborun eftir heitu vatni við Stillholt á Akranesi. Sl. sunnudagsmorgun var holan orðin 855 metrar að dýpt og byrj- þá að koma vatn, og þrýsti ca. 14 sekúndulítra og er stöðugt rennsli frá henni. var búið að mæla hita neðst í holunni í gær- en giskað var á að það væri ca. 110—120 stiga heitt. í gær var unnið að því að fóðra efstu 60 metra holunnar og var búizt við að því verki yrði lokið BONN 17. apríl (NTB-DPA) - Líð an Konrads Adenauers fyrrum kanzlara var sögð alvarleg í kvöld. í morgun var sagt, að líðan Ad- enauers væri svipuð og kvöldið áður, en þá var saigt að hann væri að jafna sig. Adenauer er enn í súrefnis- tjaldi og hefur lítið neytt matar. í gærkvöldi, en þá verður haldið áfram að bora, allt niður á 1200 m dýpi. Skákmeistari Patreksfjarðar Patreksfirði, ÁHP—Hdan. Mikið líf hefur verið í Taflfé- lagi Patreksfjarðar í vetur, en á vegum félagsins iðka félagsmenn, auk skáklistar, bridge. Nýlokið er skákmóti Patreks- fjarðar og var keppt í tveim flokk um. í 1. flokki vom 7 keppendur. Skákmeistari Patreksfjarðar varð Páll Ágústsson með 5 vinninga. Næstir voru Jón H. Ólafsson með 414 vinning og Snorri Gunnlaugs- son með 4 vinninga. í unglingaflokki voru keppendur 26 á aldrinum 10—15 ára, en teflt var eftir Moradkerfinu. Siigurveg- ari varð' Valur Tryggvason með 7 vinninga, en næstir Baldur Framhald á 13. síðu. Tveir sjó- liðar drukkna TVEIR banudarískir sjóliðar af kafbátnum ,,U.S.S. Picuda“ féllu fyrir borð, er kafbáturinn var á venjulegri æfingaferð í Norður- Atlantshafi sl. sunnudagsmoi'gun. Nánar tiltekið um 100 mílum fyr- ir norðan Færeyjar. Herflugvél frá Keflavíkurflug- velli og brezk Chackieton flugvél komu á staðinn og aðstoðuðu við leit mannanna, en veður til leitar var mjög slæmt á þessum slóðum og hafa mennimir ekki fundizt. Gylfi Þ. Gíslason Sigurður Guðmundsson 1 Skemmtif undur Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur skemmtifund í Þjóð leikhúskjallaranum miðvikudaginn 19. apríl kl. 8.30 e. h. (síð- asta vetrardag). Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi, Lyn og Graham M« Carthy skemmta. Ávörp flytja: Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra og Sigurffur Guð- mundsson, form. SUJ. Húsið verður opnað kl. 7 e.h. fyrir matargesti Boðskort verffa afhent á skrifstofu Alþýffuflokksins, Hverfisgötu 8-lt, sími 16724. Fjölmenniff ogr takiff meff ykkur gresti. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. g 18. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.