Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 15
Ræða Björgvins Frh. af. 7. siöu. og ætlaöi að taka upp viðskipti við annað olíuféiag. En fyrirtæk inu var kurteisiega tilkynnt, að þetta væri ekki leyfilegt. Og því spyr ég ykkur Heimdell ingar góðir sem málsvara frjálsr ar samkeppni: Finnst ykkur þetta ekki dágott frjálsræði í viðs'kipt um. Er þetta ekki hin frjálsa sam keppni. Eða finnst ykkur ef tii vill eins og okkur jafnaðarmönnum, að kominn sé tími til þess að setja löggjöf til þess að sporna gegn slíkum viöskiptamáta. Það er oft mjög gaman að sjá viðbrögð sjálfstæðismanna þegar taká þarf afstöðu til frjáisrar sam keppni — ekki á pappírnum lield ur í raunveruleikanum. Gott dæmi er afstaðan til nýrrar kassagerðar. Hér á landi hefur verið starfandi myndarleg kassagerð og jafnaðar menn, sem fyigjandi eru skipu- lagshyggju, Iharma það ekki þó önnur kassagerð rísi ekki upp a. m.k. ekki á meðan Kassagerð Reykjavíkur er vel rekin. Hins vegar gera jafnaðarmenn sér ljóst að sé fyrirtækið aðeins eitt í á- kveðinni starfsgrein getur það náð einokunaraðstöðu og jafnaðar- menn eru á móti einokun. Þegar frystihúsaeigendur tóku að undir búa nýja kassagerð, sem keppa mundi á frjálsum grundvelli við Kassagerð Reykjavíkur, mótmælti mikill fjöldi sjálfstæðismanna. Þannig var umhyggja þeirra fyrir frjálsri samkeppni þá. Hins vegar sögðu sjálfstæðis menn ekkert, þegar leyft var að stofna hvert skipafélagið á fæt ur öðru til hófuðs gamaLgi-ónu skipafélagi Eimskipafélagi Xslands Þegar hin nýju skipafélög spruttu hér upp fyrir nokkrum árum eins og gorkúlur, versnaði hagur Eim skipafélagsins skyndilega mjög mikið. Nýju félögin fleyttu rjóm ann af flutningunum til landsins fluttu fyrst og fremst stykkjavör ur, sem frjáls farmgjöld voru á, en Eimskip sat eftir með sekkja vöruna, sem háð var verðlagsá- kvæðum. Og Jöklarnir fluttu nær allan frysta fiskinn sem Eimskip liafði flutt. Þetta var hin frjálsa samkeppni í framkvæmd og Eim- skip var að verða gjaldþrota. Síð an voru verðlagsákvæðin á sekkja vörunni afnumin og Eimskip fékk | aftur freðfiskflutninga og hagur þess vænkaöist á ný. En það mun aöi svo sannarlega ekkl miklu, að irjálsa samkeppnin dræpi þetta gamla óskabarn þjóðarinnar. Og það hefði áreiðanlega gcta farið svo án þess að frjáLsræðispostul arnir í Sjálfstæðisflokknum hefðu haft af því nokkrar áhyggjur. Frjálsa samkeppnin mátti drepa Eimskip en hún má ekki koma við Kasagerðina. Þannig er sam ræmið. Sjálfstæðismenn gagnrýna verð- lagseftirlitið mikið. Þeir vilja taka allar vörur undan verðlagsákvæð um gefa álagninguna frjálsa og leggja alla verðgæzlu niður. Frjáls samkeppni er bezta verðlagseft irlitið segja sjálfstæðismenn. Því , miður lofar reynsla undanfarinna ára ekki góðu í því efni. Hins veg ar igerum við jafnaðarmenn okk ur ljóst, að verðlagseftirlitið í nú verandi mynd þess er haldlítið og lítil vörn í þvi fyrir neytendur. Rálðherra Afþýðuflokksins Gyifi Þ. Gíslason, á nú frumkvæðið að því að endurskoða verðlagseftirlit ið og fara nýjar leiðir, er tryggi betur hagsmuni neytenda. Verðlagseftirlit 'hefur verið hér á landi nær samfellt síðan 1937. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftast verið í stjórn á því tímabili, og farið með verðlags- og viðskipta mál langtímum saman. Þess ættu Heimdeilingar að minnast er þeir gagnrýna verðlaigseftirlitið. Það er einnig táknrænt að Alþýðuflokkur inn en ekki Sjálfstæðisflokkurinn skuli eiga frumkvæðið að endur skipulagningu verðiagseftirlitsins Á hinum Norðurlöndunum, þar sem jafnaðarmenn hafa farið með stjórn hafa verið farnar nýjar leið ir í verðlagsmálum. í stað þess að láta við það sitja að hafa há- marksálagningu á vörum eins og hér, hefur verið farið inn á þá braut að rannsaka verðmyndunina í hinum ýmsu vöru- og þjónustu greinum. Leiði slík rannsókn í ljós að álagningin sé óeðlilega há, grípa verðlagsyfirvöldin inn í og banna hina háu álagningu. Þetta er hin nýja verðgæzla, sem jafn aðarmenn hafa tekið upp á Norð urlöndum, og viljum einnig fá hér. Séu ísl. verzlunarfyrirtæki reiðu búin að fá slíka verðgæzlu yfir sig tel ég vissulega koma til greina að taka allar vörur undan ákvæð um um hámarksálagningu - þ.e. að leggja niður verðlagseftirlitið í núverandi mynd þess. Ég er ekki fylgjandi gagnslausu verðlagseft irliti. Ég tel að við þurfum raun hæfa verðgæzlu — verðgæzlu sem gætir hagsmuna neytenda og kem ur í veg fyrir óeðlilega hátt vöru verð. Ókve$!n Ijóð Frh. af 5. síðu. í heilt sumar, nótt og dag. Ég hvarf frá Ijóði mínu í vor og lét mér nægja að hugsa um það. Ég gaf mér ekki tíma til aS unna þvf — ég hefði þó átt að lifa fyrir það eitt. Nú er Ijóðið mitt ókveðna týnt. Þetta kvæðt, einnig komiff úr Bréfum að austan, er ef til vill alls ekki um „orð’’ heldur t.a.m. um „ást”. Ef til vill bendir það ásamt Flugvallarljóðunum til að Ijóðræn gáfa Jóns Dan þurfi sam- hengi frásögu til að njóta sín réttilega, til að orð hans vaknl af svefni. Hvað sem veldur virð- ast mörg ljóð hans í þessari bók með einhverjum hætti ófullnægð, ókveðin, týnd. — Ó.J. Barist viö verðb Frh. af 5. síðu. fyrr og lífskjör þjóðarinnar hafa tekið stórstígum framför um. Með því er þó ekki sagt að öll vandamál almennings hafj verið levst. Því fer fjarri. í húsnæðismálum er í undirbún ingi stórfelldar framkvæmdir um byggingu íbúða með sérstök um kjörum fyrir meðlimi verka lýðssamtakanna, sem ætla má að hafi áhrif til lækkunar á sölu verð íbúða og lán húsnæðis- málastjórnar hafa verið stór hækkuð, en enn þarf mikilla átaka við í þessu efni einkum um lækkun byggingarkostnað- ar. Þegar þessi hagstæða efna hagsþróun og hin stórfellda uppbygging atvinnuveganna er hofð í huga, er varla ástæða til þeirrar svartsýni og þess áróð urs, sem stjórnarandstaðan hef ur 'haft í frammi. Að vísu er það vissulega rétt, að verðbólgu þróunin er stöðug ógnun við útflutningsframleiðsluna, sem verður að sætta siig við verðlag á erlendum markaði. Engum hefur verið ljósara en ríkis- stjórninni, að boginn hefur ver ið spenntur til þess ítrasta hvað þetta snertir. En það er nú einu sinni svo, að verðbólga fylgir gjarnan miklum framíörum, miklum framkvæmdum og mik ilU eftirspurn eftir vinnuafli. Verðbólgan er í sjálfu sér tákn velgengni, mikillar fjár festingar og mikillar neyzlli hjá þjóðinni. Vandinn er bara sá að hún stöðvi ekki útflutn- ingsframleiðsluna. Aðferðir til þess að draga úr eða stöðva verðbólgu eru vel kunnar og sömu aðferðirnar eru notaðar itil þess um allan (hinn menntaða heim. Vandinn er bara sá, að allar koma þær meira og minna illa við skammsýna stundarhaigs muni hinna ýmsu stétta þjóðfé lagsins og eru meira og minna óvinsælar meðan að allt getur slarkað. Og það er einmitt þetta sem að óábyrg stjórnarandstaða notar sér til þess ýtrasta. Rík isstjórnin hefur beitt ýmsum ráðstöfunum af þessu tagi og þó aldrei harkalegri, en nauð- synlegt hefur verið hverju sinni vegna útflutningsframleiðsl- unnar. En í öllum tilfellum hef ur stjórnarandstaðan, eða |«.mJkA Framsc)J:narflokkurinn beitt sér gegn þeim af öllu því afli og með allri þeirri ósvífni sem hann hefur haft yfir að ráða. Tekið hefur verið undir alla kröfugerð — hvaðan sem hún hefur komið, jafnt frá atvinnu rekendum sem launþegum og ekki sízt þeirra tekjuhæstu. Þetta er að vera allra vinur en engum trúr. Tilgangurinn hefur verið sá einn að torvelda stjórn landsins, hvað sem það kostaði þjóðina, og komast á ný í stjórnarandstöðu. Baráttan við verðbólguna hefur fyrst og fremst verið barátta við stjórn arandstöðuna og má segja að þar hafi stjórnarandstöðunni orðið töluvert ágengt. Útflutningsframleiðslan hef- ur nú orðið fyrir talsverðu á- falli, vegna verðfalls á erlend um markaði, sem vonandi er þó tímabundið. En þjóðin var betur undir það áfall búin en nokkru slnni. Hún er vel bú in að framleiðslutækjum, af koma ríkissjóðs hefur vefið mjög góð vegna mikils innflutn ings og mikillar neyzlu oig hún á 2 þúsund millj. kr. gjaldeyr isforða. Þessar aðstæður gerðu . verðstöðvunarstefnuna fram- kvæmanlega án þess að leggja á nýja skatta eða skerða lífs kjör þjóðarinnar. Þjóðin stendur vörð um verð stöðvunanstefnuna og verkalýðs Ihreyfingin og foi'ystumenn hennar hafa tekið henni rel og drengilega, en hlotið snupr ur fyrir hjá framsóknarmönn um. Það ábyrgðarleysi verður þjóðin að muna í kosningunum í vor. Það er öllu öðru nauðsyn legra að kveða niður ábyrgð- arleysið í íslenzkum stjómmál Nýjar vélar Efnalaugin Lindin nýr hreinsilögur, sem reynisl frábærlega vel. Fatnaðurki* verður svo hreinn oa áferðar- fallegur, sem nýr værl. — Hreinsum og pressum allam fatnað á 45 mínútuHi. — Góð bílastæði. Efnalaugin Lindin Skúlagötn 51. Auglýsing um bótagreiðslur ! vegna laga um ; hægri handar umferð. I Aíhygli skal hér með vakin á eftirfarandi á- í kvæðum á lögum nr. 65. 13. maí 1966 um hægri handar umferð. 6. gr. Bæta skal kostnað vegna eftirtalinna fram kvæmda: 1. Kostnað við nauðsynlegar breytingar á vega- og gatnakerfi landsins, þar með tald‘ ar breytingar á umferðarljósum og um- ferðarmerkjum. "*>***. 2. Kostnað við nauðsynlegar breytingar á bif- ; reiðum og öðrum vélknúnum ökutækjum. 3. Annan óhjákvæmilegan beinan kostnað, sem leiðir af breytingu umferðarlaganna. Eigi skal bæta annað en beinan kostnað. Eigi skal heldur bæta fyrstu kr. 1000.00 af kostn- aði við breytingu á hverju ökutæki. 7. gr. Bótarétt samkvæmt 6. gr. eiga veghaldarar, skráðir eigendur ökutækja, svo og aðrir þeir, sem eins stendur á um. 8. gr. Hver sá, sem telur sig eiga rétt til bóta sam- kvæmt 6. gr., skal, áður en framkvæmdir hefj ast, senda framkvæmdanefnd nákvæma grein argerð um þær breytingar, er framkvæma skal,, ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun. Eigi skal bæta kostnað, nema framkvæmda- nefnd hafi fallizt á nauðsyn breytingar ogl( kostnaðaráætlun, áður en ráðizt er í fram- kvæmd. , Þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta sanr kvæmt lögum þessum, verða að leggja fram skriflega greinargerð fyrir bótakröfu og er óskað eftir að bótakröfur berist skrifstofu nefndarin’nar að Sóleyjargötu 17, Reykjavík, hið allra fyrsta. FR AMK V ÆMD ANEFND HÆGRI UMFERÐAR. 18. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.