Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 14
Mihajlovj Frh. af 3. ssðu. hafi hvatt til árása á samfélagið er brytu í bága við stjórnar- Skrána og gert tilraun til að brjóta niður bræðraþelshugsjón 6g samheldni júgóslavnesku þjóð arinnar. Réttarsalurinn tekur aðeins 70 Tnanns í sæti og var salurinn full skipaður áheyrendum. Þeirra á meðal voru vinir Mihajlovs, sem reyndu í fyrra að hefja útgáfu á tímariti, sem átti að berjast fyr ir auknu frjálslyndi í stjórnmála- og menningarlífi landsins. Þetta er í þriðja sinn sem Mi hajlov er stefnt fyrir rétt. 1965 hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir að birta grein þar sem hann hélt því fram að fyrstu útrýming arbúðunum hefði ekki verið kom ið á fót í Þýzkalandi heldur Rúss- landi. í nóvember í fyrra var hann dæmdur í 12 mánaða fang elsi fyrir að kalla stjórn Titos einræðisstjórn í greinum, sem birtar voru í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Sviðsljós Frh. úr opnu. Supremes standa alltaf fyrir sínu. Þetta lag er eitt af mörgum sem skapað hefur þessu söngtríói verðskuldaðar vinsældir. Það er athyglisvert hvað hljómsveitin gerir sínu hlutverki góð skil. Herman Hermit’s og félagar eru að mínu viti frekar slöpp hljóm- sveit, en Herman hefur samið mörg prýðisgóð lög og eitt þeirra er tvímælalaust ,,There’s a kind of hush“. New Vaudeville band er alveg sérstaklega góð hljómsveit, en þeir njóta sín ekki sem skyldi í þessu lagi, sem er reyndar komið til ára sinna. Ferðalög Frh. af 3. síðu. sens er skoða'ður í Óðinsvé- um. Þessi ferð kostar kr. 832,00. Þriðjudaginn 1. ágúst er svo flogið frá Kaupmannahöfn til íslands. — Haustferðin er svo 16 daga ferð til Mallorca með við- komu í London á heimleið. Lagt er af stað 28. september og komið heim aftur 13. októ- ber. Þetta ferðalag er ákaflega frábrugðið hinu fyrra, það er miðað við að fólk geti verið um kyrrt á Mallorca og notið baðstrandarlífsins og sólarinn- ar. Verð þeirrar ferðar er kr. 11.300,00 og er innifalið í því flugferðir allar, ferðir milli flugvalla og hótela, gisting og þrjár máltíðir á dag meðan dvalið er á Mallorca, gisting og morgunverður í London, söluskattur og fararstjórn. En fólk verður sjálft að greiða: skemmtanir, drykki, skémmti- og skoðunarferðir, flugvallar- gjöld í London og Palma. Á Mallorca er búið á Hótel Hisp- ana, en það er nýtt hótel, tók til starfa í september sl. Það stendur við ströndina 7 km frá Palma og þar er einkasund- laug. Herbergin eru öll tveggja manna og með baði og svöl- um. í heimleið er svo komið við í London og þar dvalið einn dag til frjálsrar ráðstöfunar. — Næstu daga munu allir meðlimir í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur fá heimsend í pósti bæklinga og þátttöku- tilkynningar, og segir i bækl- ingunum nánar frá tilliögun ferðalaganna. Öllum er heimil þátttaka í þessum ferðalögum, ekki aðeins flokksbundnu Al- þýðuflokksfólki,heldur er og vel unnurum Alþýðuflokksins vel- komin þátttaka meðan pláss er. Þeir, sem ekki fá bæklinga heimsenda, geta fengið þá af- henta á skrifstofu Alþýðu- flokksins, Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Allar almennar upplýsingar veitir um ferðalög- in Örlygur Geirsson, á skrif- stofu flokksins. Þátttöku í Dan- merkurferðina verður að til kynna eigi síðar en 1. júní n.k. og í Mallorca-ferðina eigi síð- ar en 1. ágúst 1967. 500 króna trygging verður að fylgja hverri þátttökutilkynningu. — í stjórn ferðanefndar Alþýðu flokksfélags Reykjavíkur eru Arnbjörn Kristinsson, Sigurð- ur Guðmundsson, Örlygur Geirsson og Páll Jónsson. Sinatra... Framhald úr opnu. mega búast við heitum móttök- um. Það eru fleiri en Bretar sem fá slíkar heimsóknir. Manfred Mann fara til Svíþjóðar í sumar og skemmta sænskri æsku í 10 daga. Dave Dee cig félagar hafa hætt við hljómleikaferðina til Bandaríkj- anna án þess að gefa á þvf nokkra skýringu. Það er að frétta af Kinks að þeir hafa nýlega sungið inn á tveggja laga plötu, sem mun vænt anleg á markaðinn í þessri viku. Accra j Frh. af 3. síðu. hefðu verið handteknir. Formaður Þjóðfrelsisráðsins, Ankrah hershöfðingi, sagði að fá- mennur hópur í aðeins einni her- deild hefði staðið að uppreisn- inni og heraflinn sem heild hefði haldið tryggð sinni við stjórnina. Fréttaskýrandi útvarpsins í Accra sagði, að ef fréttin um bylting- una gleddi útlaga frá Ghana er nú dveldust í Guineu, þá mættu þeir vita að íbúar Ghana mundu snú- ast enn harðar en ella gegn þvi að Nkrumah sneri aftur. Almenn gleði og hrifning ríkti á götum Accra þegar fréttir bár- ust um það, að byltingin hefði ver- ið bæld niður. Fréttir frá öðrum landshlutum benda einnig til þess, að þar ríki einniig almenn gleði vegna þess að byltingartilraunin fór út um þúíur, samkvæmt heim- ildum í Accra. Lesið Áiþýðublaðið 2 styrkleikar af Fyrirliggjandi eru að jafnaði STEYPUSTYRKTARJARNI Rifflad steypustyrktarjárn (40 — stál) 2200 kg./fercm. ' 8-10-12-14-16-18-22 og 25 mm. Venjulegt steypustyrktarjárn 1300 kg./rúmcm. 8-10-19 og 25 mm. Ennfremur er fyrirliggjandi bindivír og mótavír- TOYOTA LANDCRUISER TRAUSTUR OG KRAFTMIKILL. FRÁBÆR í AKSTRI. Tryggið yður TOYOTA. Japanska bifreiöasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. Þökkum Iijartanlega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför BJÖRNS JONSSONAR, prentara. ANNA EINARSDÓTTIR LONG BÖRN, BARNABÖRN OG SYSTKINI. Jarðarför föður okkar MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR, fyrrum prentsmiðjustjóra. fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag þriðjudag 18. apríl og hefst með húskveðju að heimili hans Sólgötu 1 kl. 2 e. h. BÖRN HINS LÁTNA. i Unga fólkið fær 25% afslátt allt árið! Flugfélagið boðar nýjung í fargjöldum: 25% afslátt af venjulegum fargjöld- um á Evrópuleiðum fyrir ungmenni á aldrinum 12—22 ára. Afslátturinn gildir allt árið frá 1. apríl 1967. Allar frekari upplýsingar og fyrir- greiósla hjá lATA-ferðaskrifstofun- um og Flugfélagi íslands. Nú þarf enginn að sitja heima! Fljúgið ódýrt með Flugfélaginu — áætlunarflug meó Boeing 727 þotu hefst l.júlí. Tímamót í íslenzkum ílugmálum 1937 (T. 1967 IATA Alþjóðasamvinna um flugmál J4 18. apríl 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ nvjoi5V3Misnsnv®'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.