Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — A'ðsetur: Alþýðuliúsið við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðuhlaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa* sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bílar og sjónvarpstæki Lúðvík Jósefsson talaði fyrir ’hönd Alþýðubanda- lagsins í eldhúsumræðunum og tilkynnti þjóðinni að sjálfsögðu, að alit væri í kalda koli og efnáhagslegt ihrun framundan. Hann lét ekki sitja við almennar ásakanir. Eitt versta dæmið um lélegt sjórnarfar var, að hans sögn, sú óþarfa eyðsla þjóðarinnar að flytja inn 5.000 bíla og 10.000 sjónvarpstæki á síðasta ári. Annað var það, sem hneykslaði Lúðvík jafnvel enn meir en þessi voðalega eyðsla. Það var, að útgerðar- menn hefðu ekki nóga peninga með höndum. Þetta var athyglisverð ræða. Leiðtogi Alþýðubanda- lagsins á þingi hneykslast á því, að almenningur skuli nú hafa ráð á að kaupa Volkswagen og sjón' varpstæki. Og í sömu ræðu er þessi alþýðuforingi að sálast úr áhyggjum yfir peningaleysi útgerðarmanna! Einhvern tíma hefðu Alþýðubandalagsmenn lofað útgerðarmönnum sjálfum að kljást við bankana um lánsfé. Þeir eru vanir að bjarga sér. Einhvern tíma hefðu leiðtogar Alþýðubandalagsins haft meiri áhyggjur af því fólki, sem ekki hefur ráð á litlum bíl eða sjónvarpstæki — eða einhverju enn nauðsynlegra. Einar Olgeirsson talar nú tíu sinnum á dag — síð ustu vikurnar, sem hann situr á Alþingi, en aldrei kvartar hann um peningaleysi útgerðarmanna. Og seint mundi það koma fyrir Hannibal Valdimarsson. Ætli það sé þess vegna, sem bandamenn hans, komm únistar í Reykjavík, hafa nú svikið hann og snúið við honum bakinu? Að sjálfsögðu má alltaf deila um, hvort bankarnir Jána útgerðarm., heildsölum eða iðnrekendum of mik- 'ið eða of lítið fé. En skoðanir formanns þingflokks Alþýðubandalagsins að fjölskyldubílar og sjónvarps- :tæki séu óþarfa eyðsla eru 20 ár á eftir tímanum. M'að jurinn virðist alls ekki gera sér grein fyrir þeim breyt iingum, sem hafa orðið á högum þjóðarinnar. Hann Jifir enn í löngu liðnum heimi hafta og gjaldeyris- skoT’ts. En mundi Alþýðubandalagið t. d. ef Lúðvík jyrði aftur ráðherra — stjóma í þeim anda, að fjöl- Iskyldubílar og sjónvarpstæki séu óþarfa eyðsla og ístöðva innfluttning þeirra? NETTE tækin eru seld í yfir 60 löndum. Sérhæfðir menn frá verk-. smiðjunum í Noregi annast alla þjónustu af kunnáttu. Radionette-verzlunin Aöalstræti 18 sími 1 69 95 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 j.v. . Kornelíus Jónsson úra- og skartgripaverzlun Skólavör'ðustíg 8. O rs w ITZE R LA N D Algerlega sjálfvirk Svissnesk fagvinna 100% vatnsbétt Tilkynnlng um lóðahreinsun í Hafnarfjarðarkaupstað Samkvæmt öðrum kafla heilbrigðissamþyktar Hafnarfjarðarkaupstaðar er lóðareigendum og umráðamönnum lóða skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Eigendur og umráðamenn lóða eru því hér með ámynntir um að flytja burt af lóðum sínum allt rusl sem veldur óþrifnaði eða ó- prýði og hafa lokið því fyrir 10. maí n.k. Hreinsunin verður að öðrum kosti franr kvæmd á kostnað lóðareiganda. Óheimilt og sranglega bannað að fleygja rusli og fiskúr- gangi eða hvers konar óþverra sem er í lækinn, höfnina, innan hafnargarðanna, í fjöruna eða annars staðar á land bæjarins og er aðeins heimilt að losa slíkt rusl eða úr- gang á sorphaugana austan Krísuvíkurvegar eða eftir fyrirmælum umsjónarmanns. Að gefnu tilefni er mönnum bent á að skylt er að hafa lok á sorptunnum og fást slík lok í áhaldahúsi bæjarins við Vesturgöu. Hafnarfirði 17. apríl 1967. HEILBRIGÐISFULLTRÚINN. Augiýsið í Aiþýðublaðinu krossgötum ★ VINNUÞÖRF UNGLINGA. Síðustu dágana hefur orðið mikil breyting á veðri, eftirhreytunum af kuldakastinu um páskana er lokið, hlýir vindar leggja leið sína inn yfir landið og snjórinn hjaðnar og hverfur, enda er sumarið á næstu grösum. Hver árstími hefur sín vandamál og úrlausnarefni, sem glíma þarf við og leysa, sum- arið líka. Fljótlega líður að því, að hleypt verður út úr síðustu kennslustund í barna- og unglinga- skólum bæjanna og þeim slitið. Auðvitað er það börnunum tilhlökkunarefni að losna úr langri inni- setu og kennslustagli á skólabekkjum vetrarlangt. Foreldrar og áðrir umráðendur barna og unglinga nafa hins vegar meiri og minni áhyggjur af því að erfitt kunni að verða að ná í eitthvað handa þeim að gera, þegar skólaverunni lýkur. Nokkuð stór hóp- ur er að visu svo lánsamur að ná í sendistörf og annað þvíumlíkt hjá ýmsum fyrirtækjum og stofn- unum í bæjunum, kannski þekkja foreldrarnir ein- hvern, ,seni er þeim hjálplegur með vinnu handa krökkunum. Aðrir eru svo heppnir að hafa sam- band við eitthvert sveitaheimili, sem þörf hefur fyrir börn yfir sumartímann, enda verður varla á hollari vinnu kosið fyrir unglingana. Fjölbreytileg störf á. góðu sveitaheimili, einatt undii’ beru lofti, ásamt nánum kynnum af gróðri og fugla- og dýra- lífi úti í náttúrunni, eru hin ákjósanlegustu upp- eldisskilyrði fyrir hina ungu borgara bæjanna, enda bíða þau jafnan með óþreyju eftir að komast í sveitina. I ★ AUKA ÞARF UNGLINGA- VINNUNA. Hins vegar verður með hverju ár- inu sem líður æ stærri sá hópur, ,sem hvorki er svo lánsamur að ná í vinnu á sveitaheimilum eða annað að gera, þótt allra ráða sé leitað. Hér hefur skapazt mikið vandamál á undanförnum árum, sem brýn nauðsyn er á að leysa á farsælan og heppi- legan hátt. Sú leið hefur verið farin, að bæjarfé- lögin hafa stofnað til unglingavinnu, en naumast á nógu víðtækum grundvelli. Áfram verður að lialda á þessari braut, þannig að enginn verði út undan, en allir fái eitthvað að gera, hver við sitt hæfi. Bæjarfélögin mega ekki horfa um of í kostn- aðinn, sem óhjákvæmilega hlýtur einhver að verða. Hér er þó ekki eingöngu um það að ræða, að ungl- ingarnir vinni sér inn einhverja aura eða vasa- peninga, þótt það skipti líka máli a.m.k. á sumum heimilum, heldur er aðalatriðið, að þau fái full nægt athafnaþörf sinni á heilbrigðan og þroska- vænlegan hátt. — S t e i n n . 4 18. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.