Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 5
M Dl/ni ÓKVEÐIN LJÓÐ Jón Dan: BERFÆTT ORÐ Almenna bókafélagið, Reykjavík 1967. 80 bls. P Jón Dan er nýtinn höfund- ur. í fyrstu bók hans, Þyt um nótt, var „þáttur” sem nefndist Jörð í festum og fjallar um brottflutning úr sveitinni, fólk á hvörfum milli sveitar og borg- ar, og um sársauka skilnaðar- ins; þetta er heilleg og læsileg saga eins og liún stendur í þeirri bók. Og efnið er höfundinum sýnilega hugstætt; skáldsaga hans Sjávarföll fjallar, meðal annars, um viðskilnað bóndason- ar við jörðina sína. En þar tvinnast saman í atburðarás og mannlýsingum nátturudýrkun og kynlosti; sagan er gagntekin kynlegum bríma. Við svipaðan tón kveður í Bréfum að austan, langri sögu sem Jón Dan spann upþ úr Jörð í festum í Tveimur bandingjasögum, næstu bók sinni, nema mærðarfyllri, hug- móðugri. ,,Of seint hef ég anzað þér, jörð mín. í sumar kem ég með son minn við hönd og kyssi þig rjóða.“ í Bréfum að aust an er sö^unni raunverulega snú- ið við; hún fjallar um afturhvarf af villustigum borgarlífs, og nú- tíma, til jarðarinnar sem bíður „í festum.” Óli Finnur, söguhetjan í Jörð í festum og Bréfum að austan, er í fyrri sögunni ofboð venju- legur þiltur, kaupstaðarmaður úr sveit eins og þúsund aðrir ís- lendingar; lýsing hans er sára- einföld en raunhæf og trúverð- ug það sem hún nær. í Bréfum að austan er hann orðinn skáld að auki og nokkur ljóð hans felld inn í frásöguna; þau eru nú tek- in upp, ofurlitið snurfusuð, í nýrri ljóðabók Jóns Dan. Sögur Jóns Dan hafa einatt raunsæja samtíðarlýsingu að yfirvarpi. Meira en yfirvarp er sú lýsing yfirleitt ekki, sögurnar keppa að rómantískri uppmálun og veg- sömun tilfinninga, sögufólkið að fullnægju vitundar- og hvatalífs handan skynsamlegs vits og reynslu. Höfundurinn lendir oft og einatt í vandræðum að sam- hæfa raunsæilega efnisgrind sagnanna hinu innra lífi sem hann vill lýsa og hvergi frekar en einmitt í Bréfum að austan; þar fer saman óvenju fjarstæð atburðarás og forskrúfaður, mærðarlegur stílsháttur. Af þessu leiðir auðvitað að sagan verður hvorki fugl né fiskur, tvískinn- ungur raunsáeis og rómantísku drepur henni á dreif; uppruna- legur s.ársauki söguefnisins, rót- leysi og sektarkennd hins upp- flosnaða rnanns snýst þar upp í hugsjúkan klökkva. En þennan hugblæ tekst ljóðunum í sög- unni, sem nefnd eru Flugvallar- ljóð í ljóðabókinni, einna helzt að láta uppi ósvikinn: í sumar steypti ég bryggjur í Hvítanesi. Vagnar komu og helltu grjóti í sjóinn þegar bryndrekar óðu inn fjörðinn. í sumar steypti ég hafnargarða handa brynvörðum stórhvelum — á kvöldin las ég hjarta mitt og las um þig. Las um þig sem ert týnd. Bryggjurnar risu úr svalbláum firðinum, en í fjöllunum voru gapandi sár drifin ryki, því ég hef skorið hold úr landi mínu og kastað í sjó fram handa erlendum skipum að hvílast við, og vinir mínir hafa tekið f jöllin og mulið undir herfuigla, og sárin landsins blæddu við sólarlag. Nú blæða sárin landsins í hjarta mínu. Hér er áherzla kvæðisins, í lokalínunni, breytt frá því sem var i sögunni („Nú blæða sárin hjarta míns.”) til vafasamra hags- bóta fyrir kvæðið. Allt um það eru Flugvallarljóðin með hinum betri í ljóðasafni Jóns og stand- ast sérstök; þau eru raunverulega ekki nema innskot í söguna því að skáldskapur Óla Finns gildir hana einu; hann er einungis far- vegur fyrir tilfinning sem sög- unni hæfði betur að tjá með öðr- um hætti. Annað ljóð, Faðir kveð- ur við konu sína, fer allvel í sögunni en er miklu hæpnara rofið úr samhengi hennar. Er það ekki ankannalegt að tala um faðir „gefi” konu sinni syni? Annars eiga ljóð Jóns Dan margt sammerkt með sögum hans. Kvikan í sögunum virðist einatt ljóðræn, dulkynjuð tilfinninga- mál; ljóð hans eru einatt frásagn arkennd, „sögu”-leg — Galdra- norn, í Vorhúsahlaði til dæmis, eða þá Útlagaljóð. Þau leitast við að tjá andlæga rómantíska til- finning með nógu hlutlægum hætti; og þótt sumt takist allvel, eins og til dæmis tvö ljóð um dauðann, sitt af hvorii taginu, Ljóð um hest og Ljóð um mann, eru þau fæst annað né meir en stilæfingar: Loks hef ég tínt saman nokkra tugi af orðum og safnað í bingi, og b'íð þess mér takist með einum neista að koma þeim til að loga, kveður Jón Dan í einu „orða- ljóði“ sínu í bókinni, og erindið hæfir hans eigin kveðskap allvel — að því viðbættu að neistarnir eru harla strjálir, logi orðanna næsta daufur viðast hvar í þess- um ljóðum. Ljóð eins og Brim- sorfin klöpp eða Nóttin eru að sönnu allliaglega ort, gerð með vandvirkni; en þau staðnæmast við haglega náttúrulýsingu, mynda smíð sem virðist kvæðinu tilgang- ur í sjálfri sér. En að visu tekst honum einnig á stöku stað at- hugun, lýsing, myndgerð sem vek- ur forvitni, bendir til einhvers sem ósagt sé að baki orðanna: Nokkrar stúlkur vaxa upp úr ströndinni þar sem baðhúsið felur sig í trjánum. Letilega þerra þær brjóst sín og hlusta eftir röddum úr skóginum. Hvítar gnæfa teinréttar bjark- irnar með svörtum fleiðrum. Stúlkurnar hrópa. I Athugun sem þessi, úr kvæð- inu Skáldaþing í Lahti, virðist mér náskyld sagnastíl Jóns Dan Sigutður Ingimun darson: Baráttan við verðbóigu og stjórnarandstoðu VH) athugun á fyrstu þjóðhags- og framfaraáætlun íslendinga 1963 — 1966 kemur í Ijós að með alvöxtur þjóðarframleiðslunnar á þessum árum hefir numið 5,3% á ári, sem er mjög mikil aukning og aukning raunveru legra þjóðartekna um 7%. Fjár munamyndun á sama tímabili jókst um 47% og dreifist til- tölulega jafnt á helztu greinar atvinnulífsins. Þessi mikla fjár festing á vissulega enn eftir að bera ávöxt um ókomin ár. Alþýðuflokkurinn hefur um langt 'árabil beitt sér fyrir gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætl ana og styrkri hagstjórn. Varla verður annað sagt en að áranig urinn af þessari fyrstu þjóð- hagsáætlun liafi verið góður, og það sem mest er um vert er, að þjóðin er nú miklu betur bú in framleiðslutækjum en nokkru sinni fyrr og betur und ir það búin að mæta erfiðu ár ferði eða öðrum erfiðleikum en áður hefur verið. Þessar stað reyndir koma einnig glöggt fram í síðustu ársskýrslu Efna hags- og framfarastofnunarinn ar í París. Þar kemur m.a. fram, að fjárfesting er orðin meiri á mann á íslandi en í nokkru öðru þátttökuríki. Það kemur einnig fram, að Iþessi mikla fjárfesting ber ávöxt. Hvað þjóðarframleiðslu á íbúa snertir er ísland ásamt Sví- þjóð næst 'á eftir Bandaríkjun um, þessum gamalgrónu o!g; tæknimenntuðu þjóðum. Og hvað einkaneyzlu á mann snert ir, kemur ísland ásamt Kanada næst á eftir Bandaríkjunum og er þar orðið á undan gamalgrón um ríkjum eins og Sviþjóð og Sviss. Þessar upplýsingar efna hagsstofnunarinnar um h.agvöxt og lífskjör íslendinga koma vel heim við aðrar kunnar stað- reyndir og breytingar í ísl. þjóðlífi á síðustu 8 árum. Þjóðin hafði búið við 'höft og gjaldeyrisskömmtun í nærri 30 ár og stundum svartamarkað á vörum og gjaldeyri, nú er verzlunin að heita má frjáls. íslenzka kronan hafði ekki verið skráð í erlendum bönk um í nærri 30 ár og var þjóð inni liáðung. Nú er Ikrónan skráð og. keypt eins og hver annar gjaldeyrir. íslendingar geta. nú horft framan í útlend inga ekki aðeins menningar- lega, heldur einnig efnahags- lega. Lán til stórfrámkvæmda Jón Dan hæfileik hans til að draga upp raunhæfar trúverðugar myndir. En hvorki í sögum Jóns né ljóðunum virðist sá hæfileiki fullnægja því sem liann vildi sagt hafa. .Tón Dan kveður sitthvað um orð, notuð orð, frosin orð og sof- andi orð. orð í skúffum og búr- um, orð sem séu misindismenn: orð eru glaðir fuglar og sóleyjar í skógi " og börn sem hjala og hundar og lævísir refir og glefsandi rándýr, kettir og blóðþyrst villidýr, en þessar athuganir, stöðug sam- líking orða við eitthvað annað, br.egða því miður engri birtu yfir hans eigin kveðskaparviðleitni, er- indi hans við orðin, eða orða við- hann.“ Ó, vekið ekki orðin, vekið ekki orðin sem sofa,” biður hann síðast orða í þessum þætti bók- arinnar, áður hefur hann ort um „ókveðið ljó'ð” eitt bezta ljóðið í bókinni: i Ég á kvæði mitt óort. Ég fór um það höndum í vor, hugsaði um það Framhald á bls. 15. voru varla fáarúeg nema í igust ukaskyni eða fyrir sérstakan velvilja. Nú fær þjóðin lán til allra skynsamlegra -stórfram- kvæmda. Um aukna neyzlu þjóðarinn ar og bætt lífskjör má nefna ýmis dæmi. Á síðustu 8 árum hefir bílaeign landsmanna meira en tvöfaldazt. Hún hef- ur hækkað úr 19 í rúm 38 þús. Bíllinn er á góðri leið með að verða almenningseign eins og , í gömlum og gamalgrónum þjóð félögum. Sjón’varp þótti fyrir fá um árum fjarlægur draumur, miðað við okkar fámenni og dreifbýli, nú virðist þjóðin ætla að verða sjónvarpsþjóð á skemmri tíma en hún varð út varpsþjóð. Bæjarsímstjórinn sagði nýlega í blaðaviðtali, að fólk vildi nú talsíma um leið og eldavél. Þau dæmi er ég hefi nefnt sýna að hagvöxtur og framfar ir hafa orðið hér meiri og stórfelldari en nokkru sinni Framhald á 15. síðu. 1 18. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.