Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 5
þarna á undan að ég fann hvöt hjá mér til að reyna að vinna að framgangi mikils baráttumáls sem miklu varðaði á þeim tíma: stofnun bæjarútgerðar togara í Eeykjavík. Reynsla var fengin fyrir því í Hafnarfirði hve mik- ill styrkur atvinnulífinu var að slíkri útgerð og ég efaðist ekki um að sama yrði uppi á teningn- um, ef reynt væri í Reykjavík. Þess vegna skrifaði ég grein í l- Svava Jónsdóttir. Alþýðublaðið þar sem ég hvatti til þess að slík útgerð yrði sett á stofn í Reykjavík, og ég þótt- ist færa rök fyrir því að jafn- vel þótt útgerðin bæri sig ekki reikningslega, þá væri rekstur liennar samt fjárhagslegur á- vinningur fyrir bæjarfélagið vegna meiri atvinnu. Mundi hall- inn vinnast algerlega upp í aukn- um skattatekjum vegna betri af- komu. Finnbogi Rútur Valde- marsson var þá ritstjóri Alþýðu- blaðsins, nýlega tekinn við og búinn að umbylta ekki aðeins Alþýðublaðinu, heldur líka blaða mennsku ó íslandi. Hann var þá nýkominn frá Frakklandi og flutti með sér til landsins þá tízku í blaðamennsku að \segja mikið í fyrirsögnum og spara ekki pláss undir þær. Eitthvað hálfum mánuði eftir að mín grein birtist í blaðinu kallaði Rútur mig til sín og sagði mér að ég yrði að skrifa aðra grein, um þetta sama efni. Hann sagð- ist hafa það fyrir sið, að fara niður á Hótel Borg, þegar blaðið væri komið út á daginn, en það var þá síðdegisblað, og veita at- hygli við hvaða efni lesendur sem væru þar í kaffi staðnæmd- ust helzt. Það væri sér vísbend- ing um efnisval fyrir blaðið. Kvað hann mína grein hafa vakið mikla athygli. Eg var heldur tregur til að halda áfram greina- skrifum, en hann hótaði þá að birta sömu greinina aftur í blað- inu innan ákveðins tíma, og þar sem mér leizt ekki á þá hugmynd lofaði ég að semjá aðra. Stóð ég auðvitað við það. Þetta var sú æfing sem ég hafði í blaðamenn- sku áður en ég ^erðist erind- reki, en þásr eru náttúrlega orðn- ar nokkuð margar þær greinar sem eftir mig hafa birzt á starfs- ferli mínum fyrir verkalýðshreyf inguna. — Hvað var svo þitt fyrsta verk þegar þú byrjaðir 1. marz? — Ég lét það verða mitt fyrsta verk að fara niður á skrifstofu Alþýðusambandsins sem þá var í Mjólkurfélagshúsinu að mig minnir, til þess að kynna mér alla starfsháttu skrifstofunnar. Svava Jónsdóttir vann þá á skrif- stofu sambandsins, hún var gjör- kunnug öllum málum sambands- ins og að mínu áliti, að öllum öðrum starfsmönnum sambands- ins ólöstuðum, langbezti s'carfs- kraftur sem það hefur haft, Hún setti mig inn í málin og sagði mér hvaða menn ég gæti haft sam- band við á hinum ýmsu stöðum úti um land; líka þar sem ekkert félag var starfandi, og hennar ráð reyndust mér og öllum öðr- um einsíaklega góð. — Þá var enginn framkvæmda- stjóri? —Þá var enginn framkvæmda- stjóri. Því hefur oft verið liald- ið fram að Jón Axel Pétursson hafi verið fyrsti framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins, og það er rétt að því leyti að hann var fyrstur sem þar starfaði með því nafni. En samkvæmt mínum ráðningarsamningi var mér falið að veita forstöðu skrifstofu sam- bandsins þótt ekki héti ég fram- kvæmdastjóri. Svo þegar Jón var ráðinn, var hann um leið yf- irmaður minn og var samstarf okkar Jóns í alla staði hið bezta, enda Jón með afbrigðum dugleg ur, skýr og ákveðinn og hafði mikla reynslu í verkalýðsmálum. — Hvert fórstu svo fyrst? — Fjórða eða fimmta marz fór ég með einhverjum Fossanna ó- leiðis til Hólmavíkur. Þangað kom ég snemma að morgni þann 8., en á leiðinni hafði ég átt tal við ýmsa verkalýðsforingja á öll- um stöðum þar sem skipið kom við. Á Hólmavík var þá ekkert félag. Og þar stofnaði ég fyrsta verkalýðsfélagið. — Var ekki eitthvað sögulegt við það? — Kannski má segja svo. Ég hélt þar fund og varð auðvitað að standa þar fyrir málum. — Varstu vanur ræðumaður þá strax? — Það er nú kannski of mikið að segja að ég hafi verið vanur, en ræður hafði ég flutí. Strax og ég kom í land fór ég að taka þátt í flokksstarfinu. Við fengum einu sinni fimm af fimmtán í bæjarstjórn, og þá var ég í upp- stillingarnefnd. Það var þegar við settum Sigurð heitinn Jón- asson út úr bæjarstjórninni. Og ég hafði framsögu fyrir nefnd- inni á fundinum þar sem end- anleg ákvörðun var tekin um framboð. Það kom líka fyrir, að ég var ekki sammála félögum mínurn í stjórn sjómannafélags- ins, og þá stóð ég upp á fundum til að láta mín sjónarmið í ljós. Nú, maður var auðvitað skjálf- andi fyrst, vissi ekkert hvað mað- ur átli að gera, en það hjálpaði að áhuginn var mikill. — Og hvernig gekk á Hólma- vík. — Ég satt að segja hálfkveið fyrir þessari frumraun úti á landi. En ég hafði strax samband við menn, og við boðuðum til fundar um kvöldið uppi á lofti í sláturhúsinu. Þar voru að kalla allir þorpsbúar saman komnir, og ég hélt ræðu um starf og stefnu Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins og reyndi að sýna fram á hve miklu góðu verkalýðshreyfingin hefði komið til leiðar. Ég tilkynnti um leið að meiningin væri að stofna verka- lýðsfélag á Hólmavík og hvatti menn til að gerast stofnendur eða að ganga í það sem fyrst. Næstur mér talaði svo kaupfé- lagsstjórinn og taldi af og frá að stofna nokkurt félag, þess þyrfti ekki. Hann talaði ekki lengi, og á eftir lét ég þess getið, að nú væri fundurinn aðeins fyrir þá sem hyggðust gerast stofnendur félagsins. Og nú þótti mér fara að syrta í álinn, því nærri allir fundarmenn fóru út, ekki nema svona sex eða sjö eftir. En þarna voru eftir menn sem sögðu mér bara að taka þessu með ró, fólk- ið mundi brátt fara að tínast inn aftur, og það reyndist rétt. Við stofnuðum þarna félag, Verka- lýðsfélag Hólmavíkur, með eitt- hvað 14 — 15 stofnfélögum, og Guðmundur Jónsson, ágætur Al- þýðuflokksmaður, var kosinn for- maður. Jón Axel Pétursson. — Þeir hafa ekki þorað að láta sjá hvað þeir ætluðu að gera? — Nei, líklega ekki, óttinn við atvinnurekendavaldið var svo mikill. Þeir töldu varasamt að storka atvinnurekendum með því að sitja eftir. Og sökum þess að Alþýðusambandið var um leið Alþýðuflokkurinn var lika talið óvarlegt að ganga strax í það. Ég sýndi þeim raunar fram á að það væri óhjákvæmilegt ef þeir ætl- uðu sér að ná samningum, en það dugðl bara ekki í það skipt- ið. Seinna gerðu Hólmvíkingar mér svo orð og sögðu að samn- ingar fengjust engir og jafnvel væri ekki örgrannt um að félags bundnum mönnum væri bægt frá vinnu. Þá kom ég aftur og hjálp- aði þeim til að fá sína fyrstu sámninga, sýndi þeim fram á að þeir yrðu að gahga í Alþýðusam- bandið, og við atvinnurekendur sagði ég, að þeim dygði ekki að þverskallast lengur, heldur skyldu þeir semja við félagið. Ef þeir gerðu það ekki mundi Alþýðusambandið sjá um að þeir kæmu engum afurðiim frá sér og fengju enga vöru af- greidda til sín. Þcir áttuðu sig þá á því, að í rauninni ættu þeir ekki annarra kosta völ. Framliald á bls. 14 Sumar- rýmiiigarsala / Vinnufatakjallaranum hefst mánudaginn 13. maí. — Selt verður m. a.: Gallabuxur barna frá kr. 125.00 Gallabuxur kvenna á — 225.00 Vinnubuxur karla frá — 150.00 Terylene-buxur drengja frá — 250.00 Terylene-buxur karla frá — 550.00 Barnaúlpur og jakkar á —■ 250.00 Jakkar fyrir hestamenn á — 350.00 Drengjaskyrtur frá — 95.00 Köflóttar vinnusk. karla frá — 150.00 Vinnusloppar, hvítir og misl. á — 375.00 Notið tækifærið og útbúið börnin í sveitina. MJÖG MIKIÐ ÚKVAL. ¥B NMIIF AT A K J ALL ARIN N Barónsstíg 12 — Sími 23481. AUGLVSING um brottfarartíma sérleyfisbifreiða á leiðinni Reykjavík — Keflavílt — Garður — Sandgerði. Frá og með þriðjudeginum 14. maí 1968 verða brottfarar- tímar bifreiða okkar þannig: Frá Sandgerði kl. 8.00, 9.45, 12.45, 15.00, 17.00, 19.00,20,20, 22.00 og 23,35. Frá Keflavík kl. *5.30, 8.30, 10.30, 13.30, 15.30, 17,30, 19.30, 22.30. Frá Reykjavík kl. *6.50, 10.30, 13.30, 15.30, 17.30, 19.00, 22.00, 24.00. * Ekki laugardaga og helgidaga. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur, Iðnskólinn í Reykjavík Verknámsskóli fyrir þá, sem hyggja á störf í málmiðnaði og skyldum greinum, verður starfræktur frá byrjun september til maí loka næsta skólaár. Kennsla verður bæði verkleg og bókleg og eftir því sem aðstæður leyfa, í samræmi við reglugerð um iðnfræðslu frá 15. september 1967. Bóklega námið miðast við að nemendur ljúki námsefni 1. og 2. bekkjar iðnskóla á skólaár- inu. Inntökuskilyrði eru 'að umsækjandi sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi — Iðnnáms samningur er ekki áskilinn en nemendum sem þegar hafg hafið iðnnám og eru á námssamn- ' ingi er að sjálfsögðu einnig heimil skólavist. Skráning nemenda fer fram í skrifstofu skól- ans á venjulegum skrifstofutíma, til 24. þ. m. — Innritun nemenda, sem ætla sér ekki í vey'k námsskólann, mun fara fram í ágústmánuði n.k. SKÓLASTJÓRI. 12. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.