Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 16
i ÆlíKYÆM EtKStO) SÍOAt^ Bessastaðabúið llla er komið búinu á Bessastöðum, sem blómgaðist lengi og var í fremstu röðum, en mörg er þar græn og grasgefin þúfan og lautin og gróðurinn lystugur fyrir holdanautin. í vetur var fjósið fullt af öskrandi törfum, fyrirtaksgripum, mikilúðlegum og djörfum, sem nú á í skóla að bása hjá Borgfirðingum. En beljurnar sitja á eilífum mótmælaþingum. Á jörðinni er sköpum skipt og framtíðarkjörum, hver skepna með hófum og klaufum er þaðan á förum, en vor er í lofti og tíst og tittlingaþytur og Tímaspursmál nær síðasta hænan fiytur. Þá fyrst verður nú gaman að fótboltanum, ef dómararnir fara í verkfall. . . Kú er mikið talað um trygg- ingarmál. Ein er sú trygging sem ég tel alveg nauðsynlega og ætti að taka upp hér, en það er trygging sem ungar stúlkur gætu keypt sér, gegn því að giftast. LOFTÞETTAR UMBLDIR Albert VINSÆLASTA I'ÍPUTÓBAK í AMERÍKU. Prince * m l Herrahúsið hefur sýnt í verki að það kann til verka á auglýsingasviðinu. Um þessar mundir stendur yf- ir hjá verzluninni verð- launasamkeppni, sem bygg ist á því að vegfarendur sjá mikinn skyrtubúnka í einum glugga verzlunar- innar og mega þeir geta til um hvað skyrturnar séu margar. Þeir sem komast næst því rétta fá þrenn verðlaun. 1. verðlaun eru Kóróna föt að verðgildi 4.500 krónur. Eins og mynd in ber með sér vakti þetta uppátæki forvitni meðal vegfarenda og margir hafa brugðið sér inn í verzl unina og „tippað“ eins og sagt er á íþróttamáli. daglegi BAILstur Hafís og hamingja NÚ hina síðustu mánuði hefur það gerzt að hafís lagðist að landi og vill ekki fara, kuldi er mikill og snjór yfir öllu þótt komið sé fram í miðjan maí. Þetta er vont tíðarfar, en þessu fylgir mikill kostur: menn hafa alltaf nóg ura að tala, og nóg að geðvonzkast út af. Ein mesta ógæfa sem yfir getur dunið er ef menn hafa ekki nóg að tala um. Þá er hafísinn skárri. Þegar ura fátt er að tala um verða menn vondir, úrillir, nervusir, naga á sér neglui og spýta á gangstéttir. Og það er alltaf fátt um að tala þegar allt gengur vel. Hvað skyldi vera hægt að segja ef vel afl- ast, sólskin er og blíða, nógir peningar, nóg brennivín? En oftast er hægt að finna eitthvað illt til að tala um. Það er t. d. oft þrautalending að skamma alla pólitíkusa og þó aðallega ríkissjómina, bæjaryfirvöldin meiga líka vonzkast við, og auðvitað H-umferðina, blöðin og útvarpið (sjónvarpið er cnn þá heilög kýr og verður það á meðan menn eru ekki orðn ir leiðir á Dýrlingnum). Nú og svo kemur ýmislegt tilfallandi sem hægt er að skammast yfir, t. d. það ef kvenmaður keyrir í veg fyrir mann á móti öllum umferðarreglum og maður verð ur að bremsa svo hvín og syngur í nærliggjandi húsum. Á eftir líður mönnum betur, þeir eru eins og betri menn. En gallinn á öllu þessu er sá að það vekur alls konar úlfúð og misskilning. Allar þessar skammir valda misskilningi. Rik- isstjórniii heldur t. d. að mönnum sé illa við hana ef þeir skamma hana, en það er nú eitthvað annað, þetta stafar bara af innri þörf sem einhvem veginn þarf að brjótast út. Hún getur því ekki komizt hjá að fá skammir. Hún værl afskap- lega ómerkileg ef hún fengi þær ekki. Mönnum þykir alltaf bezt að skammast yfir einhverju sem skiptir máli, það hve menn skamma ríkisstjómina af miklum fögnuði sýnir hve mik ið þeim þykir varið í ríkisstjómina. Nú er hafís og kuldi og allir geta geðvonzkast eins og þeir vilja, en ^f það væri ekki, ef og þegar við fáum blíðu og afla og nóga peninga, þá ætti ríkisstjómin að sjá fólki fyrir ein- hverju leiðinlegu en skaðlitlu til að illskast út af. Hún verður að skilja að ríkasti þátturinn í lífi venjulegra manna er ánægj an, en sá næstríkasti er óánægjan, og menn geta ekki verið ánægðir nema þeir hafi líka skilyrði til að vera annað slagið óánægðir. Þeir endast ekki til að gleðjast yfir síld, peningum og brennivíni ef ekki er annað slagið aflaleysi, peningaleysi og brennvínsleysi, eða eitthvað annað til að kenna í brjósti um sjálfan sig út af. Menn eru svona. Mikið getum við verið þakklát fyrir að fá hafísinn. GÖTU-GVENDUR. Allur galdurinn í mannlífinu er að langu til þess er maður getur, í stað þess að vilja endi lega geta það sem mann lang- ar til.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.