Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 7
Á kvíagrundinni austan við iúnið á Húsafelli vex lítið, fal- legt blóm, blátt eins og sak- leysið sjálft. Það hefur þá und arlegu náttúru að loka sér í dimmu og drungalegu veðri, en í sólskini breiðir það úr krónunni og nýtur lífsins í rík um mæii. Maríuvendlingur heitir það, kennt við heilaga guðsmóður, að ég ætla, eins og fleiri íslenzkar jurtir. Fleslum, sem stanza við kví arnar á Húsafelli, mun þó önn ur persóna ofar í sinni heldur ,en heilög María og sú bláeyga jurt, sem við hana er kennd, á þessum stað rifjar fólk upp aflraunasögur og galdrasögur af heljarmenninu sér Snorra Bjömssyni á Húsafelli og glímir við kvíahelluna, þeir sem vel eru að manni. Snorri prestur flutti að Húsafelli frá Stað í Aðalvík árið 1757. Hann þótti snemma kunna nokkuð fyrir sér, eins og íleiri Hornstrendingar. Til dæmis um það er Draugarétt í Húsafellstúni, þar sem Snorri er sagður hafa kveðið niður 81 draug, allt sendingar af Iíorn ströndum. En þó að kunnáttu- semi hans og andlegt atgervi væri meira en annarra mavina, þá var líkamleg hreysti hans ekki síðri. Um það ber Kvía- hellan á Húsafelli vitni. Séra Snorri byggði kvíarn- ar á grundinni austan við tún- ið á Húsafelli, sem margir staldra við, þegar þeir eru á ferð á þessum slóðum. Sýni- legt er, að þar hefur enginn aukvisi verið að verki, björg- in í kvíaveggjunum tala sínu máli. Prestur hafði gaman af aflraunum og færði þangað blágrýtishellu eina mikla, er hann lét menn reyna afl sitt á. Steintak þetta hefur síðan ver ið kallað Kvíahella. Hún hefur verið vegin og reyndist þrjú hundruð og sextíu pund. Enn glíma menn við Kvía- helluna, svo sem á dögum Snorra prests, og reyna afl sitt á henni. Aflraunaformúlurnar voru upphaflega þrjár að sögn Kristleifs Þorsteinssonar á Stóra-Kroppi. Tvær þeirra eru í því fólgnar, að láta helluna upp á kvíaveggiria á mismun- andi stöðum. Þær eru nú í raun og veru úreltar, þar sem veggirnir hafa sigið og jarð- vegur safnazt að þeim, svo að ekki þarf að lyfta hetlunni jafnt hátt og áður. Þó kann þetta að vefjast fyrir ýmsum, sem vel er talinn að manni. Þriðja og þyngsta þrautin var að laka helluna upp á brjóst sér og bera hana umhverfis kvíarnar, og lék Snorri prest- ur sér að því. Grímur Thomsen hefur kveð ið af sinni alkunnu íþrótt og snilld um aflraunasteininn á Húsafelli, nefnir hann kvæðið Snorratak, og fer frjálslega með efnið, sem hans var vandi. Ég vil eindregið ráðleggja rhönnum að rifja upp þetta á- gæta kvæði Gríms. Fyrsta er- indið er á þessa leið: Kom af heiði halur ungur, sem heljarefldur þóttist sveinn; mikill hafði hann heyrt og þungur á Húsafelli væri steinn, sem enginn hefði virða á vorri valdið öld, nema síra Snorri. En þeir, sem láta sér allar aflraunir í léttu rúmi liggja, þurfa þó ekki að fara erindis leysu á þennan slað, þeir geta t.d. hugað að hinu bl^eyga blómi heilagrar guðsmóður, skógarhríslunum hans Ásgríms eða jöklasýninni, það er ekki í kot vísað í neinum skiln- ingi að benda mönnum á Húsa- fell. 1 Frá Húsafelli. (Ljósni.: Páll Jónsson). r nauðsyn ynferðism fræðslu um Dr. Jakob Jónsson Ég hefi verið spurður um á- lit mitt á lcynferðisfræðslu, nauð syn hennar og framkvæmd. Hér •er um að ræða mikið vanda- mál, sem virðist knýja á dyr manna víða um lönd. Ég ætla mér ékki þá dul að ræða til hlítar um allt, sem hér kemur til greina, heldur aðeins að drepa á nokkur atriðí. í fyrsta lagi er vert að veita því atliygli að hér er að miklu leyti um að ræða tilbúið vandamál. Kynlífið hefir á und anförnum áratugum hlotið óeðli lega mikla athygli, miðað við ýmsa aðra þætti mannlegs lífs. Freud gamli, sem raunar átti sinn þátt í að skýra störf undir vitundarinnar, gerði áreiðan. lega of. mikið úr kynhvötirini sem undirrót mannlegrar eðlis- mótunar. Og ofmat freudist- anna á kynlífinu gaf auðvitað tízkurithöfundum hið bezta tælci færi til að breiða sig út yfir kynlífið í ræðu og riti. Og þá fyrst og fremst hinn líkamlega þátt í samförum og samlífi karla og kvenná. Bókmenntasagan sjmir, að athygli rithöfunda ög skálda hefir á iiinum ýmsu tím um beinzt að sérstökum atrið- um tilverunnar. Stundum skrif uðu menn mest um náttúruna, stundum um þjóðfélagsmál, stundum um lífsskoðanir, — og undanfarna áratugi hefir kynlífið verið í sviðsljósinu. svo mjög, að v ýmsir höfundar hafa - slegið sér upp á því að skrifa sem mest ,um þes^i efni. tíar með er sagan ekki búin. Smán} saman fara lesendur áð þreytast' á þessu, og næsta skrefið er auð vitað að taka betur á kröftun um, svo að atburðir og iýsingar verði ékki fyrst og fremst „list rænir“, heldur kynæsandi, spennandi, og þjóni þannig sama tilgangi og venjulegt klám. í kynæstu þjóðfélagi koma síðan fyrir ýmiskonar vandamál, sem heilbrigð fræðsla um kynferðismál ætti að geta hjálpað til að leysa. Þegar rætt er um fræðslu um kynferðismál, verður að að greina ýmsa hætti þeirrar fræðslu. Þegar um er að ræða börn, er rétt að svara spurn- ingum þeirrá sem eðlilegast, en ekki að vekja hjá þeim hugsan ir um það, sem þeim á því ald ursskeiði er ofvaxið að skilja. Ég er sammála kunnum skóla- stjóra um þnð, að kjárialegt er að ségja litlum börniim, að mamma þeirra kaupi ný börn ,á Landsspítalanum, eða eitthvað þess háttar. Þegar á unglingastigið kem- ur, má ganga að því visu, að sumir hafi komizt inn á þá braut, að ræða dónalega um samband karls og konu, en þeim sem'tilhneigingu hafa til slíks, tel ég ekki úr vegi að leiðbeina einkum um tvennt. Annars vegar, að sá sem tali svívirðilega um þessi efni, sé að svívirða sína eigin foreldra, því að allir erp komnir með sama hætti inn í heiminn. Og í öðru lagi sé slíkt tal svívirð ing um guð, sem liefir vajið þéssa leið til að viðhalda li'f- Frh. á 14. síou. ' 12. maí 1968 öiöA.iauð’NJA — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.