Dagur - 15.12.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1965, Blaðsíða 1
I Sjómenn á Húsavík eru í verkfalli Húsavík 14. des. Á föstudaginn fóru sjómenn sinn síSasta róð- ur í bráðina. Vegna ágreinings milli þeirra og stjómar Fisk- iðjusamlags Húsavíkur um grein í samþykktum samlagsins lögðu þeir niður róðra. í dag er jarðsunginn • hér á Húsavík góður borgari, Þráinn Maríusson, sem nýlega lézt á sjúkrahúsi á Akureyri, 62 ára Sjúkrabíllinn nýi, sem áður er um getið, hefur komið í góð- ar þarfir. En éinhverjum eigin- mönnum brá þó í brún, er önn- ur af tveim fyrstu sængurkon- um, sem í bílnum voru fluttar á sjúkrahús, ól tvíbura. Sæmilegt bílfæri er um hér- aðið og hafa mjólkurflutningar ekki fallið niður enn þá, en stundum taíizt. Þ. J. Enn snýst allf um síld fyrir ausfan Á SEYÐISFIRÐI eru komin um 750 þús. mál í bræðsiu til Valur Amþórsson. beggja verksmiðjanna og enn er brætt af fullum krafti og verður svo til jóla a. m. k. Mik- ið hefur einnig verið að gera við útskipun á síld og mjöli að und- anförnu. Dansmeyjar tvær komu til Seyðisfjarðar og hugðust kenna mönnum sporið. En metin nenntu því ekki og fór enginn fullorðinn maður í þessa fóta- mennt. Menn dánsa bara í kringum síldina. Vopnfirðingar eru hættir að bræða, eiga 25 þús. mál í þróm og geta bætt þar við a. m. k. 10 þús. málum. Ætla þeir. svo að hefja bræðslu í janúar. • í Vopnafjarðarkauptúni er nú byrjað að æfa Gullna hliðið eft- ir Davið Stefánsson. Leikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson frá Hafnarfirði. □ TIL AKUREYRAR er kominn . Valur Arnþórsson og byrjaður að starfa hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, sem fulllrúi kaupfélags- stjóra. En það sæti hefur staðið .autt síðan Ingimundur Árnason féll frá. Valur Arnþórsson er um þrí- tugt, ættaður af Austurlandi, fyrrum nemandi á Eiðum og síðan í Samvinnuskólanum, en hefur unnið 12 ár hjá Samvinnu tryggingum og deildarstjóri þar. Hann hefur dvalizt erlendis til að kynna sér málefni samvinnu- manna,. m. a. í Englandi og Skandinavíu, nú síðast í Sví- Norskt skip strandaði á Vattarnesi N O R S K A flutningaskipið Metco strandaði á Vattarnesi við Reyðarfjörð á mánudaginn. Það hafði m. a. 500 tonn af lýsi innanborðs. Skipið losnaði þegar dælt hafði verið nokkru af lýsi í sjó- inn. Flýtur lýsið nú um allan sjó og ógnar fuglalífi. Q Frá Bamaskóla Akureyrar. (Ljósm.: E. D.) Ýmsar framkvæmdir hjá Kf. Langnesinga Bagur leitaði frétta um þær hjá Gísla Péturs- syni framkvæmdastjóra á Þórshöfn NVR fulltrúi hjá keá þjóð og er nýlega kominn þaðan. Valur er kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Eyfirzkir samvinnumenn bjóða hinn nýja fulltrúa vel- kominn til starfa. □ í ÞISTILFIRÐI á Langanesi og Strönd eiga bændur víðáttumik il sauðlönd, ein hin beztu á land inu. Við Langanes eru kunn fiskimið frá fyrri öldum. Þar stunduðu Frakkar m. a. fisk- veiðár og síðar Færeyingar, auk landsmanna sjálíra fram á þenn an dag. Þórshöfn í Þistilfirði er 450 manna sjávarþorp. Þar er allt að tugur 4—17 tonna þilfarsbáta og álíka margir opnir vélbátar. Þar er og frystihús, þar sem aðstaða er fyrir störf 40—50 manna ef starfrækt væri af full- um krafti. Nokkuð hefur verið unnið að hafnarframkvæmdum í sumar, byggður sjóvarnargarður utan við þann hafnargarð, sem var, og gerð allmikil uppfylling milli garðanna. 1300 ferm. stálgrindahús; ný Á þessari uppfýllingu er risið síldarverksmiðja. Meðal eig- enda er Þórshafnarhreppur, og einstaklingar, sem eiga fiskiskip um tvö þús. tonn samanlagt. Dagur hringdi til Gísla Pétui’S sonar kaupfélagsstjóra Kaupfé- lags Langnesinga á Þórshöfn á miðvikudaginn og spurði hann frétta *af starfi kaupfélagsins. Hann tjáði blaðinu, að ný mjólk urstöð, sem unnið hefur verið við undanfarið, yrði starfhæf með vorinu. Stöðin er 300 fei-m. hús og fyrst og fremst til þess byggð að hafa á boðstólum gerilsneydda mjólk, svo og rjóma, smjör og skyr fyrir Þórs höfn og Bakkafjörð, sem er 60 —70 manna þorp, og til að geta fullnægt þörf skipanna hvað þessar vörur snertir. yélar í mjólkurstöðina eru sumar komnar, aðrar rétt ókomnar, sagði kaupfélagsstjórinn. Hugs- anlegt er, sagði hann, að plast- pokar verði notaðir í mjólkur- umbúðir eða kassar. Á Baklcafirði hefur kaupfélag ið reist vöruskemmu, en þar hefur félagið útibú, og látið end (Framhald á blaðsíðu 5). KIKHÓSTI KOMINN í BÆINN SAMKVÆMT upplýsingum Jó- hanns Þorkelssonar héraðslækn is, gengur kikhósti nú á Akur- eyri, en er ekki útbreiddur og mjög vægur. Mun hann hafa borizt frá Reykjavík eða Húsa- Frá smábátahöfninni á Oddeyri. (Ljósm.: E. D.) vík. Full greining hefur ekki farið fram, sagði héraðslæknir- inn, en það leikur þó naumast á tveim tungum, þar sem um hósta og sog er að ræða. Þessi faraldur verður léttur, sagði hann, og litlar líkur til að hann verði mjög útbreiddur. Flest börn hafa verið spraut- uð gegn kikhósta og þarf því eklti að óttast veikina, eins og áður var. Heilsufar er að öðru leyti afleitt, og er inflúensukennt kvef að ganga og hálsbólga. Hins vegar var heilsufar mjög gott í haust og fram í nóvember mánuð, sagði héraðslæknirinn að lokum. □ RÁÐHERRA GEFUR SKÝRSLU Á DAGSKRÁ Sameinaðs þings í dag er skýrsla ríkisstjórnar- innar um byggingu aluminium- verksmiðju á íslan'di. Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra gefur skýrsluna. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.