Dagur - 15.12.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 15.12.1965, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-llGG og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgrei jsla: JÓN SAMÚELSáON Prentverk Odds Djömssonar h.f. Oflátuiigs- háttur OFT BER það við, að þeir sem skrifa um stjórnmálin í Morgunblaðið, gera sig hlægilega. Hér er eitt dæmi, úr forystugrein blaðsins 24. nóvem- ber sl. Þar segir: „Þetta liaust hefur verið með ein- dæmum milt. Það er fyrst eftir miðj- an nóvember sem fyrstu snjóar falla um land allt. Hinn hvíti hjúpur hyl- ur nii ísland allt fra fjalli til fjöru. En fyrú’ austan og sunnan heldur síldin áfram að veiðast. Verður ekki annað sagt en að mikil árgæzka ríki í atvinnumálum landsmanna, þótt einstakar atvinnugreinar eigi við erf- iðleika að etja. Útflutningsfram- leiðsla íslendinga mun á þessu ári verða meiri en nokkru sinni fyrr. Gjaldeyrisstaða þjóðarinnar er góð og íslendingar eiga nú stærri gjald- eyrisvarasjóði en nokkru sinni fyrr. ALLT ER ÞETTA ÁVÖXTUR HYGGILEGRAR STJÓRNAR- STEFNU“. (Leturbr. Dags). Siilvi Flelgason kvað: „Ég er djásn og dýrmæti, drottni sjálfum líkur“. Hann gat engan keypt til að segja þetta um ágæti sitt — og varð þess vegna að yrkja sjálfum sér lofsöng- inn — og vera einn um j>að. Núverandi ríkisstjórn hælir sér stundum ámóta og Solvi heitinn, að öðru leyti en því, að liún er miklu ólistrænni. Hins vegar er hún að því leyti betui' sétt en Sölvi, að hún hef- ur peningavaíd Sjálfstæðisfíokksins á hendinni, til þess að kaupa oflát- unga til að rita í Morgunblaðið Sölvahrósyrði um sig. Og þegar })ess- ir oflátungar þykja of sparir á hrós- yrðin, bætir forsætisráðherrann sjálf- ur þar um í „Staksteinum“ sínum, Já, „þetta haust hefur verið með ein dæmum milt“. „Fyrir austan og sunn an heldur síldin áfram að veiðast“. „Útflutningsframleiðsla íslendinga mun á þessu ári verða meiri en nokkru sinni fyrr“. Og svo kemur rúsínan um það hverjum allt þetta beri að þakka og ekki stendut á upp. lýsingum um J>að: „Allt er þetta ávöxtur hyggilegrar stjórnarstefnu“. Þetta cr aðeins sýnishorn af bros- legum oflátungshætti þeirra Morg- unblaðsmanna — eitt af mörgtun —. En hvað segja lesendur um Jietta? Sæmilegir Sjálístæðismenn hljótá auðvitað að roðna af blygðun fyrir svo nöktum klaufaskap í áróðri hjá sínum skriffinnum og fyrir svo mikla fyrirlitningu, sem venjulegum lesendum er með }>essu sýnd. En á hitt ber j)á einnig að líta, að sumir hljóta að hafa gaman að því, að svona menn skuli ennþá vera til á íslandi. Síðustu viðskiptavinirnir þennan daginn. STUNDUM heyrist kvartað um, að of lítið komi út af góðum barnabókum og mun þá einkum vera átt við bækur af erlendum toga, sem annað hvort eru ekki nógu vel valdar eða íslenzkaðar. Mun hið síðara jafnvel oftar eiga sér stað, enda er það hreint ekki vandalaust að koma út- lé'hdri barnabók, þó góð sé, í ís- lenzkan búning, því að hver þjóð hefur sínar sérstöku menn ingarerfðir og hugsunarhátt. Er því að öðru jöfnu ávallt örugg- ara að kaupa barnabók, sem frumsamin er á íslenzku, en út- lenda barnabók þýdda, sem mis jafnlega kann að hafa tekizt að íslenzka. Þó eru til margar af- bragðsþýðingar úrvalsbarna- bóka úr erlendum málum og má í því sambandi minna á snilldarlega)’ þýðingar Stein- gríms Thorsteinssonar á Ævin- týrum Andersens, sem ekkert barn má fara á mis við að lesa, svo og þýðingar hans á indversk um og arabiskum ævintýrum. Einnig má minna á Grimms ævintýri og fleiri klassisk ævin- týri, sem þýdd hafa verið á ís- lenzku, og koma mér enn í hug tvenn ævintýrasöfn, sem ég las fyrir meira en hálfri öld síðan og þótti harla góð, en það var ævintýrasafnið Kveldúlfur, sem Oddur Björnsson gaf út, og Ævintýri frá ýmsum löndum, sem séra Adam Þorgrímsson þýddi af frábærri list. Man ég ekki eftir, að þessar bækur hafi verið endurprentaðar. Auk þ.essa höfum við mikinn sjóð ís- lenzkra ævintýra, sem seint tæmist, úr þjóðsögum og álfa- ■ sögum, sem alltaf þarf að vera börnum tiltækur í aðgengileg- um útgáfum. En við höfum líka átt á seinni árum ágæta barnabókahöfunda, eins og t. d. Sigurð heitinn Thorlacius, sem því miður naut of skammt við, Stefán Jónsson og Ármann Kr. Einarsson, sem báðir hafa 'orðið mjög vinsælir, og eru gæddir miklum hæfileik um til að skrifa fyrir yngri kyn- slóðina, enda kunnugir henni af starfi sínu. Ármann Kr. Einarsson mun hafa gefið út um 20 barnabæk- ur, sem allar hafa hlotið miklar vinsældir. Seinasta bók hans: Oli og Maggi á ísiaka (1985) fjallar um tvo duglega drengi, sem ráða sig á hvalveiðiskip, sem siglir norður að ísröndinni. Þar heyrist dauft kall í sendi- stöð og er óttazt, að þar kunni annað hvort að vera skipbrots- menn eða flugvélaáhöfn í nauð- um stödd. Stýrimaðurinn og loft skeytamaðurinn ráðast í könn- unarleiðangur . inn á ísinn og -drengirnir fá að fara með fyrir þrábeiðni sína, þó að þetta geti orðið svaðilför. En þeir létta ekki för sinni fyrr en þeir finna hina yfirgefnu rannsóknarstöð á íseyjunni Arlis og ákveða að hafa þar næturdvöl eftir að hafa skotið og flegið sel. En um nóttina ræðst stóreflis hvíta- björn inn um gluggann hjá þeim og verður það þeim til bjargar, að bangsi lætur sér nægja selsskrokkinn. Eftir að hafa vaknað við svoná vondan draum, ákveða þeir að halda af stað í áttina til skipsins og hafa til þess vélknúinn sleða, sem þeir finna þarna eftir skilinn. En fyrr en varir er annað ban- hungrað bjarndýr komið á slóð- ina á eftir þeim og nálgast óð- um. Það tekst þó að skjóta dýr- ið á síðasta augnabliki áður en það ræðst á mennína, en nú byrjar ísinn að gliðna sundur. Ö!1 er frásagan án efa æsispenn andi fyrir unga lesendur, og bók in er prýdd nokkrum hrollvekj- andi myndum- eftir Halldór Pétursson. Hér vildi ég einnig minnast á aðra góða barnabók, en það er Sonur viiavarðarins, unglinga- saga, eftir séra Jón Kr. ísfeld. Útgefandi er Æskulýðssamband Plólastiftis. Sú var tíðin, að allar bækur, sem prentaðar voru hér á landi voru gefnar út á Hólum, og fer því vel á því, að það nafn sjáist enn á bókum, sem gefnar eru út í sambandi við starf kirkj- unnar hérna norðanlands. Ég las þessa unglingabók séra Jóns Kr. ísfelds mér til mikillar ánægju, og er óhætt að mæla með henni. Ég er viss um að unglingum mun þykja hún skemmtileg, en auk þess er í henni hollur og hlýr trúarlegur og siðferðislegur andi, án þess þó að vera væminn eða prédik- unarkenndur. Höfundurinn fer nærri um hugrenningar og til- finningar gelgjuskeiðsins, en leggur áherzlu á drengskap og prúðmennsku þeirra, er við sögu- koma. Slíkar bækur eru áhrifameiri en margar prédik- anir. Teikningar séra Bolla Gúst- afssonar eru með listrænu hand bragði og að þeim mikil bókar- prýði. Það hefur tekizt vel með þessa íyrstu útgáfubck ÆSK, og megi fleiri á eftir koma. Benjarnín Kristjánsson. HÚN ANTONIA MÍN EIN af nýútkomnum bókum Al- menna bókafélagsins er skáld- sagan: Hún Antonía mín (My Antonia) eftir Willa Cather. Þýðandi sögunnar er séra Friðrik A. Friðriksson, fyrrv. prófastur á Húsavík. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar h.f. Kápa og titilsíða er eftir Kristínu Þorkelsdóttur. Fé- lagsbókbandið h.f. hefur bundið bókina. Útlit bókarinnar er smekklegt. Höfundur sögunnar Willa Cather er fræg skáldkona, ensk- írsk að langfeðgatali, fædd í Winchester í Virginíu í Banda- ríkjunum árið 1873, dáin í New Tork 1947. Foreldrar hennar fluttust til Nebraska þegar hún var á unga aldri, og þar ólst hún upp og þar gekk hún í háskóla. Fyrstu sögurnar, sem gerðu hana fræga, voru af innflytjend- um til Nebraska og bömum þeirra. Meðal þeirra sagna er: Þér landnemar (O Pioneers). Frá því efnissviði er einnig sú saga, sem hér um rn-áir, Hún Antonía mín. Seinna ger'Ást Willa Cather katólsk og skrifaði í þeim anda frægar TjCigur svo sem: Dauðinn sækir erkibiskupinn heim (De- ath comes for the Archbishop). Þessi skáldkona hefur verið kölluð imynd hins hreina lista- manns. Prófessor Henry Seidel Canby (bókmenntafræðingur og bókmenntasöguritari) segir svo um hana: „Á sínum tíma í amerískum bókmenntum kemst hún næst takmarki klassískra bókmennta; jafnvægi, innsæi, hófstilling". Sjálf segist hún hafa bezt náð takmarki sinu sem rithöfundur, þegar hún hætti að „skrifa“ en fcr að „muna“. Hún Antonía mín er einmitt endurminningasaga, auðug af sannmannlegum viðhorfum, með göfugum, hófstilltum tóni eftirsjár hins liðna, krökk af bráðlifandi og fjölbrejrttu fólki, sem verður minnisstætt. Með þessari skáldsögu er ís- lenzkum lesendum gefinn kost- ur á að kynnast frægum höf- undi og dáðum, sem áður hefur ekkert birzt eftir á íslenzku. Svo vel tókst til, að listfeng- ur maður og fjölgáfaður tók að sér að íslenzka söguna. Einai' Benediktsson kvað: „Ég skildi að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu.“ Séra Friðrik A. Friðriksson hlýtur að hafa rekið sig oft á þá staðreynd, þegar hann var að íslenzka þessa blæbrigðaríku og hugsanamörgu skáldsögu, að Einar skáld ofmælir, ef þetta, sem hann sagði, ætti að taka bókstaflega, en ekki sem fagra ástarjátningu til tungunnai', hvatningu og fyrirheit. Orð er ekki fyrir hendi á fslandi yfir allt, sem er hugsað í heiminum af hvaða manni sem er, hvar, hvenær og' við hvaða tækifæri, se’m er. Hins vegar á það að vera markmið hvers þýðanda að auðga íslenzka tungu um það, sem á kann að skorta í því, að hún eigi orð yfir það, sem hann heíur tekizt á hendur að ís- lenzka. Þetta gerir séra Friðrik af mikilli alúð, kunnáttu, fimi og smekkvísi, með nýyrðasköpun, nýrri béilingu orða og innflutn- ingi aðlögunarhæfra orða. Svo óspar er hann á sér til erfiðis, að hann lætur fjölda af orðskýr- ingum fylgja í eftirmála. Hefur þessi málhagi maður og tón- slyngi í framsetningu tekið þarna í verki fallega undir við skáldjöfurinn Einar. Það er áreiðanlega ómaksins vért fyrir alla að kynnast bók þessari og fólki hennar. Karl Kristjánsson. Nýjar bækur frá BOB Bókaforlag Otlds Björnssonar á Akureyri hefur sent frá sér þrjár bækur, skáldsögurnar Kirkjan í hrauninu og Nániur 5 ÞCRGRÍMLR ÞORLEIFSSON FRÁ HANNÁSI og SKARÐSBÓK Srúómons konungs og barnabók ina Óli og Maggi á ísjaka. Kirkjan í hrauninu er eftir Eirík Sigurbergsson, ættarsaga, sem gerist í Skaftafellssýslu snemma á 19. öld, „minningar- rit um gamla tímann", eins og höfundur kemst að orði í eins konar formála fyrir sögunni. Sagan segir frá ungum hjónum, sem reisa sér nýbýli á eyðijörð sunnan við nýja hraunið úr Skaftáreldum gegn vilja og í hatrömmu stríði við ríkismenn sveitarinnar. Bókin er 254 síður. Námur Salómons konungs eftir Rider Haggard, þessi gamla góðkunna saga, birtist nú í nýrri þýðingu Kristmundar Bjarnasonar. Er ekki að efa, að þessi spennandi ævintýrasaga verður enn mikið lesin, ekki sízt af yngri kynslóðinni. Bókin er 229 síður. Barnabókin Óli og Maggi á ísjaka er eftir Ármann Kr. Ein- arsson. Þetta er fimmta bókin um Óla, en tuttugasta barnabók þessa vinsæla höfundar. Bókin fjallai' um ævintýri þeirra fé- laga, Óla og Magga, þegar þeir sigla með hvalveiðibát norður í íshaf. Bókin er 146 síður, myndskreytt af Halldóri Péturs syni. '—i Smásögur eftir Rósberg G. Snædal. Nýlega er komið út smásagna safn eftir Rósberg G. Snædal. Nefnist það Vestanátt. Útgef- andi er Ægisútgáfan í Reykja- vík, en bókin, sem er 147 síður, er prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. hér á Akureyri. Þetta er annað smásagnasafn Rósbergs G. Snædal. Hið fyrra, sem nefndist Þú og ég, kom út fyrir rúmum áratug. í þessu nýja safni hans eru tíu smá- sögur, oft skyndimyndir úr hversdagslegu umhverfi, þar sem lífið hverfist um þann kjarna, sem margvísleg mann- skepnan er á hverjum stað og á hverri stund. Stíllinn mótast af íslenzku alþýðumáli, þrótt- miklu og margslungnu eins og það fólk, sem ber það á vörum. Hér skiptist á djúp og oft sár alvara og góðlátleg kímni. Mun marga fýsa að kynnast þessari nýju bók hins kunna höfundar. Árbók Þlngeyinga. Dogi hefur borizt Árbók Þing eyinga 1984, sem er 7. árgangur ritsins. Ritstjóri er Bjartmar Guðmundsson, en ritnefnd skipa þeir séra Páll Þorleifsson, Þórir Friðgeirsson og ritstjórinn. Út- gefendur eru Þingeyjarsýslurn- ár báðar og Húsavíkurkaup- staður. Þetta er stór bók, 264 síður, prentuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri á ágætan pappír, með mörgum myndum. Framan á kápu er lit- prentuð mynd af Goðafossi eftir málverki Gríms Sigurðssonar frá Jökulsá. í ritinu kennir margra grasa. Fremst er sönglagið Norður- sýsla eftir Sigurð Þórðarson við kvæði Sigurðar frá Arnarvatni. Af öðru efni mætti nefna grein Jóhanns Skaftasonar, sýslu- manns, um safnahús Suður-Þing eyinga, eða öllu heldur menn- ingarmiðstöð, sem í ráði er, að reist verði á Húsavík. Ætlunin er að þarna rísi fimm stórhýsi samtengd, bókasafn, skjalasafn, byggðasafn, náttúrúgripasafn, handíðaskóli, tónlistarskóli, lista safn, fyrirlestra- og tónleikasal- ur, veitingasalur og yfirbyggð- ur grasgarður skreyttur högg- myndum. Umhverfis verða svo grasgarðar fyrir innlendar og erlendar jurtir. Engar kostnað- artölur eru nefndar, en leik- manni gæti dottið í hug einhver tala milli 70 og 100 milljónir í núgildandi peningaverði. Auð- vitað er ætlunin, að þetta verði kyggt í áföngum. Fyrsti áfangi er 300 ferm. hús, tvær hæðir og kjallari, handa bókasafni, og fyrst í stað yrðu önnur söfn þar einnig til húsa. Grein eýslu- manns fylgja sex myndasíður með tillöguuppdráttum Þor- valds Þorvaldssonar af menn- ingarmiðstöðinni. Það er ekki ofsögum sagt af þingeyskum stórhug. Af efni ritsins mætti enn nefna grein Sigurjcns Jóhann- essonar Frá árum til aflvéla, Skáldið frá Fótaskinni eftir Bjartmar Guðmundsson, Af blöðum Kom-áðs Vilhjálmsson- ar, Selaróðrar eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi, Bernskuminningar eftir Guð- mund B. Árnason, Grenjaðar- staðaprestar eftir Þórólf Jónas- son og margt annað. Bókin er öll bráðmyndarleg og Þingeyingum til mikils sóma. - Ymsar framkvæmdir hiá Kf. Laiignesmga J c o (Framhald af blaðsíðu 1.) urbæta verzlunarhús og íbúðar hús fyi'ii' ritibússtjórann. Þá er verið að koma upp fóð- urblöndunarstöð á Þórshöfn. Tækin koma í þessum mánuði og einnig fáum við ársbirgðir af féðurvörum; Ennfremur er ver- ið að byggja 120 ferm. sölu- skála. Selja á ýmiskonar veit- ingar, sem hér vantar tilfinnan- lega. Byrjað er á kjötvinnslu í smáum stíl. Framleitt er kjöt- fai’s og álegg, einnig reykt kjöt, segir kaupfélagsstjórinn. Aðspurður um nýju síldar- verksmiðjuna, sagði Gísli Pét- ursson, að stálgrind hússins væri upp kominn, stöðugt væri unnið við bygginguna, vélarnar myndu koma upp úr áramótum og ráð fyrir því gert, að síldar- bræðsla gæti hafizt í maíbyrj- un. Hann lét þess getið, að sér virtist vel að þessai-i fram- kvæmd staðið á allan hátt. Rót- gróin vélsmiðja stæði m. a. að framkvæmd þessai'i og traustir einstaklingar með yfir 2 þús. tonna bátaflota. Hákon Kristins son er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, mjög traustur maðui-, sagði kaupfélagsstjórinn. Snjór er töluvert mikill hér austurfrá, ófært til Bakkafjarð- ar og yfir Hálsa, þungfært um Þistilfjörð. Sandvíkui'heiði fær, sagði Gísli Pétursson kaupfé- lagsstjóri að lokum og þakkar blaðið þessar uplýsingar. □ MAÐUR SÁ sem keypti Skarðsbók ný'skeð fyrir hönd íslendinga á uppboði í Lund- únum er fox-nbóksalinn norski, Torgrim Hannaas, sem nú er búsettur í Bretlandi. En nafn hans hefir undanfarið ver- ið afbakað á margvíslegan hátt í blöðum hérlendis. Þoi'grímur þessi er sonui' Torleiv Hannaas, prófessors, frá Hannási í Sætisdal í Austur- Egðafylki í Noregi. Þoi'leifur prófessor var norrænufræðing- ur mikill, og um það leyti sem ég kynntist honum á blaða- mennskuái'um mínum í Björg- vin, á fyrri heimsstyrjaldarár- um, var hann ríkis-styrkþegi um þriggja ára skeið, og að því loknu settur prófessor við nor- rænudeild Bergens Museum (síðar Björgvinjar Háskóli) 1918. Torleiv Hannaas prófessor kom til í-slands með norska skemmtiferðai'hópnum mikla 1929 (?), og hitti ég hann þá í Reykjavík. Hann lézt nokkrum UM 508 ÞÚSUND MÁL í BRÆÐSLU Neskaupstað 14. des. Síldin er að fæi'ast frá landi og er á sömu slóðum og hún var í fyrra um þetta leyti. Við ei'um búnir að fá 508 þús. mál í bræðslu. Ekk- ei-t lát er á síldveiðunum þar til í nótt, að hann fór að bræla og allir bátar heldu á leið til lands. Frystar hafa verið yfir 20 þús. tunnui'. H. Ó. ÓDÝRU Strelch-huxurnar komnar aftur ÚTIGALLAR. bleikir, bláir, gulir, hvítir. - kr. 244.00 HETTUÚLPUR 1 og 2, — kr. 290.00 BARNAKÁPUR m. húfu og vettlingum, kr. 435.00 Verzl. ÁSBYRGI Menn hafa oft orðið of seinir að kaupa Það ættu menn að athuga núna. Því fyrr — því hetra HANGIKJÖT KJÖTBÚÐ K.E.A. árum síðar liðlega sextugur að aldri. — Þorgrími syni hans hefi ég aldrei kynrlst. He'gi Valtýsson. TIL JÓLAGJAFA: REYKJARPÍPUR í úrvali PÍPUSTATIV GASKVEIKJARAR BEN ZÍN KVEIKJARAR SÍGARETTUVESKI fyrir tlömur og herra VINDLA- MUNNSTYKKI SÍGARETTU- MUNNSTYKKI VINDLASKERAR KONFEKTKASSAR og margt fleira. T ó b a k s b íi ð i n HEIMDRAGI Hér birtist annað bindi HEIMDRAGA og flytur eins og hið fyrsta íslenzkan fróð- leik, gamlan og nýjan, eftir ýmsa höfunda víðs vegar af landinu. Af efni fyrsta bind- is vakti hvað niesta athygli dagbók Nínu, dóttur Gríms amtmanns Jónssonar, enda ekki á hverjum degi, sem slíku efni skolar á fjörur lesenda. — í þessu bindi HEIMDRAGA birtast end- unninningar Nínu, ritaðar nokkru síðar en dagbókin. Gefa þær að ýmsu leyti betri hugmynd um heimilis- líf foreldra hennar en dag- bókin. Auk þess birtast liér mörg athyglisverð bréf frá Grími amtmanni. Af öðru efni HEIMDRAGA að þessu sínni skal aðeins minnt á ýtar- legan þátt um fyrsta íslenzka kvenlækninn eftir Kristmund Bjama- son, þátt nm Magntis Magnússon Smith, íslenzkan skákkappa vestan- hafs, cftir Gils Guðmundsson og ritgerð um höíund sögunnar Váltýr á grænni trevju, eftir Vibnuiul jónsson. ALISTAIR MACLEAN: Á VALDI ÓTTANS l’cssi nvja saga ALISTAIR MACLEAN er með talsvert öðrum liætti en aðrar sögur lians. Sþenna sögunnar er kynngimagnaðri en nokkru sinni fytT. Dulúð sögunnar orkar sterkt á lcsandann, sem hefur óljóst hugboð um liarmsögu bak við söguna sjálfa. Og þegar þræðintir taka að skýrast, stendur les- andinn bókstaflega talað á öndinni af eftirvæntingu. — Getur þessi þrautþjálfaði höfundur alltaf boðið upp á magnaðri sögu og nieiri spennu en í næstu bók á undan? Mörguui mun finn- ast, að svo sé, en annars verður liver og einn að svara fyrir sig sjálfan. —■ En eitt er víst: ALISTAIR MACLEAN HEEUR ALDREI VERIÐ BETRI EN NÚ! Eftir ALISTAIR MACLEAN eru áður komnar út á íslenzku eftir- taldar bækur: Rvssurnar í Navarone, Nóttiu langa, Skip hans há- ligtiar ÓDYSSEIFUR, Til móts við gullskipið og Neyðarkall frá norð- urskauti. IÐ U N N - Skeggjagötu 1 - Reykjavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.