Dagur - 15.12.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 15.12.1965, Blaðsíða 8
8 maðiir mann. Hvers vegna segir liun ekki af scr? Hún getur hangið í stólunum, eins og hún gerir, vegna þess að framleiðsl- an hefur vaxið og markaðir ver ið góðir. Og svo er hún svo samvizkuliðug. En í hverju framleiðslumetárinu eftir öðru gengur fjárhagskerfi þjóðar- innar af göflunum og góðæris- hagnaðurinn fer í súginn. 10 BÆKUR Á FJÖLSKYLDU í Félagsbréfi AB er frá því sagt, að árleg bókakaup fslendinga séu 8 íslenzkar bækur á ári og 2 erlendar á hverja fjölskyldu í landinu. Auk þess 90 tímarits- eintök. Eimiig segir, að á ís- lenzkan bókamarkað komi ár- lega 250—300 bækur auk náms- bóka. KIKHÓSTINN Af tilviljun var Jjóst, að kik- lióstasj úklingum batnaði við það að vera um stund í mikilli hæð, þ. e. í þunnu lofti. í dönsku blaði segir frá því, að flogið var með dauðvona bam, í umsjá hjúkrunarkonu og Iæknis, í 6 þús. feta liæð og varð það al- bata. Skýring á þessu fylgdi ekki, en loftþynningarklefar hafa gefið allgóða raun gegn kikhóstanum. Jólafargjöld Flugfélagsins EINS OG MÖRG undanfarin ár, mun Flugfélag íslands nú auðvelda skólafólkj ferðir heim um jólin, með því að veita því sérstakan afslátt af fargjöldum. Allt skólafólk, sem óskar eft- ir að ferðast með flugvélum £é- lagsins um hátíðirnar á kost á sérstökum lágum fargjöldum, sem ganga í gildi 15. desember n. k. og gilda til 15. janúar 1966. Þessi sérstöku fargjöld skóla fólks eru tuttugu og fimm af hundraði laegri en venjuleg far- gjöld. Til þess að njóta þessara kjara þarf að sýna vottorð fx-á skólastjóra, sem sýnir að við- komandi stundar nám og að keyptur sé tvímiði og hann not- aður báðar leiðir. Fólki, sem ætlar að fei'ðast um hátíðirnar er bent á að panta far tímanlega, því sam- kvæmt reynslu liðinna ára, vei-ða síðustu ferðir fyi'ir jól fljótt fullskipaðar. □ MJÖLSKEMMUR ERU FULLAR Raufarhöfn 14. des. Allar land- leiðir frá Raufarhöfn eru teppt- ar vegna snjóa. Komin eru í bræðslu 317 þús. mál síldai'. Lítið er enn fai’ið af mjölinu og mjölgeymslur s.tanda fullar, ekkert hefur enn farið af lýsinu en mest af síldinni höfum við losnað við. H. H. SMJÖR Á KÚTUM Margir tala nú í vandlætingar- tón um töluvert magn af óseldu smjöri, sem nú er í landinu. Fyr ir nokkrum árum þurfti að flytja irm smjör. Verðhlutföll búvaranna hafa fram að þessu örvað mjólkurframleiðsluna en dregið úr sauðfjárrækt. Sem bet ur fer er þetta að breytast, sauðfjárræktinni í hag. En þeir, sem tala um „smjör- fjöll“ og „stóru skekkjuna“ í framleiðslu bænda, hafa ekkert á móti því að borða erlent smjör. Erlent smjör er flutt inn í tonnatali, oft á kútum, og virð ist ekkert eftirlit með því haft. Snjónum ýtt í hauga, sem síðan er ekið burt. (Ljósm.: E. D.) „GuS hefur gefiS honum sagnaranda" Egilsstöðum 13. des. Enn er brætt í hverri síldai'verksmiðju á Austfjörðum og margt manna úr héraðinu enn í vinnu þar. En líklega er síldin nú um það bil GOÐAR SOLUR KALDBAKUR seldi 8. des í Grimsby, 97 tonn fyrir 10877 pimd eða kr. 13,42 kilóið. SLÉTTBAKUR seldi í Hull hinn 9. des. 77 tonn fyrir 7467 pund eða kr. 11,68 pr. kg. HARÐBAKUR selur í Grims by í dag. SVALBAKUR selur í Eng- landi 20. des. Hann verður í heimahöfn um jólin, sá eini af Akureyrartogurunum, kemur væntanlega á aðfangadag. Síðustu daga hefur hraðfrysti hús Ú. A. tekið 6—700 tunnur af síld til frystingar úr Bjarma og Snæfelli. □ FJARLOG RIKISINS AFGREIDD í GÆR FJÁRLÖGIN fyrir árið 1966 voru afgreidd frá Alþingi í gær. Tekjur ríkissjóðs á fjárlagaár- inu eru áætlaðar 3800 millj. kr. og greiðslur úr ríkissjóði álíka háar. Þar við bætist svo vega- áætlun ársins ca. 260 millj. kr. Til samanburðar er þess að geta, að niðurstöðutala fjárlaga árs- ins 1958 var talsvert innan við 900 millj. kr. og útgjöld til vega mála þá með talin. f umræðum í fyrrakvöld kom fram, að ríkisútgjöldin höfðu hækkað um ca. 1100 millj. kr. á tveim árum. Það má teljast frásagnarvert, að í tekjubálki nýju fjárlaganna eru teknir inn þrxr nýir skattar, sem ekki var búið að samþykkja, sem Iög á Alþingi, en eru þar nú til með- ferðar: Rafmagnsskattur, hækk un eignaskatts og gjaldeyris- skattur. En gert er ráð fyrir, að tekjur ríkissjóðs af þessum þremur sköttum nemi nokkuð á annað hundrað millj. kr. □ að leggja upp í langa fei'ð til Noregsstranda, og allt virðist þetta í samræmi við orð Jakobs fiskifræðings, sem guð virðist hafa gefið sagnai'anda í sam- bandi við síldina. En slík veiði, sem nú er að ljúka, kallar á framkvæmdir. Ráðgerð mun stækkun síldar- verksmiðja og jafnvel bygging nýrra. Afráðið er t. d. að byggja nýja síldai'bræðslu á Stöðvar- firði, en þar hefur síldarsöltun verið undanfai'in ár. Allmikill snjór er á úthéraði, einnig á Jökuldal. Beitarland notast verr en þyi'fti. Enn er ókominn þriðjungur þess heys, sem á Hérað átti að koma af Suðurlandi. Er beygur í mörg- um út af því. Nú eru allir vegir færir, enda stillt veður nú um vikutíma. Mikil tunnugeymsla, sem byggð var skammt frá Nes- kaupstað og stóð auð, er nú not- uð fyrir hey og kom sér vel. V. S. JÓLABLAÐ DAGS JÓLABLAÐ DAGS er nú á leið til - kaupenda. Það er að þessu sinni 48 síður og í því eru engar auglýsingar. Af efni blaðsins má nefna: grein Ólafs Ólafssonar kristni- boða, er hann nefnir Frá Mainz til Hóla, Sigurður Egilsson frá Laxamýri ritar ferðasögu . frá 1901 og aðrar æskuminningar, Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi skrásetti draum Héðins bónda Ólafssonar á Fjöllum um Grásíðumanninn, Halldór Sig- fússon frá Dalvík segir frá sleðaferð yfir Hríseyjarál, séra Ágúst Sigurðsson ritar um Auð kúlu í Svínadal, Hjörtur E. Þór arinsson skrifar um jai'ðskjálft- ana 1934 og Sigui'ður Sigui'ðs- son grein um Þeistareyki. Enn- fremur á Hinx-ik ívai'sson frá Mei'kinesi þátt um viðureign yið lágfctu, Bjai'ni Halldórsson annan, sem hann nefnir í kaupa vinnu að Hvanná, Arnþór Ái-na Vafasöra söfnun BÖRN hafá gengið í hús í bæn- um og boðið til sölú kerti til ágóða fyrir Slysavarnafélagið og kertastjaka til ágóða fyrir „Herferð gegn hungri“. Eftir því sem blaðið kest næst er hér um óæskilegt einkaframtak barnanna að í'æða, og ekki í ágóðaskyni fyrir þá, sem að framan getur. Q son frá Garði ritar um heim- sókn til „Skáldsins á Froðu- steini“ og Guðmundur Blöndal segir þætti að vestan. Séra Benjamín Kristjánsson prófast- ur á Laugalandi ritar þætti úr byggingarsögu gömlu Akureyr- arkii'kju og Jónas í kolaleit er þýdd frásögn. Höfundar bundins máls eru: Sigurður Sveinbjörnsson, Ár- mann Dalmannsson, Katrín Jó- sepsdóttir og Richard Beck pró- fessor. □ SKATTUR MEÐ HVERJU TUNGLI Almenningur hefur ekki við að trúa hinum nýju sköttum, sem yfir þjóðina dynja. Nú síðast er boðaður nýr skattur á raforku- verð, og yfirfærslugjald á allan seldan gjaldeyri. Nýr benzín- skattur bætist brátt við benzín- verðið og þungaskattur, einnig vegaskattur er kominn á syðra, og í stjómarfrumvarpi felast enn nýir skattar á bifreiðaeig- endur vegna breytingar í hægrihandarakstur. Ahnenni söluskatturixm, bændaskattur- inn, laxmaskatturixm, iðnlána- sjóðsgjaldið, aðgönguskattur á veitingahús, sérskattur á timb- ur, annar á sement, og á steypu styrktarjám, hækkaður fast- eignaskattur, eru allt skattar, sem stjórnin liefur boðað, sett eða liækkað tilfirmanlega. Skatt ar og álögur á ahnenning til ríkissjóðs hafa nálega fimrn- faldast hjá „viðreisnarstjóm- inni“ — hjá stjómirmi, sem ætl- aði að lækka skattana. VERÐBÓLGAN GLEYPIR VERÐMÆTIN Framleiðsla íslendinga hefur stóraukizt að magni ár frá ári, vegna stórvirkrar tækni, sem komið hefur til sögunnar. Verð- lag hefur farið hækkandi á er- lendum mörkuðum. Samt er ástandið í ríkisbúskapnum eins og það er. Hvers vegna liangir ríkisstjórnin í stólunum? spyr BÍIununx fjölgar á Akureyri en göturnar breikka ekki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.