Dagur - 01.06.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 01.06.1968, Blaðsíða 2
2 VATNIÐ - Nýjasta bóltin í Alfræðisafni AB VATNIÐ hefur stundum verið nefnt vagga alls lifandi. Þar kviknaði lífið og hóf sinn langa þróunarferil frá frumstæðum jui’tum og dýrum, sem eru nær eingöngu vatn, til mannsins, sem er vatn að tveimur þriðju hlutum. Ekkert, sem lífi er gætt, getur án þess verið, og það setur mót sitt á öll lífsstörf jurta og dýra. Matarlaus getur maðurinn lifað í nokkrar vikur, jafnvel allt að áttatíu dögum eins og dæmi er til, en vatns- laus getur enginn vænzt að tóra lengur en tíu daga. Vatnið er nýjasta bókin í Al- fræðasafni AB og hin seytjánda í röðinni. Aðalhöfundur hennar er dr. Luna B. Leopold, fjöl- menntaður verkfræðingur, veð- urfræðingur og jarðfræðingur, sem hreppt hefur margs konar heiður fyrir vísinda- og rit- störf og rannsóknir, en Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri hefur snúið bókinni á íslenzku. Hefur hann jafnframt skrifað formála fyrir henni og kemst þar m. a. svo að orði: „Vatnið skóp landið okkar. Eimþrýsing- ur í hraunkviku neðanjarðar lagði mikinn skerf til að þrýsta henni upp á yfirborðið, þar tóku haf og jöklar við henni, klæddu hana, myndbreyttu og mótuðu. Þegar forfeður okkar stofnuðu hér þjóðfélag, varð hafið þjóð- braut þess og aðalvinnuveit- andi. . . . Um 150 milljarðar tonna af vatni falla á landið ár- lega, og á leið til sjávar veitir smáhluti þessa mikla magns okkar ljós og yl, auk frábærs SVO nefnist um 200 blaðsíðna rit Sögufélags Austurlands og barst blaðinu nýlega. Er þetta annað hefti ársins 1967. Rit- stjóri er Sigurður O. Pálsson, Skriðubóli, Borgarfirði, en með honum í ritnefnd eru: Ái-mann Halldórsson, Eiðum, Björn Sveinsson, Egilsstaðakauptúni, Benedikt Björnsson, Búðum og Jón Björnsson, Skeggjastöðum. Afgreiðslumaður er Björn neyzluvatns, sem margar stærri þjóðir og auðugri hafa ekki efni á að veita sér. Þekking á vatn- inu, háttum þess og störfum er því þjóðinni lífsnauðsyn, enda beinist mikill hluti af rannsókn arstörfum vísindamanna henn- ar að þessum atriðum á einn eða annan hátt. Almenningi er þá ekki síður gagnlegt að vita helztu deili á vatninu, eðli þess og aðferð aUri.“ Það eru ótrúlega mörg og fjöl skrúðug þekkingarsvið, sem tek in eru til meðferðar í þessari bók. □ Sveinsson. Þetta hefti flytur fjölbreytt efni margra höfunda, einkum þjóðlegt. Richard Beck skrifar um tvo austfirzka skáldbræður, Guðmundur Egilsson á Þvottá þátt af Guðmundi Hjörleifssyni, Halldór Stefánsson um Austfirð ingasögu, Eyjólfur Hannesson greinina Helför og hrakningar, Benedikt Gíslason frá Hofteigi Frá höfuðbóli til hellisvistar, og Halldór Ármannsson greinina MÚLAÞING - Rit Sögufélags Austurlands Gestur á ferð. Hrólfur Krist- Menníðsefur fyrir ungf fólk son og Pall Guðmundsson eiga þarna greinar. Aðrir höfundar eru: Jón L. Jónsson, Þinghóli, Sigurður Vilhjálmsson, Hánefs- stöðum, Halldór Pétursson, Geirastöðum, Andrés B. Björns son, Snotrunesi, ritstjórinn Björn Jóhannsson fyrrv. skóla- stjóri og auk þessa eru mörg kvæði og samtíningur. Margt í ritinu er bæði fróðlegt og skemmtilegt. □ EKKI get ég vikið úr huga mín um óskum þeim, er ég tel bezt- ar til handa æskunni. Höfum við kennt henni, hve brýn nauð syn er að kunna skil á og læra að gegna algengum störfum? Mörg eru þau störf, sem ýmsum unglingum finnst, að ekki séu við þeirra hæfi. Öll verk, sem þörf er á að inan a'f hendi, eru sömu virðingar verð. Margir eiga erfitt með að skilja lífið, sætta sig við staðreyndir, verða því utanveltu, flýja af verðin- um, fyllast beiskju og þrjósku og verða sjálfum sér og öðrum til vandræða. Þetta þarf að leit- ast við að fyrirbyggja. Skólakerfi þjóðarinnar er mai'gbrotið, en þó líklega ekki nógu fjölbreytilegt. Framar öllu þarf að veita sem flestum, helzt öllum, aðstöðu til að starfa að viðfangsefnum við þeirra hæfi og getu hvreju sinni. Sumir eiga að vísu auðvelt með að leysa flest eða allt, sem þeim er ætlað, aðrir eiga bágt með margt, en geta þó leyst viss verkefni vel af hendi, og orðið nýtir menn. Fullyrða má, að margir ungling ar njóta sín illa í bóklegu skól- unum, þar sem þeim er skylt að fást við ýmis þau fræði, sem eru þeim fjarlæg og þeir geta ekki ráðið við. Menn verða að skilja þá, sem við námserfiðleika eiga að stríða, rétta þeim skilnings- ríka, hlýja hönd og vísa þeim veginn. Allt gott og fagurt þarf að innræta þeim, móta hug þeirra, tillitssemi og vináttu. Of erfið viðfangsefni valda sárs- auka og uppgjöf, hæfileg verk- efni örva, veita sjálfstraust og lífsgleði. Leitumst við að upp- ræta illgresið, svo að nytjagróð urinn komist til þroska eins og framast er auðið. Einstaklingur inn þroskast heilbrigt og eðli- lega með hæfilegu, viðráðan- legu starfi. Þangað er að leita til vakningar, gæfu og gengis. Framtíðin þarf á þeirri bless- un að halda að sigra menn með siðferðisþroska, dómgreind og réttsýni. Oft hefi ég hugsað um gamla baðstofulífið og sveita- búskapinn. Allir fengu að starfa að fjölbreytilegum verkefnum, verða þreyttir, en fengu hvíld í ■kyrrð og ró að kvöldinu. Gafst þá tó mtil að ræðast við í sátt og samlyndi, hlusta á sögulest- ur, læra lög og kvæði. Unnin var ull í fat og mjólk í mat. Margt var iðkað, sem jók yndi, augaði andann og efldi orðsins list. Dagurinn endaði með lestri Ekki þarf að draga í efa, að allt þetta jók menningu og efldi þroska þeirra er nutu. Er ekki kominn tími til að velja heppilegt landsvæði, helzt þar sem jarðhiti er, og hefja þar búskap rneð unglingum og nauð synlegu starfsfólki, hæfu til að stjórna og leiðbeina. Þar fengi hver starf við sitt hæfi og lærði margvísleg störf innan húss og utan. Landið bíður víðsvegar, frjósamt, fagurt og hlunninda- ríkt, ef menn aðeins hafa áhuga og djarfa hugsun til að yrkja það og nytja æsku þjóðarinnar til gæfu og blessunar. Ég þekki sveit, sem vel liggur við, hiti í jörð, mikið landrými, yfir 30 jarðir í eyði. Sveitin er fögur, og þar ríkir enn gömul og gróin sveitamenning. Þar ætti að koma upp menningarsetri fyrir ungt fólk. Rosknir menn með mikla lífsreynslu og þekkingu yrðu fúsir að heimsækja slíkt starfs- og skólasetur og miðla því hugmyndum, þekkingu og vizku. Dugmiklir menn og far- sælir leiðtogar þurfa að veljast til forstöðu og allrar verkstjórn ar á svo fjölmennu og umfengs- miklu heimili og hér um ræðir. Æskílegt væri, að prestur sveit arinnar hefði áhuga og getu til að leiðbeina ungmennunum til andlegra dáða. Ekki má gleyma því, að kynning og samvistir við dýrin ásamt hvers konar jarð- yrkju veitir öllum ómetanlega hollustu. Ég vona, að við höfum ekki glatað öllum skilningi á því, hvernig menn áður fyrr beittu kröftum sínum til betri kjara með karlmennsku og æðruleysi. Dæmi þeirra á að hvetja okkur og lyfta úr vonleysi og svart- sýni til heilbrigðra starfa og þjóðhollra. Trúin á guð og bænin láta ár- geisla gleðinnar hrekja burt ör- væntingu og ótta. Hveragerði, 5. marz ’68 Árný I. Filippusdóttir. Húsmæðraskólinn á Laugalandi 30 ára Kveðja frá fyrstu nemendunum veturinn ’37—’38. Sólarbirta sífellt vor sumardýrð um allan dalinn. Löngu gengin gæfuspor geyma myndir, eilíft vor. Meðan æskan átti þor aldrei þekktist gróður kalinn. Sólarbirta sífellt vor sumardýrð um allan dalinn. Skólinn okkar öllum kær Eyjafjarðar hjartastaður. Þar sem andinn orku nær öllum verður dvöldin kær. Þar sem vonin vængi fær verður sérhver hugur glaður. Skólinn okkar öllum kær Eyjafjarðar hjartastaður. Lengist saga, liðin tíð lýsi þeim, sem veginn kemur. Ungra meyja mergðin fríð menntist hér á hverri tíð. Látið kærleiks Ijósin blíð ljóma héðan öðru fremur. Lengist saga, liðin tíð lýsi þeim, sem veginn kemur. A. Ó. GOLFKENNSLA GOLFKENNSLA hefst á golf- vellinum þriðjudaginn 4. júní og verður fyrst um sinn frá kl. 5 til 7 síðdegis. Kennari verður Sævar Gunnarsson. Þeir sem óska eftir kennslu eru beðnir að riía nöfn sín inn á stunda- skrá sem liggur franuni í Golf- skálanum. Nýir meðlimir Golf- klúbbs Akureyrar fá 5 tíma kennslu endurgja'dslaust. □ «ÍÍ5$$ÍÍÍÍÍÍÍ44ÍÍÍ44ÍÍÍ5ÍÍÍÍÍ4ÍÍÍ5ÍÍ$ÍÍSÍ5ÍÍÍÍÍÍÍÍ5ÍÍÍÍ44Í^^ Í - UMHYGGJA „ÍSLENDINGS44 (Framhald af blaðsíðu 1). rétti við einkafyrirtækin í verzlun og þjónustu. Áður í greininni var vitnað í það, að eitt kaupfélag hefði orðið gjaldþrota. En maður, líttu þér nær. Þeir sem fylgjast með Lögbirtingablaðinu, sjá í hverju einasta blaði fjölda fyrirtækja, sem auglýst eru gjaldþrota. Og livernig gekk með reksturinn á Kjörveri hér á Akureyri, Hebu eða Verzlun Eyjafjörður? Ekki mun sam- vinnurekstur þeirra fyrir- tækja hafa orðið þeim að fótakefli. Hitt er svo annað mál, að ekki ber að gera lítið úr fjárhagsörðugleikum sam- vinnufélaganna nú. En það eru fleiri fyrirtæki en þjau, sem rekin eru með samvinnu- rekstursformi, sem eru með hallarekstur og eiga í fjárliags öröugleikum. En ætla mætti af orðum'íslendings, að erfið- leikar samvinnufélaganna séu eitthvað sérstakt fyrirbæri, afleiðing af pólitísku poti vondra manna, sem myndu ganga frá þeim gjaldþrota ef ekki væru til hugsjónamenn á borð við ritstjóra Islendings og þeirra, sem stjórnuðu Kjör veri á sínum tíma. Einmitt þessa dagana hefur það komið í fréttum, að Eim- skipafélag fslands og Flugfé- lag Islands höfðu komið út með tugmilljóna króna halla á síðastliðnu ári og svo mætti lengi telja. Erfiðleikar sam- vinnufélaganna eru fyrst og fremst vegna rekstursfjár- skorts og viðskiptaskulda bænda víða um Iand. En eins og kunnugt er liafa bændur verið mjög afskiptir í þjóð- félaginu hin síðustu ár, miðað við aðra landsmenn og erfitt árferði hefur aukið mjög á við skiptahalla þeirra. Nú er svo komið, að yfir 60% af skuld- um bænda eru víxla- og verzl unarskuldir. Slík þróun hlýt- ur að auka mjög á erfiðleika samvinnufélaganna og á þessu ári keyrir þó alveg um þvert bak að þessu leyti. Samvinnu menn þurfa að horfast í augu við vandann og skilja orsakir hans. Skilyrði fyrir því, að við sigrum erfiðleikana, er að við stöndum saman um þessi fjör egg hinna dreifðu byggða og varðveitum þau fyrir gini úlfsins. Á síðasta aðalfundi Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga var hafinn undirbúning- ur að því, að mynda trygging- arsjóð innlánsdeilda samvinnu félaganna. Var þá ákveðið að ganga frá því máli á næsta aðalfundi, sem innan skamms verður haldinn. Af því leiðir, að innstæður manna í innláns deildum kaupfélaganna verða eins vel tryggðar þar og í öðr um peningastofnunum þjóðar innar. En með því að hafa sparifé sitt þar, tryggja félags menn hagkvæmari rekstur fé laga sinna en ella og stuðla að auknu athafnarými í byggðar laginu, en eins og alkunna er, eru samvinnufélögin víða aðal hornsteinn atvinnulífsins, ekki sízt hér á Akureyri. Minnumst þess, að sameinaðir stöndum vér cn sundraðir föllum. Stefán Valgeirsson. r - Utsvörin á Akureyri (Framhald af blaðsíðu 1). Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. . . — 325.000.00 iSúkkulaðiverksmiðjan Linda h.f.................. — 259.400.00 Kaffibrennsla Akureyrar h.f...................... — 254.900.00 Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f................. — 231.300.00 Sana h.f......................................... — 216.500.00 (Fréttatilkynning) GREINARGERÐ framtalsnefndar Akureyrar varðandi útsvarsálagningu 1968 ÚTSVÖRIN eru álögð samkv. V. kafla laga nr. 51, 1964, um tekjustofna sveitarfélaga og síð ari breytingum á þeim lögum. Samkv. 31. gr. nefndra laga eru útsvörin miðuð við hreinar tekj ur og skuldlausa eign samkv. skattskrá. Áður en útsvör eru lögð á, ■ samkv. neðanskráðum útsvarsstigum, er dregið frá áðurnefndum hreinum tekjum: Fyrir einstaklinga kr. 45.200.00 Fyrir hjón kr. 64.500.00 Fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæri gjaldenda kr. 12.900.00. Tekjuútsvör sl. árs eru einnig dregin frá hreinum tekjum, hafi þau verið greidd að fullu fyrir áramót sl. Samkvæmt ákvörðun fram- talsnefndar og með heimild í 33. gr. og ákvæða til bráðabirgða, stafalið e, fyrrgreindra laga, voru gerðar breytingar á hrein- um tekjum, áður en útsvar var álagt, sem hér segir: Veittur frádráttur á bótum frá Almannatryggingum öðrum en fjölskyldubótum með 1. og 2. barni, og hækkun ellilífeyris vegna frestunar á töku hans. Veittur frádráttur fyrir kostn aði vegna sjúkdóma, slysa eða dauðsfalla, sem á gjaldendur hefir fallið, ef verulegan má telja, . eða ..skerða gjaldgetu þeirra verulega. Vikið var frá ákvæðum skatt laga, 2. malsgr. b. liðs 11. gr. og 2. málsgr. 17. gr., varðandi yfir- færslu taps rnilli ára, og vara- sjóðsfrádrátt félaga. A. Af útsvarsskyldum tekjum samkv. framansögðu greiða: 1. Einstaklingar og hjón: A£ fyrstu 25.800.00 kr. 10%. Af 25.800.00 kr. til 77.400.00 kr., kr. 2.580.00 af 25.800.00 kr. og 20% af afgangi. Af 77.400.00 kr. og þar yfir greiðast kr. 12.900.00 af 77.400.00 kr. og 30% af afgangi. 2. Félög: Af fyrstu 75.000.00 kr. 20%. Af 75.000.00 kr. og þar yf- ir greiðast kr. 15.000.00 af 75.000.00 kr. og 30% af afgangi. B. Af útsvarsskyldum eignum greiða: 1. Einstaklingar og hjón: Af fyrstu 50 þús. 5%0. Af 500 þús. — 1 millj. greiðast kr. 2.500.00 af 500 þús. og 9%c af afgangi. Af 1 millj. og þar yfir greiðast kr. 7.000.00 af 1 millj. og 12%c af afgangi. 2. Félög: Greiða 7%0 af hreinni eign sinni. Akureyri, 27. maí 1968. Skattstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.