Dagur - 01.06.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 01.06.1968, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÍBUÐARHÚSIN HÉR A LANDI eru gnægðir grjóts, sands og sements til bygginga, er vel henta í okkar kalda, misviðrasama og því miður skóglausa landi. Og hér er líka mikið ónotað vinnuafl, þar á meðal í byggingaiðnaðinum. Með þetta í huga vekur það að vonum töluverða athygli, þegar inn eru flutt erlend verksmiðjuhús og reist hér á landi, jafnvel við hliðina á slein- steypuverksmiðjum, svo sem gert hefur verið í Mývatnssveit, þar sem Kísiliðjan hefur reist mörg erlend hús, og það sama hefur gerzt syðra í enn stærri mæli við Búrfell og Straumsvík. Byggingamenn telja slíkt mikla öfugþróun og má með nokkrum rétti telja, að svo sé. Hús á hjólum, í tvennu lagi, sem bíður flutnings upp í Mývatnssveit, hefur síðustu daga staðið við Lindu hér í bæ og vakið athygli á þessu rnáli. Það er eign Kísiliðjunnar, keypt hjá verksmiðju í Bandaríkjunum og flutt inn með húsgögnum og hitunartækjum. Sjálfsagt er að skoða slíkan inn- flutning með athygli og athuga einn- ig verð og gæði. Erfiðast mun að gera sér fulla grein samanburðar húsa, sem ekki eru í sama gæðaflokki. Til skamms tíma trúði því enginn hér á landi, að unnt væri að spara helming vinnulauna við smíði eld- hvisinnréttinga með breyttum vinnu- aðferðum og lækka þar með íbúða- kostnaðinn verulega. Þetta liefur nú gerzt, m. a. vegna innflutnings þýzkra eldhúsinnréttinga á hag- kvæmara verði en hér á landi tíðk- aðist. Fullvíst má telja, að þróun í mörgum veigamiklum þáttum hús- bygginga, geti og hljóti innan skamms að ganga í sömu átt. Senni- lega er meiri þörf á að skipuleggja innlenda byggingaiðnaðinn en flest annað. Þar hefur ríkt óforsvaranlegt handahóf, nýjungar og tækni átt örðuga leið og vinnulaun byggð á umdeildum uppmælingum. Hér á landi er meiri nauðsyn að byggja vönduð hús en víðast annars staðar og eru húsnæðismálin því meira at- riði í lífi manna og fjárhagslegri af- komu en í flestum öðrum löndum. Byggingakostnaður íbúða þarf í hverju þjóðfélagi að vera í samræmi við kaupgetuna. í nágrannalöndun- um brúar þjóðfélagið bilið með hag- kvæmum lánum og annarri fyrir- greiðslu. En það leysir byggingariðn- aðinn ekki undan þeirri skyldu, að látra betra skipulag, meiri tækni og hagkvæmar nýjungar létta fólki leið- ina til að eignast þak yfir liöfuðið — og þá kemur innflutningur húsa ekki til neinna álita. JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: VAKA - DÁ5VEFN - ÖRYGGI TVÆR hugleiðingar um þjóð- mál en ekki flokksmál eiga að koma út í vor eða sumar. Þær heita Vaka eða dásvefn og Tveir tuttugu og fimm ára sátt- málar til öryggis landvöm og frjálsum viðskiptum. Á næstu árum hljóta þessi málefni að verða tekin til með- ferðar. Hér verður aðeins með fáum orðum vikið að stórum viðfangsefnum. Franska þjóðin leið af dá- svefni 1930—1940. Þessi mikla vitsmuna og lærdómsþjóð lok- aði augunum og huganum fyrir ógnvaldinu austan Rínar, sem svo gjörsigraði Frakka á einum mánuði og skóp þeim þann þrældóm, sem henta þótti sigr- aðri þjóð. Vaskir Engilsaxar björguðu síðar Frakklandi og hófu það til vegs og valda að nýju. Stalín hafði beitt herveldi og lævísi til að leggja undir sig tólf ríki í Norðurálfu austanverðri. Þar kippa þessar ófrjálsu þjóðir enn í hlekkina, sem hann fjötraði þá í og dreymir um frelsi. Stalín hafði bragðvísan legáta á ís- landi 1940—1946. Hann lagði næstum alla þjóðina í dásvefn. Samkvæmt hans kenningu átti að treysta á hlutleysið og neita vernd Engilsaxa. Stalín gerðist mjög úrillur. Þótti 12 hlekkjað- ar þjóðir ekki nóg sigurlaun. Engilsaxar mynduðu nú ný varnarsamtök móti Stalín. All- ar frjálsar vesturþjóðir gengu í þetta varnarsamband. Sendi- maður Stalíns svæfði mest allt þing íslendinga og marga aðra gilda borgara. Ég sá það eitt, sem allir heilvita menn viður- kenndu: Allar þjóðir vopnuðust heimafyrir og treystu auk þess vamarsamtökin. Enginn var jafn þurfandi og íslenzka lýð- veldið, fyrir vernd vestrænna þjóða. En 46 þingmenn voru um stund haldnir Rínarglampanum og afneituðu vernd. Ég hélt þá fyrirlestur í stærsta samkomu- sal bæjarins og mælti með tví- þættum verndarsáttmála til 25 ára, við Bandaríkin, bæði her- vernd og viðskipti. Hér komu 600 gestir, nálega allir mér ókunnir. Þeir greiddu aðgöngu- gjald til fegrunar Þinvalla. Gest irnir veittu óvenjulegan stuðn- ing. Aldrei hafa gestir á stjórn- málafundi greitt fyrir andlegt áhugaefni. Um sama leyti kusu S.-Þingeyingar mig til þings til stuðnings stefnu minni. Sam- herjar mínir voru 800 en 400 bjuggu við dásvefninn. Alþingi hafði sofnað við dá- söng legátans að austan. Árið eftir lét landstjórnin vamarliðið fara en sýndi þó háttvísi í kveðj unum, fyrir dvölina. Allar vestrænar þjóðir voru hræddar við dásvefn íslend- inga. ísland var hættustaður. Svikari 12 þjóða gat bætt einni við. Samvizkan gerði dásvefn- inn óróan 1949. Meira en helm- ingur þingsins sýndi þá iðr- unarmerki. Árið 1951 báðu borg araflokkarnir um vernd og 1958 samþykkti allt þingið beiðni um hervernd, líka sveinar Stalíns. í væntanlegum hugleiðingum mun ég skýra eðli og hættu dá- svefns í þjóðmálum. Saga Frakklands 1930—1940 er líka til viðvörunar smáþjóðum. Varnarleysi landsins 1947—1951 er lexía fyrir unga og gamla. Viðskiptamálin eru óleyst enn. Vökutímabil ungmennafélag- anna, ungra skilnaðarmanna o. fl. reisti þjóðanhag á sínum tíma. Ég álít að sögulegar hug- leiðingar um viðreisn og hættu- tíma undangenginna ára eigi erindi til fólks á aðsteðjandi krepputíma. □ „ÍSLANDI ALLT” ÞEGAR ungmennafélögin voru að rísa á legg, varð stundum ágreiningur um tvö atriði. Ann- að var ákvæðið um bindindi áfengra drykkja, en hitt að byggja starf sitt á kristilegum grundvelli. Voru þó til félög, sem störfuðu án þessara ákvæða; sérstaklega var sum- um þeirra bindindisákvæðið þyrnir í auga. Með stofnun Sambands ungmennafélaga ís- lands, var þessu kippt í lag, því að félög innan Sambandsins urðu að hafa bindindi áfengis í stefnuskrá sinni, annars úti- lokuð frá því. Um afnám kristi- legs grundvallar er ekki vitað, nema hjá einu félagi. Var það klófningur úr fjölmennasta ungmennafélagi landsins. En félag þetta varð skammlíft. Tvö voru þau ákvæði, auk fleiri sem enginn ágreiningur var um. Voru þau; „sérstaklega skal leggja stund á að fegra og hreihsa móðurmálið“. Hitt at- riðið var: „Allir félagar skulu þúast“. Er fram liðu stundir var vak- ið máls á því, að ungmennafé- lagar tækju sér tengiorð og létu gera sér merki, svo sem bæði var þekkt í K.F.U.M. og Góðtemplarareglunni. Átti þetta að vera kynningartákn og sýna úr hvaða sauðabyrgi þeir væru, þótt ókunnir væru. Eigi er munað, 'hvort tákn þetta var gert, en á merki átti að standa: „íslandi allt“. Já, „íslandi allt“. Þá hugsuðu ungmenni íslands á þá leið, að þar sem ættjörðin hefði alið mann upp, bæri hverjum ein- staklingi að endurgjalda fóstr- ið, með því að vinna henni það sameiginlega gagn, sem fegrað gæti bæði mold og mann. Mað- urinn yxi að manngildi samfara endurbótum, eða mótun á útliti síns eigin lands. Verkefnin voru mörg og mis- jöfn eftir því, hvort félagið átti heima í sveit eða bæ. Var hug- sjónum á hverjum stað beint að vettvangi þeim, sem brýnust þörf var umbóta hverju sinni. Voru öll þessi verk af hendi leyst án kaupgjalds, og öll unn- in að skyldustörfum loknum. Nú virðast tímarnir breyttir. Allt er orðið breytt. Þjóðin hef- ur tvöfaldast að íbúatölu, að meðtöldum útlendum stofnum, sem fest hafa hér rætur og aukið kyn sitt. En þrátt fyrir mannfjölgun þessa, er nokkurn veginn fullvíst, að sáralítið bættist í raðir ungmennafélag- anna. „íslandi allt“ virðist hafa breytzt í mér allt. Þess vegna er eignarrétturinn vanmetinn, bílar teknir traustataki, brotizt inn í hús í auðgunarskyni, gefnar út ávísanir án inneigna, smyglað í stórum stíl áfengi til landsins og ýmsar iðnaðarvörur sóttar til útlanda milliliðalaust, til tjóns fyrir íslenzka iðnrek- endur. Svona mætti sennilega halda áfram að telja, að mér allt hefur þokað einkunnarorð- um ungmennafélaganna úr for- sæti í hugum þjóðarinnar. Nú er svo komið, að því er heyra má úr hljóðvarpinu, að (Framhald á blaðsíðu 3) Gísli Guðmundsson, alþingismaður: í Norðurlandskjördæira eysira eru enn 177 byggð Hálshreppur, S.-Þirig. Ljósayátnshreppur, S.-Þing. Bárðdælahreppur, S.-Þing. Kelduneshreppur, N.-Þing. Fjallahreppur, N.-Þirig. Öxarfjarðarhreppur, N.-Þing. Presthólahreppur. N.-Þing. Svalbarðshreppur, N.-Þing. Sauðaneshreppur, N.-Þing. Séu þessar 9 sveitir, sem skammt eru á veg komnar, at- hugaðar sem ein heild, kemur í Ijós, að þar eru 6 býli af hverj um 10 ennþá utan samveitu og þó rúmlega það. Af þessum níu hreppum eru. Hálshreppur, Ljósavatnshréppur og Þresthóla hreppur lengst á veg komnir, miðað við býlafjölda. í Bárð- dælahreppi eru talin 34 býli, en þar er engin samveita. í Fjalla- ‘hreppi, sem engrar samveitu nýtur, eru 5 býli. í Keldunes- hreppi, Öxarfjarðarhreppi, Sval barðshreppi og Sauðaneshreppi eru samveitur, en mikill meiri- hluti bæja þar ér enn utan þeirra. Eftir því, sem ég kemst næst, að fengnum upplýsingum, er nú talið, að 55 býli eða- því sem næst, falli undir reglu Orku- málastjórnarinnar um allt að lx/2 km. meðalvegalengd milli bæja og um 30 undir regluna um allt að 2 km. meðalvega- lengd, og er þó meðalvegalengd in þar raunar miklu- nær IV2 km. en 2 km. Þess ber að geta, að 2 km. reglan er víst ekki enn þá talin „viðurkennd" regla. Mér skilst, að samveitulínur að 8 bæjum í Fnjóskadal, 7 bæj um á Fosshólslínu og 37 bæjum í Kelduhverfi og Öxarfirði telj- ist „samþykktar línur“ i Orku- ráði, enda meðalvegalengdin ekki yfir 1% km. svo og að ör- fáum bæjum annarsstaðar, sem einnig falla undir þessa reglu. En samveitulína um Bárðardal, sem rætt mun hafa verið um, að tæki til 25 býla í dalnum, mun enn ekki teljast samiþykkt af Orkuráði. Ekki verður þó talið, að meðalvegalengdin þar (milli 25 býla), sem fram yfir telst IV2 km. skipti máli. Talið hefir ver- ið, að viðbótarlína mn;Bárðar- dal hefði í för með sér nokkurn kostnað fyrir ríkisrafveitumar, af því að styrkja verði-Kinnar- línuna, sem sjálfsagt þarf að gera fyrr eða síðar, og má þá vera, að ríkisrafveitustjórnin (Framhald á blaðsíðu 7). býli ufan orkusamveifanna NÚ í ÁR er liðinn hálfur annar áratugur síðan fulltrúar þjóðar innar á Alþingi og í ríkisstjórn tóku ákvörðun um, að hafist skyldi handa um almenna raf- væðingu hinnar dreifðu lands- byggðar. í tilefni af þessu hefir Gísli Guðmundsson alþm. ritað fyrir Dag grein þá um rafvæð- ingu í Norðurlandskjördæmi eystra, sem hér fer á eftir, en hann átti nokkurn þátt í undir- búningi rafvæðingarlaganna 1954, er Steingrímur Steinþórs- son var raforkumálaráðherra, og er einn þeirra þingmanna Framsóknarflokksins, sem í seinni tíð hafa beitt sér fyrir því af hálfu flokksins, að gerð verði fullnaðaráætlun um raf- væðinguna: Á orkuveitusvæði Laxár- virkjunar og olíustöðvarinnar á Akureyri eru sem kunnugt er Suður-Þingeyjarsýsla, Húsa- vik, Akureyri og Eyjafjarðar- sýsla, að Grímsey undantek- inni, og samveitur á þessu svæði fá rafmagn frá áðurnefnd um orkustöðvum. Orkan er flutt um sæstreng til Hríseyjar. Ólafsfjörður fær rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun í Fljótum. Samveiturnar í Norður-Þing- eyjarsýslu og Grímsey fá raf- magn frá olíustöðvum. Allir kaupstaðirnir og kauptúnin, frá Ólafsfirði til Þórshafnar, að báð um meðtöldum, hafa samveitu- rafmagn og sama er að segja um byggð býli, er teljast til hlutaðeigandi kaupstaða eða kauptúnahreppa. í sýslunum þrem í kjördæm- inu teljast nú samkvæmt upp- lýsingum Orkustofnunarinnar 857 byggð býli utan kauptúna- hreppa. Talið er, að af þessum 857 býlum hafi 680 rafmagn frá samveitum, og að 177 séu utan samveitu. Talið er ennfremur, að af 177 býlum utan samveitu séu um 70 með öllu án raf- magns og að rúmlega 100 býli notist við einkarafstöðvar af ýmsu tagi. Á mörgum þeirra eru mótorstöðvar, og a. m. k. sumar ekki til frambúðar, og víst er um það, að flest heimili, ef ekki öll, myndu fremur kjósa samveiturafmagnið. Á nokkr- um hluta býlanna utan sam- veitu eru vatnsaflstöðvar. Telja verður, að býli með vatnsafl- stöðvum séu yfirleitt betur sett en hin, sem hafa mótorstöðvar. Margar af vatnsaflstöðvunum eru þó orðnar nokkuð gamlar, eða fjarri því að fullnægja raf- orkuþörf býlanna. Á samveitu- svæðunum mun reynslan vera- sú, að ábúendur býla með vatns' Gísli Guðmundsson. aílstöðvum hafi yfinleitt óskað þess að fá samveiturafmagn, er þeir hafa átt þess kost, og þá lagt heimastöðvar niður eða notað orku þeirra með samveitu rafmagninu eftir því, sem henta þótti. í fljótu bragði lítur það ekki sem verst út á pappírnum, að 680 býli af 857 í sýslunum þrem, eða fjögur af hverjum fimm, skuli vera búin að fá samveitu- rafmagn. Hér er þess þó að gæta, að í hinum tiltölulega þétt býlu sveitum báðu megin Eyja- fjarðar, allt austur að Dals- mynni eru aðeins 6 býli samtals utan samveitu. En í Suður- Þingeyjarsýslu austan Dals- mynnis og í Norður-Þingeyjar- sýslu er 171 býli utan samveitu svæða. í austursveitum Suður- Þingeyjarsýslu, þar sem raf- væðing er komin vel á veg, eru samtals 8 býli utan samveitu- svæða, þar af 5 í Reykdæla- hreppi. En í þrem hreppum Suður-Þingeyjarsýslu og sex hreppum Norður-Þingeyjar- sýslu eru 163 býli utan sam- veitu. Þessir hreppar eru: Stjórnkerfið hefur stutt að hyggðaröskun r Hluti ur ræðu Askels Einarssonar, er íiann flutti á ráðstefnu SUF 27. apríl síðastliðinn TELJA verður það eitt brýn- asta verkefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að endur- skoða frá rótum skiptingu og tilhögun framkvæmdavaldsins. Festa þarf í stjórnarskránni landsumdæmi og færa verkefni fi'á ríkinu til þeirra, jafnhliða að réttur sveitarfélaganna inn- an landsumdæmanna verði tryggður. Ennfremur verður stjómsýsla ríkisins að því er varðar verkefnastofnanir þess, að taka upp umdæmisskipulag- ið. Sameina í umdæmisdeildir skyld verkefni er þjóna lands- svæði. Verði farið inn á þessa braut hefir ríkisheildin á eftir- tektarverðan hátt sýnt í verki, að hún stefnir stjórnskipunar- lega að því að koma á fót auknu valdajafnvægi á milli lands- hluta. Oftlega bregður því fyrir, að málefni dreifbýlisins beri fyrst og fremst að leysa með aðgerð- um í atvinnumálum. Sú megin- stefna hefir einkennt viðhorfin gagnvart landsbyggðinni, að hlutast til um með fjárveitinga- valdinu að bæta samgönguskil- yrði og stuðla að opinberum framkvæmdum. Annars vegar er stuðningur við landbúnað og sjávarútgerð bæði með beinum stuðningi fjárveitingavalds og lánasjóða, ennfremur á almenn an hátt með framkvæmd stefnu löggjafa á vegum verkefnastofn ana ríkisins. Höfuðtilgangur þannig aðgerða er að viðhalda þessum þáttum, sem til staðar eru í dreifbýlinu og rétta þeim hönd til aðstoðar því framtaki, sem meðal byggðanna er að finna. Þessar aðgerðir má nefna varnaraðgerðir til þess að forð- ast framhaldsstig byggðarösk- unarinnar, sem er byggðaeyð- ingin. Vandinn er beinlínis sá, að í margþættu þjóðfélagi full- nægja gömlu höfuðatvinnuveg- irnir ekki þörf þjóðarinnar til að virkja mannaflann. Það virð ist blátt áfram blasa við, að þótt þeir séu efldir og þeir skapi upp gripa atvinnu í heilum lands- hlutum virðast þeir ekki einir færir um að ærva búsetuna í framleiðslustöðvum og því síð- ur rétta við þi'óunina til skyn- samlegs jafnvægis. Um þetta eru ljós dæmi bæði á Austfjörð um og í Vestmannaeyjum. Lengi hefir sú tilhneiging verið lífseig, að byggðavandamál sveita og þéttbýlisstaða séu að- skilin verkefni. Ein megin feir- an í héraðsskipulaginu er sú, að kaupstaðirnir eru ekki þátt- takendur í sveitarmálasamstarfi héraðsins. Þetta hefir klofið byggðavaldið og veikt stöðu beggja kaupstaðar og sýslu. Ekki er vafamál að slíkt sam- starf hefði leitt meir til gagn- kvæmra viðhorfa, en raunin hefir orðið á. Þjóðfélagsmyndin er gjör- breytt og krefst nýrra stjórnar- aðferða. Það þarf mikið raun- sæi og hlutlægt mat á stefnu- málum til þess að gera sér ljóst að hverju skal keppt í byggðar- þróun landsins. Framvindan hef ir einkennzt af furðulegri tví- hyggju, annars vegar af um- búðamiklu tali um byggðarösk- unina og um afleiðingar henn- ar og hins vegar af algjörum skorti á því að draga saman í heildarmynd þau úrræði og benda á leiðir, sem snúið gætu þróuninni við. Það er stundum rokið upp til handa og fóta og tekin fyrir sérstök svið, oftast vegna óumflýjanlegrar þarfar. Raunhæfar forsendur og orsak- ir eru ekki kannaðar til hlítar og því síður gefið sér fullkomið tóm til að kanna leiðir til þess að koma í veg fyrir afleiðingarn ar og hemjia þróunina í farvegi. Þetta er grundvallaratriði til þess að hægt sé að byggja upp alhliða byggðastefnu. Megin stj órnarviðhorf alda- mótanna var að opna réttinn sem bezt í trausti þess, að frels- ið leysti úr læðingi þau þjóðlífs Áskell Einarsson. áhrif, sem ættu rétt á sér og stefndu til þjóðfélagsbóta. Gagn stætt þessu blundaði í þjóðar- vitundinni varðgæzlukennd fyr ir þjóðlegum verðmætum og landsviðhorfum. Báðir þessir þættir hafa með gagnstæðum hætti orsakað byggðaröskun í landinu. Frelsi þjóðarinnar og kapp til fulls forræðis á hverju sviðinu á fætur öðru leystu úr læðingi gífurlega framfaraöldu. Þeim mun meir sem þjóðinni óx ásmeginn og hún kynntist betur erlendum þjóðfélögum varð hraðinn meiri í því að full komna íslenzka þjóðfélagið. For ystan hlaut að koma upp í höf- uðborginni og í kringum höfuð- stöðvar stjórnarsýslu, fjármála og menningai'. Stofnanir og ný starfssvið spruttu upp og dróu að sér mannaflann. Þessi nýju þjóðlífssvið bólgnuðu upp, enda er vegur þjóðfélagsins verulega metinn eftir viðgangi þeirra. Hvorki sjálft stjórnskipulagið hafði yfri' að ráða hömlunar- valdi eða fyrirmælum um vald- dreifingu milli landsumdæma. Hins vegar stóð gamla skipulag ið, sem speglaðist bæði í héraða skipulaginu og kosningafyrir- komulaginu. Það var gamall arf ur, sem þurfti að varðveita, svo það fengi að halda stöðu sinni, þótt tögl og haldir þjóðkerfisins væru komnar frá þeim til höfuð staðarins. Sjálf voru umdæmin smá og fóru ört minnkandi að þjóðarstyrk, en sundurþykk, og því varð jafnræði þeirra nei- kvætt. Hlutverk þeirra var nauðvörnin um réttindi, sem því aðeins var hægt að gera gild andi að staðið væri saman um leiðir til þess að taka við auknu valdi og áhrifum í þjóðfélaginu. Þetta sannar ó órækan hátt, að þjóðfélagshættir þessri' standa rótum í stjórnskipulaginu. Það er engum blöðum um það að fletta, ef amtskipulagiö hefði haldizt á íslandi væru nú til sterk landshlutaumdæmi í land inu með öflugum miðstöðvum, sem leyst hefðu höfuðstaðinn af hólmi um mörg verkefni. Til þess að gera sér þessa stað- reynd ljósa er nauðsynlegt að kynna sér rækilega byggða- þróunin og röskun atvinnuhátta þjóðarinnar á síðustu áratug- um. Eðlilegt virðist að skipta tuttugustu öldinni í tvö aðal tímabil að og frá 1930. Nefna mætti tímabilið til 1930 alda- mótaskeiðið. Þetta er skeiðið, þegar þjóðin var að endur- reisa land sitt og bygg'ja upp nútíma þjóðfélag af gæðum landsins einum. — Samkvæmt manntali 1901 voru íbúarnir 78470 og þar af bjuggu í þétt- býlinu 17932 éða 22,3% þjóðar- innar. Hlutur Faxaflóa-svæðis- ins var 15,4% af þjóðarheild- inni og þéttbýli á svæðinu' vár 43,5% af öllu þéttbýli landsins. En 1930 er hlutur Faxaflóa- svæðisins orðinn 34,2% af þjóð- arheildinni, sem var 108861 manns og hafði hækkað um 18,8% hlutfallslega, en í öðrum landshlutum hafði íbúahlutfall lækkað samanlagt jafnmikið. Heildai-fjölgun þjóðarinnar á tímabilinu 30391 manns eða 38,73%, þar af fjölgaði íbúum Faxaflóasvæðisins umfram með altalsfjölgun miðað við 1901 um 20505 manns. Þetta er byggða- röskun, er nemur 67% af þjóð- arfjölguninni. Röskunin kom um 30% frá þéttbýlisstöðum í öðrum landshlutum og 70% úr sveitum. íbúum þéttbýlis fjölg- aði um 255,5%. — Hlutfall Faxaflóa-svæðisins hækkaði úr 43,5% í 53,0% eða um 9,5%. Heildarhlutur þéttbýlis vex úr 22,3% í 58,7% með þjóðinni eða 36,4%. Skylt er að geta þess að þetta tímabil einkenndist mest af uppgangi sjávarútvegsins og verður að telja að togaraút- gerðin hafi átt drýgstan þátt að. En að hinu leytinu er rétt að taka fram, að landbúnáðurinn og sjávarútvegurinn úti um land bjó við hagstæða þróun allt til 1930. Næsta tímabil, er nefna mætti byggðaröskunar- tímabilið mikla, hefst í enda góðæris 1930 og lýkur í enda annars góðæris 1966. I lok þessa tímabils eru íbúar landsins 196933 og þar af eru á Faxa- flóa-svæðinu 113443 manns eða 51,6% þjóðarinnar. — Hlutfall svæðisins hafði aukizt um 80,9%, þar af hafði fjölgað á Faxaflóa-svæðinu umfram með alfjölgun miðað við 1930 um 46169 manns, sem er 57,6% af þjóðarfjölguninni. Byggðarrösk unin skiptist þannig að 51% er frá þéttbýlisstöðum í öðrum landshlutum og 49% úr sveit- um. Á þessu tímabili eykst þéttbýli um 16,25% og er 167350 manns eða 85% þjóðar- innar. Þéttbýli á Faxaflóasvæð- inu er um 97% íbúa þess og hlutfall íbúafjölda þess vex úr 53% í 67% eða 14,0% af þétt- býli þjóðarinnar. Það er ekki að undra þótt spurt sé, hvað valdi þessari þróun. Svarið við því getum við fundið, ef við könn- um starfsskiptingarþróunina. — Rétt er að bregða ljósi á tíma- bilið frá 1930—1966. Heildar- myndin er þessi, að 1930 hafði 24,7% þjóðarinnar framfæri af samgöngmn, viðskiptum og þjónustustörfum, en 1966 er hlutfallið 40,-% og hefur hækk að um 15,4%. Þróun í iðnaði er þessi að 1930 var 'hlutfallið 18,9%, en 1966 er það 38,7% og er þar með talinn fiskiðnaður 1966 eða hækkun um 19,8%. Starfsgreinaröskun þessi nem- ur alls 39,2% þjóðarinnar eða 69320 manns hafi komið til við- bótar í þessar starfsgreinar, ef manntalstölur 1966 eru notðar til viðmiðunar bæði við hlut- föll 1930 og 1966. Tökum nú til samanburðar Faxaflóa-svæðið og kemur þá í ljós að 1930 var 59% af starfsliði viðskipta, sam gangna og þjónustu á svæðinu, en 1966 var þessi tala orðin 73%. Hlutur iðnaðar á Faxa- flóa-svæðinu hækkaði úr 59% ara tímabilið til 1966 sannar í 62% af heildar-mannafla hans. Við athugun kemur í ljós að starfsgreinaröskun á sér mest stað á Faxaflóa-svæðinu eða hjá 54243 manns, sem er 78% af aukningu þessara starfsstétta og er þá gerður samanburður 1930 og 1966 miðaður við mann talstölur 1966. Hlutdeild Faxa- flóasvæðisins í þjónustugrein- um vex um 100% eða 28900 manns. Þetta svarar til að vera 62% af umfram fólksvexti svæð isins yfir meðalfjölgun hafi lent í þessum greinum. Eftir þessa athugun liggja orsakir byggða- röskunarinnar mjög beint við. Fyrra tímabilið til 1930 einkenn ist af eðlilegri þjóofélagsröskun, vegna nýrra atvinnuhátta. Síð- okkur að mikill meirihluti þró- aðra starfsgreina og þess mann- afla er við þær starfa, hafa bættzt við á Faxaflóasvæðinu. Öll byggðaröskunin frá 1930— 1966 byggist á orsökum, sem leita má í breyttri starfsskipt- ingu þjóðarinnar. Ennfremur aS höfuðborgarsvæðið með þess- um hætti hamlar eðlilegri fjölg- un þéttbýlis í öðrum landshlut- um. Meginhluti af umfram fjölg un sinni fær Faxaflóasvæðið frá öðrum þéttbýlisstöðum í landinu. Sérstaklega er það at- hugandi að Faxaflóasvæðið legg ur undir sig sífellt meiri hluta mannafla þéttbýlisstarfsgreina umfram hlutfallslega heildar- aukningu í þjóðfélaginu. Enn- fremur af þessum sökum varð' byggðaröskun er nemur 17000 manns. Heildarbyggðaröskun Faxaflóasvæðisins frá aldamót- um er 66700 manns miðað við manntal 1966, sem er 9000 manns fleira en þeir sem vinna að þjónustustörfum á svæðinu. Athugi menn þessa þróun nán- ar bendir margt til þess að um næstu aldamót verði um 65— 70% þjóðarinnar á Faxaflóa- svæðinu. Hér að framan hefir verið drepið á það, að með landshluta skipulaginu hefði verið hægt að dreifa þáttum þjónustusviðsins til landshlutamiðstöðva. Þróun- in hefir sýnt, að þetta hefur við' rök að styðjast. Einnig er aug- ljóst að ekki verður spymt við ofvexti landskjarnans, nema með stjórnunaraðgerðum, sem ná til stjórnkerfisins, efnahags- kerfisins og skipulagningu at- vinnulífsins. Ekki þarf að efast um það, að raddir munu heyr- ast um, að þessum efnum megi skipa með löggjöf, án þess að stjórnarskrárbreyting þurfi að koma til. Þetta er í sjálfu sér hægt, en hér er sá meinbaugur á að verið er að færa til í þjóð- félaginu frá þeim fjölliðaða til hins fáliðaða og veikari. Stjórn- réttindi sveitarstjórna og lands- hluta eru dýrmæt réttindi og hluti af stjórnfrelsi þjóðarinnar, sem þarf að gera óbrotgjöm með stjórnarskrárákvæðum. Sjálf stjórnskipunin verður að' búa yfir stefnu og skipulags- ákvæðum, sem stuðla að þeirri byggðaþróun, sem samrýmisi; þeirri grundvallarkenningu, að landið skuli vera allt byggt og hafi í heiðri jafnræði landshlui: anna, til stjórnunar. Jafnhliða þarf hún að stefnumarka um- dæmisskipulag í stjórnsýslu rík isins. Reynslan hefir sýnt að hér verður að verða stjórnar- fai'sleg bylting í þessa átt. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.