Dagur - 01.06.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 01.06.1968, Blaðsíða 8
8 Margir haía veitt tveimur litlum húsum á hjólum eftirtekt, þar sem þau standa við Lindu á Ak ureyri. Þetta er amerísk framleiðsla — eitt hús í tvennu lagi, teppalagt, með húsgögnum og hit- unartækjum, eign Kísiliðjunnar. Húsið verður starfsmannahústaður eystra — er 53 fermetrar að gólffleti og kostar um 450 þús. krónur — áætlað. (L'ósm.: E. D.) versnar nú ár frá ári Gunnar Guðbjartsson álítnr, að margir bænd- ur séu neyddir til að gefast upp við búskap TÍMINN ræddi fyrir nokkrum dögum við formann Stéttarsam bands bænda, Gunnar Guð- bjartsson, og spurði hann um horfur í landbúnaðarmálum. Gunnar sagði þá m. a.: Beinast liggur við, að stór hluti bændastéttarinnar verði að hætta búskap, grípi ríkis- stjórnin ekki inn í og finni lausn á vandanum. Tvö síðastliðin ár hafa verið bændum mjög erfið, af ýmsum ástæðum. Tíðarfar hefur verið óhagstætt, mikið um kal, og bændur hafa auk þess þurft að kaupa mikið af kjarnfóðri, og síðasti vetur hefur verið einn sá alerfiðasti, sem komið hefur langa lengi. Kostnaður við bú- reksturinn hefur því aukizt mjög mikið, en verðlagið ekki hækkað neitt teljandi, og í sum um tijfellum jafnvel lækkað. Hagur 'bændá hefur því versn- að mjög mikið undanfarandi ár, og orðið mikil aukning á lausa- skuldum þeirra, en það hefur aftur á móti komið niður á kaupfélögunum, sem sjá bænd- um fyrir hleztu lífsnauðsynjum, og hafa margir bændur safnað miklum skuldum við kaupfélög in. Það var ljóst í vetur, þegar gengisfellingin var gerð og allt verðlag stórhækkaði, að miklir erfiðleikar myndu verða hjá bændum af þessum sökum. Þá fór stjórn Stéttarsambands (Framhald á blaðsíðu 7). Skáldið frá Djúpalæk kynnf NÝSTOFNAÐUR leikflokkur á Akureyri, Bjallan, kynnti verk Kristjáns skálds frá Djúpalæk í SKILIÐ SKOTVOPHUNUM DÓMSMÁLARÁÐUNEYT- sumar jafnvel hlaðnar, er IÐ gaf út tilkynningu um, að þeir sem skiluðu óskráð- um og þar með ólöglegum skotvopnum fyrir 1. júní, fengju sakaruppgjöf, annars ekki og farið með sem önnur sakamál. í Reykjavík hefur fólk skil að. f jölda skotvopna og eru það einkum skammbyssur, sem þannig koma í leitirnar, þeim ér skilað. Hér á Akureyri hefur nokkru af skotvopnum verið skilað til lögreglunnar, en hún hefur rökstuddan grun um, að ekki séu ennþá öll kurl komin til grafar í því efni og beinir þeim tilmæl- um til manna, sem ólögleg skotvopn hafa undir hönd- um, að skila þeim nú þegar. félagsheimilinu Bjargi á þriðju daginn. Og við það tækifæri var Kristjáni afhent heiðursgjöf, 50 þús. kr., frjáls framlög fólks, sem vill sýna í verki liug sinn tii þessa skálds hér, sem ekki hlaut náð fyrir augum úthlut- unarnefndar listamannalauna. Sæmundur Andersen rakti æviatriði skáldsins, lesin voru Ijóð hans og sungin, Eiríkur Sigurðsson flutti ávarp og Ólaf ur Tryggvason afhenti gjöfina. Kristján frá Djúpalæk er vel að þeim heiðri kominn, sem margir bæjarbúar hafa, sam- kvæmt framanskráðu, sýnt hon um, að forgöngu hins nýstofn- aða leikflokks og þátttöku ann- arra mætra manna á Akureyri. TAP Á REKSTRIF. í. VARÐ 22,8 MILLJÓN KR. ADALFUNDUR Flugfélags ís- lands var haldinn í Reykjavík á fimmtudaginn. í skýrslu um OGNVEKJANDI KAL Gunnarsstöðum 31. maí. Tún eru að byrja að grænka og ef mér missýnist ekki því meira, er kalið í túnum nú meira en nokkru sinni áður. Þó má vera, að fyrsti gróðurlitur gefi það ekki örugglega til kynna. Sauðburður gengur fremur vel en færri tvílembingar en áður. Vegir innan sveitar eru færir en leiðinlegir. Ó. H. starfsemi félagsins, sem fram- kvæmdastjórinn, Örn O. John- son flutti, kom fram, að lieildar tekjur á liðnu ári hefðu numið 314.5 millj. kr. en reksturskostn aður 337.3 milljónir. Tapið varð því 22.8 millj. kr. á rekstri Flug félagsins árið 1987, þegar búið var að afskrifa eignir um 41.8 millj. kr. Þá kom fram,_ að 6 mánaða rekstur Gullfaxa hafði skilað rúmum 100 millj. en kostnaður orðið 4 millj. kr. meiri — er af- skrift — 19 millj. kr. — voru teknar með í rei'kninginn. Þá benti fraihkVæmdastjórinn á, að rekstur Gullfaxa frá Keflavik- urflugvelli hefði aukið kostn- aðinn um 4.5 millj. kr. Fundurinn skoraði á ríkis- stjórnina að leyfa rekstur Gull- faxa frá Reykjavíkurflugvelli SMÁTT OG STÓRT PUKAR LIFA ENN Hvað sem sagt verður um púka yfirleitt, lifir einn þeirra góðu lífi og minnir á sig óþarflega oft. Það er „prentvillupúkinn11, sem í síðasta hlaði sagði laxa- ræktarmenn á Snæfellsnesi eiga von 40—50 laxa í Lárvatn í sum ar. Þetta áttu að vera 40—50 þúsund laxar og munar nokkru, og ef sú von rætist verður 7 milljón króna stofnkostnaður þar, minna áhyggjuefni. VERZLANIR OG BANKAR Árið 1964 voru hér á landi tald- ar vera 1950 verzlanir, þar af 315 heildverzlanir, flestar í Reykjavík og svo er ennþá. íbúar landsins eru um 200 þús- undir. Tölur um fjölda verzl- ana nú hefur blaðið ekki í liönd um, en sjá má að víða er hægt að komast í búð. Starfsmönnum í verzlunarstétt hefur mjög fjölgað síðustu árin. Og það er líka víða hægt að fara í banka. Útibúum aðalbank anna hefur fjölgað ört síðustu árin, svo og starfsfólki við þær stofnanir. Talið er, að nær tvö þúsund manns starfi hjá bönk- um liér á landi nú. Fara þó margir bónleiðir þangað. HEIÐARVÖTNIN BLÁ Stærstu stöðuvötn á fslandi eru þessi: Þingvallavatn, sem er 84 ferkm. og 114 metra djúpt, Þór- isvatn, 70.2 ferkm. og 109 metra djúpt, Lögurinn, sem er 53 fer- km. og 112 metra djúpur, Mý- vatn er 37 ferkm. og 5 metra djúpt, Hópið 29 ferkm. og 84 metra djúpt, Hvítárvatn 30 fer- km. og einnig 84 metra djúpt og Langisjór er 75 metra djúpur og 27 ferkm. að flatarmáli. Önnur stöðuvötn landsins eru innan við 20 ferkm. Kleifarvatn er 97 nietra djúpt og Öskjuvatn 220 metrar á dýpt. LANDSMÓT UMFf Hinn 13. júlí hefst 13. landsmót UMFÍ á Eiðum á Fljótshéraði. Formaður landsmótsnefndar er Björn Magnússon. Ungmenna- félög og ungmennasambönd vinna að undirbúningi að þáít- töku um allt land. En á Austur- landi er imdirbúningur mestur. Þar eru, auk keppnisgreina, æfðir sjónleikir, þjóðdansar, fim leikaflokkar og kórsöngur. Síð- asta landsmót ungmennafélaga á Laugarvatni vakti þjóðarat- hygli vegna liáttvísi og góðrar stjórnar. Vonandi sýna ung- mennafélagar einnig þrótt smn og samtakamátt á sama hátt á Eiðum í næsta mánuði. SAMVINNURÆKTUN Fóðurvöntun og stórkostleg kjarnfóðurkaup eru að grafa undan efnalegu sjálfstæði fjöl- margra bænda. í Hornafirði hófu bændur samvinnu-gras- rækt í allstórum stíl —. Þeir eru nú með bezt stæðu bænd- um landsins. Sumir álíta, að nú beri að koma upp öflugum gras ræktarstöðvum þar sem vel hag ar til, til að fyrirbyggja fóður- skortinn. Ætti það vissulega að geta hjálpað, ekki síður en rækt (Framhald á blaðsíðu 7) Sfanda enn á ís cg dorga silung í FYRRADAG var blaðinu tjáð, að enn mætti sjá nokkra Mý- vetninga á dorgi úti á ísnum. En þar í sveit er nú annríki mikið, sem í öðrum sveitum og fáir, sem geta stundað veiði- skapinn. Lausafregnir herma, að veiðin hafi verið mikil — jafnvel mokveiði —. ísinn á Mývatni er nú loks- ins að láta undan síga og horf- inn af vatninu á sumum svæð- um. En þegar ísa er að leysa, eins og nú, tekur silungurinn bezt — og Mývatns-silungur er hið mesta lostæti, svo sem allir Miklir f járhagsörðLrgleikar bænda Svalbarðseyri 30. maí. Vegur- inn milli Þórsmerkur og Þóris- staða varð algerlega ófær. Fest- ust þar einn daginn 12 bílar. Nú mun standa til að gera við veg- inn. Það er ekki mikil hægri um ferð á vegum, eins og nú er víða í sveitum. Sauðburði er að ljúka og hef- ur hann gengið vel. En óáran er í kúnum. Er kalsíumskorti í fóðri kennt um. Ber nauðsyn til, að heyfóður sé athugað vel á haustnóttum hverju sinni — til að réýná að fyrirbyggja slíkt. Miklir greiðsluerfiðleikar bænda sýnast geta hamlað eðli- legri áburðarnotkun nú í sum- ar. Sjá allir hver vá er þá fyrir dynun. S. J- Lögregluþjónn og tveir umferðarverðir á H-dag á Akur- eyri. (Ljósm.: N. H.) vita sem bragðað hafa, bæði bleikjan og urriðinn. p Sjósókn að hefjast Grímsey 31. maí. Hinn mikli snjór, sem hér var, er að hverfa og tún að grænka. ísinn hér við eyna er mjög fárinn að þynnast og hugsa menn nú til sjósókn- ar, enda er þess full þörf. Fillinn er byrjaður að verpa og björgin eru þétt setin orðin en varpið síðar á ferð en venju- lega. Bjargsig er örðugt nú, vegna þess hve klaka leysir seint og hætta á grjóthruni mikil ar' þeim sökum. Jósteinn Konráðsson söng fyr ir skömmu í kirkjunni við ágæt ar undirtektir. Undirleikari var Ragnhildur Einarsdóttir. S. S. „Rjúpan byrjar að verpa í dag“ Hrísey 31. maí. Dr. Finnur Guð mundsson, sem hér dvelur nú, hefur sagt, að rjúpan byrji að verpa í dag. ísinn er nú ekki sjósókn til fyrirstöðu, en varla fæst bein úr sjó hér eða í næstu verstöðv- um. Á morgun verður jarðsung- inn í Hrísey, Þorsteinn Valdi- marsson hreppstjóri og oddviti. En hann andaðist í Hveragerði 22. maí. S. F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.