Dagur - 19.12.1973, Blaðsíða 5

Dagur - 19.12.1973, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgSarniaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Veiðivötn VEIÐI í ám og vötnuin hafa löngum verið talin til mestu hlunninda. Á síðustu tímum eru þessi lilunnindi þó meira metin en nokkru sinni fytT, og byggist það á hinni miklu og vax- andi eftirspurn til stangaveiða. Verð- mæti veiðiréttarins byggðist löngum á hinu kærkomna nýmeti, laxi og silungi úr ám og vötnum. Nú eru laxveiðiár leigðar fyrir milljónir á ári. Og á íslandi hefur sú þróun orðið, að laxárnar skila margfaldri veiði, miðað við það sem áður var, og er það fiskirækt og skynsamlegri nýtingu að þakka, og er land okkar liið eina í Evrópu, sem hrósað getur vaxandi fiskigöngum upp í veiði- árnar. Munu á þessu ári hafa veiðzt um eða yfir 60 þúsund laxar, eða svipað og 1972. Er þetta tíföld veiði, miðað við veiðina um 1945. Enn er þó langt í land, að möguleikar ánna séu fullnýttir. Rannsóknir, tilraun- ir og aukinn skilningur vísa veginn í þessu efni. Ræktun og skynsamlegri nýtingu laxveiðiánna ber að fagna og lialda áfram á sömu braut. En einnig þarf að leggja aukna álierzlu á ræktun og nýtingu vatnanna, sem fram að þessu hafa orðið verulega útundan. Má í þessu sambandi minna á einn „út- kjálka“ landsins, Melrakkasléttu, þar sem ferðamenn sjá grjót og meira grjót. Þar eru um þrír tugir veiði- vatna, átján þeirra við sjó og jafn- framt við þjóðveginn, sum þeirra lokuð en önnur opin í sjó fram. Engin rannsókn hefur farið fram á þessum vötnum, með tilliti til rækt- unar og veiðiskapar. Stofna þarf á Sléttu félag landeigenda um öll þessi vötn, hefja rannsóknir á vötnunum og spara í engu innlenda og e. t. v. erlenda þekkingu, því að þessi veiði- vötn geta orðið gullkistur. Vera má, að sum þessara lokuðu vatna þurfi aðeins þá meðferð, sem notuð hefur verið á nokkrum stöðum hérlendis með góðum árangri, þ. e. að minnka verulega silungastofninn til þess að sá silungur, sem eftir verður, geti náð meiri stærð og orðið eftifsóttur af stangaveiðimönnum. Þá má víða hugsa sér hæfilega íblöndun með sjó eða öðrum næringarefnum, klak þar sem það kynni að reynast nauðsyn- legt, skipti á stofnum o. s. frv. Hin mörgu veiðivötn á Sléttu ættu að þola 100—200 stangir á dag og kaupendur veiðileyfa em ekki vandfundnir, þegar sá fiskur er fyrir hendi, sem eftirsóttur er og vötnin geta framleitt með einhverri aðstoð manna. □ MIKIL starfsemi hefur fari'ð fram á vegum Héraðssambands Suður-Þingeyinga á þessu ári. Keppnistímabil frjálsíþrótta- fólksins hófst með innanhúss- móti að Laugum 5. maí, og voru þátttakendur frá 6 félög- um. Héraðsmót í karla og kvenna- fl. fór fram 7. og 8. júlí. Þátt- takendur voru 51 frá 7 félögum. Flest stig félaga hlaut If. Völs- ungur á Húsavík, 70 stig. Stiga- hæstu einstaklingar voru Jón Benónýsson, Völsungi og Berg- þóra Benónýsdóttir frá Eflingu í Reykjadal. Héraðsmót í flokkum meyja, stúlkna, sveina og drengja var haldið 11. og 12. ágúst. Þátt- takendur voru 49 frá 5 félögum. íf. Eilífur í Mývatnssveit hlaut flest stig, 278, næstir voru Völs- ungar með 198 stig. Stigahæstu einstaklingum á þessu móti voru veittir fagrir bikarar til eignar, en þeir voru: í meyja- flokki Ragna Erlingsdóttir frá Bjarma í Fnjóskadal, í stúlkna- flokki Sólveig Jónsdóttir, Eilífi, í sveinaflokki Steinar Tómas- son, Eflingu og í drengjaflokki Gunnar Bóasson, Eilífi. Einnig er þess að geta, að Bergþóra Benónýsdóttir hlaut bikar til eignar fyrir bezta ástundun æfingíT Bikarkeppni unglinga á aldr- inum 10 til 15 ára fór fram 26. ágúst. Þátttakendur voru 67 frá 7 félögum. Flest stig hlaut íf. Völsungur, 45.5, í öðru sæti varð Umf. Bjarmi með 42 stig. Oll þessi mót fóru fram á Laugum. Keppnisferðir frjálsíþrótta- fólks út úr héraðinu voru nokkrar. Má þar nefna þátt- töku HSÞ í 2. deild Bikarkeppni FRÍ á Akureyri, en þar sigraði lið HSÞ og ávann sér rétt til keppni í 1. deild. í þeirri keppni, sem fór fram í Reykjavík, mætti HSÞ liðum 5 félaga og ungmennasambanda. Enda þótt HSÞ hafnaði þar í neðsta sæti, eftir tvísýna keppni, má segja að hið unga lið sambandsins hafi staðið sig vel. Á Norðurlandsmóti, sem hald ið var á Sauðárkróki 2. og 3. sept. sigraði HSÞ þriðja árið í röð og vann þar með til eignar fagra styttu, sem keppt var um. Á Boðsmót FRÍ átti HSÞ rétt á að senda 8 keppendur. 5 þeirra mættu til keppni og stóðu sig með ágætum. Árleg keppni milli HSÞ og UMSE fór fram að Laugalandi í Eyjafirði um miðjan sept. UMSE sigraði, en nokkur for- föll voru í liði HSÞ. Þátttaka í frjálsíþróttamótum sambandsins hefur verið meiri í sumar en undanfarin ár, sér- staklega var hin mikla þátt- taka í bikarkeppni unglinga ánægjuleg. Knattspyrnumót sumarsins voru viðameiri en nokkru sinni fyrr. í héraðsmóti var keppt í tveim aldursflokkum, 16 ára og eldri og 15 ára og yngri. í eldri flokki var leikin tvöföld um- ferð. Þar sigraði Völsungur, hlaut 16 stig. í næstu sætum voru Magni frá Grenivík með 12 stig og Efling með 8 stig. Keppt var um bikar, sem Kísil- iðjan h.f. gaf á síðasta ári, en þá vann Magni mótið. í yngri fl. var leikin einföld umferð og sigraði Völsungur einnig þar, hlaut 10 stig. í næstu sætum voru Efling með 8 stig og Magni og Eilífur með 6 stig hvort fé- lag. Keppt var um styttu, er Kaupfélag Svalbarðseyrar gaf á síðasta ári, en þá sigraði Efling í þessum flokki. í bikarkeppni yngri flokks, sem var útsláttarkeppni, vann Efling. Keppt var um styttu, sem Bílstjórafélag Suður-Þing- eyjarsýslu gaf. Þetta var í fyrsta sinn, sem þessi keppni fór fram og vann Efling hana eftir tvo úrslitaléiki við Eilíf. Starfsemi Völsungs var mikil á knattspyrnusviðinu. Má nefna, að meistaraflokkur fé- lagsins lék í 2. deild íslands- mótsins og tók þátt í Bikar- keppni KSÍ. Einnig keppti fé- lagið í íslandsmóti í þriðja, fjórða og fimmta flokki. Stóð sá síðastnefndi sig mjög vel og komst í úrslit. íf. Magni er einnig vel virkt félag á knattspyrnusviðinu og tók þátt í 3. deild íslandsmóts- Einnig kenndu glímukennarar á vegum sambandsins í nokkr- um skólum í héraðinu. HSÞ sá um Norðurlandsmót í glímu í apríl. Keppt var í tveimur flokkum. Ingi Yngvason, Mý- vetningi, sigraði í flokki full- orðinna og Haukur Valtýsson, Bjarma, í drengjaflokki. HSÞ sendi keppendur til þátttöku í íslandsglímunni og Flokkaglím unni, en þar sigraði Ingi í þyngsta flokki og Haukur í drengjaflokki. Sundkeppni fór fram að Á komandi vetri verður væntanlega lögð aukin áherzla á iðkun innanhússíþrótta. Eink- um eru vonir bundnar við að auka megi þátttöku í blaki og badminton. Aðstaða til iðkunar innanhússíþrótta er slæm í héraðinu, aðeins tvö íþróttahús, á Húsavík og Laugum, og full- nægir hvorugt kröfum nútím- ans. Að Laugum er nýtt íþrótta hús í smíðum, en langt í land að það verði tekið í notkun. Meðan slíkt ástand varir, er varla von til mjög aukinna um- ins. Varð félagið í 2. sæti í E- riðli eftir tvísýna keppni. Aðstaða til þátttöku í utan- hússíþróttum fer nú óðum batn andi í héraðinu? Á Húsavík er malarvöllur og í undirbúningi gerð grasvallar ásamt hlaupa- brautum. Að Álftagerði í Mý- vatnssveit er myndarlegur gras- völlur í eigu Umf. Mývetnings. Við Ljósvetningabúð er gras- völlur í eigu Umf. Gaman og alvara. Á Grenivík er grasvöll- ur í eigu íf. Magna. Við hina nýju Fnjóskárbrú er grasvöllur, nýlegur, í eigu Umf. Bjarma. Bráðlega mun rætast úr að- stöðu í Aðaldal og við Reykja- hlíð, en þar eru ófrágengnir malarvellir. Við Stórutjarna- skóla í Ljósavatnsskarði verður væntanlega tilbúinn malarvöll- ur til notkunar fyrir nemendur skólans á þessu skólaári. Að lokum má nefna völl HSÞ að Laugum, sem er í röð beztu íþróttavalla landsins. Handknattleikur er eingöngu stundaður á Húsavík, en Völs- ungar hafa náð mjög athyglis- verðum árangri í þessari íþrótta grein, svo sem kunnugt er. ís- landsmót meistarafl. kvenna í útihandknattleik 1973 fór fram á Húsavík og sá Völsungur um framkvæmd mótsins. Blak hefur lengi verið stund- að í Laugaskóla, en sl. vetur fór í fyrsta sinn fram héraðs- mót í þessari íþrótt, og sigraði þar lið Magna. Badminton er mikið stunduð á vegum Völsungs og hafa þeir háð árlega bæjakeppni við Sigl- firðinga um nokkurt skeið. Badminton er einnig æft hjá Umf. Mývetningi og í Lauga- skóla, en héraðsmót hefur enn ekki verið haldið í þessari grein. Glíma var æfð sl. vetur hjá Mývetningi og í Laugaskóla. venju 17. júní á Húsavík. Einn- ig sá HSÞ um framkvæmd Unglingameistaramóts Norður- lands í sundi. Mótið fór fram á Húsavík og var framkvæmdin að mestu í höndum Völsungs. Sundaðstaða er fyrir hendi á fjórum stöðum í héraðinu, en á næstunni munu væntanlega bætast við fjórir nýir sund- staðir, og þá er von á meiri þátttöku í þessari ágætu og hollu íþrótt. Skíðaíþróttin er mikið stund- uð á Húsavík og hefur skíða- fólk Völsungs náð góðum ár- angri á landsmælikvarða. Skíði eru einnig nokkuð stunduð í Mývatnssveit, en lítið annars staðar í héraðinu. Áhugi er hjá forráðamönnum skóla á aukinni skíðakennslu, og er í ráði hjá HSÞ, að beita sér fyrir útvegun á skíðakennurum á komandi vetri. Bridge hefur lengi verið iðk- að af aðildarfélögum HSÞ. Hér- aðsmót var haldið sl. vetur með nýju sniði. Spilaðar voru þrjár umferðir og báru Völsung'ar sigur úr býtum, en Mývetning- ar urðu í 2. sæti. Árleg bridge- keppni við UMSE fór fram í Ljósvetningabúð og vann HSÞ að þessu sinni. HSÞ hélt sumarbúðanám- skeið á Laugum í júní, en það hefur verið fastur liður í starf- seminni til margra ára. Nám- skeiðið stóð í tvær vikur og voru þátttakendur 36 á aldrin- um 12 til 15 ára. Þá rak íf. Eilífur ungmennabúðir um 8 vikna skeið fyrir 5—11 ára börn og voru þátttakendur 33. Mikið var unnið að land- græðslu sl. sumar og munu öll sambandsfélögin hafa tekið þátt í því starfi. Félagsmálanám- skeið var haldið hjá íf. Eilífi sl. vor. Þátttakendur voru 19, kennari var Arnaldur Bjarna- son. svifa varðandi innanhússíþrótt- ir. Mikill áhugi virðist vera á byggingu félagsheimila í hérað- inu, og eru þau þá ekki hönnuð sem íþróttamannvirki. Þykir forráðamönnum HSÞ það óvið- unandi, að ekki skuli reynt að sameina xarfir íþróttastarfsemi og almenns félagslífs í þessum dýru mannvirkjum. Fjárhagur HSÞ er erfiður, svo sem algengast er hjá aðil- um ungmennafélags- og íþrótta- hreyfingarinnar. Þó hefur sam- bandið notið stóraukins stuðn- ings frá sveitarfélögum á þessu ári. Einnig er HSÞ styrkt af sýslusjóði, svo og Kaupfélagi Þingeyinga, Kaupfélagi Eyfirð- inga og Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar. Er sambandið mikil þökk á þessum stuðningi. Höfuð- útgjaldaliður HSÞ er styrkur til aðildarfélaganna vegna kostnaðar við íþróttaþjálfun, sem þau leggja í. Sambandið hefur haft það fyrir reglu að reyna að byggja félögin upp á þennan hátt. Á næsta ári verður HSÞ 60 ára. Mun þá verða gert átak til enn meiri og myndarlegri starf- semi í tilefni þessa merkis- afmælis. Nú þegar er hafin fjár- öflun í þessu skyni með happ- drætti, sem dregið verður í 28. desember n. k. Sala miða er hafin, og er þess vænst að Þing- eyingar, svo og aðrir velunn- arar HSÞ, bregðist vel við og styrki sambandið með kaupum á happdrættismiðum. Stjórn HSÞ skipa: Óskar Ágústsson, Laugum, formaður, Vilhjálmur Pálsson, Húsavík, varaformaður, Sigurður Jóns- son, Yztafelli, ritari, Arngrímur Geirsson, Álftagerði, gjaldkeri og Indriði Ketilsson, Ytra- Fjalli, meðstjórnandi. Fram- kvæmdastjóri er Arnaldur Bjarnason, Fosshóli. (Fréttatilkynning) Mí’" 5 RAUNIN SVO segir gamalt máltæki og er það vissulega satt. Mér hafa komið sannindi þessa málshátt- ar í hug í sambandi við verk- fall þjóna á vínsöluhúsum, sem staðið heíur nú um sinn. Blöð og útvarp hafa skýrt frá því, eftir viðtöl við löggæzlu í þeim bæjum, sem verkfallið hefur náð til, að gjörbreyting hafi orðið á öllum þeim sviðum, sem undir lögreglu heyrir, að hafa afskipti af, afbrot, slys og hverskonar óspektir, utanhúss, sem innan, heimili meðtalin, hafa minnkað, svo að ekki er sambærilegt. Hvað mundi þá ef öll áfengisneyzla væri úr sög- unni? Hér hefur sannazt, svo að ekki verður um deilt, það sem oft hefur verið á bent, að vín- nautnin er undirrót langsam- lega flestra afbrota, slysa og félagslegra erfiðleika. Væri áfengið úr sögunni myndi þetta gerbreytast. Annað dæmi langar mig til að draga fram í þessu máli. Á öðr- um tug aldarinnar var vínbann Brúðuvagnar. Brúðukermr. Brúður. Bollasett. Bílabrautir. Rúllettuspil. Fótboltaspil. Snjóþotur og ótal margt annað. Leikfangamarkaðurinn Hafnarstræti 96. BARUM torfæru- og snjódekk Jeppadekk 750x16 Jeppadekk,650x16 Jeppadekik 600x16 Vörubíladekk Mjög hagstætt verð. Skoda-verkstæðið Kaldbaksgötu, Akureyri, sími 2-25-20. ER ÓLÝGNUST í landinu um fá ár. Þá brá svo við, að hverskonar afbrot, eink- um þó hin grófari, þurrkuðust því næst út. Þetta er dómur reynslunnar. Ætti sá dómur ekki að vera lögeggjan til þjóð- arinnar um að gera nú sameigin lega stórt átak og ráðast gegn vínnautninni með öllum tiltæk- um ráðum, og hnekkja henni svo að um muni, og þá um leið því ófremdarástandi og hreinu ómenningu, sem ríkt hefur í sambandi við hana. Nú fara jólin í hönd. Þau hafa oft verið kölluð hátíð heimil- anna. Sú hátíð verður því miður oft neikvæð ef Bakkus er meðal boðsgesta. Vinnum að því að útiloka hann, svo að sem flestir geti átt sönn og gleðileg jól. Stefán Rr. Vigfússon. Kuldafatnaður til jólagjafa Kuldaúlpur (gærufóðraðar), verð frá kr. 5985,00 Nylonúlpur, verð frá kr. 1680,00 Kuldajakkar með loðkraga Peysur, mikið úrval Hlý nærföt og sokkar Frottesloppar og náttföt Kuldaskór og Koreuklossar GEFIÐ HLÝJAN FATNAÐ A M A R O HERRA- OG SPORTVÖRUDEILD SÍMI 2-17-30. Tannlæknar bæjarins auglýsa: Tannlæknavakt um jól og áramót verður sem hér segir: Sunnudag 23./12. kl. 17—18, Tannlæknastofan Glerárgötu 20. Mánudaginn 24./12. kl. 11—12, Tanlæknastofa Steinars Þorsteinssonar, Skipagötu 1. Þriðjudaginn 25./12. kl. 17—18, Tanlæknastofa Steinars Þorsteinssonar, Skipagötu 1. Miðvikudaginn 26./12. kl. 17—18, Tannlæknastofan Glerárgötu 20. Sunnudaginn 30./12. kl. 17—18, Tanlæknastofa Baldvins Ringsted, Hafnarstræti 101. Mánudaginn 31./12. kl. 11—12, Tanlæknastofa Jóhanns Benediktssonar, Ráðhústorgi 3. iÞriðjudaginn l./l. kl. 17—18, Tannlæknastofan Glerárgötu 20. (GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA). SaunsuL TOSHIBA Stórkostlegt hljómnlötuúrval Nýjar plötur: Alice Cooper: Muscle of Love. — Santana: Welcome. — The best of Procol Harum. — Donny Osmonds: A Time for us. Plötur, sem seljast eins og heitar lummur: Nazareth — Ringo Starr — Carpenters — Rolling Stones — John Lennon. — Ten Years After: Live, 2 LP. — Chicago: VI. — Slade: Slad- est. — David Cassidy: Dreams. — Dr. Hook: Belly Up. — Carfunkel: Ang- el Clare. — Gilbert O Sullivan: I’M A Writer. — The Beatles: 1967— 1970, 2 LP. — Who: Quadrophenia, 2 LP. — Neil Young: Time Fades Away. — Grand Funk: W’ere An American Band. — Three Dog Night: Cyan. — Osmonds: Sex gerð- ir. — Fleetwood Mac: Mystery To Me. — The Mothers: Over-Nite Sensation. — Urian Heep: Sweet Freedom o. m. 11. Nýjar 45 sn. í haugum. íslenskar hljómplötur, stórar: Hanna Valdís — Kaffibrúsakarlarn- ir — Síglaðir söngvarar — Verkstæði jólasveinanna — Gáttaþefur í glöðurn hópi — Krakkar rnínir komið þið sæl. Jólin, jólin: Svanhildur,. — Jól- in hennar ömmu — Dýrin í Hálsa- skógi — Bamavísur Stefáns Jónsson- ar: Bessi Bjarnason — Hljómsveit Ingimars Eydal — íslensk þjóðlög: Karlakór Reykjavíkur — Ólafur Þ. Jónsson — Tónakvartettinn frá Ný sending af 8 rása spólum. Stereo cassettu segulbönd kr. 14.950, 00. — 12 tommu sjónvörp, 12 volt og 220 volt, kr. 18.095,00. Radionette stereo-útvarpstaáki. Loewe Opta. Vestur-þýzk 24 tommu sjónvarpstæki. Kr. 33.925,00 hnota, 34.795,00 teak, 47.160,00 hnota með hurð og borði. Góðir greiðsluskilmálar. Útvarpstæki 220 volt með hátalara, langbylgju, miðbylgju, FM-bylgju, stuttbylgju. Plötuspilara og segul- bandsúttak, frá kr. 11.825,00. Hnota, rauð, lrvít. Toshiba stereo-sett, útvarp, plötu- spilari, hátalarar, aðeins kr. 24.185, 00. — Segulbandstæki. — Ferðavið- tæki. — Plötuspilarar. Stereo-heyrn- artæki. HVERGI MEIRA ÚRVAL - PÓSTSENDUM Viðgerðarþjónusta á eigin verkstæði Húsavík — Guðrún Á. Símonar: Fjórtán sönglög — Vilhjálmur Vil- hjálmsson: Fjórtán vinsæl lög — Þor- valdur Halldórsson: Gerir ekki neitt — Bjarki Tryggvason: Kvöld — Beint útvarp úr Mattíhildi: Úrval 71—72 — Elly og Vihljálmur: Jóla- lög — Eddukórinn: Bráðum koma jólin — Kirkjukór Akureyrar og Hljómsveit Ingimars Eydal: Jóla- sálmar og jólalög o. m. fl. Nýjar stórar hljómplötur: Skaup 73 — Lítið Eitt — Maggi Kjartans: Clockworking Cosmic Spirits — Þuríður Sigurðardóttir. VERIÐ VELKOMIN. HUQIIWR - Sími (96)11626 ^—^Gierárgötu 32 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.