Dagur - 19.12.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1973, Blaðsíða 8
EYFIRZK FRÆÐI l-ll GERIZT ÁSKRIFENDUR SOGUFELAG EYFIRÐINGA PÓSTHÓLF 267 • AKUREYRI SÍMI 96-123-31 Daguk Akureyri, miðvikudaginn 19. des. 1973 Dömu og herra 1 v GULLSMIÐIP ; steinhringar. í Jy \ SIGTRYGGÚR Miki3 úrval. J & PÉTUR N j .AKUREYRI SMATT & STORT AÐ undanförnu hefur borið mikið á því, að hross gengju laus í bæjarlandinu. í blöðum hefur verið kvartað undan því að hestar hafi hvað eftir annað valdið umferðartruflunum, og til lögreglunnar hafa gengið ófá klögumál um átroðning af völd- um hrossa. Svo sem eðlilegt er, telja flestir, að hér sé eingöngu um vanrækslu hestaeigenda sjálfra að ræða, og hefur því þetta mál sízt orðið til fram- dráttar beirri tómstundaiðkan og íþrótt, sem hátt á annað hundrað bæjarbúa taka beinan eða óbeinan b^tt í. Ymsir hafa orðið til þess að túlka þennan hvimleiða lausagang hrossa á þá leið, að annað hvort hafi hestamannafélagið „Léttir" ekki gert neinar ráðstafanir til að tryggja hrossunum haustbeit og girða það landsvæði, sem félag- inu hefur verið úthlutað, elleg- ar þá að hestaeigendur hafi al- mennt takmarkaðan áhuga á því að sinna hrossum sínum sem vera ber. Á síðara atriðið skal ekki lagður dómur að sinni, en hitt gert að umtalsefni, hvaða ráðstafanir hestamanna- félagið „Léttir“ greip til á síðast liðnu ári til að tryggja félags- mönnum sumar- og haustbeit fyrir hross sín. Strax eftir síðastliðin áramót var fullljóst að á Akureyri mundu verða um 600 hross á húsi veturinn ’72—73. Var bæj- aryfirvöldum tjáð, að haga mundi skorta fyrir svo stóran hóp ef félaginu yrði ekki út- hlutað landi til viðbótar því, sem það þá hafði. Forráðamenn félagsins áætluðu stærð þess landsvæðis, sem nauðsynlegt var að útvega, og sóttu síðan um land. Ekki mættu þessar þarfir nema mjög takmörkuð- Siglufirði, 17. desember. Snjór er orðinn talsverður, en ruðn- ingstæki halda aðalgötum bæj- arins bílfærum. En út frá Siglu- firði er ekki fært. Afleitt veður var í gær og fyrradag, norð- lenzk stórhríð. Nú er svona lenjuveður, norðan stormur, hríðarhraglandi og 15 stiga frost. Samgöngur liggja alveg niðri þessa daga. Situr því hver á sínum rassi, nema hvað fólk um skilningi hjá bæjaryfirvöld- um, sem útveguðu hestamönn- um alls ófullnægjandi land- svæði. Þegar kom fram á haust- ið, rættist spá forráðamanna „Léttis“, til hreinna vandræða horfði sökum hagaleysis. Þá var gripið til þess ráðs að fá leyfi til að reka hrossin á Glerárdal. Þar ganga hins vegar fleiri um en hestamenn, hlið voru ósjald- an skilin eftir opin, ristarhlið fylltust af snjó og hrossin áttu greiðfarna leið til bæjarins. Þá greip stjórn hestamannafélags- ins til þess úrræðis að sækja aftur um hólf í Lögmannshlíðar landi, sem tekið hafði verið af félaginu síðastliðið vor. Þeirri málaleitan var synjað. Sjálf- sagt hefði verið hægt að sætta sig við þá afgreiðslu málsins, ef bærinn hefði sannanlega haft þörf fyrir hólfið í Lögmanns- hlíðarlandi. Nú var því ekki til að dreifa. Landið er ekki nýtt. Að vísu fullyrða bæjaryfirvöld, að þau hafi leigt landið. „Leigu- takinn“ hefur hins vegar engan samning, nýtir ekki landið, enda mun bærinn ekki hafa ÞAÐ var frostharður nóvember morgun. Ég gekk að vanda til fjárhúss míns. Kominn var norðaustan gustur og allmikil snjódrífa. Átti ég mér því sízt gesta von. En það var ekki um að villast, þarna rétt fyrir fram- an kofadyrnar hafði einhver náungi tyllt sér niður. Engin kennsl bar ég á hann í fyrstu, enda var ekki orðið bjart af degi. En þegar ég gáði er að skjótast milli búða til að verzla, eins og vant er. Ekki hefur verið farið á sjó síðustu daga vegna óveðurs, en aflinn er alltaf sæmilegur á línu þegar á sjó hefur gefið. Ekki urðu skemmdir eða slys hér í veðrinu. En á föstudag- inn voru bátar í róðri og skall þá skyndilega á óveður og varð a. m. k. einn báturinn að skera á línuna, J. Þ. fengið nein gjöld fyrir umrætt land. Það er rétt, að bæjarbúar hafi það í huga, þegar þeir áfell- ast hestamenn fyrir átroðning hrossa í bæjarlandinu, að bæjar yfirvöld hafa lítinn áhuga á því að leysa þann vanda, sem — eins og fram hefur komið — er sameiginlegur hestamönnum og bæjarbúum. Grímsstöðum á Fjöllum, 17. desember. Hér var talsvert mik- il stórhríð í fyrrinótt og fram eftir deginum í gær, en er öllu hægari síðan, en mikið frost. I morgun var nær 20 stiga frost og hefur verið það síðan. Snjórinn er í sköflum en vel rifið á milli. Hætt er við, að vegurinn til Mývatnssveitar sé orðinn ófær, en á það hefur ekki reynt ennþá. En hér eru nokkrir vélsleðar og fara menn betur að, sýndist mér helzt að þarna væri kominn einn af mín- um allra beztu nágrönnum, sem ég átti á meðan ég bjó fyrir norðan. Hann var í miklum metum hjá mér, þessi nábúi minn, einkum vegna þess, að hann sá fyrir allar veðurbreytingar. Og áður fyrr, á meðan við bjuggum svo að segja á sömu jörðinni báðir, lét hann mig ætíð vita þegar „veðrakast“ var í nánd. En svo flutti ég burt af strönd- inni, og af honum hef ég engar spurnir haft í sjö ár samfleytt. Var hann virkilega þarna kominn? Gat það verið, að gamli, veðurglöggi spekingur- inn væri kominn til mín í heim- sókn alla leið að norðan? Mér varð starsýnt á gestinn. Ég athugaði allar hreyfingar hans gaumgæfilega. Ég mundi að vísu alltaf hvernig hann hafði hagað sér, hér áður fyrr, þegar hann kom til mín með veðurfregnirnar. Ég var meira að segja farinn að geta ráðið það af tilburðunum einum sam- MIKIL BÓK OG GÓÐ f jólabókaflóðinu, umgetningum og auglýsingum bóka, vill blað- ið minna á merka og eigulega bók, sem kærkomin myndi mörgum að fá í jólagjöf, a. m. k. hér við Eyjafjörð. Bók sú er „Byggðir Eyjafjarðar“, tvö bindi, sem út kom fyrr á árinu. Hún er fróðleg mjög af sögu- legu yfirliti af öllum lireppum sýslunnar og urn félagsskap bændanna. Og hún segir frá öllum jörðum, ábúendum og bú- stærð. Myndir eru af ábúendum og húsakynnum. FATAEFNIN Nýlega kom það í fréttabréfi frá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga, að um helmingur allra þeirra fataefna, sem karl- mannaföt eru saurnuð úr hér á landi, eru Teryle-fataefnin frá Gefjun á Akureyri. En þessi efni hafa á allra síðustu árum tekið gagngerum breytingum, svo að þau eru meðal þess bezta á því sviði, sem völ er á. ENN VANTAR FÉ AF FJALLI Fréttir hafa borizt af því að undanförnu, að menn eru að finna fé á afréttum, og enn munu ekki öll kurl komin til grafar í því efni. Flest það fé, sem enn hefur fundizt, hefur ferða sinna þótt snjór loki bíla- leiðum. Allt fé er í húsi nú og allt rólegt hér á þessum bæjum. Jólin eru undirbúin að venju. Laufabrauðsgerðin hefur aldrei fallið niður hér, og eitthvað er að bíta og brenna fyrst um sinn. Við teljum, að svo vel hafi verið leitað í afréttum í haust, að vart muni til eftirlegukindur þó heiðalönd séu hér stór. K. S. an, hvað það var, sem hann vildi gera mér skiljanlegt. En nú var annað hvort, að einhver gleymskuhula hafði lagzt yfir þá leikni mína, eða þá að þetta var í raun og veru ekki minn gamli nábúi. Þá var hátterni hans að nokkru leyti með öðr- um hætti, en áður fyrr. Mér fór því að finnast vafasamt, að þetta væri granni minn fyrrver- andi. En væri þetta ekki hann', þá sór hann sig, þessi náungi, sem þarna sat, svo fullkomlega í ætt gamla spekingsins, sem mest mátti verða. Gat ekki skeð, að þetta væri sonur þess gamla, eða að minnsta kosti lærisveinn hans? Gat ekki skeð, að karlinn hefði sent hann til mín — stefnt hon- um á minn fund? Sjálfsagt hef- ur hann vitað það sá aldraði, að ég var enn sem fyrr beitarhúsa- maður. Og nú hafði hann grun um eitthvað óvenjulegt — eitt- hvað, sem gæti komið gömlum, kulvísum fjármanni illa. Vildi hann nú fá af því fregnir, hvernig ég væri undir það bú- litið vel út, enda snjólétt. í haust voru liitar miklir um göngur, fé dreift til hæstu fjalla, og þóttu fjárleitir því erfiðar og fé bágrækt. Mun því vlða hafa orðið eitthvað eftir. Sumir bændur hafa áhuga á enn frekari fjárleitum, ef tíð verður hagstæð, enda liafa þeir nú margir þau farartækin, sem vel duga til vetrarferða, en það eru vélsleðarnir. BANASLYS í UMFERÐINNI Sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna hafa fengizt við að rann- saka umferðarslysin og gera til- lögur til úrbóta. Vandamálið er stórt og því til staðfestu eru opinberar tölur um banaslys í umferð í heiminum. Árið 1971 biðu 250 þús. manns bana í uin- fcrðarslysum, en 7.5 slösuðust af völdum umferðarinnar. Af banaslysunum þetta ár urðu 45% þeirra á vegum í Evrópu. BÓK A HVERRI MÍNÚTU í heiminum er til jafnaðar gefin út ein bók á mínútu, eða um átta milljarðar á ári hverju. Er þó eftirspurninni livergi nærri fullnægt. Samkvæmt umsögn UNESCO er bókaskortur í tveim þriðju lilutum heims, og er þetta mikið vandamál á sama tíma og aukin menntun á sér stað og æ fleiri læra lestur og geta notið bóka. VÖXTUR ÁN MENGUNAR Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNIDO, hefur hafið herferð fyrir því, að bæta mann legt umhverfi. Iðnþróunarstofn- unin á nú að vinna kerfisbundið að því að rannsaka, hvemig unnt sé að minnka mengunina frá hinum ýmsu stóriðjuverum í ýmsum iðngreinum nútimans og koma öðrum á fót, sem ekki valda mengun. En þær greinar, sem talið er að minnstri meng- un valdi séu járn- og stáliðnað- ur, gúmmíiðnaður og leður- iðnaður. inn? Hélt hann máski, að ég hefði lömbin mín enn úti? Vildi hann fá að vita hve skjótlega ég hefði búið um kindurnar mínar? Stóð honum stuggur af miklu frostunum, sem hann vissi að voru framundan? Senni lega eitthvað, en tæpast gat það verið eina orsökin til þess, að hann fór að senda til mín um langan veg. Nei, mig grunar það hálfgert, að þessi heimsókn, þennan svala nóvembermorgun, hafi átt að merkja annað og meira, en það eitt að vara mig við frost- hörkunum. Ef til vill sá gamli spekingurinn lengra og vissi meira. Og ef hann skyldi hafa haft stærri og þýðingarmeiri aðvaranir í huga, og honum hafi svo fundizt, þegar sendi- sveinninn kom heim aftur, að þær aðvaranir hafi að einhverju leyti mistekizt, þá gæti ég trúað honum til þess að senda til mín öðru sinni — eða jafnvel koma sjálfur, og það í tæka tíð. Óskar Stefánsson i frá Kaldbak. Hörkuveður á Siglufirði Ég fékk gest að norðan Stjórn „Léttis“. Talsverð stórhríð á Grímsstöðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.